Lögberg - 07.10.1891, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.10.1891, Blaðsíða 4
8 LÖGBERG, MIÐVIKUDAGINN 7. OKTÓBER 1891. Sögbeijg. Gefið út aS 573 IHain Str. Winnipeg, af The Lögberg Trinting Publishing Coy. (Incorporated 27. May 1890). Ritstjóki (Editor); EJNAK IJJORI.EIFSSON BUSINESS MANAGER: MAGNÚS PAULSON. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar i eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orð eSa 1 (mml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuSinn. Á stærri auglýsingum eSa augl. um lengri tíma af- sláttur eptir samningi. BÚSTADA-SKIPTI kaupenda verður aS til- kynna skrijlega og geta um fyrverandi bú- stað jafnframt. UTANÁSKRIPT i AFGREIÐSLUSTOFU blaSsins er: THE LOCBERG P^INTINC & PUBLISH- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: DUITOK LÖKBEKO. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. --- AfimiKUP. 7. OKT. i8gi. - ZST Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið, flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskit'tin, þá er það fyrir dómstói- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. •gjg' Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- uð í blaðinu viðrkenning fyrir móttöku allra peninga, sem því hafa borizt fyrir- farandi viku í pósti eða með bréfum, en ekki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálfir á afgreiðslustofu blaðsins' þvi að þeir menn fá samstundis skriflega viðrkenning. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandaríkjamönn- um), og frá íslandi eru íslenzkir pen ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í I’. 0. Money Orders, eða peninga í Ile gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá- vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun íyl fyrir innköllun. „HEIMILID'1. Vjer getum í petta sinn glatt vini blaðs vors msð f>ví, að hjer eptir sjáum vjer oss fasrt, fyrst um sinn að minnsta kosti, að hafa stöð- ugt í blaðinu stuttar greinar, sem aetlazt er til að geti verið mönnum til leiðbeiningar í daglega lífinu, viðvíkjandi búskap, garðrækt, matar- tilbúningi, umgengni í húsum cg s. frv. Fyrirsögnin fyrir pessum greinum verður Heimilið; pær byrja 1 næsta blaði, og er svo til ætlazt, að meira og minna komi af peim i hverju einasta blaði hjer á eptir. Frá pví er blað vort fór fyrst að koma út og pangað til nú höf- um vjer vitað, að brjfn þörf var á, að verja nokkru af rúmi blaðsins á pann hátt, sem hjer er um að ræða. Vjer höfum hvað eptir annað fengið áskoranir í pá átt frá vel- unnurum blaðsins. Flestöll liin merkari vikublöð pessa lands hafa einhverja slíka deild, vitaskuld af peirri ástæðu, að almenaingur finn- ur til parfarinnar á leiðbeiningum í slíkum efnum, og pað er auðvit- að hverju orði sannara sem Mr. Bachmann bendir á í grein sinni í pessu númeri blaðsins, að íslend- ingar purfa slíkra leiðbeininga við flestum mönnum fremur. En pað hcfur ekki verið eins auðhlaupið að pví fyrir oss, að full- nægja peirri þörf, eins og sjálfsagt margir hafa gert sjer í hugarlund. Sá hluti blaðsins, sem til þess er varið, útheimtir allmikinn lestur og alveg sjerstaka ritstjórn. Að minnsta kosti er pví svo varið með núver- andi ritstjóra pessa blaðs, að hann ber ekki pað skyn á búskap og hússtjórn, að hann sje fær um að leiðbeina lesendum sínum í peim efnum, enda þykist hann og pegar hafa nóg á sinni könnu. En nú hefur oss loks tekizt að yfirstíga pá örðugleika, sem lijer hefur verið um að ræða. Vjer höf- um fengið pá beztu krapta, sem vjer vitum til að hjer sjeu, til pess að taka að sjer pann part