Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1914, Side 6
14
ÞJOÐVILJINN.
XXVIII., 3. -4.
væri sjómennska, kaupavinna, daglauna-
'vinna, eða annað því líkt.
Það væri unadw að því, ef slík smá-
býli risu hér upp, æ fleiri og fleiri; —
landið þá ólisu fegra, og hagsældin meiri.
Þriðja aðal-tiliaga mín hnígur í þá
átt, að komið sé upp nægilega öflugri
útlánsstofnun, er eingöngu hafl það
hlutverk, að lána út fé gegn veði í
jarðeignum.
Það er skoðun mín, að tii þess að
flýta fyrir ræktun landsins, þurfi lánin i
að vera fáanleg til mun lengri tíma, en j
nú, — ekki til skemmri tíma, en til 60 !
ára, og jafnvel til 120 ára, og yrðu þá j
árlegu afborganirnar algerlega hverfandi, i
en lánin þó alveg hættulaus, þar sem i
landið er sjálft að veði.
En til þess að flýta fyrir ræktun |
landsins, og framkvæmdum öllum að '
öðru leyti, þyrfti lán að fást, er nemur
allt að ®/4 virðingarverðsins, ef ekki jafn
vel 7/8.
Frá útlöndum.
Járnbrautarslys í Liverpool 15. okt síðastl.
— Sex menn biðu bana, en tuttugu hlutu meiðsli.
— Annað slysið varð þá og á Bretlandi um líkt
leyti, — hlutu um 400 menn bana við námuslys
i Cardiff;
Trúlofuð ný skeð: Prinzinn af ðVales (brezki
ríkisarflnn), íseddur 13. júní 1984, og Tatjana
Nikolajevna, næst elzta dóttir rússnesku keia-
ara-hjónanna, ^ædd 11. júní 1897. — —
Danskir, og sænskir, efnafræðingar áttu fund
með sér í Lundi 25. okt. þ. á. — Sendiherra
Kússa í StokkLóimi var nýlega kvaddur burt
þaðan í skyndi, talinn viðriðinn neinjósnarmál,
þ. e. að hafa notað sænskon rrndirliðsforingja,
Törngren að nafni, til að afla sér upplýsinga um
ýms hormál Svia, er leynd áttu að vera.
Um sömu mundir hvarf og alfarinn úr Stokk-
hóimi María, kona Vilh6lms prinnz. — Hún er
rússnesk stórfurstadóttir, og setja sumir brottför
hennar í samband við fyr greint mál, þótt neitað
sé því að vísu, af stjórnarinnar hálfu.
Hún giptist prinnzinum 3. maí 1908, og eiga
þau hjónin einn dreng, á flmmta árinu. — —
Látnir í Danmörku f okt. tveir merkis-
menn: Madsen-Mygdal, landsþingmaður (dó 19.
okt.), og Ludvíg Arntzen, hæðstaréttarmálfærsiu-
maður (f 24. okt.).
Hinn fyr groindi var í millilandanefndinni
1908, en hinn aíðarneindi i fulltrúaráði íslands-
banka. — —
22. okt. síðastl, fórst gufuskipið „Westkusten“
við Finnlands strendur. — 30—40 menn drukkn-
uðu, en einum farþegjanum var bjargað. — Ofsa-
rok var, og við ekkert ráðið. — —
17. okt. þ. á. kviknaði í loptskipinu: „L. II“,
i grend við Berlfn i 200 metra hæð — Veður
var fagurt, og aragrúi áhortanda, er það hóf sig
1 loft upp, en allt í einu sást eldstrókur, og lopt-
farið síðan nær á sídu augnabragði í loga. —
Menn tórust allir, 28 að tölu, og voru likin öll
hörmulega skaðbrend.
Mánuði áður mistu Þjóðverjar loptfarið: „L.
