Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 5
XXIII., 45.-46. Þjóbviljiníí 181 Ofið er gulli eyja-band — eygló list þá kunni. Kankvís bára kaldan sand kyssir votum munni. Straumar spinna efni óðs, •óma vært og lengi, sem þé mjúkír fingur fljóðs fara um gítarstreDgi“. , Annars er mjög margt í ljóðabókinni sem réttast hefði verið, að láta óprentað, þótt stöku kunningjar höfundarins, eða sveitungar haDS, kunni að hafa haft gam- an af því í svip. Yfirleitt eiga allir, að gera sér það að ’ieglu, að gefa öðrum að eins hið fegursta og göfugusta, sem þeir eiga í eign sinni, en ekki annað, og ætti því að eins að birta úrval úr ljóðum skáldanna, en sleppa öllu ruslinu, sem eDginn græðir í raun -og veru neitt á. — Æfisaga Jóns Ólafsson- ar Inclíafara.. — Samin af honum sjálfum (1661). — Með athugasemdum eptir Sigfús Blöndal. — II. hepti — Kaup- mannahöfn 1909. 465 bls. 8 vXí. I þessum siðari kafla bókarinnar er skýrt frá för höfundarins til Austur-Indía og ýmsu er þar að lýtur, og segir þar margt af háttum manna í þá daga á Indlandi, og víðar, og hefir frásögn höf- undarins nýlega verið hagnýtt, sem aðal- heimildarrit, er samin var saga borgar- innar TraDkebar á Indiandi. í hepti þessu er og æfisaga höfundar- ins eptir það, er hann korn úr Indlands- förinni, og til dánardægurs, og er hún skráð af Ólafi Jónssyni, syni hans, og byggð á þvi, er faðir hans hafði sagt honum. I „Viðaukum“, aptar í bókinni, er og skýrt frá ætt Jóns Indiafara, og frá niðj- um hans, og sést þar, að stórkaupmaður etazráð Clausen í Kaupmannahöfn hefir verið einn í þeirra tölu. Heptinu fylgir og formáli XXXII bls., eptir Sigfús Blöndal, og skýrir hann þar frá ýmsum atriðum í æfi höfundarins, og frá starfi sínu við útgáfu bókarinnarr. íslending-a saga, eptir Boga Th. Melsted. — Gefin út af hinu íslenzka bókmenntafélagi. Kaupmannahöfn 1909. — 160 bls. 8™. Það er þriðja hepti annars bindis, sem hér kemur fyrir almennings sjónir, og hefst þar, er Leifur heppni, sem farið hafði á fund Ólafs konungs Irygqvasonar sigldi til Grænlands sumarið 1000, til að boða kristna trú á Grænlandi, en rakst á þeirri leið á ókunn lönd (Ameriku). — Síðast í heptinu er getið um skipun fimmt- ardómsins, sem og um það er hólmgöng- ur voru afteknar. Höfundurinn er afar-margorður, og frá- sögnin óglögg, og óskipuleg, eins og í heptunum, sem fyr eru útkomin af sögu haDs. Safn til sögu Islands og islenzkra bókmennta, að fornu og nýju. — Gefið út af hinu íslenzka bókmeDntafélagi. IV. 3. — Kaupmanna- höfn 80 bls. 8—. I hepti þessu eru skýrslur, eða frá- sagnir, ýmsra manna um Kötlugosin 1660, 1721, 1755 og 1823. I ..ýsing Islands, eptir Þorvald Thoroddsen. — Gefin út af hinu íslenzka bókmenntafélagi. — Annað bindi, fyrsta hepti. - - Kaupmannahöfn 1909. — 240 bls. 8”. I I hepti þessu er lýsing á jökium, en annar kaflinn er um tnra.'u.n, eld- íjöll og landskjá,lfta, og skipt- ist hann í þrjá liði: 1. almennt yfirlit yfír eldgosamyndanir á seinni tímum, 2. hin einstöku éldfjöll og 3. landskjálftar-, en síð- asti kafliun er um hvera og brenni- steinsnámur. I bókinni er fjöldi mynda, sem gerir hana að miklum mun skemmtiiegri, en ella. — BanKarannsóKnarnefndin. á