Lögberg - 26.12.1895, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.12.1895, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. DESEMBER 1805 Cauadafylkjunum, eða eiga fylkis- búar að gera það sjúltir ? Sam- bands újórnin liefur opt reynt að dragavald úr hondum <'ntario fylk- isins, en Sir Oliver Mowatt, leið- togi frj^lslynda fiokksins þar, hefur þibbast við og liindrað það. Mr. Greenway gerir hið sama hjer í Manitoba, og ber vonandi sigurinn úr býtum. Kúgarar falla ætíð á sinu eigin bragði, þegar til lengdar leikur, og svo mun fara fyrir Ott- awastjdrninni. Kúgunarlög hennar verða vonardi steinninn sem hún dettur um. Fylkiskosningarnar. Eins og nærri má geta, þáer 1 ítið ha?gt að segja af kosningastríð- inu, sem fylkið er nú allt í einu komið út 1. Lítið er enn ákveðið hverjir sækja um þingmennsku fyrir hin ýmsu kjördæmi. Hið eina, sem muður getur sagt með fullkom- inni vissu, að svo stöddu, er það‘, að stjórnin verður endurkosin til valda með miklum meirihluta. Blað eitt hjer 5 fylkinu, sem fremur cr á móti stjórninni, telur vút að destir, ef ekki allir, ráðherrarnir verði kosnir án þess nokkur sœki á móti þeim, og hins sama er getið til um marga þingmenn, sein stjórninni fylgja, víðsvegar um fylkið. Auðvitað eru til menn, sem gjarnan vildu sjá nú- verandi stjórn fara' frá völdum, ýmist vegna þess, að þeir búast við að hafa af því persóuulegan hagnað ef stjöruarbylting yrði, eða þá að þeir eru, atvinnu sinnar vegna, bundnir á klafa Dominion stjórnar- innar, sem náttúrlega gerir allt, sem hún getur, til að vinna á móti fylk- isstjórninni hjer. Andstæðinga- ílokkur Greenwaystjórnarinnar get- ur því valla heitið að sje neinn til hjer í fylkinu; að nu'nnsta kosti er það fámennur, illa organiseraður og höfuðlaus her. í hönd farandr kosningaslagur er því ekki, eins og vanalega á sjer stað, milli tveggja pólitiskra flokka, heldur milli þessa fylkis og Dominionstjórnarinnar, út af skólamalinu, en Dominionstjórn- inni fylgja að mál«m, í ofríkis yfir- gangi bennar gegn Manitoba, að sjá lfsögðu næst um allir þeir kaþólsku, og svo þeir, sem vjer höf- um áður bent á. Blaðið Nor -Wester hjer í bæn- um, ber sig illa út af því, að stjórn- in skyldi ákveða kosningarnar svo skyndilega og fyrirvara litið, vegna þess, að andstæðinga flokkur hennar; fái svo htinn t'ma, til þess að undir-1 búa sig til kosninga, Free Press. hefur sörnu athugasemdina að gera, og bætir því við, að það hafi verið hreinn óþarfi fyiir stjórnina, því hún sje svo hár $iss að verða endur- kosin, hvað mikinn túna sem aptur- haldsflokkurinn hefi’i fengið, til undírbunings. Vjer erum auðvitað á sama máli og Free Press um það, að stjórn- in er sjálfsögð að verða endurkosin. Stjórnin er auðvitað viss um það sjálf líka, og þurfti þess vegna ekki að beita neinum brögðum til að tryggja sjer völdin. Ákæra þessi gegn stjórninni er líka, þegar að er g4ð, mjög heimskuleg, því sje þessi tími of stuttur fyrir andstæðinga flokkinn, þá er hann það alveg eins fyrir þann flokk er stjórninni fylgir, því allur líður fjekk jafn snemma að vita um hvenær kosningarnar færu fram. Auðvitað er það allt annað, setn Creenwaystjórninni gekk til, ineð að vinda svo bráðann bug að kosn- ingunum. Eins og kunnugt er, verð- ur Ottawa þingið kallað saman í janúar næstkomandi, og þá hefur Dominion stjórnin hótað, að búa til þvinguuarlög, sem ónýti Manitoba skólalögin frá 1890, og setja með valdboði aptur upp hjer í fylkinu kaþólsku skólana. Um J>að er deil- an milli Manitoba og Dominion stjórnarinnar og um það atriði eru þessar kosningar. Eins og allir geta sjeð, þá er þetta vandræða mál mikið, og allt annað en