Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.12.1911, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.12.1911, Síða 4
224 Þjóbviljiinn. XXV. 56.-57. enn eigi vitnast hvar hann var jniður kominn er seinast fréttist.j Þýzki ríkiskanzlarinn, Bethmann- Hollweg að nafni, varð ný skeð fyrir all-hörðum árásum í þýzka ríkisþinginu, úb af Morocco-samningnum við Frakka. Þýzki krónprinzinn var einn í tölu áheyr- endanna, og lét þá óspart í ljósi van- þóknun sína á samninginum, — gaf ó- tvírætt í skyn iir áheyrandasætinu vel- þóknun sína á ræðum þeirra, er harð- orðastir voru í garð kanzlarans. Svo er að sjá, sem Vilhjálmi keisara haíi þó eigi líkað þessar tiltektir sonar síns sem bezt, — því að rétt á eptir var krónprinzinn látinn bregða sér hurt ur Berlín, og kvað þá hafa verið fremur daufur á svipinn. Austurríki. Tveim mikilsháttar málverkum var nýlega stolið úr Hiaubeten-höllinni í Böh- men, og hefir enn eigi orðið uppvíst, hver eða hverjir að verknaðinum jmuni valdir. Málverkin voru eign »krossriddara- munkareglunnar«, sem enn á töluverðar eignir í Böhmen; en munkaregla þessi var stofnuð í Gryðingalandi á tímum kross- ferðanna, og á stórmeistari hennar nú heima í Prag. Annað málverka þessara var eptir hollenzka málarann Rubens (f. 28. júní 1577 — d. 30 mai 1640), og heitir: »Fyrsta konan«. — Hitt [málverkið var eptir annan frægan hollenzkan málara, Anthonis van Dyck (f. í Antwerpen 1599 — d. í London 1641), lærisvein Ruben’s, ernla talinn ganga honum nsest, allra hol- lenzku málaranna á seytjándu öldinni. — Málverkið, sem hér um ræðir, heitir: »Tígin kona«. Rússlund. Rússneska stjórnin bar ný skeð frarn lagafrumvarp á þinginu (»dumunni« — svo er þingið kallað), frutnvarp þess efn- is, að tvær sóknir í Finnlandi skyldu til fulls »innlimaðar« Rússlandi. — Forsæt- isráðherra Rússa, Kokovsev að nafni, hélt ræðu, er hann lagði frumvarpið fram, og fór mörgum orðum um það, hve gott FinnLendingum væri það, að vera í skjóli rússneska keisaradæmisins. Yerða Finnar að sjálfsögðu að gera sér þetta að góðu að svo stöddu, ’sem annað úr þeirri átt. 12. nóv. þ. á. urðu ákafir jarðskjálft- ar í Vernyi og Sugdly, — hóruðum í Asíu, sem Rússar telja sig hafa yiirráð yfir. Tyrkland. All-miklir húsbrunar urðu í síðastl. nóvembermánuði i borginni Adríanopel, bæ við Maritza-fijótið, fyrir vestan Kons- tantínopel. — Bæjarbúar þar yfir áttatíu þúsundir, og meira en þriðjungur hús- nædislausir við brutiann. All-mikill eldsvoði varð og ný skeð í Glalata — úthverfi borgarinnar Kons- tantínopel, þar sem verzlunarstéttin hefir aðal-stöðvar sínar. — I Gfalata býr fjöldi Gyðinga, og var eldsvoðinn í þeim hluta borgarinnar, þar sem þeir búa. Bandaríki. I Arkansas róðu vopnaði Jræningjar ný skeð á járnbrautarlest, og höfðu brott með sér hálfa millj. dollara, er átti að fara til banka í borginni Memphis.j 12. nóv. síðastl. voru áköf óveður í ríkjunum Wisconsíu og Illinois, og öllu þau töluverðu fjártjóni, og nokkrir menn biðu bana. Nýlega hefir ameriski auðmaðurinn Andrew Carnegie gefið 25 millj. dollara, til stuðnings menntamálum i Bandaríkj- unum. 1 arfleiðsluskrá sinni hefir og blaða- maðurinn Josef Pulitzer, sem nýlega er látinn, sbr. síðasta nr. blaðs vors, ánafn- að 8 millj. króna tiL blaðamannaháskóla í Columbíu, sem og 4 millj., til þess að efla sönglist og vísindi. — Enn fremur hefir hann og stofnað sjóð í þvi skyni, að blaðamaður er bezta blaðagrein ritar á ári hverju, fái 1000 kr. verðlaun. Tunis. 