Lögberg - 09.09.1891, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.09.1891, Blaðsíða 6
6 LÖGEERG, MIÐVIKUDAGINN 9. SEPTEMBER 1801. Kongurínn i guilánni; eba svttrtu brœburnir. Æfintýri eptir John lluukin. Framh, 111 KAPÍTULI IIVERXIG IIAKS I.AGÐI AF STAÐ TIL GULLÁR, OG HVKRNIÐ IIOXUM GKKK FERÐIN. Óðara en kónjrurinn úr Gullá var farinn út úr húsinu á þann ein- keunilega hátt; sem fiá er skyrt í siðasta kapítula, komu Jjeir Hans og Schwartz inn með hávaða mikl- um, blindfullir. í>egar þeir komust að pví, að þeir hefðu algerlega misst sinn síðasta borðbúnaðarmun, rann svo mikið af peim, að peir gátu staðið yíir Gluck einn fjórð- ung stundar og lamið hann í sífellu allan pann tlma; pegar sá tími var útrunninn, Ijetu þeir fallast niður á sinn stólinn hvor, og vildu fá að vita, hverja vörn Gluck hefði fram að færa. Gluck sagði poiin sögu sína, og peir trúðu, vitaskuld, ekki einu einasta orði. T>eir börðu liann aptur, pangað til peir voru orðnir preyttir í handleggjunum, og svo stauluðust peir í rúmið. En um morguninii stóð Gluck svo stað- fastlega við sögu sína, að peim lá við að fara að trúa honum; og af- leiðingin af pví varð pegar í stað sú, að tveir elclri bræðrurnir fóru að jagast um, hvor peirra ætti að freista hamingjunnar fyrr; um pað rifust peir lengi, pangað til peir drógu sverð sín úr sliðrum og fóru að berjast. Nágrannarnir heyrðu ó- lætin, gátu ekki stillt til friðar og sendu pví eptir lögreglupjóninnrrf. Þegar Hans heyrði pað, tókst honum að komast undan o» fela sig; en Schwartz var leiddur fyrir dóma.a og sektaður fyrir friðarspjöll, og með pví að hann hafði drukkið út sinn síðasta skilding kveldinu áður, var honum varpað 1 dyflissu, og skyldi' hann sitja par, pang- að til hann borgaði sektina. Hans varð stórglaður, pegar hann frjetti petta, og rjeð af að leggja tafarlaust af stað til Gullár. En hann vissi ekki, hvernig kann átti að ná í heilasf vatn. Hann O fór til prestsins, en presturinn gat ekki gefið pað jafn-vondum manni. Svo fór Hans til aptansöngs um kveldið, í fyrsta sinni á æfi sinni, og pegar hann póttist vera að gera krossmark fyrir sj«r, stal hann sopa- korni af vígðu vatni, sneri svo heim og var hróðugur. Morguninn eptir fór hann á fætur fyrir sólaruppkomu, ljet vígða vatnið í sterka flösku, stakk tveimur vínflöskum og nokkru af keti, niður í körfu, fleygði körf- unni á bak sjer, tók fjallgöngustaf *jer í hönd og lagði af stað til fjallanna. I.eið hans út úr bænum lá fram hjá dýflissunni, og hvern mundi bann sjá, pegar hann leit inn um fangelsisgluggann, naraa Schwartz bróður sinn; hann var að gægjast út á milli járnslánna, og var mjög dapur í bragði. “Góðan daginn, bróðir“ sagði Hans; “á jeg að skila nokKru fyrir pig til kóngsins í Gullá?“ Schwartz nísti tönnum af vonzku og rykkti í járnslárnar af öllum mætti; en Hans gerði ekki nema hló að honum og ráðlagði honum að vera rólegur í fangelsinu, pangað til hann kæmi aptur, lagði svo körf- una aptur á bak sjer, lirissti flösk- una með vígða vatninu fyrir fram- an augun á Schwartz, pangað til froða var komin ofau á pað, og lagði svo af stað í allra frægasta skapi. Slíkur morgun hefði sannarlega getað gert hverjum manni glatt í skapi, pó að hann hefði ekki ver- ið á leiðinni til neinnar Gullár. Eptir láglendi dalsins lágu poku- rákir, og upp úr peim rákum stóðu fjöllin, há og punglamaleg— á lægri hömrunum hvíldu gráfölir skuggar, og var naumast unnt að greina pá hamra fra pokuslæðingnum; en smámsaman hækkuðu fjöllin, pangað til pau náðu uppsólarljósið, sem varpaði fagurrauð- um Ijóma yfir marghyrnda klettana, og skarst í löngum. lárjettum geisl- um gegn um raðirnai af práðbeinum