æskilegt fyrir þetta fylki að verða fyrir slíkum, sífelldum of- sóknum af Dominion stjórnarinnar hálfu. Nú leggur Manitoba stjórnin þetta mál fyrir kjósendur fylkisins, og allt kvílir nú á því, hverju þeir svara, Komist stjórn'n að með litl- uin meiri hluta, þá þykist Ottawa stiórnin sjá, að margir hjer fylgi sjer að málum gegn fylkinu. og liikar hún þá ckki við, að beita við fylkið sbium þvingunarlögum, Verði hún þar á móti eudurkosin með afar miklum atkvæðainun, þá er vonast eptir, að Ottavva stjórnin leyfir sjer ekki að beita sínum kúgunarlögum, hvernig sem þeir kaþólsku pinta hana út í það, með ógnan um mót- spyrnu við nœstu alríkis kosningar. Svona lítur Manitoba stjórnin á þetta mál.og þess vegna var það, að hún efndi nú til kosninga, til þess að skýlaust álit Manitoba manna, á þessu máli, yrði komið í ljós, áður en Ottawa þingið á við það mál það hefur þcss vegna afarmikla þýðingu, ekki einasta að stjórnin verði endurkosin, eins og auðvitað er nú enginn vafi á, heldur hitt, að sem allra flestir fylgi henni í þessu máli. Vjer efumst alls ekki um, að fslendingar sýni nú, eins og að und- anförnu, að þeir unna frjálslyndii stjórn, að þeir fylla þann flokk, nnð sínum pólitisku afskiptum, sem vill verja land það, er þeir böa í, gcgn rangbttum yfirgangi og kaþólskri kúgun. Vjer sjáurn ekki heldur hvers vegna þeir ættu annað að gera, því kaþólskir munu þeir fáir vera. það eru þv’ að eins þeir, sem bundnir eru á Dominionstjórnar- klafanum, og þó vjer vitum um nokkra, sem þannig eru settir, þá vonum vjcr að þeir sjeu ekki fleiri en svo, að þeirra gæti l.tið, og að Is- lendingar haldi við þessar kosning- ar, eins og að undanförnu, þeim heiðri, sem Jteir áður hafa áunn-'ð sjer í þessu landi, fyrir viturlega og frjálsmannlega framkomu í pólitík. Margir leiðandi conservativar hjer í bænum telja sjálfsagt, að allir núverandi þingmenn Winnipegbæj- ar verði kosnir mótmælalaust. þeir segja að menn verði að taka á skyn- seminni og leggja alla gamla flokka- tilfinuing á hilluna, og Manitoba ætti að svara Dominionstjórninni upp á skólaináls afskipti hennar skýrt og skorinort og lielzt allir í einu hljóði, og sjá þá hvort hún hik- ar sjer ekki við að beita ofbeldislög- um sínum gagnvart fylkinu. Lantlpurkun í au.sturhluta Dauphiu. A öðrutn stað í blaðinu birtum vjer brjef til Lögbergs frá Mr. A. M. Freeman, einum helzta bóndanum í Grunnavatns-byggðinni, hvar í hann skýrir frá, að Mr. Watsou, opin- berra verka ráðgjafinn hjer í fylk- iuu, hafi heimsótt íslendinga, sem búa áþeim stöðvum (í Álptavatns og Grunnavatns nýlenduuum), og að nefndin, sem ko?in var ti! að fara til Winnipeg til að sýna fylkisstjórn- inni fram á, hve lífsnauðsynlegt væri að þurka laudið á þeim stöðv- um, hati fundið hann og fengið lof- orð unt, að þetta yrði gert. Mr Burrows, þingmaðuriun fyrir kjör- dæmið (Dauphin), sem þegsar byggð- ir íslendinga eru í, var í för með Mr, Watson, og það er vafalaust honum að þakka, að Mr. Watson tókst þessa ferð á hendur til að sjá landið, byggðirnar og kynna sjer hagi manna og þarfir á þe3su svæði. það gleður oss að rnálið er komið í þetta horf, því vjer efumst ekki um, að loforðið verði uppfyllt, ef stjórninni endist aldur til að framkvæma verkið. Og það, að henni endist oigi aldur til þess, erurn vjer heldur ekki hræddurum, því að Greenwaystjórniu er svo vel þokk- uð hjá miklum ineirihluta fylkisbúa fyrir dugnað sinn, sparsemi og ein- beittu stefnu í að halda fratu rjett- iudum fylkisins, að það er enginn vafi á, að enn fleiri þingmenn slcipa hennar flokk eptir næstu kosningar en nö er, og hefur hún þó um tvo þriðjunga þingsins með sjer nú. Oss hefur