8. nóv. þ. á. ur’ðu róstur nokkrar í höfuðborginni Tunis, með þvi að ýmsir þarlendra manna reiddust þvi, töldu það vanhelgun af grafar-friðinum, að frakkn- eskir mælingamenn voru við mælingar í kirk j ugar ð inum. Féllu í þessum róstum 50 Arabar og 4 ítalir. 6 „Hr. Middleman!“ „Eruð þér sofandi hr. Middleman?u kallaði konan. EngioD svaraði: — Allt var hljótt í herberginu. Það heyrðist, að eins ganghljóðið í klukkunni. „Vonandi, að hann sé ekki veikur, hr. Froy“, roælti kouan í lágum róm. „Hann er því þó vanur, að vera hver- jum manni stundvísari! jeg tek frá gluggunumP Það varð nú bjart i herberginu, og sáu þau þá, að litla borðið, sem vaDt var að standa hjá rúminu hars, *var oltið um. Úrið, vasabókin, og ljósastjakinD, lá á gólfinu. Konan varð hrædd. „Hann er veikur!“ Kallaði hún, og hljóp að rúminu, Og dró rúmtjöldin frá. í sama augnabliki rak hún upp hljóð. Bankastjórinn lá kaldnr, og stirðnaður í rúminu. Henn var dáinn. I dauðans angist gerðu þau boð eptir lækni, og lögregluþjóni. Læknirinn kom, og gekk úr skugga um það, að haDn væri dáinn fyrir fleiri klukkutímum. Hann haíði dáið vofeiflega, — verið kyrktur! Það var nærri liðið ýfir konuna af hræðslu, og um hr. Froy var mjög líkt farið Hann skalf allur, og titraði, og gat nauma9t svarað mjög einföldum spurningum, sem lögrogluþjónDÍnn lagði fyrir hann. Hann var látinn gera grein fyrir því, hvort vasibökin, og úrið, væri eign hins látna. „Þér sjáið“, mælti lögregluþjónninD, „að hór ræðir eigi um morð til fjár, þar sem fémætir munir hins framliðna 15 hryggilegt! En hví eigi segja yður allan sannleikaDn, eins og hann er? Hann hefur verið myrtur!“ Grace þrýsti sér sem fastast að vinkonu sinni. „Frændi rainn myrtur? Hver hofur gert það? Hvers vegna? Hann sem var svo vænn maður! Hann átti engan fjandmann! Hver hefur framið morðið?“ „Það er auðsætt, að það hefur verið íramið til fjár!“ mælti Warner. „Það hefur verið stolið úr bankanum all- mikilli fjárupphæð i gulli, og í dýrgripum, og grunur leikur all-mikill á því, að hr. Middleman hafi verið myrt- ur, af því að hann hafi neitið, að fá þorpurunum lykl- ana. — Sjálfur er eg nýkominn frá Hamborg, og varð, sem agndofa, er eg frétti það, er eg nú hefi skýrt yður frá!„ Grace hallaðist að brjóstinu á vinu sinm’, og grét. „Reyndu, 'að jafna þig ögn!“ sagði Anna, og sneri siðan máli sínu að Warner. „Jnngfrú Middleman var rótt á förum héðan, og ætlaði til Loddonford, til frænda síns! En hvað gerir hún nú?“ „Frú Barker ráðskona hr. Middleman’s sagði mér, að jungfrúin væri væntanleg, en mér fannst þó réttast, að skreppa hÍDgað, þar sem eg gegni þýðingarmikilli stöðu í bankanum". „En annars tel eg réttastL mælt' ' Warner enn fre. jungfrúin dvelji hér, unz a'Ueiðsluskráin hefur verið athuguð“. „Já!u mælti Graco, 1 ökrandi. „.Teg ætla að vera hér kyr, en þú verður þ ’ka að vera hér, Anna! Þú mátt ekki skilja mig eina eptir!u Hr. Warner sló út höndinDÍ, eins og til þess sð hvetja Öonu, til þess að gera það, sem vinkona hennar mæltist til.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.