Lögberg - 07.10.1891, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.10.1891, Blaðsíða 3
LÖGBERG MIÐVIKUDAGINN 7. OKTÓBER 1891. 3 Logberg almennings. [Undir |>essari íyrirsögu tökum vjer upp greinir frá ínönnum kvaöanæfa, sem óska að stíga fæti á Lögberg og reifa nokkur þau máiefni, er lesendur vora kynni varða. — Auðvitað tökum vjer eigi að oss ábyrgð á skoðunum þeim er fram koma í slíkum greinum. Éngin grein er tekin upp nema höfundur nafngreini sig fyrir ritstjóra blaðsins, en sjálfráðir eru höf- undar um, hvort nafn þeirra verður prent- að eða ekki]. I>að er að ráða af síðasta nú- meri Heimskringlu að hún muni ekki vera búin að „selja“ skömm- unum til siðasta dropa, því þar sem Jón Ólafssoti „fellir af“ síðasta stúfnum sínum til E. Hjörleifsson- ar, f>á fitjar núverandi ritstjóri henn- ar upp á sínum stúf, auk þess sem enn er á prjónunum; enda spá sum- ir kaupendur Heimskringlu pví, að Mr. Eldon muni verða auðið að syngja ltana til moldar, ef ltann stendur lengi við ritstjórnarstyrið. Hvort sú spá rætist, gefur tíðin að vita. En hvað sem því líður, pá er óánægjan orðin svo megn í mönn- um hjer við bæði Winnipeg-blöðin íslenzku út af skömmunum, sem i þeim hafa staðið rneiri hluta þess, sem út er komið af yfirstandi ár- gangi, að margir kaupendur þeirra eru að gera ráð fyrir að afbiðja þau við næstu árgarigamót, ef þau veiða þá ekki búin að bæta ráð sitt. I>að er líka sannsagt, að deil- urnar, sem hafa staðið milli Lög- berginga og Jóns Ólafssonar, eru orðnar að svo lúalegum skömmum og kornnar svo langt út fyrir tak- mörk alls velsæmis, að slíkt er ekki longur þolandi jafn-gáfuðum og menntuðum mönnum sem þar hafa átt ldut að máli. Þar á ofan skín svo rammt hatur nú orðið út úr hverri deilugrein á báðar hliðar, að ómögulegt er að finna, hvorir eigi betri málstað. Óneitanlega hefur Jón gengið lengra f „titlum og togum“ við mótstöðumenn sína en þeir við hann, enda verður lionum nú að öllum líkindum að því; en hins vegar hafa mótpartar hans far- ið svo langt, að þeir liafa misst nokkurs af trausti margra manna sem góðir leiðandi menn. I>að er grátlega sorglegt, þegar beztu og menntuðustu mennirnir af vorum fámenna og tvístraða þjóðflokki ganga þannig á undan alpyðunni að þeir svipta sjálfa sig að meira eða minna leyti trausti því og góðu áliti, sem almenningur að verðugu }>er til þeirra. I>að er þá og ákaf- iega hætt við, að menn, sem eitt- hvað þykjast eiga öðrum vanhent, og í tilefni af því grípa pennaan, stigi fati framar en þeir annars hefðu gert, þegar þeir sjá hvað fyrirrennararnir leyfa sjer. I>.nð er líka orðið fágætt, að sjá svu frogn- brjef frá löndum hjer í blöðunum, að það sje ekki .,kryddað“, cf ekki með hálfum eða Iieilum skömmum, þá samt með háðblöndnum athuga- serodum til eins eða fleiri eptir á- stæðum, í því byggðarlagi sem brjef- ið er úr. Og nú í seinni tíð mætti nálega ætla, að livort blaðið fyrir sig hefði sína „skamma“-ritara ekki síður en sína frjettaritara. Fyrir mitt leyti óska jeg að þau hætti nú að flytja eins mikið af ómerk- um deilum, sem almenning ekki varðar hið minnsta u», eins og þau helzt til lengi hafa gert. Hessar óveru-deilur lykta opt með persónu- legum tætings skömmum, en mál- efninu, sem þær upphaflega risu út af, er gersamlega stungið undir stól. í