Lögberg - 25.08.1897, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.08.1897, Blaðsíða 5
LÖQBERG, FIMMTUDAQINN 25 AGUST 1897. 5 leg og skemmtileg', og vouum vjer aö lesendur vorir athugi hana n&kvíem- lega. Hún getur einniir verið hug- Vekja fyrir oss Vestur-íslendÍDga, f>vf Islands-þekking Amerikumanna er litið meíri almeunt en fðlks f Evrópu. -—Vjer ættum að gera oss far um, að úthreiða pekkinjru á pjóð vorri bjer i landi, Ofr stöndum að pví leyti betur að vfgi í þcssu efni en bræður vori & íslandi, að pað, sem ritað er utn þjóðina á ensku máli, skilur að heita niá hvort mannsbarn i Norður-Ame- rfku (um 75 millj. inanna), f stað pess að þegar ritað er á einhverju Evrópu- máli, t. d. á dönsku, sjer og skilur engin önnur pjóð pað, sem ritað er (tiltölulega fátt fólk f samanburði við tölu allra Evrópu-pjóðanna), en þjóð- in sem á það tungumál. í pessu liggur vafalaust að sumu leyti van- þekking Evrópu-pjóðanna á íslandi. Önnur ástæða fyrir pvf, að Evrópu- þjóðirnar hafa vitlausar hugmyndir um ísland og íslenzku pjóðina, eru að voru áliti hinar jfmsu, óáreiðanlegu ferðabækua og greinir í dagblöðum og tfmarik«w, sem útlent fólk, er ferðast til íslaatls ritar. Vitleysurn- ar f bókum þessum og ritum standa optast ómótmæltar, og erpað íslon/.k- um menntamönnum að kenna, pví í staðinn fyrir'að leiðrjetta vitleysurn- ar, í blöðum hinna Jfmsu Evrópu- landa, láta peir sjer vanalega nægja að kvarta um pær f fslenzku blöðun- um. Hriðja ástæðan er óefað sú, hve lítil og afskekkt íslenzka pjóðin er og hvað lftið hún kemur við framfara- sögu pessarar aldar. Vorzlunin er svo lftil og ómerkileg og iðnaður enginn, að pjóðin vekur ekkert at- hygli á sjer hjá hinum miklu og nienntuðu verzlunar- og iðnaðar- stjettum hinna siðuðu pjóða heiinsins *—stjettum, sem nú á dögum hafa naest áhrif f heiminum. Af pví sem að ofan er sagt leiðir eðlilega, að f skólabókum Evrópu-pjóðanna eru að eins fáar Ifnur um ísland og fslenzku þjóðina, og eru þessar fáu lfnur opt meira og minna geggjaðar—teknar úr eldri bókum, og pess vegna á eptir tímanum og óáreiðanlegar hvað snort- ir ástandið eins og það nú er.—En um þetta hafa íslendingar engan sanngjarnan rjett að kvarta, pvf ekki fylgja bækur pær, sem notaðar eru í Islenzkum skólum, betur með tfman- um hvað ýmsar aðrar og meiri pjóðir snertir. l>að er óhætt að segja, að almenningur á íslandi, og jafnvel fjöldinn af menntuðu mönnunum, hef- ur jafn-ófullkomuar og vitlausar hug- niyndir um ýmsar erlendar pjóðir og löndin, sem þær byggja, som er að kenna úreltum skólabókum og hlut- drægum ritgerðum í öðrum bókum og blöðum. Benedikt Gröndal er t. d. talinn einn af menntuðustu mönn- um á Islandi, og nógu er hann gam- all f bettunui (50 ára rithöfunds-af- mæli hans var pýlega haldið f Rvfk), en aum væri sú pekking á ýmsum, miklum erlendum pjóðum, sein byggð væri á pví er eptir hann liggur— landafræði bans og öðruin ritverkum. Til að vera sjálfum sjer samkvæmir rottu íslendiugar að hreiusa óhroðann og vitleysurnar uin aðrar pjóðir úr bókmenntum sínum, og geia sjer far um að fræða pjóð sfna meir og öðru- vfsi um útlendar pjóðir en gert er, um leið og peir kvarta undan pokk- ingarleysi og vitlausum hugmyndum annara pjóða sjer viðvíkjandi. „Drag fyrst bjálkann úr pfnu eigin auga“ o. s. frv. Ymislegt. LENGSTA VINDIBRÓ f VKRÖLDINÍII. Heilbrigðisnefndin