Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.06.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.06.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓDVILJINN 25.-26. tbl. Reykjavík 16. júní 1913. XXVII. árg. gar m Islenzk sérmál lögð fyrir danskar ráðherra-samkomnr. Rannsöknarneínd alsjálfsögð. Kynlegar fregnir voru það í meira lagi, er nýlega bárust frá Danmörku, — svo kynlegar, að oss, og líklega flestum öðrum, «f eigi öllum, er heyrðu, veitti mjög örðugt, að trúa þeim. »Skilabodin« (þ. e. „Grúturinn" svo nefndi), er núverandi ráðherra vor flutti oss frá Danmörku á öndverðum síðastl. vetri, og sem hann hóaði þá í mesta skyndi ýmsum þingmönnum o. fi. saman, til að heyra, og ræða með sér, sýnduþad ad visu, sem áður var eigi ókunnugt, að annad er tádherta vorum betur gefid, en ad vera hreinn og djarfur talsmadut Is- lands, er hann á ordastadvid stjórnmála- menn Dana} um málefni lands vors. Engu að síður var það þó vissulega því líkast, sem verið væri að bera i bakkafullan lækinn, er „Berlinga-tíðindin" dönsku skýrðu frá því, 24. maí síðastl., að daginn áður (þ. e. 23. maí þ. á.) hefði Terið dönsk ráðherra-samkoma („Min- istermöde"), et rádheria Islands hefdi og tekid þátt i, og hef ði mestur hluti ráð- gjafaí'undarins þá gengið til þess, aö ræða um málefni íslands. En dönsku ráðherra-samkomurnar eru fundir, er dönsku ráðherrarnir eiga æ með sér öðru hvoru, og þar sem konung- urinn eigi er viðstaddur, ems og á hinn bóginn æ á sér stað, er um ríkisráðið ræðir. Á ráðherra-samkomunum eru þá rædd öll málefni, er berast eiga síðar f'ram í ríkisráðinu, sem og ýms málefni önnur, er eigi þurfa þangað að koma. En ad þvi er isl. sétmál snertit, þá er dönsku rádhertunum. sem kunnugt er, eigi œtlad, ad eiga neitt atkvœdi umþau, og nægir í því etni að skírskota til ákvæð- anna i 1. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874, þar sem segir: „í öllum þeim málefnum, sem sain- kvæmt löguui um hina srjómarlegu stöðu íslands i ríkinu, 2. janúar 1871, 3 gr., mrfa ísland sérstaklega, hefir landið löggjÖT sína, og stjórn, lít af fyrir sig-....." Af hálfu núverandi ráðlierra íslands, hefir þvi og æ verið haldið fram hér á landi — og talinn af honum vottur þess, hve annt hann léti sér um sjálfstæði lands vors —, að á danskar ráðherra-samkomur kæmi ráðherra alls ekki, og að eigi væru íslenzk sérmál borin þar fram. Eina ástæðan til þess, hve annt oss íslendingnm er um það, að kippt sé burt úr núgildandi stjórnskipunarlögum vorum (frá. 3. okt. 1903) „ríkisráðsákvæðinu" svo nefnda, þ. e. ákvæðinu um það, að „lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir" skiili borið upp fyrir konungi „i ríkis- ráðinu", hún er og einmitt sú, að vér viljum á þann háttinn, sem allra glöggast, slá þvi í'östu, að dönskum ráðherrum sé alls eigi ætlað, að hafa ein eða nein af- skipti, af sérmálum íslands, hvað þá held- ur. að eiga nokkurt atkvæði um þau. Það eru tillögur islenzka ráðherrans eins, sem þar eiga ad ráda, enda þrá- sinnis — eigi hvað sizt, aö því er til þjóðarsjálfstæðismálanna, og atvinnumál- efnanna, kemur —, er hagsmunir Dana og Isltndinga eigi fara saman. En svo kemur nú alóvænt — sem j þruma úr heiðskýru lopti — fregnin um það, að núverandi ráðherra vor, hr. H. Hafstein, sé mí í'arinn að meta íslenzka þjóðarviljann í þessu efni svo mikils, eda hitt þó heldui, ad hann sé farinn ad sœkja danskat tádhetra-samkomut,og skeggrœda þat r/id dbnskwtádherranaum islenzk