Lögberg - 17.10.1895, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.10.1895, Blaðsíða 1
T ögberg er gefið ut hvern fimliitudag af cSAfrs '”HCi PRINTING & PUBLISH. CO. Skriisiv. ^*»lsonfí ,ofa: Prentsmiðja; 148 PKINCESS ð... Í8jern Man. Kostar $2,00 um árið (á íslanu. 5 kr„) Ijorg- ist fyrirfram,— Einstök númer 5 cent. Lögiikrg is published evcry Tliursilay by Tiif. Lögbkkg Printing & Pubi.ish. Co. at 148 Puincess Str., Winnipeg, Man. Subscription price: $2,00 per year, payable in advancj.— Single copies 5 eents. 8. Ar. J Winnipeg, Manitoba finnntudaginn 17. október 1895. CS-efxiai* MYNDIK OG BÆKUll ------------- Hver sem sendir 25 Royal Crown Soap Wrappers til Royal Crown Soap Co., Winnipeg, Man., getur valið úr löngum lista af ágætum bókum e tir fræga höfundi: The Modern Home Coo\ Book eða Ladies' Fancy Work Book eða valiS tir sex Nyjum, fallegum myndum Fyrir 100 ROYAL CROWN SOAP WRAPPERS Ljómandi fallegar Bækur I ljereptsbandi. Eptir fræga höfundi. Engum nema Royal Crown Soap wrappers verður veitt móttaka. Sendið eptir lista yfir bækurnar. Royal Soap Co., Winiiipeg. FRJETTIR I>að er sagt, að Mr. Joseph Chamberlain, einn afmeðlimum Salis- bury-stjórnarinnar, sje að hugsa um að leggja fyrir enska pingið frum- varp um að gera alla menn á vissum aldri skylda að ganga í herpjónustu vissa áratölu á Stórbretalandi, þ. e. taka upp sama fyrirkomulag og á sjer stað á Frakklandi og í fleiri Evrópu- löndum. Enska fyrirkomu lagið hefur verið og er, að eDginn maður er skyldur að ganga I herpjónustu og allir, bæði I landhernum og sjóliðinu, hafa J>ví gengið í herpjónustu frl- viljugir. Að taka upp skyldu-her- pjÓDUStu væri apturfararspor, pví pað mundi koma mikilli ringulreið á at- vinnumál landsins og pannig verða landinu miklu kostnaðarsamara, pegar öllu er á botninn hvolft, en hið nú- verandi fyrirkomulag, auk pess að pað er miklu ófrjálslegra. Hug- myndin mun pó vera sú, að menn geti keypt sig nndan herpjónustu með pví að borga vissa fjárupphæð. í eins ríku landi og England er og í landi sem menn hafa hingað til stært sig af að vera lausir við herpjónustu okið, mundi fjöldi manna pá kaupa sig undan herpjónustu, og mundi petta fje nerna svo miklu, að hægt væri að mynda eptirlaunasjóð handa gömlum hermönnnm, sem hingað til hefur ekki tekist að koma I gang, pó uppá- stungur hafi verið gerðar uui pað. Eins og áður hefur verið get- ið, hjeldu ítalir hát'ð mikla í Róm I minningu pess, að ítölsku löndin sameinuðust, páfinu missti siit verzlega vald og Rómaborg varð stjórnarsetur hinnar sameinuðu Ítalíu. Kapólsku blöðin á Þýzkalandi eru ó- ánægð yfir pví, að ítalir skyldi halda hátíð f minningu pess, að ítalska her- liðið tók Rómaborg, og segja, að pað sje nauðsynlegt að páfinn fái aptur veraldlegt vald. Blöð prótestanta segja, að prótes,antar á Þýzkalandi hafi ekkert á nióti pessu, en að spurs- málið sje, hvort fólkið á Ítalíu og konungurinn par vilji láta Rómaborg af hendi. ]>að bíður llklega fyrst um sinn. Hapsborgar-ættin var einusinni vold- ugasta konunga ættin I