Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1911, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1911, Side 2
2G6 JÞjÓðvluinn. XXV., 52.-53. Símfregnin segir Þjóðverja vera sár- óánægða yfir úrslitunum. — En fiver þau eru liefir enn eigi fréttzt. Nýlega bar*t bingað og önnur sim- fregn þess efnis, að skáld Belgja, Mau- rice Maeterlinck, eigi að fá Nobelsverð- launin í ár. Maeterlinck (framber: Materlink) er fæddur í borginni Gent árið 1862, og er lögfræðingur, en hefir þó fengist mest við ritsmíðar. — Gaf hann út ljóðabók árið 1889 (»Serres chaudes«), en mest kveður þó að leikritum hans, og birtist hið fyrsta, »La Princesse Maleine«, sama árið, sem ljóðabókin og síðan má heita að hvert hafi rekið annað. Hann er búsettur í Parísarberg, og eru bæði ljóðmælin, og leikritin samin á frakknesku, þótt eigi sé hann að vísu upprunninn úr frakknesku mælandi hlut- anum af Belgíu, heldur frá Austur-Fland- em, þar sem lág-þýzkan er aðal-tungu- málið. Nýjar bækur. —o— Bækurnar, sem í ár hafa verið gefnar út af ísl. bókmenntafélaginu, eru: I. Sýsluinamia-æfir, eptir Boga Benediktsson á Staðarfelli, með við- aukum hr. Hannesar Þorsteinssonar. JÞað er þriðja hepti fjórða bindis, sem hér ræðir um, og segir þar frá sýslu- mönnum í Árnesþingi frá því á öndverðri seytjándu öld, og fram á nítjándu öldina, — endar á Þórði Sveinbjönnsyni, er síð- ar varð háyfirdómari. II. Islenzkt foriibréfasafi), fyrsta hepti tíunda bindis, og eru þar prentuð ýms bréf frá tímabilinu 1169 — 1537, en megnið af þeim er þó frá sextándu öld- inni (frá aðdraganda siðabótarinnar), þar á meðal »Kirkju-ordínanzía« Kristjáns ni. (í íslenzkri þýðingu eptir Gissur biskup Einarsson). III. Safn til sögu íslands, og ís- lenzkra bókmennta, að fornu og nýju. Það er fimmta hefti fjórða bindis, sem hér ræðir um, og flytur það: A. Niðurlag af skýrslum um Mývatns- elda (bls. 401—411). Segir þar, meðal annars, um eitt gos- anna úr Kröfiu (Kröflu-felli): »Arið 1724, aðfaranótina hins 17. maí mánaðar, fóru menn að finna sterka jarð- skjálfta hræringar; héldust þær allt til dagmála daginn eptir; gaus þá fyrst upp sandi og öskumekki harla miklum úr Kröflufelli, er í logni féll niður allt um kring hana, ásamt glóandi steinhríð. — Jukust þá hræringarnar með óskapa reiðarslögum, svo engu var líkara, en forganga mundi himinn ogjörð. — Eéllu þar þá víða niður hús í grunn; stukku í sundur í þeim bitar, og langbönd; svo ekkert var sýnna, en bráðadauði mönn- um og skepnum. — Innan um þenna mökk, og mistur, gusaði eldi loganda hvert augnablik til og frá.. — Plúði fólk strax af næstu bæjum hoim að Reykja- hlíð, hvar þá var prestssetur, og urðu þá ekki úrræðin önnur, en halda sig inni meðan þessi fyrsta ógn af gekk, búast við dauða sínum, og fela sig guði. — Nú rigndi í Mývatnssveitinni, einkum sunn- an og austanverðri, hvar byggðin helzt var, sandi, vikur og brennisteinsösku svo mikilli, að huldi alla jörð, víðast 11/2 alin djúpt. — Peningur allur flúði langt í burtu þangað, sem hagar voru: þó er þess ei getið, að mannskaði hafi orðið, né gripatjón............. Þó má nærri geta, hvað á hafi gengið, því getið er þess, að af jarðskjálftunum, og líkt sem upphafningu jarðvegarins, eða botnsins í vatninu, hafi það allt að austan þorn- að upp, eða botni þess upp skotið nær því í l1/,2 misseri á eptir.