um nokkurn tíma verið kunnugt urn, hve nauðsynlegt er að þurka landið á þessu svæði, og höfum lagt því máli allt það liðsinni, er vjer gátum. En bæði liefur stjórnin haft í svo mörg horn að líta að undanfórnu, að húu liefur ekki getað lagt fram nægilegt fje til þessa, og svo var hún ekki búin að koma sjer niður á verulegu land- þurkunarfyrirkomulagi í þessum parti fylkisins fyr en nú í sumar. En nú er hún búin að því, og mun því vinna að því ötnllega í framtíð- inni, enda verður svæðið á milli Winnipeg og Manitobavatnanna á- gætt land, einkum fyrir kvikfjár- rækt, þegar búið er að þurka það. það gleður oss einnig, að ís- lendingar í nefndum byggðum ætla að styðja þingmannsefni frjálslynda flokksins við nœstukosningar,ogsýn- ir það hyggindi þeirra og sanngirni, Jiað er enginn vafi á, að Mr. Bur- rows býður sig uptur fram til þing- mennsku, og vonum vjer að hann nái kosningu meí^meiri atkvœða- mun en síðast. Oss er kunnugt um, að Mr. Burrows hefur látið sjermjög annt um kjördœmi sitt, þó hann hafi eigi á þessum tæpum þremur og hálfu ári, er hanu hefur verið þing- maður, komið öllum þeim uinbótum í veik, sem liann vildí. Áður en hanu varð þingmaður hafði svo som engu fylkisfje verið varið í umbætur í kringum Manitoba-vatnið, en síðan hefur vegur verið gerður vestanvert við vatnið, frá Westbourne (við Manitoba Á Northwestcrn járnbraut- inal norður til Kinosota og þaðan til mjóddarinnar (Narrows) á Manitoba- vatninu. Einnig hafa að lians til- hlutun verið settarferjur á Ebbsand Flow Lake og á rajóddina á Mani- toba-vatní, og vegur lagður frá Dog Lake norður til Fairford. — Ef Mr. Burrows verður endurkosinu erum vjer vissir um, að hanu starfar af enn meira kappi að frainförum kjör- dæntis síns, því nú þekkir hann hvað landið hefur í sjer og þarfir þess miklu b<-tur en áður, og áhugi hans, að koma Jtessutn hluta lands- ins á góðan framfaraveg, liefur eðli- lega mjög aukist við það. Vjer vonum því að Islendingar í Diuphin kjördœmi veiti Mr. Bur- rows eindregið fylgi, þegar næstu fylkiskosnitigar fara fram. Globe Hotel, 140 Pkince.ss St. Winnipku. Gistihús þeltu er útbúið með öllum nýjasta útbúnaði. Ágœtt fæði, frí baðherbergi og vínföng og vindlar af beztu togunú. Lj'st upp með gas ljósum og rafmagns-klukk- ur í öllum herbergjum. Herbergi og fæði $1,00 á dag. Einstakar máltíðir eða herbergi ytir nóttina 25 ets, T. DADE, Eigandi. JOLA- CJÁFiH ÁGÆTAR VÖRUR - MARGARTEGUNDIR af Postulini, Slifuvvoru, Glasvoru, Lompum, „Novelties” “Fancy Goods” Etc. Verð lægra en hið lægsta. Óskað eptir verzlun ykkar. PORTEí} & DO. 330 & 572 MAIN ST. HÆSTA VERD - - borgað fyrir - - HUDIR og SAUDARGÆRUR ALLSKONAR KJÖT selt me sanngjörnu verði. B. SHULEY, Edinburg, N. Dakota. 0. Stsphsnsen, M. D„ öörutn dyruin norður frí norSvesturhorninu á ROSS & ISABEL STRÆTUM, verSur jafnan aS hitta á skrifstofu sinni frá ki. 9—ii f* m., kl. 2—4 og 7—9 e. m. dag hvern. —Nælur bjalla cr á hurðinni. Td.F.mON F. 346 197 náði sjer fljótt; en samt lýstihann ekki strax niðurí turninn. Hann ljet augun aptur fáoin augnablik, pví hann porði ekki að líta niður I turninn. Ea svo lierti hauu upp hugann, lýsti niður í gatið og horfði niður í turninn, og hann sá ekki betur, en að [>að væri eins mikið gull í lionum og þegar hann var par seinast. Það, að fjársjóðurinn var enn í turninum, liafði nærri eins mikil áhrif á kapteininn eins og að turninn hefði verið tóraur. Hann varð svo magnprota, að hann fann að hann gæti ekki haldið sjer uppi á turn- inum, og renndi sjer því niður af honum. Þar sett- ist hauu uiður með luktina við hlið sjer. Þegar hann fjekk kraptana aptur—og kann hefði ekki getað sagt, hvað