Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 5
XXII., 50.-51. Þ JÓÐV ILJINN 201 18. jálí þ. á. andaðist snögglega á Hesteyri i Jökulfjorðum Gvðmundur Matthíassnn, er fyr var á Marðareyri. —• Hann dó úr lungnabólgu, og mun liafa verið um þrítugt.-------— í síðastl. ágústmánuði andaðist í Bolungar- víkurseli i Grunnavíkurhreppi ekkjan Guðrnn Bjarnadóttir, hátt á áttræðisaldri. — Hún var gipt Þorleifi Einarssyni, fyrrum bónda í Barðs- vik (t IS'.löj. — Bjuggu þau hjónin í Bolungar- vik á Hornströndum, áður en þau færðust að Barðsvik — og þar dvöldu þau lengst —; en siðast bjuggu þau í Bolungarvíkurseli. — Börn þeirra, sem lifa, eru þessi: 1. Jakobína, gipt Jóni bónda Elíassyni í Bolung- arvíknrseli. 2. Jóhanna, gipt. Finnboga bónda Jónssyni i Bol- ungarvík á Ströndum. 3. Sigurborg, gipt Guðm. bótida Márussyni i Furu- firði. Meðal barna þeirra var og Guðleifur, er bjó í Bolungarvík á Ströndum, og er hann d&inn. — Ekkja hans Guðfinna Einarsdottir, sem nú er til heimilis að Dynjanda i Grunnavíkurhreppi. Á síðastl, vori, hálfum mánuði fyrir hvíta- sunnu, andaðist að Gildrunesi í Isafjarðarkaup- stað Jens húsmaður Ólafsson, 6G ára aðaldri,og hafði hann verið mjög farinn að heilsu síðustu árin. Jens heitinn Olafsson var fœddur að Odds- flöt í Grunnavíkurhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu 13. okt. 1811, og voru foreldrar hans Ólafur Ás- geirsson og Sigríður, kona hans. — Eptir lát móð- ur sinnar fluttist Jens, ásamt föður sínum að Höfðaströnd, og er hann var orðinn fullorðinn, var hann lengi vinnumaður á ýmsum stöðum t. d. hjá Halldrn'i ■iónssi/ni, er lengi stundaði lækn- ingar við ísafjarðardjúp og hjá sira Hálfdáni Einarssyni á Eyri í Skutilsfirði. — Yar honum mjög vel lagin skepnuhirðing, og notinvirkur. Síðan bjó Jens heitinn í 36 ár á Gildrunesi í ísafjarðarkaupstað, tók lóðarstykki í Eyrarhlíð til ræktunar, umgirti það, og ræktaði prýðilega, og lifði mestmegnis af kindum þeim, er hannól á heyjunum. — Hin ágæta rækt, er Jens sálugi kom i lóðarstykkið, mun hafa átt góðan þátt í því, að ýta undir stöku menn aðra í Isafjarðar- kaupstað, að fá sér erfðafestubletti tilræknunar, og er það bæjarfélaginu til gagns og prýði. Jens heitinn Ólafsson var ókvæntur alla æfi, en með bústýru sinni, Jóninu Kxistjánsdóttur, sem lifði hann, eignaðist hann þrú börn, og eru þau þessi: 1. ksgeir, sem drukknaði á Skutilsfirði fyrirnokkr- um árura. 2. Guðmundur, húseigandi í Hnífsdal, kvæntur Júlíönu Lilju Hannesdóttur, og 3. Kr istin Helga, gipt Sigurði Kr. Sigurðssyni húsmanni á Gildrunesi. 6. sept. f. á. andaðist á Sandeyri íSnæfjalla- j hreppi í Norður-ísafjarðarsýslu ekkjan Sigrún j Jónsdóttir. — Hún hafði verið gipt Johanni Eng- \ ilbertssyni, Kolbeinssonar á Lónseyri, og voru j þau húshjón að Bœjum í Snæfjallahreppi, er Jó- j hann andaðist. — Dóttir þeirra er Salbjörg, nú j til heimilis að Hamri á Langadalsströnd. Skömmu fyrir andlátið eignaðist Sigrún sál- uga tvíbura, með unnusta sínum, Guðmundifor- manni Jósepssyni á Sandeyri, og hlutu þeir nöfn- in: Bjarni Gunnar og Sigrún. f Frú Olwfa Finsen. Frú Olufa Finsen, ekkja Hilmars heit- ins Finsen, fyrrum landehöfðingja, and- aðist í Kaupmannahöfn 5. ágúst þ. á., eptir margra ára vanheilsu, 72 ára að aldri, fædd 16. júní 1836. Hún var af dönsku foreldri, og var jungfrúarnafn hennar Bojsen. — Hún var mikilhæf kona og einkar vel menntuð, vel að sér í sönglyst, og samdi, meðal annars, lag við útfararsöng, er sunginn þar við jarðarför Jóns heitins Sigurcfsson- ar, forseta. — Stofnun kvennaskólans i Reykjavík, fyrsta kvennaskólans hér á landi, studdi hún á ýmsan hátt. Sex börn þeirra hjóna náðu fullorðins- aldri, og eru nú fjögur þeirra á lífi: Jön og Ólafur, sem báðir gegna embættum í Danmörku, Anna, gipt í Noregi, og ólöf, ógipt í Kaupmannahöfn; en tvö eru dáin: Ragnheiður, sem gipt var Kock, adjutant Kristjáns IX., og Arni, sem drukknaði í Kaupmannahöfn. Skipstrand. Að morgni 31. okt. síðastl. slitnaði skipið „Norröna11 npp hjá Hvammstanga, og strandaði þar. — I skipinu voru 1000 tn. af saltketi, er það hafði tekið hjá pöntunarfélögunum á Sauð- árkrók, Blönduósi og Hvammstanga, sem ogút- lendar vörur til pöntunarfélagsins í Steingríms- firði. — Norðan-hvassviðri var, og snjókoma. — Menn björguðust allir. Sjötíu :Vru aliuæli. Hr. