Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1911, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1911, Blaðsíða 2
162 Þjoðvlljinn. XXV. 41.-42. Löffler, 75 ára að aldri. — Hann var há- skólakennari í Landafræði 1888—1910; en áður hafði enginn kennt téða visinda- grein við háskólann. Noregur. Stórþing Norðmanna var, er síðast fréttist, að ræða lög þess efnis, að skylt ekuli að leita sátta, og gjörðardóms, i ágreiningsmálum milli verkmanna og atvinnuveitenda. Sviþjóð. 1. ág. þ. á. kveikti elding í fjórum skógum í Jamtland, og olli það töluverð- um skaða. Sögunarmylla brann og í grennd við Sundvall, og er skaðinn metinn ein mill- jón króna. Skógarbrunar urðu og í Norrland. Þá brunnu og seint í júlí þ. á. 10 tn. skóglendis í grennd við Kullen, sem og 5 tn. lynglendis. 3. ág. þ. á. hófst í Stokkhólmi fnndur skurðlækna, og sóttu hann skurðlæknar fiá norðurlöndum. — Hafa áður verið haldnir átta sams konar fundir fyrir norð- urlönd. Bretland. 29. júlí þ. á. varð járnbrautarslys í grennd við Crewe. — Þar hlutu 36 menn meiðsli, meiri eður minni. Brezku sjóliðsforingja-efni, Archer Shee að nafni, er grunaður hafði verið um þjófnað, og því sviptur stöðu sinni, voru nýskeð dæmdar 130 þús. króna i skaða- bætur. Enskt gufuskip, „ John Irwinu að nafni, fórst nýskeð á leiðinni til Halifax. — Af skipverjum, er alls voru tuttugu að tölu, varð að eins einum manni bjargað. í Lundúnaborg var í júlímán. þ. á. baldinn fundur í því skyni, að menn hinna ýmsu kynflokka jarðarinnar kæmust i nán- ari kynni, en verið hefir. — Hve fjöl- mennur hann hefir verið, og hverir hann sóttu, vitum vér eigi. Skozkir fiskimenn hafa nýskeð haft í hótunum um það, að halda fiskiflota sín- um til áarinnar Thames (frb. Terns), er Lundúnaborg 'stendur við, og hepta sigl- ingar þangað, sé þeim eigi veitt ríkis- lán til eflingar fiskiveiðum (þ. e. til þess að kaupa véla-skútur og veiði-áhöld) með sömu kjörum, sem Danir og írar fái sams konar lán. I öndverðum ág. þ. á. lagði skipið „Matador“ af stað frá Newcastle upon Tyne, og var ferðinni heitið til Jan May- en, eyjunnar norðaustur af Islandi — í Norður-íshafinu. — Eyjan er talin 372 km. að stærð, og eldfjall er þar, sem er 2545 metrar á hæð. — Það var Hollendingur- inn Jan MayeD, sem fyrstur er talinn hafa fundið eyjuna árið 1611, og ber hún siðan nafn hans. Skipið „Matador“ fer í vísindalegum erindagjörðum, og eru því með því brezk- ir, amerískir, sænskir og þýzkir vísinda- menn. Frakkland. íborginni Béziers, viðána Orb, sýktust ný skeð um fjögur hundruð manna, er neytt höfðu brauðs frá sama bakaranum. Maður nokkur, Boniface að nafni, réð nýskeð á blaðamenn, og var því dæmd- ur til þriggja mánaða faDgelsisvistar í Rouen. — Mislíkaði honum, að hann var eigi látinn sæta sörnu hlunnindum í fang- elsinu, sem venja er þar, að því er til pólitiskra sakamanna kemur, og tók því upp á því, að svelta sig. — Hafði hann, er hann síðast fréttist, neitað, að neyta nokkurs fæðis í 6 daga, en hverjar lykt- ir á hafa orðið, vitum vér eigi. Frakkar og Bandamenn hafa nýlega gert þann samning sín á milli, að öll deilumál, er upp kunna að koma milli lýðveldanna, skuli lögð i gjörð. — Sitja í gerðardómnum þrír menn frá hvorri þjóðinni, og eru þeir kosnir til eins árs i senn. f 24. júlí þ. á. drukknaði í ánni Rín frakknesk leikkona, frú Lantelme að nafni. Þýzkaland. 