veröldinni, en hefur verið mjög ólánssöm á síðari árum. Rudolph krónprinz, sonur Francis Josephs, hins núverandi keis- ara, fyrirfór sjálfum sjer fyrir fáum árum, en nú er gert ráð fyrir, að úr- gkurðað verði að næsti ríkiserfingi, Francis Ferdinand (bróðursonur keis- arans), sje óhæfur til að verða keisari. JÞað hefur áður verið úrskurðað, sO hann sje óhæfur til herpjóoustu, sök- um heilsuleysis. I>að er pvl líkleg- ast ðð bróðir hans, erkihertogi Francis Joseph, verði keisari I Austurríki og konungur á Ungverjalandi. Hann er nú prítugur að aldri, giptur, og á einn son. X>að lítur út fyrir, að Bretar verði ekki peir einu, sem byggi járnbraut frá austurströnd Afríkn inn I landið, pví nú ætla Þjóðverjar einnig að gera pað; pað er búið að mæla út part af legustað brautarlnnar og á að byrja á lagningu hennar I vor. Það verður llklega keppni um hverjir verða fyrri með braut sína, pví hvoru- tveggju er umhugað um að verða fyrstir til að ná 1 verzlun landsins— einkum fílabeinsverzlunina. Það er nú ekki framar nein hætta á, að fríríkið Chili I Suður-Ameríku og Argentlnu fríríkja-sambandið lendi I ófriði, pvl pau hafa komið sj er sainan um að gera út um landa- merkjaprætu sina á friðsamlegan hátt. Samt sem áður virðast bæði pessi lönd ganga útfrá pví, aðfriðurinn sje bezt tryggður með pví að vera vel búinn undir ófrið, pvl pau liafa bæði keypt mörg herskip og önnur her- gögn rjett nýlega. Blaðið JAbre Parole í París lieimtar, að hermálaráðgjafinn kalli sainan herfræðisnefndina I deild sinni tafarlaust til pess að athuga uppgötv- an, sem sagt er að hugvitsmaður einn í Bordeaux hafi fundið upp. Maður pessi álítur að hann hafi fundið upp sprengiefni, sem sje miklu aflmeira eri „melinite“, og að ef pað sje farið að nota pað, pá umsteypi pað hinni núverandi hernaðaraðferð. Hann hef- ur skírt petta nýja sprengiefni „pyri- tine“, og segir að hann hafi einnig fundið upp hraðskeytta bissu, sem nota mcgi petta nýja efni I. Kúlurn- ar eru svo ljettar I skotvopni pessu, að hver hermaður getur borið 240 skot án pess að vera ofpyngdur, og mjög Ijett að endurnýja skotfæra- byrgðir pessar. Frakkar hafa nú náð höfuðborg eyjarinnar Madagascar og eru mjög hreyknir af, en dýrt spaug hefur sá leiðangur orðið peim, bæði hvað kostnað og mannfall snertir. Það hafa reyndar ekki margir fallið I bar- döguro, pví hið innlenda liðið veitti lítið viðnáin, en hið óheilnæma lopts- lag hefur sýkt og drepið fjölda her- manna Frakka. Blaðið St. James Gazette í Lon- don segir, að Svípjóð og Noregur haldi áfram að sýna hvaða hagsmunir sjeu að sambands fyrirkomulaginu— pegar bandamenn hati hverjir aðra. Noregur—sem er eitthvert fátækasta landið I Evrópu—hefur ákveðið að leggja á sig hið kostuaðarsama gainan, er flýtur af að koma upp og viðhalda járnbúnum herskipaflota, og ætlar að láta hyggja tvö herskip erlendis, af pví að Norðmenn geta ekki byggt svo stór skip sjálfir. Svíar ætla að bregðast eins bróðurlega við pessu og vant er, með pví að bæta nokkrum herskipum við flota sinn, sem nú samanstendur af að eins fjórum