Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1909, Blaðsíða 6
182 Þj'ÓÐV IIíJTNN. XXIII., 45.-46. Um störf nefndarinnar hefir enn ekk- ert heyrzt, er á verði byggt. Gullið i sjönum. Vseri til fata, sem svo væri gjörð, að við hana gæti loðað allt gull, sem er í sjó, sem i hana væri hellt, myndi það verða 5 aura virði i hvert skipti sem fatan er fyllt. Lögreglumenn i París hafa nýlega látið smíða gleraugu, með holspeglum, sem gera þeim auðið, að sjá allt, er að baki þeim gjörist, og getur það opt komið sér vel. Þing Belga samþykkti eigi alls fyrir löngu lög þess efnis að konungsríkið Belgia tekur að sér stjórn Kongo- rikisins, er Leopold, Belga konungur, hefir einn haft á hendi að undanförnu. Trúmáladeilan vestan hafs, 8em blað vort hefir áður getið, hefir leitt til þes9, að síra Friðrik J. Bergmann, og sjö söfnuðir, hafa sagt sig úr kirkjufélaginu, og vanhagar söfnuði þessa nú rajög um presta, og hefir einn þeirra því skorað á síra Harald Níelsson, að takast á hendur, prestsþjónustu hjá sér um hríð, og boð- ið honum mjög aðgengileg kjör. — En boði þessu sér hann sér auðvitað eigi fært að sinna, þar sem hann, sakir heilsu- brests, hefir séð sig knúðan til þess, að beiðast lausnar frá prestembætti í Reykja- vík, svo sem blað vort hefir áður getið um. „ísafoldu getur þess, að Vestur-íslend- ingar muni hafa í huga, að senda náms- menn að vestan, til að stunda nám á prestaskóla vorum, og er vonandi, að það fáist fyrirstöðulaust, þótt eigi fullnægi þeir kröfum skólans, að því er til stúdenta- prófs kemur. Landí«bankian. Bankastjórar við landsbankann eru skipaðir frá 1. janáar næstk.: Björn alþm. Kristjánsson og Björn kaupmaður Sigurðsson. Auk þeírra sóttu þessir um bankastjóra-em- bættin. Einar M. Jónasson, yfirréttarmálfærslumaður, Qunnar Hafstein, bankafulltrúi í Kaupmannahöfn, Halldór Jðnsson, landsbankagjaldkeri, Hannes ritstjóri Þorsteinsson, Ingólfur Jónsson verzlunarstjóri í Stykkishólmi, Jon verzlunarstjóri Qunnarsson í Hafnarfirði, Jón Jjaxdcd, fyr verzlunarstjóri á ísafirði, Magnús Jönsson, cand. jur. & polit. í Kaupm.höfn. Siyurður Eggerzsson, sýslumaður, Trygqvi Qunnarsson, bankastjóri, Dr. Valtýr Quðmundsson. Þórður J. Thoroddsen, bankagjaldkeri. — Fleiri umsækenda er eigi getið. — Aðstoðarlœknir á sjúkrðhúsi i Arósum á Jótlandi er landi vor Valdemar Erlendsson nýlega skipaður. Tón.skáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson hélt nýlega samsöng í Oddfollow-böllinni í Kaupmannahöfn. „Ofurefli11. Skáldsaga hr. Einars Hjörleifssonar kemur bráð- lega út. í þýzkri útgáfu í borginni Múnchen á Þýzkalandi. A dönsku kemar hún og út í haust á foriag Gyldendals-bókaverzlunar. — „Halla“, skáldsaga Quðm. Magnússonar, kemur út í danskri þýðingu innan skamms á forlag Hager- up’s bókaverzlunar, Þýðandinn frú Helga Qad, dóttir Júlíusar amtmanns Havsteen. íslenzk lagakennsla kvað eiga að fara fram við háskólann í Kaup- mannahöfn, og er mælt, að Knud Berlín, sem var skrifari sambandslaganofndarinnar, eigi að að hafa hana á hendi. Stra n dal æknislié rað. Oand. med. <fe chir. Sigvaldi Stetánsson hefir verið settur, til að þjóna Strandalæknishéraði um stundarsakir. Hðlaskðli. Á skólanum eru nú um þrjátíu nemendur. — Skólinn var settur 1. okt. þ. á. Tveir lœlrnar. Andrés Féldsted á Þingeyri, og J. H. Sigurðsson, læknir í Rangárvallahéraði, dvelja erlendis í vet- ur, og gegnir cand. med. & chir. Qunnlaugur