Lögberg - 07.10.1897, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.10.1897, Blaðsíða 1
* Löghf.rg er gefið út hvern fimmfudag a The Lögberg Printing & Publish. Co. SkrifsLofa: Afgreiðslustofa: Prentsmiðja 148 Princess Str., Winnipeg, Man. Kostar $2,00 um áriö (á íslandi.6 kr.,) borg- ist fyrirfram.—Einsttók númer 5 cent. Lögpfrg is published every Thursday by The Lögberg Printing & Publish. Co. at 148 Princess Str., Winnipeg, Man. Subscription price: $2,00 per year, payabl in advance.— Single copies 5 cents. 10. Ar. Winnipegr, Manitoba, flmintudaginn 7. október 1897. Nr. 39. $1,8401 VERÐLAUNDM Verður gefið á árinu 1897’ sem fyigir: 12 Gendron Bicycles 24 Gull úr 12 Sett af SilfiirlMinadi fyrir Til frekari upplýsinga snúi menn sjer til ROYAL GROWN SOAP CO., WINNIPEG, MAN. REYKID MYRTLE NAYY TOBAK. Takið eptir,að hver plataog pakki af skornu tóbaki er merk T & B. FRJETTIR CANADA. Thomas Fielding, einn sambands- þingm. frá British Columbia, ljezt í fyrradag. Le Boy gulln&man, i Kooteny i British Columbia, var að sögn rjett i yiega seld fyrir 3^ millj. dollara. Opinberraverka-ráðgjafi Tarte ljet í vor pr leið höfða sakamál á liendur frönskum blaðstjóra einum í Montreal, Grenier, fyrir meiðyrði um sig, og fann kviðdómurinn Grenier sekan 3. p. m. Sex bandruð tons af eir liafa náðst af skipinu „Pawalic“, sem fórst á Iluron-vatninu fyrir rneir eu 30 árum ií an. Sú frjett gengur nú, að fyrirlið- inn á skipinu „Diana“, sem sambands- sijórnin ljet kanna Hudsonsflóann og s indið inn í bann í sumar, hafi látið s itja brezka flaggið upp á Baflins I.ands ey í Cumberland-sundinu, sem iiggur norður úr Iludsons-sundinu, og tilkynnt ibúunum að það væri partur af Canada. Allt landið og eyjarnar f>ar nyrðra hefur í langa tíð verið talið eign Breta, f>ó spursmfil sje, hvort það liefur nokkurn tíma verið formlega lagt undir brezku krúnuna. Eu síðan um byrjun þess- arar aldar' bafa hvalaveiðamenn frá New I.ondon í Bandaríkjunum baft bækistöðu sfna á nefndri ey og byggt þar nokkur hús. Skozkir hvalaveiða menn höfðu þar og stöðvar a tveimur stöðum, og síðan veiðunum fór að bnigna bættu Bwndaríkjamenn þar og seldu Skotum hús sín o. s. frv. Nú er álitið, að Canada-stjórn bafi ætlað að taka af öll tvímæli, viðvíkjandi rjettindum til eyjarinnar, með pvi, að tlraga þar upp brczka flaggið, Sumir spá, að Bandaríkin muni ef til vill gera eignarkröfu til eyjarinnar, en geri pau það verður þeim erfitt fyrir að sanna, eð þau eigi tilkall til hennar eptir þelta. BANDARtKIX. Húsabruni mikill varð í höfuð- stað Bandaríkjanna, Washington, 29. f. m. og er skaðinn metinn & 1 millj. dollara. Sljettueldar miklir voru í kring- um Chicago í fyrradag og gerðu all- mikinn skaða. Skógaeldar miklir eiga sjer og stað i norðurhluta Michigan og Wiscon3Ín rikjanna, og leggur svo mikinu reyk af þeim & vötnin (eink- um Michigan-vatn), að skip eiga eins eifitt með að sigla eptir þeim og pó kafníðaþoka væri. Sömu hitarnir og purkarnir hafa gengið þar syðra og hjer, og pess vegna útbreiðast eld- arnir. Ekki rjenar gulu-sykin enn í New OrJeans og hinura öðrum bæjum þar syðra, en sykin er með ómannskæðasta múti, því að eins liðugir 60 höfðu dáið úr henni til loka f. m. Tveir franskir kynblendingar fór- ust í sljettueldi nálægtTurtle hæðum í N. Dak. i vikunni sem leið. Menn hafa álitið, að fyrrum for- seti Bandaríkjanna, Grover Cleveland, mundi draga sig út úr pólitiska lifinu eptir að hafa með heiðri og sóma ver- ið forseti hins mesta iyðveldis i ver- ö'dinni, en'ef trúa má hraðskeyti frá