her- skipum, en sem föðurlandsvinirnir svensku álíta að ætti að hafa fimmtán skip. Svíar pola pennan óparfa betur en Norðmenn, hvað efnahag snertir, en hvorugt landið er I raun og veru fært um, að bæta á sig slíkum kostn- aði, og ef pessi sambandslönd fara að keppa hvert við annað I herbúnaði, leiðir pað af sjer gjaldprot peirra heggja. ISAMJVKIKIV. Norðmaðurinn Hjálmar Hjörtur Hoyesen, ptófessor I germönskum tungum og bókmenntum við Columbia latínuskólann I New York-bæ, dó snögglega og óværjt að bráðabyrgða heimili sínu I New York 4. p. m. á 47. aldursári. Dauðamein hans var gigt I hjartanu, Hann lætur eptir sig ekkju og prjá syni. Boyesen var skáld alltnikið, bæði á bundnu og Óbundnu máli, og hafði par að auki skrifað alimargar ritgerðir um ýms efni. Vjer getum ef til viil frekar um Boyesen og starf hans síðar. Búskapuriiin í Argyle. Jeg lofaði að iáta sjást I Lögbergi stutt yfirlit yfir uppskeruna og bú- skapinn yfir höf.uðhjá íslenzku bænd- unum I Argyie-byggð. Því miður getur petta ekki orðið til hlítar, fyr en eptir nokkurn tíma, vegna pess að verki mínu par vestra er enn ekki lokið. Uppskeran hjá íslendiugdm er framúrskarandi, bæði að vöxtum og gæðum. Meðaltal af ekrunui mun vera náiægt 35 bushels af hveiti, yfir 50 bush. af höiruru, yfir 30 bush. af byggi og rúg og eptir pví góð upp- skera af kartöflum og alskouar garð ávöxtum. Mjög lítinn skaða hefur frost gert hjá Islendingum, enda er nær pví allt peirra hveiti talið „nr. 1 hard“. Fjöldi af islenzkuin bændum eru búnir að kotna pvi lagi á að hvíla hveitilönd sín 3. og 4. hvert ár, öll vinna við akraua er vönduð og sjer- stök áherzla er lögð á að brúka gott hveiti til útsæðis. Reynslan er búin að kenna peim að pað borgar sig bet- ur að sá I færri ekrumar og liafa pær betur unnar, enda er pað viðurkennt að íslenzku bændurnir liafa bæði meira cg betra hveiti, en peir ensku- talandi menn, sem búaá meðal peirrs. Engu minni rækt leggja Argyle- bændur við skepnur sínar, hests, nautgripi, sauðfje, svín og alifugla. Hjá flestum peirra eru skepnurnar af- bragðs fallegar og af besta kyni. Á akuryrkju sýningu, sem baldin var á Baldur pann 5. pessa mánaðar, s\fndu nokkrir íslendingar skepnur sínar og tóku allir verðlaun (flestir fyrstu verðlaun) fyrir pað, sem peir sýndu. Af pessu leiðir pað að bændur fá nú hæsta verð fyrir allt sem peir vilja selja, enda hafa peir selt fjölda af nautgripum og svlnum I ár og búast við að halda pví áfram árlega hjer eptir. Bræður tveirsem hafa fjelags- bú sögðu mjer að peir væri búnir að koma pví lagi á skepnueigu sína að peir byggist við hjer eptir að geta selt árlega nautgripi og svín fyiir töluvert á fjörða hundrað dollara án pess að láta skepaurnar fækka niður úr pví, sem pær eru uú. Þetta væru nú engin ósköp ef pessir fjelagar legðu aðal áherzluna á griparækt, en til pess að fyrirbyggja alian slíkan misskilning skal jeg taka fram að peir fengu I haust 5120 (fimm púsund eitt hundrað og tuttugu) bushels af bezta hveiti, 1750 (eitt púsund sjö hundruð og fimintíu) bushels af höfrum, 