Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 1
Yerð árgangsins (minnst,
€0 aikir) 3 kr. 50 'aur.
trlendis 4 kr. 50 anr.,rog
í Ameríku dolL: 1.50.
Borgist fyrir júnlmánað-
arlok.
M 28.-29.
ÞJÓÐVILJI
— |fff TuTTUGASTI OG FIMMTI ARHA-SöUR.
= RITSTJORI SKÚLI THORODDSEN.
i»oas— -
Reykjavíx 23. júní
Uppsögn skrifleg ógild
nima komið sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
mánaðar og kaupandi
samhiiða uppsögninni
borgi skuld sína iyrír
blaðið.
1911.
Ræfla Jóis Jönssonar sapíræðings.
(Fluít af svölum alpingislníssins 17. júní slðastl.).
ATTVIRTA samkoma! Þegar
eitthvað óvenjulegt stendur til, ein-
hver mannfagnaður eða hátíðahöld úti
við, mun flestum hugleikið að veðrið sé
sem bezt. Þess hafa auðvitað allir óskað
í dag. En þó Hggur mér viðjað segja, að
einu gíldi hversu viðri, — svo fögur er
minning dagsins.
Land vort er á marga lund
öfganna land og andstæðanna.
Það er kuldalegt og ömurlegt
og eyðilegt umhorfs, þegar ekki
sér til sólar, þegar þoka og dimm-
viðri taka fyrir útsýn alla. En
það getur aldrei orðið svo dimmt
í lopti, svo napurt og kuldalegt,
að ekki birti fyrir hugskotsjónum
vorum, að ekki ylji um hjarta-
ræturnar, er vér rennum hugan-
um til Jbn? Sigurðssonar.
Það er fagurt umhorfs hérna
á heiðskírum sumardegi með dökk-
bláan fjallahringinn á þrjá vegu
og sólglitrandi sjóinn og skínandi
jökulinn í vestri, — svo hreint
og bjart og tignarlegt, að fátt
mundi jafnast á við það.
Eitt veit eg þó, sem er enn feg-
urra og bjartara og hugljúfara.
Það er fögur endurminning.
Það er minning dagsins í dag;
og mannsins, sem við öll höfum
í huga á þessari stundu. —
Jbn Siyurðsson er sann-nefndur
ljóssins fulltrúi með þjóð vorri,
ljóssins og sannleikans, enda var
bjart yfir honum, yfir svip hans
og sálu, að sögii þeirra manna,
er áttu því láni [að fagna, að kynnast
honum. Asjónan var hrein og björt,
tíguleg og göfugmannleg, ennið hátt og
hvelft og gáfulegt, augun skær og tindr-
andi, og þótti öllum sem eldur brynni
úr þeim, er hann komst í geðshræringu,
munnurinn fastur og einbeittur. Það
var eins og stæði ljómi og birta af öllum
svip hans. Merki þessara einkenna má
að nokkru sjá af myndum þeim, sem til
eru af honum, þótt eigi gefi þær að lík-
indum nema ófullkomna hugmynd um
hann. Innsigli ljóssins er auðþekkt á
jandlitinu.
Um sál hans má segja með ofur-lítilii
orðabreytingu það sem skáidið kvað, að
í honum bjó
fögur sál og ætíð ung
undir silfurharum.
En þegar eg kemst svo að orði, að
það sé bjart'yfir minningn dagsins, þá
á eg einkum og sér í lagi við minningu
þess, hvað Jón Sigurðsson hefir verið
JON SIGORÐSSON
1811 - 17. júní - 1911.
fyrir þjóð síná', hvað hann heíir aíiekað
íyrir land og lýð.
Því verður eigi lýst til hlítar ífljótu
bragði, hvað Jón Sigurðsson var fyrir
þjóð sina. En svo mikið er vist, að ís-
lenzka þjóðin væri áreiðanlega ekki kom-
in það áleiðis til sjálfstæðis og menning-
ar, sem rauu er á orðin, hefði Jón Sig-
urðsson aldrei verið til. Vér nútíðarnienn
getum yfir liöfuð að tala ekki hugsað
oss íslenzku þjóðina án Jóns Sigurðsson-
ar. Hvern einstakan mann annan, þeirra
er uppi hafa verið á síðasta aldarheim-
ingi, getum vér hugsað oss horfinn úr
lífi þjóðariimar, afmáðan af spjöldum sög-
unnar, án þess að stórum saki, án þess
að þjóðin væri önnur en hún er — en
hann með engu móti. Það sýnir bezt
hver maður hann var. Það sýnir bezt
þýðingu hans fyrir íslenzku þjóðina.
Hann hefir mótað og skapað hið unga
-Lsland, endurleyst þjóðina i einu og öllu,
að svo miklu leyti sem hægt er að við-
hafa slikt orð um mennskan
mann.
Hann er sannkaliað mikilmenni
í orðsins fyllsta skilningi, mikil-
memáð, sem allir líta upp til, ein
hin dýrlegasta guðs gjöf, sem
þessari þjóð hefir í skaut fallið, —
lifandi uppspretta ljóss og yls,
sem hefir lýst tveim kynslóðumog
tendrað eld í þúsundum hjartna
um land allt. Hann var og er
enn leiðtogi lýðsins í öllum grein-
um Flestar framkvæmdir á
þessu landi, fiest og mest, sem
áunnizt hefir í striti og stríði
tveggja kynslóða, er ekki annað
en holdgan og ímynd hugsjóna
hans, uppskera og ávextir bar-
áttu hans.
En að baki þessu öllu Hggur
hið lang þýðingarmesta starf hans,
grundvallarstarfið, þjóðarafrekið:
Hann vekur þjöðina til Hfsins, kenn-
ir lienrn vð þekkja sjálfa si<i,þj'oð-
réttindi sín- kröfur sínar, k^apta
sína og kbllun sína, eins og skáld-
ið hefir svo heppilega að orði
komizt í þessum erindum:
En fyrst er hann sve.if yfir sviplegan mar
rann sólin á móðurlands tindum,
og næturpoka vors þjóðernis var
þynnast af ardegis-vindum.
Því optar til Fróns sem hið skrautbúna skip
með sfcörungion hugprúða renndi,
því betur það þekkti sig sjál/t i hans svip,
og sœmdír og tign sina kenndi.
Þér, laland, var sendur sá flugandinn frjáis,
með fornaldar atgjörfi sína,
að kynna þér verðleik og kosti þín sjálfs,
og kenna þér Akvörðun þína.
Það er þetta: að þekk/a sjálfan sig
og trúa á sjálfan i-ig, krapta sína og köllun,
sem er fyrsta og sjálfsagðasta skilyrði
alls þrifnaðar hjá þjóð og hjá einstaklingi.