New York, dags. 1. f>. m., f>á er hon- um mjög umhugað um að verða eptir maður senators Smiths frá New Jersey í efri deild congress Bandaríkjanna. Kjör-tímabil Smiths renuur út árið 1899. Nefnd sú, sem forseti Bandarikj- anna McKinley, setti til að rannsaka hvar heDtugast væri að grafa skurð fyrir djúprist skip frá hinum efri stór- vl'tnum (Michigan, Superior og Huron) alia leið til sjávar, hefur nú, eptir því sem yfir-verkfræðingur nefndarinnar, Harrison, segir, að heita m& komist að niðurstöðu um, hvar heppilegast sje að leggja skurðinn, og er niðurstaðan sú, að heppilegast sje að byrja hann í Norður-Tonawanda (við yrfunnanvert Erie-vatn og láta hann koma út í Ontatio-vatn nálægtjsænum Wilson, nota svo Ontaric-vatnið til bæjarius Oswego, en grafa skurð þaðan til Oneida-vatns og þaðanyfirí Mohawk- íljótið, sem rennur 1 Hudsons-fljótið, og eptir síðarnefndu fljóli til New York og sjávar. I>etta er bjerum bil sama leiðin og milli-þjóða vatnsvega- nefndin áleit bezta fyrir eitthvað tveimur árum siðan. I>& gerðu verk- fræðingnr áætiun um, að skurður þessi (eða skurðir), með öllu sem honum til- heyrði, mundi kosta liði’gar 80 millj- dollara, en verkfræðÍDgur McKinley- nefndarinnar álítur að haun muni kosta liðugar 83 millj. dollara. tTLÖND. Ilinn 1. f>. m. var kosinn nyr borgarstjóri (Lord Mayor) í London, og varð Mr. Horatius David Davies, pingm. fyrir Chatam-kjördæmi, fyrir pessum lieiðri. London er nú fólks- fleiri en mörg af hinum smærri ríkj- um í veröldinni, og f>að er eins mikill heiður að vera borgarstjóri í I.ondon eins og konungur eða forseti í hinum smærri rikjum. í London er nú mik- ið yfir 5 millj. manna. t>ar er meiri auður samankominn en á nokkrum öðrum jafnstórum bletti í veröldinni, og borgin er hjarta lieims-verzlunar- innar og í vissum skilningi heims- meunÍDgariuuur. Mr. Davics cr fædd- ur í London 1842 og menntaðist á Dulwich latínuskólanum. Hann var eitt sinn löitenant óbersti í 3. Middel- sex stórskota fríviljuga liðinu, var sheriff I London 1887, borgarráðs- maður fyrir Bishopsgate-kjördeildina árið 1889, og hefur lengi verið frið- dómari fyrir Kent-county. Ilann n&ði fyrst þingmannskosningu fyrir Ro chester árið 1892, en var dæmdur úr sætinu. Við hinar slðustu altnennu kosningar náði hann kosningu fyrir Chatam af háifu apturhalds-flokksins. Faðir hans var fremur fátækur maður, og sjálfur byrjaði Mr. Davies feril sinn sem lærisveinn hjá myndastungu- manni í London. R&ðaneytis-skipti hafa orðið á Grikklandi, f>ví Ralii-stjórnin neyddist til að segja af sjer. Hið njfja ráða- neyti kvað vera allgott. E>ing Grikkja hefur svo gott samþykkt friðarsamn- inginn við Tyrki. Apturhaldsstjórnin á Spáni hefur neyðst til að segja af sjer, og leiðtogi frjálsiynda flokksins, Ssgasta, myndað niftt ráðaneyti. Sagasta segist ætia að taka upp aðra stefnu en fyrirrenn- arar hans, bæði á Cuba og Philippine- eyjunum—gera svo miklar umhætur á stjórnarfarinu & báðum stöðunum, að uppreisnirn^r hætti. Sagt er, að yfir-hershöfðingi Spánverja á Cuba, Weyler, hafi sagt af sjer strax og gamla stjórnin & Spáni gerði J>að. E>að er talið vfst, að hótanir Banda- rlkja-8tjórnar viðvíkjandi máium Cuba hafi verið orsök til r&ðaneytis-bylting- arinnar og stefnubreytingarinnar. Floti Spánverja náði nýlega skipi frá Bandarfkjunum, sem hafði menn og vopn innanborðs handa uppreisnar- mönnum á Cuba. Sagt er, að leið- togar 'uppreisnarmanna liafi nylega látið stjórnina á Spáni vita, að f>eir væru nú tilleiðanlegir að semja frið. Vjelstjóra-verkfaliið mikia á