150 (eitt hundrað og fimmtíu) bushdls af byggi og 310 (prj ú hundruð) bushels af rúgi fyrir utan kartöflur og alskon- ar garðvöxt. Þrátt fyrir hið lága liveitiverð mun óhætt að fullyrða, að með pví hveiti, sem íslendingar I Argyle- byggð fá petta lmust, mætti borga að fullu allar skuldir peirra. Argylebyggð hefur tekið mjög miklum framförum síðan jeg ferðað- ist J>ar um fyrir tæpuui fjóiuui áruw, akrarnir eru margfalt stærri en peir voru pá, stórar, vandaðar byggingar hafa potið upp, vegirnir hafa verið bættir svo, að pað er yndi að keyra eptir peim, stór flói I austurparti byggðarinnar hefur verið skorinn framm og gerður að ágætu akurlendi. Jeg óskaði hvað eptir annað, pegar jeg vai að ferðast um á milli bændanna, að vinir minir á íslandi, sem minnstatrú hafa á vellíðan manna lijer og me~t aptra fólki frá að flytja vestur, hefðu áttkost áað ferðast með mjer og sjá hvernig búskapurinn gengur hjá löndam peirra bjer. Jeg óskaði að efnuðustu bændurniríSkaga- firði væru komnir til pess að sjá bú pe'rra, Stefárs Kristjánssonar fiá Miðvatni, Björns Andrjessonar fiá Stokkhólma og fleiri sveitunga sinna. Mig grunar að skagfirzku efnabænd- urnir mundu pá hafa orðið fáanlegir til pess að skipta eignum við pessa menn, ef peir hefðu átt kost á pví. Winm’peg, 1Ö. okt. 1805. M. Paulson. CarslBU & Go. VETRAR SALA — Á — HAUST OG VETRAR JOKKUM Lot 1. Stórir kvenn Jakkar á $1,00 “ 2. Barna Jakkar............. “ 1.00 “ 3. Kvenn cheviot Jakkar “ 1.50 “ 4. “ svartir Jakkar “ 2.00 “ 5. “ bleikir ogsvartir “ 3.75 “ 6. “ Klæðis Jakkar “ 2.75 “ 7- “ bleikir og svartir “ 4.75 “ 8. “ bleikir Jakkar fóðr. með silki “ 5.C0 “ 0. “ Beaver J&kkar með loðkraga . .. “ 5.00 Þessir Jakkar voru keyptir sem „Sample lots“ og verða pví seldirfyr- ir hjer um bil helmingi lægra verð en peir eru vanalega seldir I stórkauputn. Nýopnaðir 5 kassar af „Berlin4- Jökkum, og með pví við fengum pá nokkuð seint, höfum við sett eins lágt Verð á pá, að peir ættu að ganga út á mjög stuttum tíma. Drengja vetrarfot Tveir kassar af drepgja fötum og yfir- treyjum, sem verður selt með hjer um bil stórsöluverði. Sjerstaklega vönd uð drengjaföt úr „t\veed“ á $1.75 til $2.00. Kjóla Efni Við liöfum fært niður verðið á öllu kjólatau, sem við höfum I búðinni. Mjög pykkt og vandað blátt, brúut og svart Serge tvíbreitt á 25c. Enskt Flannelett Mjög breitt og pykkt ílannelett, hæfi- legt. fyrir vetrar rúmfatnað, að eins I5e. Góð llanneletts 5, 8 og lOc yd. Vetrar nœrfatnadur 5 kassar af karlmanna, kvcnnmanna og unglinga nærfatnaði fyrir stór söluverð. 50 dúsin af karlmanna. Hálr- iiöniiu vi (ties) 50c. virði á 25c. Flanneletts, Blankets, Hanskar, Laces og Linens, finnast hvergi betri I Winnipeg. Aliar vörur, eru merktaF með skýrum stöfum. Eitt verð til allra, og engum lánað. I’iirslry & l’o. 344 MAIN ST. ismnwa vjð J'oita^e ^yp. Frammskurður á St. An- drew’s flóa. I ndirskrifaður tekur á móti tilhoð- um pangað til á hádegi priðjudaginn, °ktober, 1895, um gröft, sem irert er ráð fyrir að nemi 850,000 tenings yarðs, til pess að purka