Lögberg - 27.01.1898, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27 JANUAR 1898
LÖGBERG.
Oafið út aö 148 Princess St., Winnipbg, Man
'if THE LÖGBERG PRINT’G & PUBLI8ING Co’Y
(Incorporated May 27,1890),
Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson.
Business Manager: B, T. Björnson.
% K8'I ýt»in|r»r : Smá-anplýsinfrar í eitt akipti 26
y rir 30 oró eóa 1 þml. dálkslengdar, 75 cta um mán
óinn. Á stierri auglýaingum, eóa auglýsingumum
lengritima, afsláttur eptir samningi.
findii fcki |>1 i kaupenda verður að tilkynna
bkriflega og geta um fyrverand1 bústað jafnframt.
Utanáskript til afgreiðslustofublaðsins er:
'l lie Fnnting A Piiblisb. Co
P. O.Box 58«
Winnipeg,Man.
Utanáskrip ttil ritstjórans er:
Editor Löghorg,
P *0. Box 585,
Winnipeg, Man.
_ Samkvœmt landslögum er uppsögn kaupenda á
o?aði<5glld,nema hannsje skuldlaus, þegar hann seg
,-ripp.—Kf kaupandi, sem er í skuld við blaðið flytu
/tetferlum, án þess að tilkynna heimilaskiptin, þá er
pað fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnum fyrr
prettvísum tilgangi.
FIMMTUDAGINN, 27. JANÍJAR 1898.
Er eymd og óáran á Islandi?
í blaði pvi sem Jrtn ólaísson er
nú ritstjóri við í Reykjavtk („Nýja
öldin“), birtist eptirfylgjandi ein-
kennilegi ritstjóra-greinarstúfur hinn
13. nóvernber síðastliðinn:
„Hr. Vilhjálms Pálssonar er von
hingað frá Ameríku roeð „Laura“,
auðvitað bara í skemmtiferð til að sjá
kunnÍDgjana og fá sjer einn slag af
l'hombre, pví ekki dettur honum víst
í hujr að neinn maður fari tilAmeríku
nú, par sem atvinna er hjer næg fyrir
hvern mann, og enda tilfinnanlegur
skortur á fólki hjer, en par vestra at-
vinnuleysi mesta í borgum og engin
bót sjáanleg enn á verilunardeyfð-
inni par. Og pótt uppskera hafi
verið vtða allgóð í ár og hveitiverð
polanúi, pá eru ekki mikil ltkindi til,
hvað sem uppskeru liður, að hveiti-
verðið haldist í sama horfi næsta ár.
Annars er það vænt, að einhver
landiað vestan kemorhtimnú og sjer
með eigin augum, hve gott er um at-
vinnu bjer nú. t*egar hr. V. P. skrif-
ar vestur blaði sínu, mun hann leið-
rjetta þau hraparlegu ósannindi þess,
að hjer sje eymd og óáran nú.“
Jón Ólafsson á vafalaust við Lög-
berg, þar sem hann er að ta*a um
blað Mr. Vilh. Pálssonar hjer vestra,
og þá þýða niðurlags-orð hans I ofan-
prentnðum greinarstúf það, að Lög-
berg hafi farið með þau hraparleyu
6sarmindi,afi „eymd og óáran“ sje nú
á íslandi.
Pó Jón ólafsson segi ekki í
greinarstúf sínum, að ritstjóri Lög-
bergs bafi sagt að „eymd ou’ óiran“ sje
á íslandi, ogþví síður veriðsvo greini-
legur að benda á, hvar og hvenær
þessi „hraparlegu ósanuindi“ hafi ver-
ið í Lögbergi, þá könnumst vjer við
að hafa sagt eitthvað í þá átt. En
það, som vjer höfum sagt, höfum vjer
byggt á frjettum í Islands-blöðum,
sem vjerhöfum jafnframt birt í blaði
voru. Blöðin á íslandi eru nú ekki
vön að ljúga upp sögum um „eymd
og óáran“ á Islandi, þó sumum þeirra
hætti við að ljúga upp „eymd og
óáran“ l Amerlku, og er „Nýja öld-
in“ með þvi markinu brennd, eins og
greinarstúfurinn að ofan ber með
sjer. Vjer gætum nú bent á ymsar
frjettir, sem prentaðar hafa verið i
Lögbergi upp úr íslands blöðunum,
sem sanna, að „eymd og óáran“ á sjer
stað á íslandi, og vjer getum bent
á ritstjórnar-greinar og aðsendar
greinar I íslands blöðum, sem sanna
hið sama. En vjer ætlum að sleppa
því í þetta sinn, og prentutn i þess
stað, hjer fyrir neðan, brjefkafla frá
langtum merkari manni á Suðurlandi
(á íslandi) en Jón Ólafsson er, sem er
eins greinilegt svar og unnt er að fá
upp á allt bull Jóns Ólafssonar og
vissra annara ritstjóra á íslandi um
góðceri og velllðan þar. Brjefið
er dagsett i byrjun desember síðastl.
og hljóðar kaflinn sem fylgir:
. . . .„Útlitið á Suðurlandi,r.ð Reykja-
vik einni undanskilinni, er ískyggi-
legra en nokkru sinni, sem jeg man
eptir. Og jeg held, að fjárhagsástæð-
ur manna um land allt—nema í ein-
staka kauptúni, t. d. íaafirði, Akur-
eyri og Sauðárkrók—sje verri en
langa-lengi og útlitið mjög ljótt.