Stórbretalandi lyktaði þannig, að f>eir urðu að hætta skrúfunni án f>ess að hafa kröfu sfna fram, sem var, að stytta vinnutíma í 8 kl. stundir á dag, en ekki kauphækkun. Voðalegir sljettu-eldar geisuðu á ymsum stöðum í fylkinu síðastliðinn laugardag og gerðu mjög mikið tjón. Einlægir hitar og J>urk ar höfðu gengið undanfarnar vikur, svo allt var orðið fjarska þurt. Hjer við bættist, að þann dag var eitthvert Ii ð mesta sunnanveður, sem hjer ketnur, svo eldurinn stökk yfir varnar-plæg- ingar, járnbrautir, læki og hvað annað, sem fyrir var, að undanskildum hin- um stærri ám.—Einn eldurinn byrjaði hjer suður undan, inilli Morris og Winnipeg, og flaug alla ieið norður undir syðsta liluta bæjarins (Fort Rouge). Hann brenndi mikið af heyi, nokkrar smábryr og jafnvol trjebönd- in á járnbrautunum á pörtum, svo það lá við að það kæmi stanz á lestaferðir, einkum á Portage la Prairie-greininni af N. Pacific-brautinni.—Annar skað- ræðis eldurinn byrjaði um 15 railur vestur með Assiniboine-ánni, að norð- an, og fór þar norður yfir 6 mflna breitt svæði. Hann brenndi yfir 1000 tons af hcyi, nokkuð af kornstökkum, allmörg hús og nokkuð af kvikfjenaði. E>ar brann og 1 maður til dauða, en nokkrir sköðuðust moira og minna. Á þessu svæði misstu um 7 fjölskyldur allt sitt—hús, korn, hey, fatnað—nema kvikfjenaðinn—en 15 til 20 bæudur urðu fyrir meiri og minni skaða. E>essi eldur fór norður yfir Can. Taci- fic járnbrauiina hjá Rosser, gerði þar nokkuru skaða, hjelt áfram alla leið til Stonewall og gerði talsverðan skaða þar I n&grenninu.—Enn einn eldurinn byrjaði nokkuð fyrir vestan Portage la Prairie og fór ura þorpið Bagot (á Can. Pac. j&rnbrautinni), brenndi þar flest húsiri, þar á meðal tvær korn- hlöður (elevators) með hveiti 1 og nokkra jámbrautarvagna, sem stóðu á hliðarspori fullir af hveiti. önnur kornhlaðan, sem brann, fjell á aðal- brautina, svo lestagangur stöðvaðist á þvl svæði fram á sunnudag.—Eiun eldurinn byrjaði 1 n&nd við þorpið Giadstone, á Man. & Northwestern járnbrautinni, og fór þaðan norðaust- ur eptir. E>að liefur enn ekki frjetzt, hvort hann hafi gert íslendingum á vesturströnd Manitoba-vatns nokkurn skaða, en nálægt þeim' hefur hann hlotið að fara. E>að hefur heldur ekki frjetzt, þegar þetta er skrifað (á mið- vikudag), að eidar hafi gert skaða í ísl. byggðunum á austurströnd vatnsins, en einn eldurinn var þar suður undan. E>á gerði og eldur all- mikinn skaða á heyjum milli Selkirk og Clandeboye, en ekki hefur frjetz að eldnr lnfi gert neinn skaða 1 Nyja-ísl. Skæðasti eldurinn var meðfram Can. Pacific-járnbrautinni, nokkuð fyrir austan Selkirk, í kringum Beausejour, Brokenhead, Whitemouth og jafnvel lengra austur. Á þvf svæði eru meiri og minni skógar, svo þó eldurinn færi ekki eins hart yfir, þá varð bálið miklu meira. E>ar er strjálbyggt, en samt varð skaðinn þar tiltölulega mestur. Um 14 fjöl- skyldur nálægt Beausejour, flest þ/zkir nybyggjar, misstu þar alltsitt, hús, hey og jafnvel kvikfje, og um 25 bændur misstu meiri og minni eignir. En það sem sorglegast er var það, að á þessu svæði varð talsvert manntjón. Tvær konur og fimm börn (fjölskyld- ur tvoggja þyzkra bænda, sem ekki voru lieima) brunnu til dauðs 1 húsinu sem þær voru í. Þar að auki fórstgam- all veiðimaður einn í eldi þessum inni f skógi.—t>ar austur með brautinni brann kvikfje, svo mörgum tugum skipti, til dauðs og sumt skemmdist. Svo brann og allmikið af höggnu brenni, sem hlaðið var upp fram með járnbrautinni og átti að flytjast hing- að til bæjarirs, um 2,000 „cords“ að sögn. # E>að er ón.