Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1911, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1911, Blaðsíða 7
XXV. 41.-42. Þjóðviljinn. 167 KONUNGL. HIRB-VERKSMIBJA. Bræðurnir Cloétta mæla með sínum viðurkenndu Sjöltólaðe-tegiinclu.m5 sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Enn fromur Kabaópúlveri af beztu tegund. Agætir vitnisburðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. l'rá Húsavik. Síld var gengin þar inn á vikina um miðjan ágúst, og aflaðist i lagnet, svo að nægði til beitu. - Fiskafli á mótorbátana hafði verið fremur tregur, en hefur nú væntanlega lifnað, er sildin korn. Hóksalnfélagið. Hr. Friðbjörn bóksali Steinsson, dbrm. á Akur- eyri, sem er einn af stofnendum bóksalafélagsins, var nýlega kjörinn heiðursfélagi þess. Hr. Friðbjörn Steinsson byrjaði bóksölu árið 1859, og hefur stundað hana öll árin, sem siðan eru liðin. Tveir bolnverpingar scktnðir. Lögreglustjórinn á Sigluflrði, cand. jur. Vig/ús Einarsson, handsamaði nýskeð tvo botnverpiuga, er voru að veiðum i landhelgi, eða höfðu á ann- an bátt traðkað lögunnm, er að fÍBkiveiðum lúta, og voru þeir báðir sektaðir. Úr Fljótdalsliéraði. Töðufengur er sagður hafa orðið þar i minna iagi i sumar, en nýtingin góð. Útengjar eru og sagðar hafa sprottið þar i lakasta lagi. Slys. Tveir menn fótbrotnuðu á Sauðárkrók 30. júlí þ. á. Datt annar þeirra (Bj'órn Kristjánsson, kaupmanns Gislasonar) af hestsbaki, en hinn manninn (Jón Þorláksson að nafni) sló hestur, sem hann retlaði að hjálpa til að mýia, er flytja átti hann út i hrossaskip, til útflutnings. Heiðurssmnsæti. Sira Skúla Skúlasyni í Odda var haldið heið- urssamsæti 6. ág. siðastl. að Vestri-Kirkjubæ í Rangárvallasýslu, — var þá orðinn fimmtugur. í samsætinu tóku alls þátt um 160 manns. Gáfu sóknarbörn sira Skúla honum þá og gull- úr og gullfesti, en frú lians, Sigriði Helgadóttur, hálsmen og festi, hvorttveggja úr gulli, og voru munirnir allir með áietran. Alþm. Rangvellinga, hr. Einar Jónsson, mælti fyrir minni heiðursgestanna. Sira Skúli hefur nú verið prestur að Odda í 24 ár. Innbrot. Aðfaranóttina 18. ág. síðastl. var brotist inn i geymsluhús hr. Valdemars Petersen’s, svo nefnd Gruda-hús, sem er nokkru fyrir utan Vestdals- eyrina á Seyðisfirði, og hafði verið borað gat á fjórar Kina-lífselexírs tunnur, og troðið í heyi í götin. Frá Siglufirði. Á Sigluíirði segir „Norðurland11, að í sumar, um síldveiðatímaun, séu um 3000 menn, og geng- ur Siglufjörður þá næstur Reykjavik, að því er mannfjöldann snertir. Slysfarir. Maður fót- og handleggsbrotnar. Dað slys varð nýskeð, að tveir hestar, sem gengu fyrir "vagni, fældust skammt fyrir ofan Ártúnsbrokkuna, og hlupu siðan i tryllingi með vagninn. Maðurinn, sem i vagninum sat, stökk þegar af vagninum, til þess að reyna að bjarga sér. en j datt í stökkiuu, og kom svo óheppilega niður, j að hann fótbrotnaði og handleggsbrotnaði. En hestarnli þutu áfram, unz þeir ráku sig á syðri brúna yfir Elliða-árnar, ðg brotnaði þá j vagninn, en heatarnir staðnæmdust. j Maðurinn, sem fyrir slysinu varð, var vinnu- j maður manns nokkurs i Reykjavík (Helga á j Laugavegi). Smokkfiskur. Aðfaranóttina 1. sept. þ. á. hlupu um fimm þúsundir smokkfiska á land í grennd við geð- veikrahælið