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi varð sjötugur 26. okt. þ. á., og var honum þá flutt kvæði, er síra Valdimar Briem hafði ort. — Ymsir vinir hans gáfu honum og staf, úr hval- beini, og var á honum rúnaletur, og útskurður eptir Stefán Eiríksson, útskurðarmann. Prestkosning fór iram að Dóroddstað í Kinn 16. okt. síð- astl., og var síra Sigurður Guðmundsson, fyrrum aðstoðarprstur í Ólafsvik, kosinn, með öllum þorra atkvæða. Á Arnurfirði var all-góður afli seinni hluta oktobórmán- aðar, og skammt róið. Fagradalsbrantin. Af akbrautinni um Fagradal er enn eptir að 22 í tölu skipa þesaara var lítill fallbysaubátur, „Mos- quito“ að nafni, sem lagt hafði í dögun af stað frá Was- hington, og var nú kominn á móta við Monroe-kastalann. Á apturþilfarinu stóð ungur maður, er var í ein- kennisbúningi þeim, sem liðsforingjar í Bandarikjunum bera, og er haDn fremur viðhafnarlítill. Hann var hár vexti, og hraustlegur, og fór fatnað- urinn vel; en um herðarnar hafði hann gulleitt sjal, er sýndi, að hann var eigi liðsforingi í aðal-hernum, heldur í sórstakri, ný 6kipaðri herdeild, sem sérstaklega varætl- að, að sjá um, að sjómönnum væru gefin merki úrlandi, er óveðurs væri von, og hefir sú tilhögun orðið mörgum sjómanninum að góðu liði. „Yiljið þér ekki koma snöggvast hingað til mín, upp á skipstjóra-pallinn, hr. B,obertson?“ mælti skip- herrann á fallbyssubátnum við ofangreindan liðsforingja. Liðsforinginn leit upp. „Mér er það áDægja, hr. skipstjóri“, svaraði hann. „Mér þykir vænt um, að þór skreppið hingað upp til mín“, mælti skipstjóri. „Jeg verð að hlaupa hér fram og sptur, eins og ísbjörn, sem geymdur er í búri. — En komið nú, og rabbið ögn við mig“. Hann benti háseta, að sækja stól, sem var niðri í káettunni, og liðsforinginn fór nú upp til hans. „Á hvað voruð þór að horfa?“ spurði skipstjóri. „Langar yður svo ákaft, að komast til þess staðar, er þér eigið að fara, að þór getið eigi haftaugun afhonum, þótt hann só enn í fjarska?“ „Engan veginn; jeg var að horfa þarna á ströndina“. „Einmitt — það er Albemarlé-eyjan. — Sjáið þér oddann sunnarlega á eyjunni, þar sem ströndin hækkar 15 Til Kitty-Hawk-klettsins, hættulegasta staðarins kynda þar bál, til þess að aðvara veslings mennina, svo að þeir rotist eigi í brimrótinu. Heyrirðu ekki, að nú er skotið aptur; — þeir beiðast hjálpar!“ Að syo mæltu stökk hún út úr húsinu, áður en Gritty gat sptrað henni, og hljóp til klettsins svo fljótt sem veðrið leyfði. Menn þeir, er fyr er getið, og gerðu sór það að gróðravegi, að ræna strönduðura munum, voru komnir til yztu klettanna, er fallbyssuskotið heyrðist, og nam Konks þá þegar staðar. „Yið höfum komið á réttum tíma“, mæltihann, og hló all-durnalega, um leið og hann sneri sór að Raffles er gekk næstur á eptir honum. „Það er skonnortan!“ Hann starði síðan út í náttmyrkrið, une annað skot heyrðist. „Skipið rekur beint á Kitty-Hawk-klettinn; jeg sá það, er skotið reið af! Fljótt nú, Folkens,“ kallaði hann. „svo að vér missum eigi allan farminn. — Fari það í spón þarna vio stóra klettinn, rekur hingað alls ekkert Yerið nú fljótir til og visið skipinu hingað! Beint hér fram undan, á rifinu, verður það að rekast á gruDn!“ Skipun hane var tafarlaust hlýtt, og þustu menn nú til sjávar, og gripu enn fastar um áhöld sin. Allir biðu nú, fullir eptirvæntingar, og störðu í myrkrinu út á löðrandi sjóinn. Raffles bólt í taumÍDn á klárnum; en annari hend- inni í faxið, og teymdi hann i sífellu fram og aptur milli sjávar og næsta kletts, og biðu nú allir þegjandi til að sjá, hversú bragð þetta tækist, og beit það alls ekki á þá, þótt ílla léti í veðrinu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.