Lögbergs, sem nefnt verður Heimilið, og vjer drögum pað ekki í efa, að það muni verða mörgum löndum vorum til töluverðs gagns, og verði pá jafnframt virt af peim eins og það er vert. Feginshendi verður tekið á móti aðsendum, stuttum greinum, frum- sömdum eða pyddum, um pau efni, sem ætlazt er til að verði innihald Heimilisins. Vafalaust eru hver- vetna úti um nylendurnar, og eins hjer i bænum, karlar og konur, sem geta gefið ýmsar góðar bond- ingar um þau efni, sem lijer er um að ræða. Vjer vonum að vinir blaðsins, sem finna hjá sjer mátt- inn, dragi sig nú ekki í hlje, held- ur geri sitt til að þetta nýja fyrir- tæki vort megi verða lesendum vorum til sem mestra nota. » Osannindi um Ameriku- menn. Sjera Matth. Jochumsson hefur ritað grein í „Norðurljósið“ í sumar um ágreininginn milli lúterska kirkju- fjelagsins hjer og sjera Magnúsar Skaptasonar. Hann áfellir kirkju- fjelagið par — einkum pó, að því er virðist, sjera Hafstein Pjeturson, pó kynlegt megi virðist — en vott- ar sjera Magnúsi sína „bróðurlega hluttekningu4-. Það kemur vitaskuld ekki oss við. Höf. á um pað við kirkjufje- lagið, en ekki við Lögberg. En pað eru ummæli í grein sjera Matth- lasar, sem oss virðist skylda vor að svara og leiðrjetta, pví að pau eru, að voru áliti, mjög svo ástæðu- lítil og villandi, og í hreinskilni sagt, ekki annað en blátt áfrar.i vaðall, sem ósamboðinn er jafn-góð- um og sanngjörnum manni eins og sjera Matth. Jochumssyni. Vjer höf- um jafnan gert oss það að reglu að mótmæla ranghermum, sem stað- ið hafa í íslenzku blöðunum um landið og fólkið hjer, og oss pykir engin ástæða til að bregða út frá þeirri regiu, pó að vinur vor sjera Matthías eigi í hlut, maður, sem vjer vitanlega virðum mikils og oss pykir vænt um fyrir marga hluta sakir. Hann segir í pessari grein með- al annars: „Við vitum, að þið (a: Vestur-ís- lendingar, búið innan um prestsligað og í trúarskoðunum ómyndugt fólk og ó- frjálsa söfnuði, þar sem sannur kristin- dómur er yfirskin þó bröstulega sje lát- iðj við vitum, að þið búið innan um ríkari söfnuði og leitið veraldleerar virð- ingar og menningar, en þar sem auður og völd, svik og sundurgerð, húmbúg og lileypidómar ráða miklu meira en kær- leiki, sanuleiki, rjettvísi, hreiuskilni, ]>ar skapast ekki sannur kristindómur með valdboðum, sem nálega eingöngu eru studd með hjátrúarhótunum og fornrí venju. Hjá íslendingum situr hjátrúar- óttinn utan á og fornvenjan líka; þeir standa á betri merg en aðrir og eru allir bókiæsir“, o. s. frv. Vjer getum ekki stillt oss um, áður en vjer minnumst á efnið í þessum línum, að benda á formið á þeim. Er pað ekki hraparlegt, nærri pví óskiljanlegt, að maður, sem á yíir slíku snilldar-formi að ráða, sem sjera Matth. Jocliumsson á, pegar hann vandar sig á bundnu máli, skuli geta sett saman slíka lokleysu eins og petta? Hvernig getur til dæmis sannur kristindóm- ur verið yfirskin eitt? Eða hvar skyldi sannur kristindómur skapast „með valdboðum, og pað valdboð- um, sem nálega eingöngu eru studd með lijátrúarhótunum og fornri venju“? Er pað nokkuð einstaklegt með Ameríku, að sannur kristindóm- ur getur ekki skapazt á pann hátt? En hálfu verra er pó efnið en formið. Sjera Matthías gefur í skyn, að fólk hjor sje ekki almennt bók- læst, nema íslendingar. Ilvaðan úr veröldinni kemur honum sú speki? Veit hann ekki, að hjer í Norður- Ameríku er meira gefið út af frá- munalega ódýrum bókum eptir beztu höfunda heimsins, útgáfum, sem beinlínis eru ætlaðar alpýðu manna, en hvervetna annars staðar í heimi? Hvernig mundi pað vera mögulegt hjá pjóð, sem ekki