sétmál. íslenzk sérmál, sem ráðherrum Dana eru þó alóvíðkomandi, er þá farið að skoða, sem aldönsk málefni, og farið að láta þau sæta alveg sömu meðferðinni(l) Hvað af islenzku stjórnarfrumvörp- unum, sem ráðherrann hefir á prjónunum, finnur þá náð í augum dönsku ráðherr- anna, — eða hverjum þeirra dönsku ráð- herrarnir fá þá ráðherra vorn, til að stinga undir stólinn, eða fá hann þá til að víkja í það horfið, sem dönskum hagsmunum kann hentugra að þykja, veidur þá eigi sagt med vissu, þar sem núverandi ráð- herra vor fylgir þeirri reglunni, að láta oss íslendinga vera þess æ sem allra vandlegast dulda, hvaða frumvörp hann fer með út yfir pollinn, eða ætlar sér, er að heiman fer, að fá framgengt. En samkvæmt símskeyti, er oss barst rétt í þessum svifum, kvað danska blaðið „Nationaltidende" þó staðfesta skýrsluna í „Berlinga tíðmdunum", er fyr getur, í öllum greinnm. Það kvað hafa verið alislenzk mál- efni (atvinnu- og sveitarstiórnar-mé.lefni o. fl. o. fl.), er hr. H Hafstein lét dönsku ráðherrana fá sig til að skrafa ogskegg- ræða um við þá á danska ráðherra-fund- inum, 23. maí síðastl. Það er nú harla ólíklegt, að báðum blöðunum, „Berlinga"- og „National"- tíðindunum, segist rangt frá í þessu efni, eða að um misskilning só, eða geti, á nokkurn hátt verið hér að ræða. En hvernig lízt þá Islendingum á blikuna? Vera má að vísu, að dönsku blöðin, er fyr er getið, hafi að þessu sinni fleypr- að því fram, er levnt álti að fara. Hafi fieyprað því fram, er H. Haf- stein ætlaðist að minnsta kosti til. að leyndist innan fjögia veggja. En sé svo, að leynt hafi átt að fara, bætir það sízt úr skák. Skyldi nú annars eigi geta verið, að hér kenni einnar afieiðingarinnar af í- stöðuleysinu, er dönsku ráðherrarnir ráku sig á hjá ráðherra vorum, erhannræddi við þá um „bræðinginn" á síðastl.'hausti, og lét þá fá sig til að halda aptur heim- leiðis með „grútinn" ? I'áirdu skollanum litla Hiiguriun, reyn- ir hann tidast, vonum bráðar, ad ná i alla hendina. Og „grúturinn sýndi oss Islendingum það vissulega mjög greinilega, í hvaða horfið dönsku ráðherrarnir vilja, að nú sé haldið. Jengslin vid IJanmörku séu reytd fast- at og fastat. En þegar slíks verður vart, þá er þess og því fremur brýn þörfin, að standa sem allra blýfastasth á móti. Hvað núverandi ráðherra vorn snertir, þá er þó öðru nær, en honum sé það vel lagið. Hann er eigi bjargfasti kletturinn, en öllu fremur lausa mölin, er „Danskurinn" er annars vegar. Það er bæði gbmul, og ný saga.------- Annars getur manni — er hugsað er til fregnanna í „Berlinga"- og „National"- tíðindunum — eigi annað, en flogið í huga, hvort hér sé um aleinstaklegt til- felli að ræða, eða þessari sömu reglunni hafi æ verið fylgt í ráðherratíð hr. H. Hafstein's, þótt annað hafi hér á landi verið látið i veðri vaka. Daglega lífið sýnir oss það þvi miður eigi sjaldan, að jafn vel sumir „góðu drengimir", — sem svo eru nefndir, og svo viija láta sig kalla ¦— geta og haft þad til, að bregða stundum hinu og þessu fyrir sig, er á þykir.þurfa að halda, er ei sé með öllu hliðstætt við það, sem þeir hinir sömu kalla „fagran leik". En hvað sem því nú líður, þá er hér um svo ntíiY-alvatlegt og þýdingar-mikid málefni að ræða, að skylt er alþingi voru, að taka nú þegat sem allra iögg- samlegast i taumata. Þingið verður að kreí'jast þess, að ráðherrann gefi því þegar, alvafninga- laust, sem glöggasta, og einlægasta, skýrslu um málið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.