f Chicago ætlar að byggja hina lengstu vindi- brú, sem til er f veröldinni, yfir hinn mikla nýja skurð, sem verið er að byggja par (til að Qytja burt óhrein- indi borgarinnar) og sem áður hefur verið lýst í Lögbergi. Brúin á að liggja yfir skurðinn undan 31. stræti og Campbell avenue, og verður 400 fet á lengd f allt, en 120 fet á breidd. Ilæð miðstólpanna (sem brúinsnyst á) verður 68 fet; hæð frá gólfi (par sem járnbr. lestir renna) upp undir járn- bindinginn verður 21 fet; hæð undir brúna frá yfirborði vatnsins f skurðin- um verður 18 fet; og dýpt vatnsins í skurðinum undir brúnni verður 24 fet. Brúin verður úr stáli og á að vigta 7.000,000 pund. Hún á að geta borið lestir er vigta til samans 8 millj. pund. Brúin á að kosta í allt $700,- 000, þar f innifaldar vjelar til að hreifa hana (vinda hana af og á). X>að vorða 8 járnbrauta-spor á brúnni, og ýmsar járnbrautir eiga að nota hana. Vindupallurinn verður 80 fet að pver- máli, og pað á að vera hægt að vinda brúna af skurðinum (svo að endarnir snúi upp og ofan eptir skurðinum í staðinn fyrir pvert yfir um hann) á einni mfnútu, og er pað ekki mikil töf fyrir skip. Rafmagn verður lík- lega notað til að hreifa vindi-vjelarnar. * SICRINGILEG BÖGGLAPÓSTS SENDING. I>að var fyrir nokkru látinn ný stárlegur böggull á pósthúsið f Birm- ingham, til að sendast og áfhendast með hraðpósti. Verkamaður einn, sem liafði farið eitthvað út fyrir bæ- inn með þriggja ára gamalt barn sitt, kom aptur inn í bæinn ajett f tfrna til að fara til vinnu sinnar, on hafði ekki tfma til að kotna barninu heim til sfn. Ilann fór þvf inn á næsta pósthús og sagðist vilja senda barnið sem lirað- póstsböggul. Pósthúss-ombættismenn- irnir tóku við barninu undir þeirri grein f póstmála reglugjörðinni sem gerir ráð fyrir, að lifandi dýrum sje veitt mótfaka, flutt og afhent, og settu 9 pence (um 18 cents) fyrir að flytja barnið pangað, sem pað fttti að fara. * FRAJIFÖR NtJTÍÐAR-VfSINDANNA. I ritgerð, scm ritstjóri mánaðar- ritains Jicvieu) of licviews, W.T.Stead, ritaði f júnf-núim-iið af riti sinu og nefnir „A Retrospcct of Sixty Years“, út af 60 ára ríkisstjórn Victorfu drottuingar, er cjitirfylgjandi kiiffi um framför nútfðar-vfsindanna: „l>að eru til menn sem íinynda sjer, að trúin á krajitavcrk hafi rjenað mjög á Victoriu-timabilinu (sfðastl. 60 ár). En í raun og veru hefur fólk almennt á pessu tfmabili sannfærst rneir um, livllíkt stórkostlegt krapta- verk sköpun veraldarinnar er, en á nokkru öðru tfmabili siðan veiöldin varð til. Nefndir menn kalla hinn yfirstandandi tíma efnatrúar-tfmabil, sem hafi bundið sálir mannanna við efni. En nærri áður en petta brígsl hoyrist, gera vfsindin heyrum kunn- ugt, að engin dauð eða hreifingarlaus efí.i eigi sjer stað, að sjerhver ögn (atom) sje lifandi, og að hinir dauð- legu lfkamir vorir sjeu eitt stórt sam- safn af samblandi af lifandi smá-lfk- ömum, og að heilsa vor og sjúkdómar sje komið undir bardögum pessara smá-lfkama I æðum vorum. Tökum að eins eitt dæmi. Hugsum oss allt sem orðið sóttögn (microbe) táknar nú hjá oss, og minnumst pess, svo að sóvtagnir voru svo að segja ópokktar f raun og veru pegar Victoria drottn- ing kom til ríkis. Vísindin hafa pann- ig, í mjög sjerstakri merkingu, opin- berað oss nj'jan hitnin og tiýja jörð, óendanlega undruuarverð, sem vitna um svo mikla speki, að