furutrjánum, sem kring um klettana voru. Langt fyrir ofan sáust sund- urlausir hamra-strókar, s«'m höggvizt höfðu og molast sundur, pangað til peir höfðu tekið á sig ótölulegar, undarlegar lirikamyndir, og lágu hjer og par efan eptir peim hvftir snjóskaflar líkt og klofnar eldinga- rákir; og miklu lengra burt, og laagt fyrir ofan allt petta, sáust efstu jökultindarnir óglöggvara en morgunskyin, en liturinn á peim var hreinni, og sváfu peir tilbreyt- ingarlausir uppi í bláu himinhvolfinu. Gullá hafði upptök sín á ein- um af lægri og snjólausu hæðunum, og bar enn skugga á hana nær pví aila; sólin skein að eins efst á úð- ann, sem stóð eins og hægfara reyk- ur upp af fossinum, og leið burt í örpunnum slæðum í morgungolunni. Hans horfði á og hugsaði um ána, og ekkert annað en liana; hann gleymdi pví, hve langa leið hann átti fyrir höndum, og byrjaði ferð sína með pví að fara ógætilega hart, hann var pví orðinn mjög preyttur áður en hann var kominn upp á brúnirnar á grænu hásðunum, sem neðstar voru. Hann varð auk pess forviða, j»egar hann kom pangað upp. pví að par varð fyrir honum, jökulbreiða rnikil, sem hann hafði enga hugmynd haft um áður, og var hann pó kunnugur á fjöllunum. Hann var fjallgöngum vasur, og pví lagði hann hugrakkur út á jökulinn; en aldrei á æfi sinni fannst honum hann hafa farið um svo undarlegas nje haettulegan jökul. ísinn var frámunalega háll, og upp úr hverri •inustu sprungu heyrðist ægilegur vatssniður; og niðurinn var ekki pulbaldalegur nje lágur, heldur breyti- legur og liávær; stundum var hann líkur pörtum úr einhverjum æðisleg- um sönglögum; og breyttist svo allt í eisu og varð að stuttum, pung- lyndislegum tónurn, eða snöggum ópum, líkt og pegar menn æpa í raunuin eða pjáningu. ísinn var brotins sundur í púsundir stykkja með mjög óreglulegri lögun, en Hans fannst ekki neitt peirra líkj- ast brotnum ís, eptir pví sem hann er vanur að vera. Honum syndist undarlegur svipur á peim öllum — allt virtist honum llkjast mannsand- litum, afskræmdum og fullum af fyrirlitning. Ótölulegir svika- skuggar og draugalegir ljósglampar flögruðu um og gegnum bláíöla ís- strókana og glöptu ferðamanninum syn; og hann fjekk hellu fyrir eyr- un og svima yfir höfuðið af pess- um sífelda nið og óhljóðum í vatn- inu, sem hvergi sást. Allt af versn- aði eptir pví sem hann hjelt lengra áfram; pað brakaði í ísnum og njfj- ar sprungur lágu gínandi fyrir fót- um hans, skjálfandi strókar kinkuðu kolli allt í kring um hann, og ultu um með brestum og braki pvert yfir leiðina, s*m hann var að fara; og pó að hann hefði hvað eptir annað verið í slíkum hættum á voðalegustu jöklum og í verstu veðrum, pá kenndi hann nyrrar, kúgandi skelfingar-tilfinningar, peg- ar hann stökk yfir síðustu sprung- una, og fleygði sjer niður, örmagna og titrandi, á fastan grassvörðinn. Hann hafði neyðzt til að skilja eptir matarkörfu sína, pví að liún hafði verið honum til hættulegs trafala á jökulbreiðunni, og hann hafði ekkert að hressa sig á nema klakamola, sem hann braut úr jökl- inum og át. En peir svöluðu porsta hans; og pegar hann hafði hvílt sig eina klukkustund, hafði liann náð sjer alveg aptur, pví að hann var hraustur maður; og svo hjelt hann pessari örðugu ferð áfram með sama óhemjulega ágirndar-huganum eins og áður. Leið hans lá nú upp eptir ber- um, ranðum melhrygg, og var par ekkert einasta strá, er gerði mykra undir fæti, og enginn skúti, er gæfi pumlungsstóran forsælublett. I>að var komið yfir hádegi, sólargeislarnir gerðu pennan bratta stíg glóðheit- an, og loptið var hræringarlaust og sólbakað. Ákafur porsti bættist inn- an skamms ofan á preytuna, sem Hans varð nú að pola; hvað eptir annað leit lian* á vatnsflöskuna; sem hjekk við belti hans. “Þrír dropar eru nóg,“ hugsaði hann loks- ins með sjálfum sjer “að minnsta kosti er mjer óhætt að kæla varirn- ar í vatninu.