Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 4
180 ÞjÓÐVjíLJINN XXm, 46.-46. .Slit sitt fyrirfram, í hverju dæmi einstöku fyrir sig, að málshöfðunin sé réttmæt, og hafi félaginu verið veittur kostur á að tjá sig áður um málið. 12. gr. Samningur þessi gildir fyrir árin 1910—1919, að báðum árum með- töldum, svo framarlega sem félagið full- nægir settum skilmálum, og svo fraruar- lega sem hið danska fjárveitingarvald veitir á þessu tírnabili af hálfu Danmerk- ur þá póstflutningsþóknun, sem heitin er Sameinaða gufuskipafélaginu í samningi milli þess, stjórnarráðs innanríkismálanna og stjórnarráðs Islands, dagsettum í dag. Eptir fjárhæðinni 10 sinnum 60,000 kr., er stimpilgjaldið fyrir samninginn 100 kr., og greiði hver samningsaðili helming þess. Samningur þessi er gerður í tveim sam- ritum og fær stjórnarráð Islands og gufu- skipafélagið Thore sitt eintakið hvort. Nýjar bœkur. —o— Jön Hinriksson. — Ljóðmæli, gefin út á áttugasta afmæli höfundarins. — Kostnaðarmaður: Guðm. Gamalíelsson. — Rvík 357 bls. 8-. Höfundur ljóðmæla þessara, Jbn Hin- riksson, síðast bóndi að Helluvaði í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, er fæddur á Stóru- Reykjum í Reykjahverfi 24. okt. 1829, en dvelur nú að Helluvaði, hjá Sigurqeiri, syni sínum, síðan hann brá búi vorið 1899. — Hann hefir verið [þríkvæntur, og eignast alls 15 börn með konum sín- um, og eru 9 þeirra enn á lífi. — I tölu þeirra er Jón alþm. Jónsson frá Múla, og Sigurður á Arnarvatni. — En það, sem hér er sagt mn æfi-atriði höfundarins, er tekið eptir „stuttu æfisögu-ágripi“, sem prentað er framan við Ijóðasafnið. I ljóðasafninu eru alls 143 kvæði, og er það þó „að eins lítill hluti allra kvæða höfundarins“, að því er sonur haas, Sig- urður Jónsson frá Haliuvaði, sem séð hef- ir um útgáfu kvæðanna skýrir frá í for- málanum. Kvæðunum er að mestu raðað eptir aldri. — Höfundurinn er alþýðuskáld, og kvæði hans fiest tækifæriskvæði, og mjög misjöfn að gæðum, svo sem tíðast er í kvæðabókum; en höfundurinn er eigi einn í tölu viðurkenndu stórskáldanna, og því verða dómar manna um hin einstöku kvæði hans misjafnir, í stað þess er allt sem stórskáldunum, er viðurkenningu al- mennings hafa hlotið, þykir vera snilld- arverk, þó að allt annað sé í raun og veru um sumt hvað, er í ljóðabókum þeirra sést. Af hestavísum höfundarins eru sumar ali-snotrar, t. d. þessar stökur i kvæðinu „Engidals Grráni“: „Hann er fríður fjörhestur, fiplar þýður tauminn. Slíkur lýða lofsöngur lék við tíðar glauminn. Æskan leið með ærsl og fjör, öll á skeiði hröðu. Seinna bauð hann kostakjör, kominn í reiðhests-stöðu. Þegar klárinn kom á sprett, kátur, gliár af prýði, fannst þeim ár og lífið látt, læknuð sár og kvíði. Þar sem fætur þrykktu gróm þýtur nætur kyljau, Döggiu vætir dalabióm döpur grætur liljan. Stundin gæða og eymdarár oss í læðing rekur. Minning bæði sæt og sár sárum blæðing vekur“. Ýms kvæði úr bréfi til Guðm. læknis Hannessonar eru og lipurt kveðin. Þá eru og ýmsar stökur í kvæðinu „Vormorgun“ all-snotrar, t. d.: „Gullna lokka út við ái árdagssóliu greiðir; stiknar dökk við brekku-bál, blairinn angan leiðir. Jötnaþil og jökulhorn jörmungeislar skafa. Mengað grænu fjöllin forn feldinn bláa hafa. Lyptir vængjum, létt er geð, leitar bús að þörfum, sólskríkjan frá sinum beð, syngjandi að störfum. 