andi manns- ins getur ekki ineð rannsóknum sfn- um gripið haua. Hið óendanlega ó- rannsakanlega færist takmarkalaust fjær oss við sjerhverja uppgötvun,sem eykur pekkingu vora. Vjer vigtum stjörnurnar, rannsökum samsetuing þeirra í geislabrots kíkirnum (spcctro- scope); vjer tökum ljósmyndir af tunglinu og búum til landabrjef er sýna skurðina I Mars. En ennþá stór kostlegri eru uppgötvanirnar, sem gerðar hafa verið viðvíkjandi hinum óendanlega smáu frumögnum (tnole- cules) sem eru allt I kringum oss, en uppgötvanirnar, sem vjer höfum gert í hinu óendanlega fjarlæga djújii geimsins. Vísindin hafa sent Rönt- gen-geislau gegnum hið dimma for- tjald og ojiinberað hið ósýnilega, og boðið öllum mönnum að njóta þess sem arfleifðar sinnaa.“ # l>að er nú staðhæft sem alveg áreiðanlegt, að dr. Nansen, norður- farinn nafntogaði, muni græða $150.- 000 á bók sinni „Farthest North“ (Lengst norður). Bókin er nú pegar komin út á Englandi, t>ýzkalandi, Frakklandi og f Atneríku, en holl enzku og norsku útgáfurnar er rjett tiro pað að bittast. SslRirk Traflino Co’u VERZLUNBRMENN Wcst Selkirl(, - - Maq. Vjer bjóðum ykkur að koma og skoða nýju vorvörurnar, sem við erum nú daglega að kaupa innn. Bcztu Vörur, Lægstu prísar, Ny Alnavara, Nyr Vor-Fatnadur, Nyir Hattar, Nyir Skór, Ny Matvara. Einnig fiöfura við mikið af hveiti mjöli og gripafóðri, og pið munið ætíð finna okkar prísa pá lægstu. Gerið svo vel að koma til okkar SELKIRK TRADING CflT. Northera Paciflc Ry. TIMH CJsŒlJD. MAIN LINE. Arr. Lv. Lv. i i.oca «-25P .. .Winnipeg.... I 00|> 3°>P 6.55 a 11-55» .... Morris .... 2.28p 5-3°P 5-15« lO.ð'Ja .. . Emerson ... 3.20p 8. líp 4.15a lO.ðOa ... l'embina.... 3.35 p 9.30 p lO.-'Op 7.30a . .Grand Forks,. 7-0Sp 6.65 a l.lðp 4.05 a Winnipeg Tunct’n 10.4öp 4.00 p 7.30 a .... Dulutli .... 8.00 a 8.30a .. Minneapolis .. 6.40 a 8.00 a .....St l’aul.... 7 15 a 10 30 a .... Chicago.... !> 35 a MORRIS-BRANDON BRANCH. Arr. Arr. Lv. Lv. ll.OOa 1.25 p ...Winnipeg. . 1.00 a (i 4>a 8,30p 11.50 a 2.35p 7.00 P 5.15p 10.22 a .... Miami 4.06 p 10.17 a 12. lOa 8.20a .... Baldur .... 6.20p 3,22 p 9.28 a 7.25a ... Wawanesa... 7.23p 6,02 p 7.00 a 6.30 a .... Brandon.... 8.20p 8.30 p PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH. Lv Arr. 4 45 p m ... Winnipeg. .. 12.35 p m 7.30 p ra Portage la Prairie 9.30 a ra CIIAS. S. FEE, H. SWINFORD, G.P.&T. A.,St.Paul. Gen.Agent, Winnipeg Nyir Kaupendur LÖGBERGS^- fá blaðið frá byrjun sögunn- ar „Sáðmennirnir“ til 1. jan- úar 1899 fyrir eina $2.00 ef, borgunin fylgir pöntun- inni eða kemur oss að kostn- aðarlausu innan skamms. Þeir sem ekki hafa pen- inga nú sem stendur geta eins fcngið blaðið sent til sín strax, og ef þeir verða búnir að borga $2.00 tím- anlega i haust fá þeir sömu kjörkaupin og þótt þeir sendu borgunina strax, en annars vcrður þeim reikn- að blaðið með vanalegu verði. 127 „Hann hefur ekki komið ennpá, yðar tign,“ Svaraði porpstjórinn. „Jeg sendi eptir honum—fyrir hálfum mánuði síðan. Kóleran er einnig í OsefE, í Holja, og í Kalisheffa. Hún er allstaðar. Læknir- inn hefur 40 púsund sálir að sjá um. Hann verður að hlýða „zemstvo“-unum—fara hvortsem peir skijia honum. nann hirðir ekkert um livað jcg segi.“ „Já,“ greip Aloxis fram f, „jeg veit pað. Og fólkið sj&lft, reynir það að skilja hvers við þarf—að fara eptir fyrirskipunum mínum?