Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Síða 6
110
Þjóbv iljinn.
XXIII., 27.-28.
Heimspekisprftf
tóku í maí þ. k. við háskólann i Kaupmanna-
höfn:
Ksmundur Ouðmundsson frá Reykholti
Jnkob Jóhannesson frá Kvennahrefcku og
Skúli S. Thoroddsen, Reykjavík
og hlutu allir ágætiseinkunn.
Kcnnaraskólinn.
Kennaraskólinn i Reykjavík hefst að hausti
vetrardag fyrsta, samkvæmt lögum, er samþykkt
voru á nýafstöðnu alþingi.
Lœknasjóður.
Námsmenn á læknaskólanum hafa nýlega stofn-
að vísi til sjóðs, sem ætlað er, að styrkja lækna
til að afla sér sérþekkingar í ýmsum greinum
læknisfræðinnar.
Úr sjóðnum verðurþó enginn styrkur veittur,
fyr en ársvextir nema 2000 kr.
Námsmönnum á læknaskólanum er ætlað,
að greiða árstillög til sjóðsins, auk þess er vænzt
er, að læknar styrki hann að einhverju leyti með
gjöfum.
Afmælisdagur konungs.
Hans var minnzt i Reykjavík 3. júní síðastl.
með fánum á stöngum, sem og samsæti í Iðnað-
armannahúsinu, og tóku um 40 þátt í þvi.
Þar mælti ráðherra fyrir rainni konungs, skrif-
stofustjóri Indriði Einarsson, fyrir minni íslands
og síra Jón Rdqason, torstöðumaður prestaskól-
ans, fyrir minni Danmerkur.
Konungi var sent samfagnaðarskeyti, sem
hann svaraði.
Aflabrögð il Austfjörðum.
Prýðis góð aflahrögð hafa verið á Austfjörð-
um síðari hluta maímánaðar.
8tór-stúkuþing Goodtemplara.
Það bófst i Reykjavík 7. júní síðastl., byrjaði
með guðsþjónustugjörð í dómkirkjunni kl. 11 f.
h. og prédikaði cand theol. Sigurbjörn Á. Oísla-
son.
Fulltrúar 60—70.
Rannshkn íslenzks inosa.
Danskur lyfjafræðingur kvað hafa fengið 2000
kr. styrk úr danska Carlshergssjóðinum, til að
rannsaka isienzkan raosa, og ætlar að ferðast
hér á landi í sumar i nefudum erindagjörðum.
Ritstjórn „ísafoldar'"
hefir hr. Einar Hjörleifsson tekið að sér i
öndverðum júní, fyrst um sinn. —
Mannalát.
I Isafjarðarkaupstað andaðjst 1. júli f. á.
(1908) ekkjan Orón Þorvaldsdóttir, og skal hér
getir helztu æfiatriða hennar:
Gróa Þorvaldsdóttir var fædd 24. okt. 1845
í Lágadal á Langadalsströnd. Foreldrar hennar
voru Þorgerður Gísladóttir frá Múla við ísa«
fjörð, og lifði hún ógipt, og Þorvaldur Snjólfs-
son frá Bakkaseli i Langadal, sem síðar gipt-
ist Evfemíu Þorleifsdóttur síðast prests að Gufu-
dal.
Gróa ólst upp með móður sinni til fullorðins
i ára. lengstum hjá merkishjónunum Guðm. sál-
i uga Ásgeirssyni og konu hans Daghjörtu sál-
ugu Sigurðardóttur, sem þá bjuggu á Arngerð-
areyri. Þar naut hún góðrar uppfræðingar, ept-
ir þátíðar tízku, enda var hún vel skynsöm að
upplagi. — Frekari menntunar leitaði hún sér
sjálf á fullorðins aldri, og var hún vel að sér
hæði til sálar og Kkama. Hagorð var hún vel,
þótt lítið bæri á því, en þó liggur eptir hana
saknaðarstef eptir barn, sem hún fóstraði.
Árið 1873 flutti hún, sem vinnukona, að
Kleppistöðum í Strandasýslu, og var þar 9 ár,
hjá sömu húshændum, Jóni sáluga Árnasyni og
konu hans, Jóhönnu sálugu Jónsdóttur.
14. sept. 1881 giptist Gróa Steini Jónssyni,
mesta atgerfismanni, bæði til lífs og sálar; hann
hafði dvalið í Ameríku 3 ár, og var þvi tungu-
málafróður, svo að hann var fær um að vera
túlkur. Þau eignuðust eina dóttur, Margrétu
að nafni, sem að eins varð viku gömul. Hj óna-
hand þeirravarð skammvinnt, því að Gróamissti
mann sinn 16. des. 1881, og fékk það mjög á
hana, og þráði hún hann til dauðadags. Hann
var á ferð vestur á ísafjörð, veiktist þar snögg-
lega, og dó, og er þar jarðaður.
Eptir lát manns síns var Gróa hjá tengda-
foreldrum sínura, því þau vildu ekki missa hana
hurt ftá sér, og mun ekki ofsagt að tengdamóð-
ir hennar elskaði hana, enda virti Gróa hana,
sem móður, og reyndist henni sem góð dóttir,
og stundaði hana í banalegu hennar, ogmáfull-
yrða að fráfall Jóhönnu var nýtt sár fyrir Gróu.
