Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Side 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Side 7
XXIV, 36.-37. ÞjOBVtL J INN 147 mörg undanfarin ár, og mun mörgum hafa þótt það leiðinlegt. Verzlunarbúðir voru á hinn bóginn lokaðar flestar ef eigi allar, og fánar blöktu á stöngum hér og hvar í bænum. „Austri“ kom úr hringferð kringum landið 30. f: m. Með skipinu voru, meðal annara, kaupmenn- irnir Ásgeir Sigurðsson og H. S. Hanson. Fjöldi Goodtemplarar fóru skemmtiferð upp í Hvalfjörð 81. f. m., og fór Gufubáturinn „Ing- ólfur" tvær ferðir þangað upp eptir i þeim erinda- gjörðum. í Hvalfirði er náttúrufegurðin mjög hrífandi, og ; þykir því ýmsum gaman, að bregðasér þangað. Enska skáldkonan frú Disney Leith kom hingað nýskeð með „Ceres“. Hún hefir komið hingað nokkrum sinnum áðuri Brá hún sér héðan til Geysis 28. f. m., og tvær enskar stúlkur með henni. Hr. Þorgrimur Gudmundsen var leiðsögu- maður þeirra. Héraðslæknir Guðm Hannesson brá sér ný- skeð norður í fand, til þess að heimsækja ætt- menni, og fornar stöðvar. Hið svo nefnda „sjúkrahússfélag Revkjavík- ur“, sem átti „aamla spítalann11, svo nefnda, hefir nýskeð boðið bæjarfélagi Reykjavikur eign- ir nefnds félags að gjöf og nema þær alls um 21 þús. króna. Gjöfin er þó bundin ýmsum skilyrðum, og iiutaféiagin De Yflh & Konserves Falinler. 'asmusen Kgl. Hof-Leveracdör jg. ||eauYais Leverandör til Hs. Maj. Kongen of Sverige Kaupmannahöfn, Faaborg, selur: Niðursoðnar vörur. — Syltuð ber og ávexti. — ávaxtavökva vaxtavín. og a- helur bæjarstjórnin því skipað nefnd manna til þess að íhuga tilboðið. Af mönnum þeim, er voru meðlimir nefnds „sjúkrahússfélagsReyjavíkur“ erunúaðeins þessir þrír á lffi: dr. Björn M. Olsen, dr. Jónas Jónas- sen og Magnús landshöfðingi Stephensen. Ráðherra kom 29. í. m. heim aptur úr ferða- lagi sínu, hafði farið landveg alla leið til Eyja- fjarðar, og brugðið sér þaðan, til að skoða Yagla- skóg. 31. f. m. þreyttu nokkrar stúlkur, og karl- menn, kappsund við Skerjafjörð. Stúlkunum var ætlað að reyna sig á 50 metra löngu kappsundi, en karlmönnum á 100 metra svæði. IJngmennafélagið hér f bænum hafði gengizt fyrir því, að kappsundið fór fram. Stöku bæjarbúar hafa i sumar brugðið sér til Þingvalla, og verið þar um tíma, sér til Bkemmt- unar. Sigmundur Sveinsson heitir maðurinn, er nú leigir Valhöll, sem og skálann, er reistur var á Þingvöllum árið 1907, þegar konungur, og dönsku þingmennirnir, komu. Hann veitir mönnum gisting og beina. ítalski listamaðurinn, Archintí, sem dvalið hefur hér á landi urn tíma, brá sér norður f Skagafjörð fyrri hluta júlímánaðar, og kom hingað aptur 25. f. m. I Skagaíirði mótaði hann meðal annars, mynd af síra Matthrasi Jochums- syni, sem „ísafold" segir, að riðið bafi þangað til fundar við hann. Kappgöngu og kapphlaup þreyttu nokkrir menn hér á Melunum 31. f. m., og bafði ung- mennafélagið bér r bænum gangist fyrir þvi. 31. f. m. fóru Oddfélagar hér í bænum skemmti- för suður i Hafnaríjarðarhraun. Alls voru um hálft annað huudrað í förinni. Landlœknir Guðm. Björnsson bregður sértil útlanda með „Ceres“ 7. þ: m. til þess að sækja allsherjarþing Oddfélaga, sem haldið verður r Kaupmannahöfn. Hans er von heim aptur með „Botníu“ í september. „Ceres“ fór héðan til Vestfjarða 30. f. m. Meðal farþegja voru: Björn bankastjóri Krist- jánsson, er ætlaði til ísafjarðar. 