Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 3
XXIII, 45.-46. Þjóð viljinn 179 gr., póstflutning allan, bréf og böggla — í millilandaferðunum milli Danmerkur og íslands fram og aptur þó að eins eptir sérstökum samningi og gegn sérstöku gjaldi — og ber ábyrgð á öllum póst- flutningum meðan han.n er í vörslum skipsins, þ. e. a. s. frá því er skipverjar taka við honum og þar til hann er feng- inn í hendur þjónum póststjórnarinnar. Hann skal geyma mjög vandlega í lok- uðu herbergi, nema bréfkassano, hann ekal látinn vera þar, sem ailir geta að honum komist. Félagið ber ábyrgð á því tjóni eða þeim missi eðaskemmdum, sem póstflutningur kann að verða fyrir sökum þess, að hans er ílla gætt. Farist ekip eða hlekkist því á, skal reyna að bjarga póstflutningnum svo vel sem fram- ast er kostur á og flytja hann til næsta pósthúss. Þurfi maður að fylgja póst- flutningi á skipinu sökum þess, hve mik- ill hann er eða dýrmætur, fær hann ó- keypis far bæði fram og aptur, en sjálf- nr verður hann að sjá sér fyrir fæði. 6. gr. Póstflutning skal afhenda á skips- fjöl og af samkvæmt skrá og gegn kvitt- un skipstjóra og hlutaðeigandi póstsem- bættismanns. Sýni viðtakandi að póst- flutningurinn sé eigi samkvæmur skránni, er afhendanda skylt að rita undir athuga- semd þar að lútandi. Þegar eptir komu gnfuskips skal flytja póstflutning úr skipi, hvort sem það ligg- ur við land eða fyrir akkerum á sjó úti, til næsta pósthúss, og skal félagið bera kostnaðinn af flutningi þeim, nema í Kaupmannahöfn; þar verður póstflutning- urinn sóttur. Sömu reglum skal fylgja um að koma póstflutningi á skip. 7. gr. Félagið skuldbindur sig til að sjá um, að enginn skipverji eða nokkur maður annar flytji með sér muni, er skylt er að senda meðpósti. Sá skal vera skip- rækur, er slíkt verður uppvíst um, og greiði að auki lögboðna sekt. Þó er skip- stjóra vitalaust að flytja bréf um mál- efni skipsins frá útgerðarmönnum þess til afgreiðslumanna og þeirra á milli. 8. gr. Félagið skuldbindur sig til að fá íslenzka yfirmenn og íslenzka háseta á strandferðaskipin, eptir því sem við verður kontið. 9. gr. Félagið greiðir öll útgjöld enda bera því öll fargjöld og farmgjöld. Fyrir allar þær skyldur, sem félagið hefir undirgengist, þar með talinn póst- flutning á strandferðaskipunum og Ham- borgarskipunum, fær félagið það endur- gjald úr landssjóði, er nemur 60,000 kr. — se::tiu þÚ9und krónum — á ári. En með því að félagið hefir eigi tekið að sér gufuskipaferðir þær milli Islands og Dan- merkur, sem styrkur er veittur til, að því undanskildu, er fyr greinir, áskilur það sér rétt til sérstaklegs endurgjalds fyrir að flytja póstsendingar milli Islands og Danmerkur; um þóknun fyrir póstflutn- ing frá Danmörku verður télagið sjálft að leita samninga við dönsku póststjórnina, þó er stjórnarráð íslands fúst til þess að mæla með því við stjórnarráð innanrík- ismálanna, að þóknun sú verði hækkuð, sem greidd hefir verið undanfarið fyrir þann póstflutning. - -------— ---------------- ' Félaginu er skylt að sjá um póstflutn- ing frá íslandi til annara landa(aðHam- borg undanskilinni) með þeim skilyrðum sem til eru tekin í 13. gr. A. 2. tölulið fjárlaga Islands um árin 1910—1911, gegn 6000 kr. — sex þúsund króna — þóknun úr landssjóði, og á helmingur þókDunarinnar að greiðast 1. júlí, og hinn helmingurinn 31. desember ár hvert. Umsaminn árstyrkur, 6000 kr., verð- ur greiddur sem hér segir, hafi félagið þá fullnægt skyldum sinum eptir samn- ingi: 6000 kr. í aprílmánuði, 6000 kr. mánaðariega eptir það og afgangurinn, 6000 kr., eptir að síðustu ferð í desem- ber er lokið. 