80 Jeg bölvaði Chabert, og Þjóðverjunum, og sjálfum mér fyrir heimsku mína. Varð eg nú að yfirgefa stúlku þá, er eg var orðinn svo feykilega ástfanginn í, og hálfum mánuði síðar hófst ófriðurinn milli Prússa og Austurríkismanna — ófriður- inn, sem stóð yfir i sjö daga. Það var nótt. — Fljótið Elben var á aðra hlið hern - um, og vorum vér komnir svo nærri staðnum, þar sem eg hafði hitt Berthu, að hús Ugo Lalaehe var eigi lengra burtu en byssukúla dregur. Jeg leit ekki þangað, með því að jeg var í engum efa um, að Ugo, og dóttir hans, hefðu flúið yfir fjöllin. Hersveit sú, er eg stýrði, var rétt við jaðarinn á skóginum, og var varðmaður settur, til að hafa gát á óvinahernum. Það var glaða tunglskin, og þegar leið á kvöidið, gekk eg þangað, sem vörðurinn átti að vera, til að sjá, hvort hann væri á sinum stað, en hann var þá — horfinn. Jeg varð afar-reiður, en stóð þó kyrr stundarkorn, og heyrði eg þá að blásið var í lúður inn í skóginum. Læddist jeg þá hægt og hægt, og skimaði til hægri og vinstri handar, til að vita, hvort eg sæi eigilíkvarð- manns, því að eg taldi víst, að hann hefði verið skotinn. En allt í einu heyrði eg aptur í lúðrinum, og gekk þá á hljóðið. Heyrði eg þá og að einhverir voru að pískrast á, og þegar 0g hafði gengið nokkur fet, sá eg þegar, hvern- ig í öliu lá. Vörðurinn stóð á litlum bletti, í glaða tunglskini, og vafði höndinni um hálsinn á ungri stúlku, og kyssti viðkvæmnislega á enni hennar, kinnar og varir. 89 kalt, eins og í djúpri gröf. — Jeg er alveg ófær af kulda“, tautaði hann við sjálfan sig. Hann fann hve hjartað barðist, en var þó alveg laus við alla hræðslu. Veðrið*hafði magnast, og heyrðist hvinið í storm- inum fyrir húshornið. „ Jeg hefði átt að tvílæsa hurðinni“, tautaði Avorsy. „Það var ljóta heimskan af mér, að fara að fleygja lyklinum“. „Það varð nú dimmra og dimmra í herberginu, með því að rétt var slokknað á lampanum. Avorsy ragnaði hátt, reyndi að hrista af sér, og dró upp kveikinn í lampanum. í sama vetfangi heyrðist honum, sem rjáfað væri við húninn á hurðinni. Hann greip enn fastar um lampann, og þótti nú málið fara að vandast. Honum datt í hug, að nú væri heppilegast að hafa marghleypuna sem næst sér. • „Hver er þar?“ kallaði hann hvatskeytilega. Honum var engu svarað, en hurðinni var hrund- ið upp. Lampinn, sem var all-þungur, hristist í höndinni á Avorsy. Hann ætlaði að hagnýta hann, sem vopn, en fannst hann nú verða lémagna í fingrunum. Á þrepskildinum stóð hvítklædd kvennvera. Hún var náföl í framan, sem dauðinn, og augun leiptrandi. Hún hélt út báðum höndunum, og var sin skamm- byssan í hvorri. og miðaði hún þeim á Avorsy.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.