26. júli þ. á. var afskaplegt óveður í borginni Berlín, og fylgdu því eldingar. — Skemmdust þá að mun talsíma- og ritsíma-þræðir o. fl. 3. ág. þ. á. varð .járnbrautarslys milli borganna Berlín og Leipzig. — Biðu þar fjórir menn baDa, en tuttugu hlutu meiðsli. 1. ág. þ. á. réðu verkfallsmenn í borg- inni Halie, með skotum og grjótkasti, á cementverksmiðju, og urðu þar nokkrir menn sárir, áður lögreglumönnum tækist að stöðva uppþotið. Þrír þýzkir vísindamenn, prófessor Mie í Berlín, dr. Rench í Berlín og Ruch- höfd, rector í Kottbus, drukknuðu nýskeð í grennd við borgina ’Warnemunde, — voru á skemmtisiglingujásamt fleiri mönn- um, og hvolfdi þá bátnum. Portugal. Mælt er, að Manuel konungur rói und- ir, að því er snertir undirtóður konungs- liða gegn lýðveldinu í Portugal, og hafi brezka stjórnin því nýlega aðvarað hann um það, að eiga engan þátt í neins konar samblæstri gegn ríki, sem í vinfengi væri við brezka ríkið, Nýskeð samþykkti þing Portugals- manna með 81 atkv. gegn 76, að afnema alla krossa og titla þar i landi. Ítcilía. 31. júlí þ. á. var mesta óláta-veður á Sikiley, svo að uppskera er talin gjör- skemmd, ef eigi aleyðilögð. í veðri þessu urðu ýmsir menn fyrir eldingum og flóð urðu 6 mönnum að bana. Tyrkland. Þrír grískir ræningjar rændu nýskeð skartgripum frá einni af dætrum soldáns- ins í Miklagarði, og er mælt, að þeir hafi verið einnar millj. króna virði. — Ekki er þess getið, að ræningjarnir hafi verið handsamaðir, eður kunnugt hafi v«rið um verustað þeirra. Rússland. 59 embættismenn í Moskwa voru ný skeð hnepptir í varðhald, — þykja hafa dregið sér fé að muD, sem verja átti til vistakaupa o. fl. hauda hernum. — Hefir og og opt brytt fyr á slíku í Rússlandi í stórum stýl, sto sem stundum hefir verið drepið á í blaði voru. Austurríki. 25. júlí þ. á. sprakk púðurverksmiðjft í lopt upp, í grennd við Köflacb, og biðu þar fjórir menn bana. Bandaríkin. 31. júlí þ. á. var byrjað aðgrafajárn- brautargöng undir borgina New York, og or gert ráð fyrir, að verkinu verði lokið á 5 árum, og kostnaðurinn verði alls 850 millj. króna. Verða þá, er verkinu er lokið, tök á því, að aka þar 140 enskar milur neðan, jarðar. Járnbrautarslys varð nýskeð i ríkinu, Maine, og biðu þar fimmtán menn bana^. en tuttugu hlutu meiðsli. Annað járnbrautarslys varð i júli ii grennd víð Hamlet. — Þar biðu 70 menni bana, en 40 lemstruðust meira eða minna. 28. júli þ. á. var ameriski milíjóna- eigandinn William Jackson nýlega myrtur í einu helzta gistihúsinu í New-York, og er það ein bendingin um hættu, sem yfir auðmönnum vofir öðrum fremur. Canada. 2. ág. þ. á. brann í Hamilton i ríkinu. Ontario geðveikrahæli til kaldra kola. Gekk þar, sem von var, afskaplega mikið á, er sjúklingarnir, sem voru 600- að tölu, reyndu að forða sér undan eld- inum, og er mælt, að nær hundrað hafi biðið bana. Haíti. Uppreisnin þar hefir leitt til þess, að Símon, lýðveldisforseti, er lagður á flótta, — kom sér úr landi á amerísku skipi. Abessinía. 31. júlí þ. á. varð „dynamit“-spreng- ing i Dire Douah, og biðu 38 menn bana, en 50 hús er mælt, að gjör-eyðilagzt hafi.. Japan. 26. júlí þ. á. voru afskapleg veður í borgunum Tokío og Yokohama, er valdið munu hafa all-miklu fjártjóni. — Hundr- að manna er og mælt, að vatnsflóð hafi, orðið að bana. Miðstjórnar-ályktun. —o— Miðstjúrn Sjálfstæðisílokksins leyf- ir sér, eptir að hafa ráðfært sig við ýmsa kjósendur í hlutaðeigandi kjör- dæmuin, að mæla með og hiðjamenn að greiða atkvæði þessum framhjóð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.