á Kleppi, og lét Þórðwr spítala- læknir Sveinsson hirða þá, og hefir óefað selt, eða selur til beitu. REYKJAVÍK 6. sept. 1911. Tíðin fremur kalzasöm, og rigningar öðru hvoru, síðan er um skipti, með höfuðdeginum (29. f. m.). Strandbáturinn „Austri“ kom úr hringferð I. þ. m. Meðal farþega, er hingað komu. voru: Bjarni kennari Sæmundsson, Garðar kaupmað- ur Gíslasou, H. Hafstein (fyrver. ráðherra), bankaútbússtjóri Helgi Sveinsson, cand. phil. 8 Svona voru nú atvikin, að því er dauða James Famel’s lávarðar snerti, og flaug nú fregnin óðara um allt landið. Yið prófin, sem haldin voru, kom lítið annað í ljós, en nú hefur þegar sagt verið. Það kom í ijós, að það hafði verið vani lávarðar- ins, er hann eigi átti gestum að fagna, að ganga á hverju kvöldi, að málsverði Joknum, yfir heiði, og rannsóknardómarinn benti því ú það, að morðinginn — væri um slíkan að ræða — hefði að líkindum þekkt þenna vana hans, og setið fyrir honum, falið sig bak við tré í Marshhole. Morguninn eptir það, er likið fannst, hafði verið þrumuveður, og sporin, er fyr er getið, horfið í því veðri, svo að ekkert sásö eptir af þeim. Rannsóknardómarinn Iagði því lítt trúnað á það, að þau hefðu nokkuru sinni nokkur verið, og gerði naum- ast, nema hlægja að þeim. Að því er læknisrannsóknina snerti, varð niðurstað- an sú, að heizt væru líkur til þess, að höggormsbit hefði valdið dauða lávarðarins. Þetta, sem og það, að eigi varð bent á neinn ákveð- inn mann, er nokkuð sérstakt gæti hafa gengið til þess, að myrða lávarðinn, gerði og málið eigi Ijósara. Rannsóknardómarinn benti og kviðdóminum á það, að þó að eigi væru til stórar höggormstegundir á Eng- landi, væri þó eigi alóhugsandi, að dýr þeirrar tegund- ar kynni að hafa sloppið úr einhverjum dýragarðÍDum, og sezt þá að i Marshhole, þar sem landslagið væri að ýmsu leyti líkt því, er víða væri í suðlægum löndum. 5 ur hinna tveggja, er nú störðu á lik hans, höfðu nokk- uru sinn séð hann. Sáu þeir nú, að hann hafði verið hár vexti, og fríður eýnum, á að gizka hálf-fimmtugur, en dimmur í andliti og sólbrenndur. — Hann var klæddur, sem títt er, þegar farið er á dýraveiðar, og lá endilangur i grasinu, og kreppti hægri höndina utan um húfuna sina, en vinstri höndinni hafði hann gripið í grastó. Ekki sást, nema önnur kinnin, þ. e. sú, er upp sneri, en það nægði, til þees að sýna, að andlitið var allt stokkbólgið. Likaminn var og bólginn. Digur stafur lá hér um bil sex álnir frá honum. „Hefurðu nokkuð fært hann úr stað?“ spurði Leville. „Nei!“ svaraði Sedgeley. „Jeg þuklaði að eins á hjartanu, og hljóp svo brott!“ Levilli og Bowmann krupu nú niður hjá likinu, og rannsökuðu það í snatri, en stóðu svo upp, og horfðu vandræðalegir hvor á annan. „Hvað segið þið þá?“ spurði Sedgeley. „Það sést merki á hálsinum á honum, rétt fyrir neðan vin9tra eyrað, og það er bólgið. Það er eitthvað, sem hlýtur að hafa stungið hann. Sedgeley yppti öxlum. „Hvað getur“, mælti hann við Leville „hafa stungið hann svo, að slik merki sjást, og það hér á Englandi?“ Leville svaraði eigi þegar, heldur stóð hann, og starði á spor, sem sáust í mjúkum jarðveginum, rétt hjá líkinu. Hann rakti sporio með auguaum, og sá, að þau

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.