10. gr. Hamli ís þvi, að lokið verði einhverri strandferð og tilhlýðilegar sönn- ur eru á það færðar af félagsins hálfu, skal ekki draga neitt frá urasaminni árs- þóknun. En sannist það ekki, að is hafi táimað ferð, sem fallið hafi niður, að nokkru eða öllu leyti, eða láti félagið eigi mót von fara umsamdar strandferðir, Hamborgar- ferðir eða millilandaferðir raeð kæliskipi skal það greiða 1000 kr. sekt fyrir hverja ólokna ferð, nema skipi hafi hlekkst á, og skal auk þess draga 2500 kr. frá árs- þóknuninni fyrir hverja ólokna ferð. 11. gr. Félagið gengur að þvi, að gestaréttur Reykjavíkurkaupstaðar só varnarþing í málum, er þeir menn, sem eiga heima á íslandi, eða þá stjórnarráð íslands, kynnu að höfða gegn félaginu út af samningsrofi um strandferðirnar, þó því að eins, að stjórnarráðið láti uppi það 90 Avorsy sat grafkyrr, sem steinstöpull, og olli þvi þó eigi ótti. Líf hans var í voða, en að dauðanum hafði hann einatt hlegið, og í þessu augnabliki hugsaði' hann sizt um hann. Tvívegis lauk hann upp munninum, en sagði ekki orð. í þriðja skiptið stamaði hann þó út orðinu „Bertha“. Hún hleypti úr báðum marghleypunum í senn, og allt i einu varð koldimmt í herberginu, og brothljóð í lampa, og kveDnmannsóp, blandaðist hvað innan um annað. — IV. Thom, liðsforingi, hljóp til hússins, og vildi ákaft vita, hvort öllu liði þar vel; fýstí og, að komast sein fyrst aptur í rúmið. Hann var kominn rótt að því, er hann sá mann koma hlaupandi móti sór. Það var Páll, þjónn Avorsy’s, og var mjög æstur. „Maður! Hvað gengur að þór?“ æpti Thom. „Avorsy er skotinn!“ mælti þjónninn og blés af mæði „Jeg — jeg rakst á haun — í herberginu hans! Koraið — fljótt!“ Thom hljóp, sem fætur toguðu, og varð langt á und- an Páli, er eigi virtist geta fylgzt með honum, lasleika vegna. Thom sá, að húsið var opið, og hljóp úr einu her- 'iberginu.í annað, unz hann rakst á rétta herbergið. 79 eg kom ögn við hanann, reið skot úr henni, og mölbraut silfur-kertastiku“. „Hvað hefir gengið að byssu-smáninni að undan- förnu?“ mælti Avorsy. Maðurinn sem ofurstinn var að tala við, kom nú inn, og hlammaði sór niður á ruggustól. „A jeg að segja yður söguna, hálsar góðir?“ spurði hann. Þeir kváðu allir já við, og tók hann þá til máls á þessa leið: „Jeg hitti Berthu Lalaohe i þorpi nokkru, sem er inn í miðjum skógunum við rætur Silesíu-fjallanna, og með því eg hafði eigi annað að gera, varð eg ástfanginn í stúlkunni sem var alls ólik öðrum bændadætrum þar í héraðinu. Augun voru dökk, og sem dreymandi, og lýstu glöggt geðshræringum hennar. Hefði hún lagt eyrun að ástarhjali mínu, sem reynd- ar var í spaugi, hefði eg að líkindum brátt hætt að hafa gaman af henni; en með því að hún, dóttir fátæka, gamla bóndans, hans Ugo Lalache, hratt mér frá sér með augna- ráði, sem hituðu mér um hjartaræturnar, fór svo, að eg fókk ást á henni, og hóf bónorð t.il hennar. Hún synjaði, og gerði eg þá svo litið úr mér, að spyrja hana, hvort hún hefði ást á öðrum, og fékk eg þá að vita, að svo væri, og að hann héti Júlíus von Chabert og gengdi þá hervarnarskyldu í fótgönguliðinu. — Þetta varð eg að láta mór lynda, og daginn eptir barst mór hraðskeyti þess efnis, að eg yrði þegar að koma til hersins, með þvi að eigi yrði komizt hjá ófriði við Prússa.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.