Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN. 13.-14. tbl. Reykjavík 9. apríl 1V13. XXVII. ár«. Bankamálserindi. Hvers þarfnast Landsbankmn? Landsbankastjórnin hefir nýlega látið ¦érprenta, og útbýta meðal ýmsra, banka- málBerindi, er Björn bankastjóri Kt istjáns- *on flutti í stúdentafélaginu 9. febr. þ. á. Það er aðallega tvennt, sem að Lands- bankanum amar: a, vöntun nœgilegs veltu- eda t eksturs- fjár, b, adýmsar kvadir, eda skyldu gieidsl- ui, hafa verid á hann Jagdar, af löggjafarvaldsins hálfu, sem honum eru um megn. Hið helzta, og hið bráðnauðsynlegasta, sem gera verður, Landsbankanum til við- réttingar, telur hr. Bj. Kr. fólgið vera i þessum sex atriðum: 1. að leysa Landsbankann úr „álögunum", láta landið leggja til allt tryggingar- féð, sem bankinn hefir orðið að leggja fram fyrir veðdeildunum; 2. losa hann við skattana til landssjóðs og byggingarsjóðs, svo að varasjóður hans aukist því örara; 3. heimila bankanum að hafa varasjóð sinn i veltufé, að minnsta kosti meiri hlutann, en láta bankastjórnina eina um það, hvað hún álítur nauðsynlegt að eiga í verðbréfum á hverjum tímum sem er; 4. að leggja bankanum til í bráðina að minnsta kosti 2 miljj. kr. veltufé eða 1 milfj. kr. í viðbót við það, sem leyst sé úr veðböndum; 5. að losa bankann við veðdeildirnar og stofna sérstakan veðlánabanka, sem reki öll ársviðskipti sín við Lands- bankann, að svo miklu leyti sem hann notar hérlend bankaviðskipti; 6. að gera landsstjórninni að skyldu að nota Landsbankann einvörðungu fyrir öll viðskipti landsins, svo sem lands- sjóðs, póstssjóðs, ritsímasjóðs og ann- ara opinbera, sjóða, sem og ætti að liggja í hhitarins eðli, að hún gerði — af sjálfsdáóum. Að sjálfsögðu verða nú tiUögur þessar, sem bankastjórnin í heild sinni hefir tjáð sig eindregið fylgjandi, athugaðar á þing- málafundunum, sem mí fara í hönd. Bankamálserindi hr. Bj. Ki. gerir al- menningi það mjög vel ljóst*), hve mjög *) Drengskaji „í.ögréttu", eðahítt þó helríur, ¦ýnir það, að rítt i tömn andránni, seru hr. Bi. Kr. er að geia eér ýtrasta far uni, að fa við- jittan hag Landebankans, þa er hún að ýtu und- ir landsatjórnina, að reka hann írá bankanum(!). brestur á það, eins og nú er komið hag ' Landsbankans, að hann sé þess að nokkru verulegu megnugur, að styðja atvinnu- vegi landsins, hvað þá að fullnægja láns- þörfum almennings yfirleitt. Má þvi telja víst, að það sé almenn- ingsvilji hér á landi, að bætt verði á komanda alþingi úr vanhögum Lands- bankans, sem frekast eru föng á. Síður en ekki er því og að heilsa, að ! íslandsbanki sé svo úr garði búinn, að i hann geti bætt úr, þar sem Landsbank- ann brestur gctu. Þá er og öllum ljóst. að alls eigi má við það una, að þeir, sem ián taka í veð- deildum Landsbankans, geti eigi selt bankavaxtabrélin hærra verði, en 94 kr. hverjar eitt hundrað krónurnar, — tapi þannig sex krónum af hundraðinu, er veðdeildarlánið er tekið. Að öðru leyti leyfum vér oss að vísa til ritiingsins, sem fyr er getið, þar sem vér teljum víst, að Landsbankastjórnin hafi komið honum í allar áttir. Morð Georgs konungs. Um atvikin, er lutu að morði Geotg's Grikkja konvings, 18. marz þ. á., segir í útlendum bJöðum, er oss hafa nýlega borizt: Konungurinn undi sér mjög vel í Sal- onikí, og var alls eigi