skipun nefndar þeirrar, er ráðherra skipaði, til að rannsaka hag landsbankans, er orðin sú breyting, að skrifstofustjóri Indriði Einarsson hefir beðizt lausnar, sakir ann- ara starfa sinna, og cand. mag. Ólafur Daníélsson, sem nú dvelur erlendis, er einnig vikinn úr nefndinni, en í stað þeirra hefir ráðherra skipað yfirdómsmál- færslumann Magnús Sigurðsson og ólaf verzlunarskólastjóra Eyjólfsson. Formaður nefndarinnar er Karl Ein- arsson, sýslumaður Yestmanneyinga. 88 „Jeg verð kyrr hérna!“ „Mér þykir vænt um, að þú ert óhræddur!“ Avorsy tók nú lampanD, er haDn hafði mælt síðast greindum orðum, og gekk inn í svefnherbergið. Hann leit fljótlega á nýju gluggatjöldin, nýju gólf- ábreiðuna, og hin fáu húsgögn, sem þar voru innni, en setti lampann síðan á kommóðu, afklæddi sigí snatri, og ætlaði að fara að stíga upp í rúmið, er hann nam staðar og tautaði við sjálfan sig: „Ætti eg eigi að tvílæsa hurðinni?“ Honum datt þó strax í hug, að þettayrði talinn hugleys- is vottur, og dúðaði því rúmfötunum að sér; en eigi voru fimm n>inútur liðnar, er hann óskaði þess, að hann hefði tvi- Jæst hurðinni. Hann spratt á fætur, til að gjöra þetta, en iðraði þess þó, er hann hafði gripið lykilinn, bölvaði, og þeytti lyklinum út um gluggann, og heyrði hann detta niður í garðinum. Hann lagðist nú aptur til svefns, og var sofnaður að fám augnablikum liðnum. Skömmu síðar vaknaði hann þó aptur, ogveittiþví þá eptirtekt, að nálega var dautt á lampanum, og kæf- andi lykt í herberginu. Avorsy tók úrið undan koddanum slnum og leit á klukkuna. Hún var tvö, og hafði hann því sofið i einn klukkti- tíma. Hann bölvaði lampanum, vg rétti út höndina til að slökkva á honum. En þá greip hann allt í einu voðalegur kuldahrollur. Hann kippti höndinni aptur að sér. „Hér er oins 81 Sem mínútu svarar, stóð eg grafkyrr, hamslaus af reiði“ Vörðurinn hafði stolist þaðan, sem hann átti að vera og auðsjáanlega gert unnustu sinni aðvart á þann hátt, er þau höfðu áður talað sig saman um. Þetta gat haft íllar afieiðingar fyrir her Austuríkis- manna, og gert óvinahernum vísbendingu. Jeg gekk nú fram úr skóginum, sló höDdinni á öxl varðmanninum, og sneri honum svo hratt við, að hann var næstum dottinn. Hann varð fölur, sem nár. „Kapteinn!“ mælti hann, og bar síðan höndina upp að húfunni, svo sem hermönD- um er titt, og las dauðadóm sinn út úr augunum á mér án þess að depla augunum. Hann var bugrakkur maður. Jeg hafði nú ekki augun af stúlkunni. — Yður hef- ir óefað grunað, hver hún var; — það var Bertha. Hún var stúlka, og var auðsjáanlega óljóst, hver al- vara var á ferðum. — Hún reyndi jafn vel að brosa. „Kapteinn!“ mælti hún. „Þetta er unnustinn minn, hann Júlíus, sem eg hefi minnzt á við yður!“ En hvað hún var nú falleg! Jeg svaraði henni engu, og fór hún þá aptur að líta á hann. — En hann stóð, sem líkneski, í tunglskin- inu, og beit saman vörunum. Nú var, sem gripi hana einhver hræðsla. „Hvað á þetta annars að þýða?u spurði hún allfc i einu. „Hér ræðir um svik við herÍDn!“ Hún skildi ekki, hvað eg fór, og sneri sér því að Chabert, og spurði hann; en hann anzaði engu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.