ögulegt, enn sem kom- ið er, að gera áætlun um eignatjónið, sem eldar þessir hafa valdið f allt á hin- um ymsu sVæðum hjer f fylkinu, sem þeir gengu yfir, en það nemur vafa- laust mörgum tugum þúsunda. Eld- ar þessir voru hinir skaðlegustu, sem komið hafa síðan fylkið fór að byggj- ast, og olli því veðurhæðin. Þó sljettueldar komi upp, þá stöðvast þeir við varnar plægingar, iæki, járn- brautir og aðra > egi, ef ekki er hvasst, og það má brenna fyrir þ&. En f öðru eins veðri og var á laugardag- inn ræðst ekki við neit‘,því neistarnir berast 50 til 100 fet í loptinu og kveikja í hinu þurra grasi og öðru eldfimu, sem fyrir þeim verður. Eins og að ofan er getið, kom einn eldurinn hjerað sunnan, að suð- urhlið bæjarins, og var tvísýnt um stund hvort Fort Rouge yrði varin fytirhonum, en það tókst samt. Af- armikil reykjarsvæla barst hjer yfir bæÍDn á laugardaginn, svo hjer var allt fullt af reyk og ryki. E>að var ekki hægt að fá neinar greinilegar frjettir um eldana á laugardagskveld- ið, þvl telegrafstólpar brunnu & pört- um, svo vírarnir fjellu niður. Það kyrði nú samt á laugardagskveldið, svo það dró strax þá úr eldunum. Á mánudag rigndi dálitið, einkum í suð- urparti fylkisins, svo þeir eldar, sem þá voru eptir, slokknuðu. Ekkihefur frjetzt, að eldar liati gert neinn skaða í suðvestur og vestur hluta fylkisins, og þ& ekki í islenzku hyggðunum þar og vestan við takmörkin (ArgyléT Laufáss, Qu’ Appello- og í>ing valla-byggðunum). Ekki hefur heldur frjetzt um neina verulega skaða af sljettueldum f nágranna- rlkjunum, Dakota og Minnesota, og CARSLEY & CO. eru nú byrjaðir að selja HvuÁí;rog T ackets Splunkur-ný og rneð nýjasta sniði, úr “German Beaver Box Cloth’’, framúrskar- andifallegog hlý.Keypt fyrir lágt verð. Með nýmóðins boðung- um, sljettum og upphleypt u m, og lögðum með “fur” Þrír kassar með mismunandi Jackets frá $3.50 og upp í $10.00. Sjerstök kjörkaup. Carsley Co. 34A MAIN STR. Suonan við Portage ave. H G.uim&co. CAVALIER, N. DAK. Verzla með allskonar nifðöl Og meðalaefui, Harbursta, Svampa, Ilmvatn og Toilet Articles. Meðöl eptir fyrirsögn lækna, samansett með mestu aðgir.tni. Óskað eptir viðskiptum við kaup- endur Lögbergs. Fyr en kólnar, til muiu, er betra aS vera búinn aS fá góS- ann hitunarofn f húsiS. Við höfum ein- mitt þá, sem ykkur vantar. Einnig höfum við matreiSslu-stór fyrir lágt verð. Við setjum ,,Furnaces“ i hús af hvaSa stærð sem er, höfum allt, sem til bygginga þarf af j írnvöru, og bæði viðar- ogjárn- pumpur með lægsta verði. Við óskuin eptir verzlan Iesenda bergs, og skulum gera eins vel við þá eins og okkur er framast unnt, Buck$cAdams. EDINBURG, N. DAK. þar kom mikið regn nú á mánudaginD, svo hættan af eldum er þar miklu minni hjer eptir. Sama er að segja vestan úr Norðvesturlandinu", að sljettueldar hafa lítinn skaða gert. E>ar rigudi vel á mánudaginn á stóru svæði. Góðar regnskúrir komu suin- staðar hjer í fyikinu 1 fyrri nótt, svo öll hætta af mikluin eldum ætti að vera um garð gengin f haust. Blaðið „Tribuuu" hefurskoiað á menn að skjóta saman fje, til að hjálpa þeim sem fyrir mestum skaða urðu eldutn þessuin, og er vonandi, að góð- ur árangur verði af þvi. — Það mnn gerð röggsamleg gangskör að þvi að kornast fyrir, hvernig eldar þessir hyrjuðu og hegna þeim, sem sannast á að hafi valdið þeim. Dað er o<' vonandi, að liið opinbera geri ráðstaf- anir til að hindra, að aðrir eins skað- ræðis-eldar geti komið fyrir í framtlð- inui.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.