hræddur um lif sitt þar. — Hann gekk því eigi sjaldan um borgina, sér til hressingar og skemmt- unar, án þess að vilja hafa hermenn sér til verndar. — Engu að síður var það þó venjan, að tveir hermenn riðu jafnan i humáttina á eptir konungi, er hann var á skemmtigöngu, en gættu þess þá þó jafnan — og var það beint eptir skip- un hans —, að halda sér i nokkurri fjar- lægð. Svo var þá, og 18. marz síðastl., dag- inn, er morðið var framið. Konungur var á heimleið af skemmti- göngu, og enginn með honum, nema Frankudis ofursti, og hermermirnir tveir þó í humáttinni á eptir, í töluverðri fjar- lægð. Hafði konungur verið svo óforsjáll, að ganga nokkra daga — í sömu mund, dag eptir dag, að því er virðist — til sama st'adarins, „hvíta twrnsins", og hefirmorð- ingjanum óefað verið það kunnugt. Farið var ögn að skyggja, klukkan komin á sjötta tímann, er konungur gekk heimleiðis, og var hann þá í bezta skapi, talaði um hve vel hefði til tekizt, er Grikkir hefðu unnið bæði borgina Saloniki og borgina Janina, og taldi þá dagana hafa verið mestu happadagana í lífi sínu. Gat hann þess og, hve mjög hann hlakkaði til þess, að fara daginn eptir iit í þýzkt herskip, sem lá á höfninm' i Saloniki, og heyra Þjóðveija taka þar á móti sér sem konungi, — mun hafa treyst því, að Saloniki yrði þá fastari i hönd- um Grikkja eptir en áður. En meðan er konungur ræddi þetta, heyrði Irankudis ofursti allt í einu, að skot reið úr byssu, og sá konunginn jafn framt hniga til jarðar. Hafði morðinginn laumast aptan að konungi, og skotið á hann lár skamm- byssu í fárra feta fjarlægð. Snerist Itankudis ofursti þáþegarað morðingjanum,f og fékk slegið skamm- byssuna úr hendi honum, áður en hann gat látið annað skotið ríða af. Hermennirnir tveir, er fyr er getið, komu þá og brátt að, og handsömuðu morðingjann. En at konungi er það að segja, að kúlan hafði gengið gegnum hjartað og lungun, og sást rétt, að hann dró and- ann; en örendur var hann áður, eða þá um það bil, er honum varð komið í vagni til spítalans. Morðinginn heitir Aleko Schinas, og er milli fertugs og fimmtugs. — Hann er íæddur i borginni Serres í Makedoníu. og er ætt hans að nokkru grísk, og þó að sumu slafnesk. Hann hafði um hríð lagt stund á læknisfræði, en síðan verið lágt launaður skólakennari um tíma, unz honum var vikið frá því starfi. Eptir komu konungs til Saloniki hafði hann ritað konungí brét, og beiðzt fjár- hagslegrar hiálpar, en þeirri beiðni bans eigi verið sinnt. Eæfialegur kvað hann og hafa verið til fara og fremur aumingjalegur. Virðist því svo, sem kvölin út af vaud- ræðunum, hafi fyllt hann heiptarhuga, eða gert hann altrylltan, er honum var hjálparinnar synjað. Diykkjugjarn kvað hann og hafa ver- ið, og ritskrífað af vandamönnum, enda orðinn lítt að manni, og fullur vafi á talinn, þótt vitfirrtur sé hann að vísu eigi, hvort telja megi hann fylhlega til- reiknanlegan. I vösum hans fannst æfisögu-ágrip hans, samið af honumsjálfum, og áletruð áskorun til blaðamanna, að birta það í blöðum sínum, — en bölvun lýst yfir hverjum þeirra, er láti það ógert. Þegar hann var handsamaður og innt- ur eptir þvi, hvað honum hafði gengið til glæpsins, svaraðí hann eigi öðru en þessu: „Eru engir dómstólar hérna?"

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.