væri almennt bóklæs? Veit hann ekki, að hjer í Norður-Ameríku er meira af alpýðu- bókasöfnum en nokkursstaðar ann- ars staðar. Hvar er pví svo varið par sem alpýðan er ekki læs? Eða hvers yegna í ösköpunum er hann að leggja út í að segja nokkuð um Araeríkumenn, ef hann veit ekki annað eins og þetta? Og hvaðan hefur sjera Matthías lýsingu sína af trúarlífsástandinu meðal innlendu pjóðarinnar hjer? Af hverju veit liann, að fólkið hjer sje prestsligað cg ómyndugt í trú- arskoðunum og söfnuðirnir ófrjálsir? I>að mætti ef til vill segja eitthvað pessu líkt um kapólska menn í þessu landi. En peir eru mjög lít- ill minni hluti af fólkinu hjer, og pað verður naumast sagt, að íslend- ingar búi innan um þá. Sjera Matthías hefur ávallt verið fríkirkjumaður í anda; að minnsta kosti hefur liann talað og skrifað á pá leið. Vegna hvers hefur hsnn verið pað? Að líkindum vegna þess, að hann hefur gert sjer í hugar- lund, að fríkirkjan liafi reynzt vel, par sem hún hofur átt sjer stað. Nú gefur liann henni pann vitnis- burð, að í því landi, par sem hún hefur einkum náð sjer niðri, sje fólkið sjerstaklega prestsligað og Ómyndugt f trúarskoðunum og söfn- uðirnir ófrjálsir. Er nokkur sam- kvæmni — látum okkur segja nokk- urt vit — í slfkri framkomu? Sjera MattJas hefur gert meira, sem ástæða er til að taka til greina í pessu sambandi, en pað að halda fram frikirkju andspænis þjóðkirkju. Hann hefur jafnan mælt manna fastast fram með vesturflutningum, af þeirri ástæðu, að íslendingar yrðu hjer frjálsari inenn í anda og sann- leika heldur en á ættjörðinni, og sú breyting verkaði á bræður peirra heima. Hvernig getur nokkur mað- ur með viti búizt við slíku, ef pað skyldi vera satt, að fólkið lijer, sem íslendingar eiga að búa saman við og læra af, sje prestsligað fólk, o. s. frv.? Sjera Matthías verður sann- arlega að gera svo vel og taka aptur öll pau góðu orð, sem hann' hefur um vesturflutningana sagt, ef hann hefur fengið sannfæring um pað, að Ameríkumenn eigi pann vitnisburð skilið, sem hann gefur peim í þessari Norðurljóss-grein. Vitaskuld liefur hann ekki neina slfka sannfæring fengið, af peirri einföldu ástæðu, að pað er enginn skapaður hlutur, sem bendir á, að fólk sje lijer meira prestsligað eða Ómyndugra f trúarskoðunum eða söfnuðirnir ófrjálsari, on hvar sem helzt annars staðar á jarðarhnettin- um. En pað er par á móti margt, sem bendir á, að pví muni vera þveröfugt varið — fyrst og fremst auðvitað pað, að hjer eru trú-ir og kirkjumál algerlega prfvatmál, og par kemst ekkert „valdboð“ að, nema ,,valdboð“ samvizkunnar. En pá ætti líka sjera Matthías að sjá, að pað gengur óhæfu næst, að vera að breiða út slíkan vaðal og aðra eins sleggjudóma—og sök- in pví þyngii, sem hann er sjálfur merkari maður og orð hans meira metin. t*að er sjálfsagt rjett gert af sjera Matthíasi og hveijum sem lielzt öðrum, að liæla Islendingum fyrir pað að peir kunna að lesa 4 bók, og fyrir ýmislegt annað ágæti peirra, og það aflar mönnum vin- sælda. En hitt er ekki rjett, að afla sjer vinsælda á pann hátt, að nfða allsendis ástæðulaust, rjett út í bláinn, aðrar pjóðir niður fyrir allar hellur, og telja með pví sinni pjóð trú um að hún hafi hrifizt upp á „háfjalla-tind“, þar sem hún vit- anlega stendur á jafnsljettu. BLADA-DEILURNAR. Vjer vekjum athygli lesenda vorra á grein Mr. Ilallgrfms Bacli- 62 heilan sólarhríng. „Jeg gat ekki látið hann inn í leyniklefann, pvf Stefán gekk þar ætíð um, pegar hann kom heim, og ekki porði jeg að draga hann út á klettinn. Jú, pá gætti jeg að hringnum í fellihlemmnum, og djöf- ullinn hvíslaði að mjer, ,settu liann niður í kjallarann! Innan tólf stunda verðurðu farin, og ekkert getur vakið hann fyrr en eptir sólarhring. Settu hann niður í kjallarann!