Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendin 4 kr. 50 aur., og í Ameríku rioll.: 1.50. Bergist fyrir júnimán- aðarlok. * -- |= TtíT TT7» A a TT 0 G ÞEIBJI ÁBGANGUB. =) -- 4—R ITSTfJORI:' S’K t L I TBORODDSEN. =:l»xag—t-------------- I Uppnögn skrifleg ogild I nenia komið se til útgef- anda fyrir 30. dag júní- 1 mánaðar, og kaupandi 1 samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir \blaðið. M 45.-46. E.BYKJAVÍK, 12. OKT. 1909. Til lesenda Jjóif Þeir, sem gjörast kaupendur að XXIV. árg., wÞjóðv.“, er hefet næetk. nýár og eigi hafa áður keypt blaðið, fá = alveg ókeypis = sem kaupbæti, eíðasta ársfjórðung yfir- standandi árgangs (frá 1. okt. til 31. des.) Nýir kaupendur, er borga blað- ið fyvir* írain, fá enn fremur ær um 200 bls. af skemmtisögum *«* Þees þarf naumast að geta, að sögu- eafnsbepti „Þjóðv. hafa víða þótt mjög skemmtileg, og gefst mönnum nú gott færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir sjálfir valið, hvert söguheptið þeir kjósa af sögusöfnum þeim, er seld eru í lausa- eölu á 1 kr. 60 a. ZZZZ: Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá eiga þeir kost á því, ef þeiv bovga XXIV. ávg. fyvivfram. Allir kaupendur og lesendur, „Þjóðv.“ eru vinsamlega beðnir, að benda kunningjum sínum og nágrönnum, á kjör þau, sem í boði eru. •Ht TN'ý jii* úteölumenn, er útvega blaðinu að minnsta kosti sex nýja kaupenduv, sem og eldri út- sölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegra sölulauna — einhverja af forlagsbókum útgefanda „Þjóðv.“, er þeir sjálfir geta valið. Nýir kaupendur, og nýjir útsölumenn, eru beðnir, að gefa sig fram sem allra bráðast. Utanáskript til útgefandans er: Skúli Ihoroddsen, Vonarstrœti 12 Reykjavík. Jjftgefandi „j>jóðv.“ Sambandsmálið. —o— Síðan þingi eieit, hefir verið hljótt um sambandsmálið, nema hvað heyrzt hefir, að ráðherra vorum hafi eigi tekizt, að fá neitt vilyrði fyrir því í utanför sinni, að danska stjórnin leggði sambandslagafrum- varp alþingis fyrir ríkisþingið. Yæri æskilegt, að ráðherra léti almenn- ingi sem allra bráðast í té skýrslu um það, hvað gerzt hefir í utanför hans, að því er til sambandsmálsins kemur, hverj- ar undirtektir konungs vors hafa verið, hver svör dönsku stjórnarinnar, hvort hann hefir leitazt fyrir uro skoðanir máls- metandi danskra þingmanna o. s. frv. Virðist það í meira lagi ófrjálslyndis- legt, og lýsa litlu vinarþeli í vorn garð, bafi hún eigi fengist til þess, að leggja málið fyrir ríkisþingið, svo að oss gæfist kostur á, að heyra skoðanir danskra rík- isþingsmanna um málið, og er vonandi, að ráðherra geri sitt ýtrasta, til að herða á dönsku stjórninni í þessu efni, og láti hverja áskorunina reka aðra. Yfir höfuð skiptir það mjög miklu, að málinu sé haldið sem allra bezt vak- andi, og einskis látið ófreistað, til að skýra sem bezt málið fyrir alþýðu manna í Dan- mörku, þar sem málinu fæst að öllum likindum aldrei ráðið til lykta, nema með samþykki rikisþings Dana, enda þótt ýms- ir líti svo á hér á landi, sem vér eigum í raun og veru að eins við konung ein- an í þessu máli. 02 Hann skildi eigi í því, hvað af þjóninum hefði orð- ið, og fór því upp á herbergið hans Þar var allt á rúi og strúi, og þar rakst hann á hlut, eem hann furðaði á að sjá þar. Það var lúður. * * * Fimrn máðuðum síðar en atburður þessi gerðist, hitti Gildersahw ofursti Hope-Peynell í Lundúnnm. Hann sagði þegar, er hann sá hann: „ Jeg hefi feng- ið kynlegt bréf, og hefi eg aidrei orðið eins forviða á neinu. — Bréfið er frá Leopold Avorsy, og er dagsett í Salzburg. — Þér hafið einu sinni hitt hann“. „Já! Skyldi eg muna eptir því stundum!“ „Alveg rétt! Hann taldi okkur trú um, að hann hefði skotið sig af ógáti nóttina sælu, er hann sem allajafna umflúði dauðann! Þér munið og óefað eptir því, að þjónninn hans hvarf sömu nóttina? En nú er það orðið uppvíst, að það var enginn annar, en hann sem skaut hann“. „Hvað segið þér?“ „Látið yður eigi bregða í brún, þó að þér heyrið þetta! En nú kemur annað, sem kynlegra er! Þjónninn var stúlka. — Berta LaJache! Það er ómögulegt!“ „Heyrðu nú meira! Avorsy segir mér söguna, eins og hún gekk. — Það, hve snögglega hún hvarf, virðist hafa vakið grun hans, sem og það, að hann minntist þess nú að ýmsir drættir í andliti þjónsins höfðu stöku sinnum vakið hjá honum ákveðnar Jjendurminningar. — Tilgangur hennar var auðvitað að koma fram hefndum. 77 „Jeg á því ekki að venjast, að boð min séu eigi þegin“, mælti Avorsy. „Jeg trúi eigi á apturgöngur, en mér þykir gaman, að heyra þeirra getið, og langar því mjög, til að vera þar eina nótt. — Þú veizt, Gildershaw, að þú þarft ekki að vera hræddur um mig. — Jeg hefi ratað í ýmsar raunir, og má kallast „alskjaldaður“. — Jeg er einn þeirra manna, sem dauðinn virðist flýja, og ætla þvi að leyfa mér, að sofa í húsinu í nótt“. Hann sagði þetta í ákveðnum róm, svo sem óþarft væri, að tala um þetta frekar. Thom liðsforingi gekk nú að glugganum til ofurstsns. Regnið, og hvassviðrið, hafði allt í einu aukist, og nóttin gat eigi verið ömurlegri, en hún var. — Vindur- inn þaut í limi trjánna, og regnið streymdi úr loptinm „Fyrst minnzt er á drauga, skal jeg segja yður sögu“, mælti Avorsy, „sögu um ást, dauða, og ófrið. — Jeg er sjálfur riðinn við hana, og yður kann að þykja gaman að henni. — En eg verð þó, að biðja yður að hafa augna- bliks þolinmæði“. Að svo mæltu stóð hann upp af stólnum, og gekk út úr herberginu. Hann kallaði á þjópinn - laglegan, ungan mann —, og talaði við hann í hálfum hljóðum. Þjónninn, sem var dökkeygður, starði á húsbónda sinn, og hlustaði með athygli. „Skilurðu mig Póll?“ mælti liðsforinginn að lokum. „Fyllilega, herra minn!“ „Þú Jeynist á veggsvölum, fyrir utau borðsalinn, og þegar þú heyrir mig segja hárri röddu: „Jeg hefi aldrei rekið mig á draug, sem eigi var hræddur við byssukúlu", þá veiztu, hvað þú átt að gjöra“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.