“ l>orpstjórinn breiddi út hendurnar afsakandi, og kipraðist dálftið saman þar sem hann stóð. Það var einnig nokkurt Gyðinga-blóð í æðum hans, sem, um leið og pað hóf hann upp j-fir meðbræður hans f Ost- erno, hafði pau áhrif á hann, að hann liafði allmikla tilhneigingu til að flaðra ujip á pá sem stóðu fyrir ofan hann. I>etta liggur I blóðinu; pað er eitt af því sem fólkið, er stóð úti fyrir höll Pflatusar, fjekk yfir sig og börn sín. „Yðar tign pekkir hvernig fólkiðhjor er,“ sagði hann svo. „l>að er seinlátt. Það er engin framför f pví. Ein sýkin er sama og önnur f augum pess. Bog dal e Bog vzial, segir það. Guð gaf, guð burttók!“ Þorpstjórinn stanzaði, og hin svörtu augu hans flugu frá andliti eins peirra til annars. „Enginn nema Moscow-læknirinn ræður við fólk- ið, yðar tign,“ sagði hann svo I pýðingarfullum rötn. Alcxis ypti öxlura. Ilann stóð upp úr sæti slnu 130 Þorpstjórinn kveikti 4 eldspýtu og sagði: „Jeg er kominn hjer með Moscow-læknirinn, eins og pið sjáið.“ „Moscow-læknirinn!“ hrópuðu ýmsar raddir í senu. Sbógom—sbogom; guð sje með yöur?“ I hinni daufu ljósglætu virtist allt gólfið rísa upp og hrista sig. l>að svaf að minnsta kosti sjö inauns f kofanum, on tvenrit af því fór ekki á fætur. önnur mannoskjan var dauð. Hin var að dej'ja úr kólerunni. Þrekvaxinn maður einn seildist upp á múrsteins- ofninn eptir óvönduðum steinolfulampa úr pjátri, og rjetti hann að porpstjóranum. Alexis kom aptur ÍDn í kofann við birtuna af bonum. Gólfið var ópverralegt, eins og nærri má geta, par sem bæði menn og skepnur bjuggu þar saman. Maðurinn, sem rjetti lampann—Vassili Tula— kastaði sjer á knje, krapsaði með hinum stóru, ópvegnu liöndum sfnum í frakka lækuisins og sagði honurn langa sorgar- og eymdarsöjiu kjökrBndi. Og að fáeinum augnablikum liðnum voru fleiri fbúar kofans kropnir á knj'e f kringum lækniriun (Alexis), hangdu utan 1 honum og báðu hann hjálpar. Þarna var Tula sjálfur, villimannslegur Slavi uin tíinmtiigs- aldur, kona hans, úttauguð, horuð og hræðilcg ásýndum, því hún var tannlaus og nærri blind; tveir kvennmonn aðrir, og ólánlega vaxinn sextán votra jiiltur. Alexis ytti fólkinu frá sjer, ekki hranalega, og 123 og bunda vorra. Ef vjer ímynduðum osp, að pað væri mögulegt að kenna hunduin að hugsa, álykta og aðhafast af sjálfstláðum, ef vjer ályktuðum, að slfk framför væri raöguleg, og hugsuðum oss svo þá byltingu, sem mögulegt væri að slfk uppfraeðsla hefði í för með sjer, pá getum vjer að d&litlu leyti gert oss grein fyrir hvaða vandamál pað er, sem l’aul Howard Alexis og hinir aðrir rússnesku aðals- menn verða að ráða fram úr, áður en allir sem nú lifa eru failnir frá. X. K APÍTULI. MOSCOW L.EKNIRINN. „Stórko8tlcgt!“ hrópaði Stoinmetz með öudina 1 liálsiuum, og velti utn leið vindlinum með tungunni frá hægra munnvikinu yfir f vinstra munnvikið, sem var sjcrstakur kæhur hans. „Slórkostlegt—1!“ Alexis lcit sein snöggvast upp frá blöðunum, sem lágu fjTÍr framan hann & borðinu—leit upp með þeim svip sem er á andliti þess manns, sem er að leggja saman f huganum. Eu svo hjclt hann áfram verki sínu, sem haun hafði sctið við stanzlRust 1 fjóra klukkutfma, og nú var klukkan orðiu nærri 1 um nóttina. Karl Steinmetz hafði reykt fimm vindla sfðan cptir miðdagsverð, og hafði ekki talað fleiri orð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.