“ „I>ó djöfullinn sje fljótur, var jeg fljótari. Jeg preif upp snæris- hönkina, sem par var nærri, og vafði henni yfir um herðarnar á Set Treloar, og hnýtti að á bak- inu; svo dró jeg hann eptir gólf- inu að fellihlemmnum, og opnaði gatið. En pað var enginn hægðar- leikur að koina honum par niður, og þegar jeg ýtti fótum hans fram af pallsbrúninni, pá vissi jeg, að jeg átti nú í eins erfiðri þraut og nokkur kona hefur nokkurn tíma átt. „Jeg varð að fara gætilega, pvf hefði jeg hrundið honum of hart, inundi hann liafa dáið sain- 67 jeg hafði bæði verið sú aumasta og sælasta kona á jörðinni. „En þegar við vorum komin lítið á leið, segi jeg við Stefán: ,Jeg hef gleymt nokkru og verð að hlaupa til baka,‘ og pað er þó satt jeS hljóp; jeg þreif upp lykilinn og opnaði hurðina, og setti matar- diskinn hjá fellihlemmnum, og lypti honum upp, og sá snærið hanga niðnr, sem mennirnir liöfðu liaft til að draga sig upp og ofan á. Jeg sá Set liggja þarna grafkyrran, eins og hann væri dauður; og svo allt í einu kom injer til hugar, að petta hafi verið synd af mjer, og jeg segi við sjálfa mig: ,hann skyldi nú aldrei vakna aptur? Og pó hann vakni, pá verður niðamyrkur, en hann huglaus, eins og flcstir ófriðarsegg- ir eru, og hann skyldi svo deyja af hræðslu!‘“ „En hvernig sem því var nú varið, fannst mjer jeg vera að stuðla að dauða hans með pvf að fara frá honum, og pó hafði jeg ekki kjark í mjer til að fara til Stefáns og segja við hann: ,far þú, og skildu mig og barnið, sem jeg 7Ó voru við hendina til að nærast á, og snærið, sem gat hjálpað hon- um til að komast burt.“ i>Jeg get ekki talað um pað,“ sagði Júdit þreytulega, “pað er allt saman í dimmu fyrir mjer. Jeg V3Ít bara að jeg er saklaus af dauða lians, en pó verð jeg að láta lífið fyrir petta.“ „Menn hafa dáið fyrr en nú af aðsvifi,“ sagði jeg seinlega, „pessi leyndardómsfulli dauði kemur að eins sviplega og elding, pó á ann- an hátt sje. Hönd guðs skilur enginn merki eptir, þegar hún slær fram úr dimmunni.“ „Já“, sagði Júdit,“ jeg sá einu sinni konu deyja pannig. Hað var líkast pví sem hún liefði sofnað út af, aumingja sálin, og hún var miklu fallegri Jiá, en þcgar hún lifði. Set Treloar dó ekki þeim dauða; en hvemig hann dó, fær enginn nokkurn tíma að vita, neina liann og guð almáttugur.“ • „Gat hann hafa áit óvin?“ sagði jeg líkt og maður er talar við sjálf- an sig, „sem hefði fylgt honum hing- að og gefið honum inn eitrið?“ 59 Jeg fann að það var verið að reka mig frá minni jarðnesku paradís til helvítis — „ ,Sje pað meining þín‘, segir hann, og horfði á mig harðneskju- lega, ,pá verðum við allra beztu vinir. t>að er piltur parna úti í Styríu, sem rak augun I myndina af pjer, og varð svo alveg hams- laus út af pjer; og þegar jeg sagði honum að pú værir systir mín, mun hann pá ekki stökkva upp og sverja pað, að eiga pig. Viltu koma? t>ar íærðu nóga peninga, og ljóm- andi falleg föt, cg svo margt ann- að fallegt, sem pú hefur aldrei sjeð hjer; og svo er hann laglegasti piltur, og verður ofurlítið betri við þig en jeg var.‘ „Jeg sagði ekki eitt orð; en jeg lilustaði, — hlustaði eptir fóta- taki Stefáns“. „,Jæja‘, segir liann, ,við skul- um tala meira um petta bráðum. Sýnist pjer jeg vera nú nokkuð' líkur ræfils, si-fátæka manninuni, sem strauk frá pjer? Ó, pað er svei mjer gott að vera parna J Styríu; peir eru allir sællegir og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.