Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1911, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1911, Blaðsíða 6
166 -ÞjÓÐVIUíNN. XXV., 41.-42. nafngreina neinn þeirra, er á hann var gengið, enda geta þeir þá tekið sér siett- una þíim rnun léttar. Dbrm, Björn Bjarnareon í Grafarholti, er býður sig fram i Gullbringu- og Kjós- arsýslu, rekandi þar erindi „heimastjórn- arhöfðingjannaa, til liðsaínaðar Dönum, hélt þingmálafund í Hafnarfirði 27. ág. síðastl. Hann telur sér það nú heizt til gildis, að hann sé „alþýðumaður“, þar sem Björn bankastjóri Kristjánsson „lifi“ á hinn bóginn „eigi við alþýðukjör“ — tilgang- urinn sá, að því er oss virðisfc, að reyna að „speculera" í öfundinni, og kalanum, sem í kjöifar hennar fer; en þá þekkja nú og Glullbringu- og Kjósarsýslubúar þingmannsefni sitt, hr. Björn í Grafar- holti betur eptir, en áður. Annars vita allir það væntanlega; að engu skiptir, hvoit eitt þingmannsefnið hefir t. d. annað veifið ögn skárra á borð- uro, en hitt, eða betri húsakynni o. s. frv., heldur hitt, hver meiri þekkíngu hefir á kjörum almennÍDgs, og sérstaklega hver ríkari hefir viljann á þvi, að reyna að bæta úr því. sem miður fer, eða lagfær- ingar þarf. Þingmálafund hélt dr. Valtýr Guð- mundsson í Seyðisíjarðarkaupstað 20. ág. þ. á., og lýsti þar yfir þingmennaku-fram- boði, sem og stefnu sinni í fjárhagsmálum, stjörnarskrármálinu, sem og í sambands- málinu, — „uppka9tsu-maður þar gall- harður. Kristján læknir KristjánssoD, er og verður þar í kjöri, gat eigi mætt á fund- inum, — hafði verið vitjað til sjúklings. Hús brunnið. 20. ág. þ. á brann veitingahús að Hvamms- tanga-verzlunarstað í Húnavatnssýslu. Húsið var an-stórt, og nýtt, eða mjög nýloga tyggt- Cr Rangárvallasýslu. Þar hefur hálsbólga verið að stÍDga sér niður í sumar, og hafa orðið svo mikil brögð að henni í i'ljótshlíðinni, að mælt er, að flestir haíi sýkzt. Aveitan úr Þjúrsá. Yerkfræðingur Sigurður ThoroMsen og Sig. ráðunautur Sigurðsson voru í sumar um tíma við mælingar, til undirbúnings áveitu úr Þjórsá yfir svo nefnda Miklavatnsmýri. Svæðið, sem vatninu verður veitt á, og sem er eign þrjátíu býla, eða meira — um tölu jarð- anna er oss eigi nánara kunnugt —er alls 2020 hektarnr að stærð. Kostnaðinn við áveituna áætlaði Talbitzer alls 30 þús. króna; en Sigurður ráðunautur kvað nú gera ráð fyrir, að komizt verði af með töluvert lægri upphæð. Síðasta alþingí samþykti, að veita mætti Ar- nessýslu 20 þús. króna lán úr viðlagasjóði, til þess að standast kostnaðinn við opt greinda á- veitu. Sjúkraskýli. Sjúkraskýli hefur nýlega verið reist í verzl' unarstaðnum Hólmavík í SteingrímsfirðiiStranda- sýslu. Á sjúkraskýlinu er ætlast tii, að 15—20 sjúkl- ingar geti verið i senn. Rrnnnið geymsluluís. Seint í f. m. (ágúst) hrann geymsluhús að Álfhólum i Landeyjum í Rangárvallasýslu. Þar býr Jdn bóndi Nikulásson, og rnissti hann net, amhoð ýms, reiðtýgi o. fl. í eldinura. Skaðinn raetinn um 400 kr. — Nýr prúfastur. Síra Jón Ouðmundsson, pi-estur að Nesi i Norðflt-ði, hefur nýskeð verið skipaður prófastur i Suður-Múlasýslu, i stað síra Jóhanns L. Svein- björnssonar að Hólmum í Reyðarflrði. Straumferja á Brúará. Hr. Helgi Voltýsson hefur verið að koma straumferju þeirri, or hann hefur fundið upp, fyrir á Brúará i Biskupstungum í Arnessýslu. Hefur hann látið smíða straumferjuna í Hafn- arfirði, eftir fyrirsögn sinni, og kvað hún geta flutt 5—6 hesta i senn. Síldarverksmiðjur á Sigluíirði. Fjórar síldarverksmiðjnr hafa starfað á Siglu- firði í sumar, — starfað að því, að vinnalýsiog fóðurmjöl úr síldinni. Ein