31 „Jeg skil ekki, hva?S þér eigið við“, mælti hami þurrlege. „Hvernig set eg imyDdað mér annað, en það, að hún hafi stolið smarögðunum, fyrst þeir voru í vörzl- um heDnar?“ „Hún er þó sak]aus“, mælti Frank. „Það vitna eg í nafni alls, sem heilagt er!“ „Hver er þá valdur að þjófDaðinum?“ Ungi maðurinn varð enn niðurlútari, en fyr, og heyrðist naumast hvað hann sagði. „Jeg er valdur að honum“, mælti hann. „Þér?“ „Já! Jeg er stórskuldugur — sama, sem gjaldþrota maður!'* mælti Frank. „Jeg var alveg örvÍDglaður — genginn trá vitinu, og gerði þetta, án þess að vita, hvað eg gerði. — A eptir sárskammaðiet eg mín, og varð mjög óttasleginn. — Systir mín sá þegar, að eitthvað var að mér og innti mig eptir, hvað það væri, og skýrði eg henni þá frá, hvar komið væri. — Það var voðalegt, og lá við, að eg héldi, að eg hefði búið henni banaráðin. „En er hún hafði áttað sig ögn, eptir geðshræring- una. krafðist hún þess þegar, að eg fengi henni smaragö- ana, svo hún gæti ekilað þeim aptur. Áður en þér komuð hingað, var herbergi þefta svefD- herbergið mitt, og þegar jeg fór héðan, hafði eg, án þess að hugsa um það, gleymt lyklinum að skrifborðinu í vasa mínum. Hún fékk mig þá til þess, að fá sór lykilinn, og fór hingað upp, til þess að láta smaragðsteinana aptur á sinn stað. En þegar þér stóðuð hana að því, að vera að ljúka upp skúffunni, hugðuð þér, að hún væri komin í þeim 28 Sá hann þá Ethel standa þar fyrir framan sig, ná- föla, og skjálfandi. „Þér!“ mælti bann, og lýsti sér bæði undrun, og kvöl hans i þessu eina orði. Húu reyndi alls eigi að þræta fyrir brot sitt, enda hefði það lítt stoðað, þar sem gimsteina-dósin, sem hún hafði rétt nýskeð tekið upp úr skúffunni, stóð opin á borðinu. „Nú, það eruð þá J)ér!“ mælti hann að lokum. „Jeg hefi staðið hér, og beðið yðar í frekan kl.tíma. — Jeg tel mig heppinn, að hafa náð yður í nótt, því að eigi skuluð þór þess dulÍD, að eg hafði ásett mér, að hefja bónorð til yðar á morgun! Jeg hefi farið víða um geim, og hefi rekið mig á svik, þjóÍDað og lygi, og hefi lært, að taka sliku, sem bví, er eigi verður hjá komist, en slíks átti jeg sizt von, að eg fastnaði mér þjóf, ef eg leitaði ráða- hags við yður!“ Hann gekk nú nær henni. „Þór hljótið að hafa eitthvað af smaragðsteinunum á yður?“ mælti hanD, all-hranalega. „Látið þá af hendi! Heyrið þér það? Ætlið þér að Deyða mig til þess að fara að leita á yður þjófaleit.?“ Hún stakk höndinni inD að brjóstinu á sér, náföl, og skjálfandi, og tók fram dálítinn böggul, sem vafinn var innan í hvítan silkipappír, og lagði hann á borðið. Hann tók á móti bögglinum, all-skjálfhentur, vafði utan af honum, og fann þá smaragðsteÍDana sex, sem hana hafði saknað. „Vitið þér, hvað eg geri nú?“ spurði hann. Hann sá, að hún hreyfði ögn höfuðið, og róð af því að hún hafði heyrt það> sem hann sagði.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.