algerlega upp St. Andrew’s flóann. Þessi flói er I township 13, 14, 15 og lö, range 2 oo- 3, east. « n Jarðvegurinn, sem parf að grafa, er aðallega pað sem á contractora máli geDgur undir nafninu Gumbo clay. A vissum stöðuin kemur fyrir tölu- vert af sverði, og búast má við að á stöku st&ð hittist björg og möl. Contractorar verða að byggja tilboð sín á moldar mokstri aðeins. Allt sem mokað er, verður að láta jafnt og reglulega utan við brúnina (berm) öðrumegin meðfram skurðinum, með peirri breiddog pvl lagi, sem ákveðið verður jafnóðum, til pess pað verði hægt að nota sem vegi og stíflugarða í flóðum. Síðasta borgun fæst ekki fyr en skurðirnir eru fullgerðir, samkvæint reglunum sera gefnar hafa verið par að lútandi. Ekkert verður borgað fyrir pað, sein sígur saman, fyrir auka mokstur á pví sem kann að hrynja niður úr bökkun- um (slopes) nje pað sem berst af vatns- gangi. Contractorarnir verða að bera abyrgð af öllum peim erliðleikum sem peir kunna að mæta við verkið. Ef ákveðið verður, á meðan á verk- inu stendur, að sleppa einhve”ju af pví sem átti að gera, pá áskilur deild- ín sjer rjett til allra sllkra breytinga og dregur frá fyrir pvi, samkvæmt rjettum hlutföllum, &f borgun peirri sem um er samið. SLOPE. Hliðarhalli á Ollum skurð- um 1 til 1. BERM. Brún frá ö til 10 fet, eptir stærð skurðarins verður að hafa frá skurðinum til garðsins. Reglugjörð fjrir greftinum, “Að- alskurðir.“— 1 l|f míla, 20 fet á breidd neðst, 5 fet á dýpt, halli 1 til 1. 4-^ míla, 30 fet á breidd neðst, ö fet á dýpt, halli 1 til 1. “Þverskurðir.“— 13 mílur, 10 fet á breidd neðst, 5 fet á dýpt, balli ] til 1. 10 milur, 3 fet á breidd neðst, 5 fet á dýpt, halli 1 til 1. 10 mílur, 3 fet á breidd neðst, 3 fet á dýpt, lialli 1 til 1. RegÍur fyrir skurðinnm eru p&nnig gerðar, að búast má við dálitlum bre\T ingum vegna mishæða á landinu. Fyrir pví sem verkið kynni að vaxa við slíkar breytingar, hefir verið gert I áætluninni nm teningsyards fjöldan. í tilboðunum parf að tilnefna aðal- upphæð fyrir allt verkið, en ekki hvað hvert tenÍDgs yard kosti. Verkið verður að byrja strax eptir að sainningar eru fullgerðir, og pví vera lokið ekki síður en 15 nóvember, 1805. Viðurkennd banka-ávísun uppá 10 per cent. af allri upphæðinni verður að fylgja hverju tilboði. L ppdrátt yfir flóann og skurðÍDn geta menn fengið að sjá með pvl að snúa sjer verkamála deildarinnar. Oviss áætlun hefir verið gerð um pað hvar pverskurðirnir skuli liggja og peir partar af aðalskurðinum, sem nú eru undir vatni, en deildin ábyrg- ist að verkið verði ekki meira en tekið er fram undir fyrirsögninni “pver- skurðir.“ Deildin skuldbindur sig ekki til að sæta lægsta eða neinu tilboði. Allir samningar og reglugjörðir pannig útbúið að deildin sje ánægð nieð pað, verða að undirskrifast af contractor uin leið og \ erkið er veltt. ROBERT WATSON, Minister of Public Works. Winnipeg, Man. HOUCH & GAMPBELL Málafærslumenn o. s. frv. Skrifstofur: Mclntyre Block MsinSt. IViuuipeg, MftU .

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.