þeirra, sú er minnst er, er á lóð Siglu- fjarðarverzlunarstaðar, og 'er eigandi hennar norskur maður, Thormod Bakkevig að nafni. — Vinnur hún alls úr 150 máltunnum síldar á sól- arhringnum, breytir síldinni, sem fyr segir. Önnur verksrniðjan er austan fjarðarins, gegnt Siglufjarðareyri, og heitir eigandinn Evangers. — Vinnur hún alls úr 500 máltunnum sildar á sólarhringnum. Þriðja verksmiðjan er á sjó úti, á skipi, er „Alpha“ nefnist, og er hún eign dansks hluta- félags, er: „Arktisk Piskeoliefahrik11 heitir, og er Ooos, danskur sildarkaupmaður, framkvæmd- arstjóii félagsins. Ejórða verksmiðjan er eign hlutafélagsins „Ægir“. og or hún rekin á sjó úti, á skipinu „Evreka“. — Hlutaféð er sumpart norskt, en sumpart amerískt. — Stjórnendur verksmiðjunn- ar eru Schrezemeyer og Freltriksen. Verksmiðja þessi er stærst þeirra allra — getur unnið á sólarhringnum úr 2000 máltunnum síldar. 4 sé frekur kl.timi, siðan hann dó! En nú getið þið sjálf- ir komið, og séðD Þeir gengu þá báðir inn, til þess að fá sér eitt- hvað á höfuðið, og lögðu síðan af stað með Sedgeley, sem leið liggur yfir heiðina. Marshhole, er þeir stefndu nú til, var einkennileg jarðmyndun, — dæld á heiðinni, og voru þar leirbakkar öðru megin, alla leið niður að sýkinu, en hinu megin við það voru mýrarflákar, og skóglendi umhverfis, kjarr- skógur, en þó og stöku há tré. Sumir héldu því fram, að Marshhole væri einkenni- leg jarðmyndun, sem fyr segir, þar sem aðrir á hinn bóginn töldu dældina vera mannvirki, er stafaði frá dög- um Rómverja. Sýkið, eða pytturinn, var talið botnlaust á einum staðDum, þ. e. þar sem dýpið var mest, og gengu munn- mæli um það, að þar iægi niðri í því vagD, og tveir hestar. En hvað sem hæft kann að hafa verið í þssum munnmælum, þá er það víst, að Marshhole var ógeðs- legur staður. Duldist þeim þetta og eigi er þeir nálguðust stað- inn, og sáu tunglið spegla sig í pyttinum. Þeir gengu því næst þangað, er líkið lá, og sáu þá, að Sedgeley hafði sagt rétt frá. Lávarðurinn, sem bafði verið frægur ferðamaður, átti svo nefndá Femel-höll, er nú sást blasa við uppi á hæð, eigi all-laDgt burtu, enda var albjart, þótt nóttin væri dottin á. Sedgeley hafði þekkt lávarðinn í sjón, en hvorug- 9 Kviðdómendur komust þá og að þeirri niðurstöðu, að lávarðurinn hefði dáið af slysförum. — Seinni hluta dags, er hlýtt var í veðri, viku síð- ar, en atburðnrinn varð, sem nú hefur verið frá skýrt, sátu þeir Sedgeley og Bowmann í stofunni, sem tiðast var setið í, og ráku þá í einu kvöldblaðanna augun i bréf, þar sem verið var eitthvað að gera spaug að högg- orminum sem ætti að hafast við í Marshhole. I sömu svipan kom Leville þá inn í stofuna, sveitt- ur og rykugur, og fleygði sér í hægindastól. „Nú!“ sagði Sedgeley. „Hvar hefurðu verið allan daginn?“ Leville brosti. „Jeg hefi varið tíma mínum mjög vel“, svaraði haDn, all-kýmileitur. „En hvað voruð þið að lesa?“ „Rugl um höggorminn, sem ætti að hafast við í Marsbho!e“, svaraði Sedgeley. „Það er eígi höggormur, sem hefst þar við, held- ur aDnað, sem enn bættulegra er“, svaraði Leville. „Hvað áttu við?“ spurði Bowmann. „Jeg á við það“, svaraði Leville,u að þegar ekkert var byggt á sporunum, þá var fleygt burt eina lyklin- um, er að gagni gat orðið“. „Athugaðir þú þau?“ „Já, það gerði eg nóttina eptir það, er morðið var framið“, svaraði Levilli. „Alíturðu þá, að um morð bafi verið að ræða?“ „Yafalaust!“ „Hveis ertu þá vísari orðinn?“ spurði Sedgeley, og gjörðiet all-forvitinn. „Jeg hefi orðið þess víssri, hvað dauða Femel’s

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.