staðinn fyrir slfkar greinir álít eg heppilegt að kæmu ráðaþættir og leiðbeiningar fyrir daglega lífið í öllu verklegu bæði úti og inni; það gæti orðið til ómetanlegs gagns bæði fyrir menn og konur. Sllkra leiðbeininga þurfa íslendingar með, flestum, ef ekki öllum þjóðflokkum fremur lijer í landi. Jeg hygg að enginn þjóðflokkur, sem hingað kemur, þurfi jafn-greinilega eins og íslendingar, að aíieggja sína gömlu lifnaðarháttu, þegar þeir setj- ast að hjer. Jafnvel lærðir búfræð- ingar, sem koma heiman af íslandi, kunna ekki nje þekkja liið minnsta til jarðyrkju hjer, hvað þá allur fjöldinn af mönnum, og kvennfólk, þótt prýðilega hafi verið verki farið heima og vanizt matreiðslu og inn- anhúss störfura á fyiirmyndarheim- ilum, og jafnvel I kaupstað, verður að miklu loeti að taka hjer upp nýja aðferð. Hvað getur þá fólki nýkomnu að heiman, sem þar á of- an skilur ekki nokkurt orð í mál- inu, verið nauðsynlegra, en að fá góðar og greinilegar leiðbeiningar í hjerlendutn verknaði? E>að mun líka mega ganga út frá því, að fólk, nýkomið að lieiman, lesi blöð- in ekki slður með eptirtekt en þeir sem fyrir eru, og yrðu leiðbeining- arnar þá fljótt að tilætluðum notum. E>að er óskandi, að íslenzkir menn og konur, sem búin eru að fá verklega reynslu og þekkingu hjer í landi, hvort í sínuin verkaliring, vildu nú rjúfa þögnina og fara að rita eitthvað I leiðbeinandi verklega átt fyrir sína nýkomnu bræður og systur. t>að þarf enginn íslending- ur að skammast sín fyrir að rita um slikt. Norsk og ensk blöð hjer I landi verja mörgum dálkum I hverju númeri til að flytja ráða- þætti og leiðbeiningar fyrir „bújörð- ina, húsið og matjurtagarðinn“, og er ekkert svo smásmuglegt, sem við kemur daglega lífinu, að ekki sje gefin leiðbeini.ig um það. Yrði oinhver til að ríða á vaðið með að rita I þá átt I íslenzku blöðin, inundu fleiri korna á eptir. Og jeg er sann- færður um, að það hefði ómetanlega mikið gott. I för með sjer. West Duluth, Minn., 26. sept. 1891. Hallgr. JBacchmann. Eptirfarandi grein, sem er til vor komin frá sjera Þorvaldi Bjarnar- syni á Melstað, nágrannapresti sjera Lárusar heitins Eysteinssonar, þarf dálltils formála við. Ef til vill muna menn eptir því, að í júlímánuði- í fyrra færði Lögberg fregn um andlát sjera Lárusar Eysteinssonar. Fregnin var tekin eptir ísafold, en því skotið inn I hana, að sjera Lárus hefði verið einn af hneykslanlegustu drykkjuprestum á íslandi. Mr. Jón Olafsson lýsti 1 næsta blaði yfir því að 'Jiann hefði skotið því inn, og varði þau ummæli gegn mótbárum, scm prentuð voru I blað- inu, frá Mr. Gesti Jóhannssyni. Þegar er þessi ummæli bárust heim til íslands, skrifaði sjera Hjör- leifur Einarsson, prófastur sjera Lárusar heitins, móti þeim, og sendi ísafold greinina. Hún var aldrei prentuð þar I blaðinu og ekki endursend liöfundinum, og hefur málið því legið í þagnargildi. En I sumar fjekk ekkja sjera Lárusar uppkastið að greininni hjá prófasti, með því að hún undi því illa, að þossi ummæli yrðu ekki leiðrjett, og fyrir hennar hönd sendi sjera Dorvaldur oss hana, ásamt áskorun um að taka hana I blaðið. Ritst. * , V -cl /, De mortuis nil nisi bene. Sje það skylda vor við ná- ungann að bera ekki út bresti hans I lifanda lífi, þá er það engu síður skylda vor við hann