Þorsteinsson, embætti hins fyrnefnda, en cand. med. & chir. Quðm. Quðfinnsson fyrir hinn síð- arnefnda. Korskur konsúll. Norðmenn hafa nýlega ákveðið, að skipa sér- stakan launaðan konsúl í Reykjavík, og heitir sá T. Klingenberg, sem skipaður er. Hr. Ólafi Olavscn, sem nefnt starf hefir haft á hendi endurgjaldslaust, hefirverið veitt lausn. Styrkur til unglingaskúla. Pyrir kennslu árið 1908—'09 var unglinga- skólunum hér á landi veittur þessi styrkur: 1. Heydalsárskóla.................... 350 kr. 2. Húsavíkurskóla..................... 370 — 3. ísa.fjarðarskóla................... 500 — 4. Mýrnesskóla........................ 235 — 5. Núpsskóla.......................... 450 — 6. Ljósavatnsskóla.................... 235 — 82 Svo fór þó, sem henni skildist, að alvara væri á ferðnm, því að hún greip um hægri handlegginn á mér, og mælti: „Hvað hefir hann gert?“ „Svikizt um sem vsrðmaður“. „Æ, þér fyrirgefið honum!“ stamaði hún fram úr sér. „Jeg á ekki með það“. „Hvað — hvað geta þeir gert honum?“ „Hann verður skotinn í dögun í fyrramálið!“ Jeg heyrði, að hún fór nú að gráta, og féll hún til fóta mér, og bað mig, eins vel og hún gat, að frðlsa hann. Mér varð litið á varðmanninn, og stóð hann graf- kyrr, sem líkneski, starði á hana, og tvö stór tár runnu niður kinnar honum. Hope-Peynell hálf stóð upp af stólnum, og var í á- "kaf ri geðshræringu. „Ohabert“, mælti hann. „Hvað varð um hann?“ Hann var skotinn i dögun daginn eptir!“ „Æ, þér voruð þorp ... “, mælti Hope-Peynell, en þagnaði, og hallaði sér aptur á bak í stólnum. „Mér virðist breytni hans hafa verið fyllilega rétt- mæt!“ mælti Glildershaw, ofursti, með dimmri röddu. „Hér máttu persónulegar tilfinningar ekki ráða — Fyrir mitt leyti ber eg yður undan öllu ámæli, Avorsy. —- Hér var um svívirðilega skyldu-vanrækslu að ræða“. Avorsy hneigði sig. En Thom liðsforingi mælti í meðaumkvunar róm: „Astin á meiri rétt á sér, en deilur tveggja þjóða. — "Veslings, veslings maðurinn!“ 87 gestir kyrinu að koma, hafði til vonar og vara látið taka til í nokkrum herbergjum, enda þótt hann vonaði að til þairra þyrfti eigi að grípa. Avorsy gekk hratt, og eptir tuttugu minútur, kom hann að „Hjartarhúsinu“, sem lá spölkorn frá þjóðvegin- um, við endann á mjóum limgöngum. Fyrir framan húsið var dálítill blómgarður, en bak við húsið garður með ávaxtatrjám, en austanvert við hús- ið stóðu átta risavaxin tré, og grúfði laufið upp yfir hús- íð, og sveigðust þau nú fram og .aptur í storminum. Með því að að eins hafði verið tekið til í herbergj- unum uppi, voru hvorki gluggatjöld, né hlerar, fyrir gluggunum niðri, og bleikur máninn skein á dimmai rúðurnar. Niður heyrðist í uppsprettulind, sem var þar í grend- inni og froskur kvakaði í tjörn einni skammt þaðan. „Húsið er afar- einmunalegt“, mælti Avorsy, „og heimsæki draugar mig ekki hérna, þá gerir gigtveikin það að minnsta kosti“. Hann gekk nú að liúsinu, og hringdi, og nálega á sama augnabliki lauk Páll upp hurðinni, og hélt á litlum lampa í höndinni. „Er allt í lagi?“ spurði Avorsy. „Já, herra minn!“ „Ágætt!“ Þú getur farið, eða verið hér eptir eigin vild. — Þér er vel kunnugt um, hvaða orð leikur á um reimleika hér. — En œér er kalt! Er eigi unnt að hita hér í herberginu?“ „Nei, Hér er hvorki eldstó, né kol!“ „Þá fer eg strax að hátta! En hvað ætlar þú fyr- ir þér?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.