I“, við Holgoland mjög skammt því slysanna
á milli. — —
6gangur mikill í leikhúsi Kristianíu, er Jeppi
á Fjalli var leikinn þar á landsmálinu: pípu-
blástur, slagsmá), hnífstungur, og eigi all fáir
sárir. — —
Mikla eptirtekt hefur það vakið, að á 10 mán-
uðum fóru 112 þús. hervarnarskyldra manna i
Austurriki til Vesturheims, — rikið, með öðrum
orðum. svipt stórum her á ekki fullu ári.-----
Allt enn i uppreisnarbáli i Marocco, — hver
vopnfær maður i liði uppreisnarmanna, og kon-
ur einar, börn, og gamalmenni í þorpunum. —
Spánverjar eiga því mjög i vök að verjast, —
misstu og 130 manna í orustu við Alkassar 6.
okt. þ. á.. 400 manna daginn eptir. — Bólusótt
einnig mjög skeinuhætt þar.------
f 18: okt. þ. á. andaðist Dinisulu, er um
hrið var viðurkenndur konungur Zulukaffa i
Afdku, að föður hans, Cetevayo látnum. — Áttu
þeir feðgarnir báðir í höggi við Breta og loks
var Dinisulu sviptur konungdómi, og fluttur til
eyjarinnar St. Helena.
Árið 1897, er Yululandi hafði verið sameinað
brezku nýlendunni Natal, var Dinisulu þá leyft
að hverfa heim aptur, og hafði siðan all-viðunn-
anleg eptidaun. — —
1874—1914.
(Fertugs-afmæli löggefandi Alþingis).
5. janúar þ. á. (1914), voru fjörutíu
ár liðin, síðan er Alþingi varð löggef-
andi, þ. e. stjórnarskráin, frá 6. janúar
1874, orðin þá fertug.
5. janúar þ. á. var þá og jafnframt
fertugs-afmæli konungkjörnu þingmann-
anna, — þ. e. sem löggjafa.
Á hinn bóginn eru þeir, sem kunn-
ugt er, að mun eldri, en fertugir, í þing-
sögu vor íslendinga, þar sem þeir áttu
og sæti á öllum ráðgefandi þingunum,
síðan er Alþingi var endurreist að nýju,
og voru þar — eigi vel ræmdir.
í ráði, að þeir hverfi nú og úr sög-
unni, sem telja má vafalaust, að sam-
þykkt verði á komanda sumri.
AUir munu fagna því, að þeir eru
nú að hverfa.
1. des síðastl. (1913) voru rétttíuár-
in liðin, síðan er fyrsta „jóla-merkið“
var gefið út í Danmörku, og var ágóðinn
þó orðinn — þá þegar — frek milljón,
sem varið i-r til baráttunnar gegn berkla
veikimu.
Það var Holböll póstmeistari i Dan-
mörku, sem fyrstur manna fann upp á
því, að láta menn skattskylda sig á þenna
hátt, — gefa þeim kost á, auk vanalegu
frímerkjanna, að líma ofan greind merki
á bréf sín, fyrir og um jólin, og styðja
þannig að heptingu berklaveikinnar.
Sömu aðferðina hafa menn síðan tekið
upp í ýmsum löndum, til þess að safna fé,
í hinu eða þessu góðgjörða-skyninu.
Eptir Messína-hörmungarnar miklu
(árið 1908) voru og gefin út „velgjörða-
merki“, sama merkið prentað á tólf tungu-
málum, og söfnuðust á þann hátt eigi
all-fáar milljónir króna.
Hér á landi veldur fólksfæðin því, að
minna verður úr slíku, og ætti þó einatt,
á undan hverjum jólum, að reynast, —
þ. e. að leggja á þann háttinn drögin til
hinna, eða þessara, gagnlegra sjóðstofn-
ana, er tíminn, eða vaxta-söfnunin, léti þá
verða að miklu liði, er tímar líða.
Húsbruni á Húsavík.
Faðir reynir að bjargra priurtrjrt ara
syni sínnin, — brenna báðir inni.
Húsbruni varð í Húsavíkurverzlunarstað að-
faranóttina 30 ,jan-!'ar þ. A., og tókst þé svo
afar-slysalega til, sem hér að ofan segir.
Húsið hét Sunnuhvoii, eign Dræðra tveggja.
Friðgeirs og Hjélmars Mngnússona, og var það
Hjálm.ir se.n inni brann.
Nánari fregnir bíða næsta nr. blaðs vors, þar
sem blaðið var fullsett, þ. e. albúið til prentun-
sr, er fregnin barst oss.