dauðan. Detta er viðurkennt jafnt af lieið- ingjurn sem kristnum mönnum. E>að er boðorð sannrar mannúðar og ó- spilltrar tilfinningar, að láta þær yfirsjónir bróður vors liggja hlut- lausar, sem hljóta að særa ættingja og vini, og það er frámunalega illa til fallið að fara að krunka yfir látnum mönnum um yfirsjónir þeirra. E>að virðist þó svo sem herra Jón Ólafsson, meðritstjóri Lögbergs, hafi ekki verið á þeirri skoðun, þegar liann hrópar um það I 27. blaðinu að sjera Lárus sál. Ey- steimsson hafi verið einn með hneyksl- anlegustu drykkjuprestum á íslandi, og hann I 28. blaðinu álítur það rjett að halda því á lopti um látna menn, sem ber af þvl, er almennt gerist, til góðs eður ills. Látum svo vera. Enjjúr~því herra J. Ó. gctur ekki þagað um hið illa, Jivernig sem á stendur, úr því hans rjettlætistiifinning sem blaða- manns er svo sterk og ströng, að hann getur ekki hlíft grátandi ekkju og syrgjandi ástvinum, þá má hann ekki misvirða það, að menn heimti, að hann segi ekkert það um hinn látna sem vitanle<ra er ósatt. E>ví að það ætti öllum að geta komið saman um, að það er hverjum manni ósæmandi, að bregða sverði óhróðurs og ósanninda til að sví- virða dána menn og særa á þann hátt elskandi ástvini og auka á harma þeirra. Mjer kemur ekki til hugar að neita því, að sjera Lárus sál. hafi orðið drukkinn og hneykslað menn með því. E>að er og satt að sjera Lárusi var veitt áminning, en hann skipaðist líka við hana og kannað- ist við breiskleika sinn, svo þó hann væri aldrei bindindismaður var hann þrjá síöustu árin reglumaður, og það var svo langt frá því að liann væri þá I tölu hneykslispresta, að hann þessi árin hafði lof og. virðingu allra sóknarmanna sinna fyrir samvizkusamlega embættisfærslu, frábæra hæfilegleika sem kennimað- ur og sálusorgari og velviljaður fjelagsmaður. Þessu mun enginn maður, sem satt vill segja, geta neitað. Og mjer þykir það nijög ósennileg staðhæfing, að ótti fyrir afsetningu hafi verkað meira til apturhvarfs hjá sjera Lárusi sál. en sómatilfinningin. Hver hefur mikla sómatilfinningu? Er það ekki sá sem verður allur annar maður eptir að liann hefur verið aðvaraður, eða er það sá sem ekki skipast við neina ráðningu, hversu áhrifamikil sem hún er. Jeg ætla Jóni Ólafs- syni að leysa úr þvl. — Að jeg hafi verið áminntur um að liafa sjerstakar gætur á framferði sjera Lárusar er ósatt. Það var líka hreinn óþarfi. Yfirmenn mlnir vissu, að jeg mundi gera það. En satt að segja tók jeg miklu meira ept- ir því ágæta og frábæra hjá sjera Lárusi sáluga, þeim mörgu góðu kostum, sem prýddu hann, og áunnu honum elsku og virðingu sóknar- manna hans og allra, sem hann þekktu nákvæmlega, heldur er, hinu, sem gat áfellt hann og skaðað mannorð hans. —' Jeg get ætlað að istvinir sjera Lárusar hafi ætlazt til að jeg þegði ekki um þetta mál, og samvizka mín ætlaðist til þess, og þess vegna lief jeg ritað linur þessar. Undornfelli 8. jan. 1891. Hj'órl. Einarsson. HOUGH & CAMPBELL Málafærslumenn o. s. frv. Skrifstofur: Mclntyre Block Main St. Winnipeg, Man. JOE LeBLANC se'.ur mjög bllega allar tegundir af ieir aui. Bollaper, diska, könnur, etcM etc. Það borgar sig fyrir yður að líta inn hjá honum, ef yður vantar leirtau. Joe LeBlanc, 481 Main St. NORTHEBN PACIFIC RAILROAD. TIJVCH] CVYUiXJ. Taking cffect Sunday, July 19, 1891 (Ccnlral or 30th Meridian Time). North B’nd s ss (/> JU S STATIONS. South Bo°nd J" •+* ^ Mh >> •s o'á Oh 2 6 :>-« D.e.s Freight ’ No. 121. DailexTu Paessng’r No. 117. Daily I2.55P 4-25p O W.nnipcg 11.2oa 3-oOa 12.40P 4-I7P 3-o Partatrelunct’n ll.28a 315» I2.I7p 4.02 p 9-3 .St. Norl>crt.. U.41 a 3>48a 11.50a 3-47P >5-3 .. .Caitier.. .. n-55a 4.174 11.17 a 3-28p 23-5 .. St. Agathe. 