Litlu eptir lát tengdamóður sinnar flutti
Gróa brott írá Kleppistöðum að Kyrkjubóli i
Langadal og dvaldi þar 2 ár. — Umþærmundir
veiktist móðir hennar og dó, og s»á hún um hana
til síðustu stundar, enda hafði hún styrkt hana
i fleiri ár, því hún var farin að heilsu, og orðin
gömul. — Fyrir öldruðum og heilsuveikum föð-
ur sínum sá Gróa í 8 ár, ásamt tveimum hálf-
systrum sínum, Valgerði og Ingibjörgu Þorvald-
ardætrum, og sá um útför hans.
Skyldfólki sínu í heild sinni var hún bin
tryggasta, og rétti hjálparhönd þeim, sem þess
þurftu með, því hún var brjóstgóð við alla, sem
áttu eitthvað erfitt, og mat það mest af öllu, að
koma sem optast fram til góðs í orði og verki.
Hún tók og aumingja dreng, bróðurson sinn,
og gekk honum í móður stað í fleiri ár, kenndi
honum kristindóminn, og sá um fermingu hans,
og bar umhyggju fyrir honum til síðustu stundar.
Piltur þessi hét Guðjón og drukknaði hann seytj-
án ára gamall, með föður sínum, Jóni Halldórs-
syni, á ísafjarðardjúpi 1890, á heimleið að Hall-
stöðum á Langadalsströnd; þar bjó Jón heitinn
þá. — Þar mátti Gróa sjá á bak bróður, og fóst-
ursyni, í senn, því Þau Jón voru systkin að
móðurinni, og var mjög vel saman.
Þegar nýnefnt slys varð, var Gróa flutt í
Reykjarfjörð, með merkishjónunum óðalsbónda
Ólafi Jónssyni og konu hans Evlalíu S. Krist-
jánsdóttur, og hjá þeim var hún 22 ár samfleytt
og ávann sér hylli þeirra. — Hún fóstraði börn
þeirra, og var ljósmóðir flestra þeirra.
Fósturbörnum sínum var hún ágæt, og elskaði
196
„Ógæfan skal koma yfir yður, og þér skuluð deyja,
eins og þeir, sem þór hafið myrt!a sagði hún ekki eitt-
hvað á þá leið?“ tautaði hann við sjálfan sig, og varpaði
blysinu frá sór.
Maggy varð nú litið upp.
„Allir farnir! Hvað ætla þér sér?“
„Þarna eru þeir!“ mælti Zeke, og benti á klettinn.
„Hjá stöðvarhúsinu!“ mælti Maggy. „Guð minD'.
Þeir drepa hann, vitfirringamir! Hefurðu gefið samþykki
til þessr“
„Lofum þeim að gjöra, sem þeim sýnist! Þeir steypa
sér i glötunina!“
„En Frank! Frelsaðu^bann frændi! Hann er dótt-
ursonur þinn!“
„Mér er það kunnugt“, mælti gamli maðurinD, og
brá hvergi.
„Þér er það kunnugt“ mælti Maggy, og ætlaði varla
að ná andanuro, „og skeytir þó ekkert um það, þótt hann
sé myrtur“.
„Hann er kominn til þess, að sjá um ,að formæl-
ing móður hans rætist!“ sagði Zeke, „en hann skal ekki
bera hærri hlut hvað mig"snertir!“
„Frændi!“ æpti Maggy, alveg utan við sig. „Auk
ekki syndabyrgði.þína! Þú einn megnar að frelsa hann!
Þú getur sefað þessa æðisgengnu"menn, og þór verður
kennt um allt! Er eigi einhver rödd í brjósti þínu, sem
talar máli hans?“
„Hann er barnabarnið mitt!“ mælti Zeke, „og á hann
leggja þeir hendur níðingamir!“ Zeke teygði úr sór, og
hrissti höfuðið. „Þeir skulu reka sig á það, þorpararnir
að sigurinn er þar sem eg er. — Jeg er enn satni mað-
201
„Frændi! Þú mátt ekki yfirgefa mig, mátt ekki
deyja!"
„Vertu stillt, barnið mitt! Því er nú svo háttað
að allir verða að deyja! Og verða forlög mín, að verða
drepinn af félögum mínum! Formæling Kötu er að ræta9t!“
„Móður minnar?" mælti Frank, og greip hönd gamla
mannsins. „Segðu mér, hvað gerðirðu moður minni?
Hvaða glæpur rak hana til þess, að fara í annað land,
sem beiningakona?“
„Það var ekki jeg, heldur forlögin!“ svaraði Konks.
„Skipið — sem hún ætlaði að frelsa — og strandaði hór
við klettinn — var „Mary Jane“ — og á þvi skipi var
faðir þinn!“
Nú kom blóðgusa út úr gamla manninum, og hnó
hann þá aptur á bak.
Zeke Konks var dáinn!
XÍX. kapituli.
Það voru nú liðnir átta dagar.
Fyrir framan Kitty-Hawk-klettinn lágu tvö skip
við atkeri.
Við hliðina á „Mosquito“ (fallbyssubátnum) lá skip,
sem sjómerkjastjórnin hafði sent til Nagshead, jafn skjótt
er spurzt hafði um atburði þá, er þar höfðu gjörzt, og á
því skipi höfðu komið trósmiðir, er áttu að gjöra við
stöðvarhúsið, meoo til að vera í stað Frank’s, og fólaga
hans, sem og nokkrir — lögregluþjónar.
í stöðvarhúsinu komst allt brátt í lag, og þar þurftu
menn engar frekari árá9Ír að óttast, því að foringjar toll-