“ Hann opnaði flöskuna, og var að bera hanx upp að vörunum, pegar honum varð litið á nokkuð, sem lá á raelnum við hlið hans; honum sjfndist pað hreyfast. Það var ofur- lítill hundur, sem sjfndist vera í andarslitr*num af porsta. Tungan lafði út, kjapturinn var purr, limirnir teygðust líflausir út frá bolnum, og hópur af srörtum maurum var að skríða um trjfnið. Hann renndj augunum til flöskunnar, sem Hans hjelt á. Hans bar hana upp að munninnum, drakk úr henni, spark- aði í kvikindið með fætinnaa, og hjelt áfram. Og hann vissi ekki, hvernig á pví stóð, en honum fannst undarlegum skugga allt í einu bregða yfir bláan himininn. Stígurinn varð brattari og ó- greiðfærari með hverju augnabliki; og pað var eins og loptið par uppi í liáfjöllunum hleyptisjúk" dómsólgu í blóð lians, i stað pess að hressa hann. T>að var eins og fossarnir í fjöllunum ræru að stríða honum með nið sínum; peir voru allir langt í burtu, og porsti hans óx með hverju augnabliki. önnur klukkustund leið, og aptur leit hann niður á flöskuna við hlið sjer; hún var hálf-tóm, en pað var miklu meira en prír dropar í henni. Hann nam staðar til pess að opna hana^ og aptur sá hann eitthvað hrærast á stígnum fyrir ofan sig um leið og hann gerði pað. I>að var fallegt barn, sem lá á melnum endilangt, nær pvf líflaust; brjóstið gekk upp og niður af porsta, augun voru lokuð, og varirnar voru skraufpurrar og brennandi hoitar. ITann virti barnið vandlega fyrir sjer, drakk úr flöskunni og hjelt áfram, Og dökkgráu skyi brá fyrir sólina, og langir, höggormslegir skuggar skriðu upp eptir fjallinu. Hann streittist við að halda áfram. Sóli* var far- in að lækka á lopti, en pað var eins og ekkert yrði sralara fyrir pað. Loptið prysti hræringarlaust og blvpungt að augabrúnum hans og hjarta, en nú var takmarkið nærri. Hann sá, hvar fossinn í Gullá steyptist fram af fjallsbrúnni, tæp fimm hundruð fet fyrir ofan hann. Hann nam staðar eitr augna- blik til pess að ná andanum, og paut svo af stað til pess að Ijúka erindi sínu. Á sama augnabliki barst veikt hljóð að eyrum huns. Hann sneri sjer við og sá gráhært gamalmenni liggja endilangt á klettunum. Aug- un voru sokkin, andlitið náfölt og örvæntingar-svipur á pví. “Vatn!“ hrópaði karlinn með veikri rödd og rjetti handleggina út á móti Hans; “vatn! jeg er að deyja.“ “Jeg hef ekkert vatn,“ svaraði ITans; “pú ert búinn að hafa pinn hlut af lífinu.“ Hann steig yfir karlinn og paut áfrara. Og í austri kom fram glampi af blárri eldingu, sem var eins og sverð í laginu; prisvar sinnum titraði hann um allan himininn, og sv* brá fyrir kol- svörtum skugga. Sólin var að setjast; hún steypti sjer niður að sjóndeild- arhiingsbrúninni eins og eldrauður hnöttur. Niðurinn í Gullá ljek um eyr- um á Hans. Hana stóð á brúninni að gili pví sem áin rann í. Á öldnm hennar ljek djfrðarroii »ól- setursins; pær skóku toppa sína líkt og eldtungar, og blóðlituðum ljósglömpum brá fyrir á froðunni. Niður peirra verkaði á hanu með sterkara og sterkara afli; hann fjekk svima af pessum sífellda prym. Skjálfandi dró hann flöskuna frá belti sjer og peytti henni út í miðja ána. Um leið og hann gerði pað fór ískaldur hrollur um limi hans; hann kiknaði, rak upp hljóð og hneig niður. Vatnið laukst saman yfir ópi hans. Og æciislegar stunur bárust út I náttmyrkrið frá ánni, er hún rann yfir SVARTA STEINIXN. (Meira). „KIRKJUBLADID, Mánaðarrit handa íslenzkri alpyðu“. gefið út í Ileykjavík. Iíitstjóri er Þórhallur Bjarnason. Blaðið er á stærð líkt Sameiningunni, Ijómandi vandað að öllum frágangi Fyrsta blaðið kom út í júlí, og kosta sex númerin fram að nýári 25c. W. H. Paulson í Winnipeg er útsölumaður blaðsins í Canada og geta menn sn,úið sjei til hans með pantanir. Væntanlega fæst blaðið líkaj hjá herra Sigfúsi Bergmann á Garðar, N. D. W. JORDAN A horninu a Portage Av. og Fort Str. Eins liests ljettvagn, fyrir kl.t. $1 Tveggja hesta, fyrir 4, fyrir kl.t. $1 Á dans og til baka...............