12.13P 4-58.3 11.01 a 3>>9p 27-4 .Union Point. 12.22 p 5- iTa 10.42 a 3.07 p 32.5 . Silver I’lains. I2-33P 5*42a 10.09 a 2-48p 40.4 . .. Morris .. . 12. ^2P 6.2 2a 9.433 2-33p 46.8 . . .St. Jean... 1.07 P 6-53» 9.07 a 2.12p 56.O .. Letellier .. 1.28p 7-35» 7.5° a I.45P65.O .. Emerson .. 1.5op ,8.2oa 7.ooa I-35P68.I . . Pembima.. . 2. OO p 8.453 1 2.2Óp 9-40a 163 .Grand Forks. ó.oop C.4oa 3-I5P 5.30a 226 Winnip lun ctn io.oop 3.003 i-3oa 343 .. Brainard .. 2.00 a 8.°op 453 . .. Duluth.. . 7.0oa 8.35p 470 . Minneapolis . 6-35» 8.oop 481 . .. St. Paul.. . 7.053 n.iSp ... Chicago . . . 10.30 a MORRIS-BRANDON BRANCH. East Bound. a / r-C - ."3 æ %. r= « .2 a.e- oop I2.s5p 12 pj 12.24 p 20pil2.0I p 57 P 'll.48a 2op|l l.3oa 4^p U.15a 57 p 10.533 32 p 52 p 20 p 5°P 27 p 54 a 22 a 34» 56 a o5 a '7» iO-4oa io.20a 10.05 a 9.50a 9-37 3 9.22 a 9.07a 8.45 a 8.28 a 8.o3a 7.38 a s s c. 7.40a 7.20a 7.00 a1 7.00 a 0 10 21.2 25.9 33-5 39.6 49 54.1 62.1 68.4 74.6 79-4 86.1 92.3 102 '°9-7 120 I29.5 137.2 I45.I STAT’S. W. Bound « >8. «"* > 43: f .7 , 3 E 2 > o T w Kl Lí S 3 = — r- U. M orris. Lowe Farm .. Myrtle. . . .Roland.. . Roshank . .. M iami . Deerwood . . Altamont. . Somerset. Swan Lake lnd Springs Mariopolis Greenway .. Balder.. . Belmont.. .. Hilton .. W awanesa I. Roimlhw. ÍMartinville 1. . Brandon 3.oop 10.30a 3.24p ll.lOa 3,49p u.66a 4,02 p 12.22 p 4-2op 12.57 p 4.34p 4-55P 5.°8p 5.27P 5,42p 5.58^ 6,09p 6,26p 6,40p 7,03 P 7,22p 7.46p 8,69 p 8.29p 8.45p 1- 25P 2.11 p 2- 35P 3- >3P 3.40p 4- lop 4-3°P 5. Olp 5.29p 6- I3P 6.49p 7- 35P 8.18p 8.54p 9-3°P PORTAGE LA PRAIRIE BKANCIl. ast Bound. Miles from Wpg. STATIONS. W. B’nJ. 00 5J ^ C4> K O 4) 'o m X Cl S Ö Mxd No. 147 | Daily ex Su j 11.40 a 0 ’ • •' Winnipeg. .. 4.30 p 11.2Sa 3 0 Portage Junction. 4.42p 10-53 a 11.5 ... St. Charles.... 5->3P 10.46a 14-7 . ...H eadingly.... 5.20P 10.20 a 21.0 . White Plains . . 5-45p 9-333 35-2 «>33P 9.10 a 42.1 . . . .Oakville .... 6- 56p 8.253 55-5 Portage la Prairie 7.4OP Pullman Palace Sleeping Cars and Ðining Cars on Nos, II7 and 1I8, Passengers will be carried on all regular freight trains. CIIAS. S. FEE, II, SWINFORD, G. P. & T. A., St. Pa>i' Gen. Agt. Winnipeg. 11. T. BEl.t II, Ticket Agent, 486 Main St., Winuipeg. 60 liraustlr, þiltafnir þar. Llttu bara á!“ Og svo bretti hann upp erm- ina sína, með útlenda sniðinu, og sýndi á sjer liandlegginn, sem liefði getað slegið niður uxa. „ ,Yið drekkum ekki svo mikið þar fyrir handan4, segir hann, og hló eitthvað svo undarlega; ,við þekkjum ancað efni, sem er nokk- uð betra, og sem þið auntingja flónin munduð komast að raun um að hefur dálitið öðruvísi áhrif. Það efni gerir mann hraustan, hörundið mjúkt, og hárið gljáandi; en jeg ætla nú ekki að fara að segja þjer hvað það er. Geturðu geflð mjer mjólkursopa að drekka?4 „ ,Já,‘ segi jeg, og hlustaði, hvort Stefán kæmi; jeg