langt leið áður en hann náði sjer—þá var hið fyrsta, sem hann gerði, að gæta að, hvort hann hefði eldspýtnastokk sinn á sjer, og pegar hann sá, að hann hafði haan á sjer, slökkti hann á luktinni. Hann vildi, sem sje, ekki láta verða vart við sig, ef nokkur maðu" væri nálægur. Og nú fór kapteinn- inn að hugsa eins ákaft og lljótt og nokkur maður gat hugsað. Hmn vissi, að eiuhver hefði tekið gull úr turninum; hvað mikið eða lítið gerði ekkert til. Einhver annar en hann hafði náð í fjársjóðinn. Hann grunaði Ralph um þetta, einkum af því að hann óskaði einlæglega að hann væri hinn brot- legi. Ef hann het'ði getað trúað þessu, þá hefði haaa verið áiægðar. Iljnura fannst, að það hlyti að yera, að pilturinn hefði ekki getað fengið af sjer að 200 fundið fjársjóðiun, að hann segði frá honutn i Mexico eða Bandarikjunum. Eu þrátt fyrir bættuna, sem svertingjarnir þannig kynnu að stofna fjárstóð hans í, kaus kapteinninn heldur að þeirhefðu venð meuu- irnir, sein stolið hefðu af honum, en að aðrir menn hefðu fundið hann. En hver annar gat liafa fundið liann? Hver gat hafa komið þarna? Hver gat hafa komist burt? Það var að eins til ein skynsamleg getgáta um þetta, og það var, að einn eða íleiri af flokki Rack- birds hefðu ekki verið lieima, þegar ílóðið þvoði fjelaga þeirra burt, og hefðu komið til baka, og þeg- ar þeir hefðu verið að leita að fjelögum sínum hefðu þeir rekist á hellrana. I>að var mögulegt, og þar að auki mjög líklegt, að maðurinn eða mennirnir, sem fundið höfðu steinturninn, væru enu þar í grennd- inni. Strax og kapteininuin datt þetta í hug, bjó hann sig undir að gera eitthvað. Þetta vár atriði sem liann varð að ganga úr skugga um, ef tnögulegt var, og það tafarlaust. Hann kveikti á luktinni — því honum var ómögulegt að rata í kolníðamyrkrinu, sem þarna var, þó hanu mað þessu móti gæfi ef til vill einhverjum leyndum óvin færi á sjer—og flýtti sjer allt hvað hann gat út úr hollrinutn, sem vatnið hafði verið í. Ilann skildi luktina eptir hjá skilveggnum og fór að raunsaka hellrana, sem skip- brotsfólkið liafði verið í, með hlaðna pfstólu í heudinni. Ilann leit itic í fremsta hcrbergið, en stant 193 ina, og flýtt: sjer svo eptir sljettu sandfjörunni fyrir norðan þá, þaugað til að hann kom að blettinum, þar sem hann og hitt skipbrotsfólkið lenti, þegar það fyrst kom að strönd þessari. Þar stanzaði hann og litaðist um, og sá i huga sínum Ednu, þar sem hún stóð í fjörunni, þegar hann fór, föl í andtiti en auguq stór og dökk, og bakvið hana Mrs. Cliif, pilturinn og svertÍDgjarnir tveir. Hann hafði ekki fundið til þess fyr en þetta augnablik, að hann var einmana, en nú ko yfir hann mikil löngun að hafa einlivern til að tala við og sem talaði við hann, og þó hafði hann talað við aðra þennan saina morgun cins mikið og hann lysti. Þegar hann gekk upp brekkuua, sem lá upp að að fletinum fram undan hellrunum, brekkuna sein hann hafði svo opt gengið upp og ofan á meðan að þessi blettur var svo gott heimili hans, og á meðan þar hafði verið líf og mantia inál heyrst, þá jókst sú tilfinning, að ekki einasta væri þessi blettur nú yfir- gefinn, heldur að hann væri sjálfur yfirgefinn og ein- mana. Þegar liann vaknaði um morguninn, óskaði liann eptir því mest af öllu, að það liði ekki meir en ein klukkustund þangað til hann yrði einn eptir þarna, en nú var eins og lijarta hans sigi niður af þeirri tilfinniugu, að hann var hjer einsamall. Þegar kapteinninn var að eins nokkrar álnir frá steinmyndinni miklu á berginu, sigu brýrnar á hon- um smátt og smátt. „Þetta er rkejtingarlejsi11 sagði Lann viS sjálf

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.