« Enn fremur segir, »Norður frá Mývatnssveit, skammt eitt frá áður nefndu Bjarnaflags eldvarpi, hét Hrossdalur, grasi og skógi vaxinn, hvar aldrei hafði áður orðið vart við jarðeldsveru; kom þar nú upp geysibál, og gekk þá slík ógn, að sýndist, sem af dunum mundi allt ofan ríða, og eld- urinn ætlaði að gleypa allt í sig. — Misstu sveitarmenn þá allan móð, tóku sumir það til ráðs, að flýja, en vissu ekki, hvert flýja var, þar allt um kring virtist sama á ganga. — Brann þá Hrossdalur allur af, og Bjarnarflag á ný. — Gekk það hraun nær heim undir stekkinn í Keykja- hlíð,- er snertukorn var austur frá bæn- um. — Tveim dögum síðar tók af Reykja- hlíðarBel; var þar áður fagur grasdalur, hér um bil eina mílu suðvestur frá Kröflu og er þar nú eintómt brunahraun, gjár og ófærur á alla vega. — Sumstaðar, helzt austanvert, þverraði nú Mývatn á ný, en gekk á land annars staðar yfir haga og hólma, og ekki sá annað fyrir, en plássið mundi sökkva, eða á annan hátt um hverfast. Sama ár, 18. des., tók á ný geysilega að brenna í hraununum fyrir norðan og austan Reykjahlíð frá árinu áður. — Yar í fyrstu líkast því, að eldurinn færi und- ir jörð og hraun, og ólgaði öllu upp, eins og þegar undir suðu er komið í þykkasta grautarkatli, þar til hér og þar rak upp ógna gusur, hátt í lopt, af bræddu, glóandi hrauni. — Sumstaðar gaus upp grjótkasti og stöðugum loga, þar til allt flaut af stað, sem brætt og blossandi kop- arflóð; kæmi það j)á í vatn, brann vatn- ið að sjá, sem olía, en silungur allur dó. — Hafði flóð þetta hæga, en sígandi rás, en bræddi allt hvað fyrir varð á auga- bragði. — Á daginn logaði allt hraunið, með bláleitum brennisteinsloga, hvar til sást fyrir kolsvörtum mekki: en á nótt- um var, sem allt plássið stæði í ljósum loga niður við jörðina, en upp í loptið, og á skýin, sló rauðum glampa, er hvort- tveggja mátti sjá víða úr héruðum langt í burtu.« B. Þá er næsta ritgjörðin í safni til sögu íslands um: Bœjandfn á Islandi, eptir F i n n prófessor J ó n s s o n (bls. 412-584.) I ritgjörð þessari eru eigi að eins talin nöfn þeirra bæja, sem byggðir eru, held- ur og annara, sem ef til vill hafa verið í eyði öldum saman. Höfundurinn bendir og á, að mikils væri um vert, ef einhver, eða einhverir menn i hverri sveit tækju sig til, og söfn- uðn öðrum örnefnum og staðarnöfnum, og sendu þau t. d. Landsbókasafninu í Reykjavík. C. Þá er enn ritgjörð um -»ferðir, siylingar og samgöngur milli Islands og annara landa á dögum þjóðveldisins«, eptir Boga Th. Melsted (bls. 585 — 608). Það, sem birtist í þessu hepti safns- ins, það er að eins byrjun ritgjörðarinn- ar, sem líklega verður all-löng, er end- irinn er kominn. (Meira.) Frá Vesíur-Islendingum. (Að mestu frá Manitoba.) Hr. B. L. Baldvinsson, útflutnings- inga-agent, lagði af stað frá Winnipeg, ásamt konu sinni, 18. okt. síðastl., og Og ætla þau hjónin að dvelja hér á landi í vetur, en hverfa síðan vestur aptur að sumri, ásamt væntanlegum vesturförum. * * * »Fróði« er nafnið á tímariti, sem M. J. Skaptason er nýlega farinn að gefa út, og kom fyrsta heptið út í sept. þ. á. * * * Sjö íslenzkar verzlunarbúðir segir »Heimskringla«, að nú séu í Winnipeg (klæðasölubúð, skófatnaðarbúð, aldina- og svaladrykkjabúð, og fjórar matvöru- verzlanir). * * * Timburkaupmennirnir Sigtryggur Jón- asson og Friðjón Friðriksson í Selkirk urðu í haust fyrir stórskaða, — misstu 30 þús. fet af borðviði í Winnipegvatn, í stormi og stórsævi. Vonlaust þó eigi talið, er síðast frétt- ist, að eitthvað kynni að reka á land síðar. * * * Kvennablaðið »Freyja«, sem Margrét J. Benedictsson hefir gefið út, hefir orðið að hætta vegna féskorts, og því hafa nú kvennfélögin »Frækorn« og »Hlín« nýlega sent almenningi áskorun um fjár- söfnun, svo að blaðinu verði aptur kom- ið á fót. * * * Vegtasta íslenzka verzlunin á hnett- inum, segir »Heimskr.«, að gé verzlun Jóns Bl. Jónssonar (frá Héðinshöfða) í Victoria B. C., á Vancouver-eyjunni í Kyrrahafinu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.