$2 Á leikhús og til baka............$2 Til heimboðs og til baka.........$2 Vjer tökum ekki hest út fyrir minna en $1. TeIej>lione TSO 8 eptir að fram hafði farið hjónavígsla sú sem porpsbúar töldu enga hjónavígslu, að Júdít Croft sat kveld eitt við eldinn í smáhjfsi pessu, sem nálega var tómt; morg- uninn eptir átti hún að leggja af stað með manni peira, er allur sá unaður var bundinn við og öll sú ánægja, sem hún hafði orðið að- njótandi í lífinu. Hún heyrði fótatak á stígnum fyrir framan húsið, og lokunni lypt upp, og hún hefur sannarlega verið brjóstumkennanleg, veslings konan, pegar hún stökk upp í myrkrinu, og fann prifið í handlegginn á sjer, ekki af Stefáni Croft, heldur af Set Treloar. Guð einn var vitni til pess sem gerðist milli peirra, og guð * einn veit sannleikann; en pegar maður- inn, sem hún elskar, kom inn, einni stundu síðar, sat hún alein við arn- inn, og pá bar ekki á neinni geðs- hræringu hjá henni. Hún matreiddi fiskinn, sem hann hafði komið með til kveldverðar, o borðaði með honum, og frá pví augnabliki yfirgaf hann hana aldrei, ÍÍÓKASAFN „LÖGtBERGS'“. HEDRl; KÐA BLIND RJETTVÍSI. EPFIR HELEf4U HATHERS. WINNIPEO. PRENTAI) í PRENTSMIDJU 1.ÖGBERGS 1891. 4 legu skyni nje á jafn-hetjulegan hátt. Þessi kona átti engan ætttbálk, sem gerði glæp hennar dýrðlegan, og ekki nema einn einasta vin á jörð- inni, er kveldist af peim glæp; pessi maður stóð nú svo nærri henni sem hann gat, og liafði fegurð hans öll elzt og rayrkvazt af harmi peim er hún hafði leitt yfir höfuð lians. Hjer var að eins að ræða um sorglega tilbre'yting á gömlu sög- uani um Enok Arden; pessi Enok hafði að eins ekki stolizt burt til pess að skilja hana eptir í ánægju, heldur staðið við og svo verið ráð- inn af dögum af henni sjálfri — svo framarlega sem allir skapaðir hlutir liöfðu ekki tekið sig saman um að ljúga á hana. Og pó iðraðist jeg nú í fyrsta skipti eptir að hafa gert pað sem jeg liafði gert, pegar hún leit pess- um augum á mig. I>að var í angna- ráðinu karlmannlegt sakleysi, svo örnggt, að pað hafði ráð á að lá-ta fyrirlitning í ljósi, og pað sr.art einhverja ipnri meðvitund mína, eins og heilinn væri par alveg utan við 5 enda liafði hann pegar dæmt hana seka. Og pað var pó ekkert vit í að iðrast — jeg hafði að eins sjeð pessa sterklegu, stilltu konu pjást af hræðslu og samvizkubiti, "alveg utan við sig, pó hún sterkbyggð væri, enda höfðu atvik aldrei bent miskunnarlausara á nokkurn glæpamann, sem ekki bafði verið staðinn að verkinu, heldur en á hana. Jeg neyddi mig til að hætta að horfa á liana, og hvessti augun 4 málafærslumanninn, ' sem sótti málið; hann var byrjaður á ákæru-ræðu sinni. „I>essi kona“, sagði liann, „var nýkomin af barnsaldrinum, pegar hún giptist. Það er alkunnugt, að hún lifði eyindarlífi með Set Treloar, pó að hún eigi pað skilið, að pess sjo minnzt, að hún lifði flekklausu llfi í hjó*abandi sínu Þegar hún hafði verið eitt ár • hjónabandi, hvarf maður hennar, og enginn hafði hugmynd um, hvert hann hafði farið. Hún varð eptir í porpinu, og liafði ofan fyrir sjer með hverri peirri vinnu, sem hún gat fengið. Það er ekki svq

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.