vafði svo kápuna mína fastara að mjer, og fór að skápnum, og þar beið djöf- ullinn eptir mjer, eins og nú er auðsjeð. Þvl rjett fyrir fratnan mig I skápnum stóð flaskan með svefnmeðalinu — hún hafði staðið þar öll þessi sjö ár. Jeg geymdi hana þar til að minna mig á það helvlti, sem jeg hafði búið I með £et, Og hjá meðalaílöskunni var 69 hennar; „það er það sem jeg ekki skil. Hann var lifandi og frískur, þegar jeg ljet hann I kjallarann, og hann fannst þremur dögum síð- ar bundinn, eins og jeg skildi við hann, og dáinn. En hví bar hann á sjer eitur? Hver veit nema hann liafi brúkað það eins og meðal, því útlendingar hafa útlenda siði; jeg hef heyrt það sagt, að læknar gefi stundum sjúklingutn inn eitur til heilsubóta.“ „Læknar gefa að eins smá- skamta af því,“ sagði jeg, „og svo er það, að ef Set Treloar liefði verið vanur við að neyta þess, hví skyldi liann þá hafa dáið af því? IEann gat líka engan veginn liafa haft löngun til að deyja, hann var vel- megandi, lieilsugóður, átti peninga og allar horfur á að hann yrði enn ríkari; svo þjer megið reiða yður á það, að hann dó ekki sjálfviljug- lega. Það er líka auðsjeð af því ástandi, sem hann var I, þegar hann fannst, af angistar-svipnum á andlitinu, af merkjunuin um um- brot hans, þar sem hann gat »kki í myrkrinu sjeð matvælin, sem þó 68 geng með, eptir hjá Set Treloar!1 Svo jeg stalst á burt, en skyldi sakleysi mitt eptir. Og frá þeirri stund hef jeg hvorki nótt nje dag haft ró. „Jæja, þjer voruð I lestinni, og þjer vitið hvernig útlit mitt var þá, og þjer sáuð eiturdósirnar hrökkva upp úr vasa mínum; jeg liafði ekk- ert hugsað um þær frá því að þær duttu úr barmi Sets Treloars. Og nú hef jeg sagt yður sannleik- ann, og ekkert nema sannleikann, en þjer getið aldrei liaft neitt gagn af þvl. I )ag og nótt h«f jeg reynt til að ráða þessa gátu, en enginn getur nokkurn tíma komizt að sann- leikanum uin dauða Sets Treloars, nema Set sjálfur.“ „Hann dó af svo stórum skamti af rottvu itri, sem nægði til að bana þremur mönnnm,“ sagði jeg; „svo sást heldur ekkert mar á honuro, nje nokkur sjúkdómur, er hefði getað valdið dauða hans.“ „Já,“ sagði Júdit, og horfði á mig undan fallega hvelfdu hrún- unum, og hið guðlega innsigli sann- leikans var á vörum og í augum 61 mjólkin og bollinn, sem Stefán hafði drukkið úr um daginn. „Djöfullinn segir, ,láttu nokkuð af meðalinu í drykkinn, hann kemst aldrei að því, og kondu honum svo undan, áður en Stefán kemur inu.‘ Á meðalinu var enginn litur og ekki meira bragð að því en vatni —kerlingarnornirnar vissu fullvel hvernig þær áttu að hafa það. Jeg helti því I bollann svo Set sá ekki, og svo ljet jeg mjólkina saman við ocr færði honum hana undir eins.“ O „Og það var ekkert vatn til I skápnum?“ sagði jog. „Vatn?“ sagði Júdít og ein- bllndi á mig, „til hvers skyldi jeg hafa geymt þar vatn? Jæja, liann renndi því niður á augnabliki, og áður en inaður hefði getað talið til tlu, var hann sofnaður o<r far- inn að lirjóta; og svo dettur hann af stólnum ofan á gólfið, og úr barmi hans hrökkva dósir; jeg þríf þær upp (hlusta á meðan hvort Stefán komi), og sting þeim I vasa minn. ,Hvar á jeg nú aö fela þig?‘ segi jeg og liorfði á hann; jeg vissi að honura var nú óliætt i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.