Frétta-upptínmgnrinn.
(Hvað er »ð frétta?).
„Heima«tjórnarfélagið“ á Akureyri hélt fund
rétt fyrir áramótin (28. des. síðastl.), og varð
fundurinn fámennur. — að eins um þrjátfu
hræður, er komu »ér þó að lokunum saman um
það, að skoða „sambanas“flokkinn, sem sinn
flokk, þ. e. styðja hann við komingarnar.
Hrúto-týningar f öllum hreppum Húnavatnssýslu
í haust , er leið, — styrktar að kálfu af Land-
búnaðarfélaginu, en að hálfu af hlutaðeigandi
sveitarfélagi. — Sýnir þetta, hve ríkt Húnvetn-
ingum, öllum öðrum fremur, er orðið það í huga,
að bæta avo fjárræktina, sem unnt er.
Hettuidttin, aem tínt hefir að undanförnu upp
bæði börn, og yngra fólk, i Reykjavík, mun nú
mega teljaat komin, ef eigi um land allt, þá þó
í fjölda héraða landsins, — hennar nú síðast
getið í Húsavfk, Flateyri í Önundarflrði, og
víðar, og víðar — Um taugaveiki getið á Snæ-
fjallaströndinni í Norður-ísafjarðarsýslu, á einum
bæ þar, — Sandeyri.
Maður datt út af bryggju í Stykkishólmi á
annan dag jóla, og var örendur, er hann náðist,
— aét Jón Einarsson, og var frá ísaflrði. —
Hann lætur eptir sig ekkju, og tv j börn, sem
bæði eru enn ung.
Skemmdir urðu að mun á tveim vélabátum á
ísafirði, á jóladaginn, — rak annan (,,Skuld“) í
jand í Króknum, og brotnaði að mun, en hinn
(mótorkúttarinn ,,Freyja“) varð fyrir árekstri, og
brotnaði og töluvert. — Gfetið er þess og, að
einn hásetanna bafl þá orðið tyrir eigi all-litlum
meiðslum.
„Happið“ er nafr.ið á leikriti, eptir Pál kenn-
ara Jónsson á Akureyri, sem þar hefir verið
sýnt á loiksviði í vetur. — Söngskemmtun
gekkst frú Valgerður Briem á Hrafnagili einnig
fyrir á Akureyri (7. des. éíðistl.) — söng þar
þá og lag, er hún sjálf hafði samið. — Um
„geislaefni11 (radíu.n) flutti og Va'demar læknir
Steffensen fyrirlestur á Akureyri (4 des siðastl.),
{ stúdentafélaginu þar. — Enn má og geta þess,
að 10. des. siðastl. 'néldu ýmsir Akureyrarbúar
Stefáni skólameistara Stefánssyni, og frú hans^
samsæti, í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra hjón-
anna o. fl.
All-góðan afla fengu Bolvíkingar, er á sjó
fóru, milli jóla og nýárs, — svo að sjá, sem
fiskurinn hafl þá, sem opt vill verða, hlaupið
á unaan hafísnu u, er litlu síðar fyllti allt Ut-
Djúpið.
--—<OOgOCo-------
Fyrir mannsaldri — segir hr. Adolph
Jensen, formaður dönsku hagstofunnar —,
að á 1000 íbúa hafi í Danmörku komið
alls B24/10 fæðingar árlega, en hafi á hinn
bóginn árið 1911 verið komnar ofan í 267/10.
Hugsunarhátturinn í Danmörku —
eins og í ýmsum hinna siðmenningarland-
anna, sem svo eru nefnd, — yfirleitt, að
færast í þá áttina, að eiga fremur fá börn,
en mörg.
Fleira fæðist þó enn i Danmörku til-
tölulega. en í Noregi, eða Svíþjóð, —
hvað þá heldur en i Englandi, eða á
Frakklandi.
Hugsunarháttinn telur hann verða að
gjörbreytast, eigi fæðingunum aptur að
fjölga.
Hitt, — að leggja skatt á piparsveina,
eða á hjón er fá börn eignast, telur hann
eigi mundu nægja, þar sem skatturinn
yrði eigi svo hár, að barns-uppeldið kost-
aði þó eigi enn meir.