Detta er eðlilegt. í fyrra var óir og
landbúnaður fór mjög illa; í sumar
ótíð viða (rigningar), og i haust fjell
sauðfje hraparlega í verði, en það
hefur um mörg ár verið aðal verzlun-
arvara bænda, sem flestir eru komnir
í peningaskuldir f bankanum og víð-
ar, einkum þeir, sem einhverju liafa
kostað til jarðabóta og húsabóta. Af
því bændur nú þykjast sjá, að úti sje
um vonina í þolanlegum sauðfjár
markaði framvegis—fjeð fellur víst í
verði um þriðjung verðs—og treyst-
ast ekki til að balda fólk og gjalda
þvf, vilja þeir að sögn unnvörpum
hætta að búa, ef þeir gætu komið sjer
öðruvísi fyrir. Svo heitir það i blöð-
uuum, að menn þykist ekki geta búið
fyrir fólkseklu. Af hverju Btafar sú
fólksekla? Af þvi, að bændur treyst-
ast ekki til að halda fólk og borga
þvi viðunandi kaup. Búnaðurinn
þolir það ekki, segja þeir. Með öðr-
um orðum: þeir geta ekki veitt svo
góða atvinnu, að vinnufólkinu þyki
viðunandi. Og svo segja blöðin:
Bændur geta ekki búið vegna fólks-
leysis; hjer vantar bara fólk í landið,
nóg fólk, miklu fleira fólk, svo að
bændur geti búið eins vel og áður og
miklu beturl! Vinnukonurnar, ungu
stúlkiirnar, fara í lausamennsku—til
kaupstaðanna til að læra að sauma og
haúnyrða, til að „mennta sig“, eins
os þær kalla það,—og karlmenuirnir,
vinnumennirnir, fara líka í lausa-
mennsku, á fiskiskútur til Austfjarða
og Vestfjarða, o. s. frv., slæpast svo
einhversstaðar yfir veturinn. Dá eru
fiskiskipin. Deim fjölgar hjer raikið.
Meðalrnarms kaup á þeira t góðu ári
er i hæsta lagi 300 krónur, — fullgóð
atvinna fyrir einhleypinga, en ónóg
fyrir familiufeður, sem verða strax
skuldugir skipseigendum, verða að
taka kaup sitt í dyrum vörum, draga
á þeim fram vesalt lif og skulda til
dauðadags. Skuldin ernáttúrlega eins-
konar blekkur á fótum þeirra líkt og
galeiðuþræla. Á þilskipin veljast
duglegir menn á góðum aldri; aðrir
duga ekki. Deir verða þannig sjó-
mannalyður upp á lífstið, og haun
ósjálfstæður og ánauðugur, lántakandi
upp á vinnu sina fyrirfram. Jafn-
framt því, sem þilskipin fjölga, leggj-
ast opnu skipin niður og verða með
tilheyrandi veiðarfærum að engu; en
eldri sjómenn og uDglingar óharðnað-
ir við sjóinn verða atvinnulausir,
Dessi bylting á sjávarútveginum hef-
ur þannig sínar skuggahliðar, og er
tvísýnt, að hún bæti hag almenDÍngs,
þó að blöðin ropidrjúgum útaf henni.
Við Faxaflóa sunnanverðan er á-
standið þannig—utan Reykjavfkur—i
sjóplássunum: Fiskilaust. Að menn
hafi getað birgt sig að nauðsynjum
undir veturinn er hrein undanteknitig.
Fjöldinn hefur ekki getað það. Láns-
traust bjá kaupmönnum alþrotið. Og
þess vegua eiga hinir mörgu fátækl-
ingar harðrjetti—ef til vill hungur—
fyrir höndum skemmri eða lengti
tfma af vetrinum, nema verulegur afli
komi því fyr af sjó. Svona er það.
En þessaer líttgetið í blöðunum hjer,
svo lengi sem vandræðalaust er í
Reykjavík. En þar er nú atvinna
með mesta og bezta móti vegna opin-
berra bygginga, vegnlagninga inn að
holdsveikraspítalanum væntanlega í
Laugarnesi o. 8. frv. Og þangað
myndi fólk nú streyma unnvörpum,
ef það mætti setjnst þar að án leyfis
bæjarstjórnarinnar, sem fer varlega í
að veita aðsetursleyfi.—Ofan á það,
aem nú er talið, stendur saltfiskur svo
illaá heimnmarkaðinum, að augljóster,
að næsta ár verður hið versta verzlun-
arár fyrir sjávarbændur, þótt hjer
kæmi afli. Útlitið er þvi í mínum
augum mjög skuggalegt. •
Eitt af því öfuga hjá oss er mót-
spyrnan gegn útflutningi fólks hjeðan
eins og sú mótspyrna kemur fram.
Afleiðing hennar er, að einmitt efnað
atgjörvisfólk yfirgefur helzt landið.
Fátækir menn, sem brestur atvinnu
og verða hjer aldrei að liði, komast
aldrei neitt áfram, en eru ef til vill á
sveit þrátt fyrir góða vinnukæfileg-
leika,—þeir komast hvergi, ekkert
anuað en á sveitina. Slíkum mönn-
um þyrfti einmitt að veita styrk til
utanfarar. Dað væri þeim sjálfum og
þessu þjóðfjelagi gagnlegt, og gott“.
Vjer þurfum varla að færa frek-
ari sönnun fyrir, að „eymd og óáran“
átti sjer stað á íslandi, ekki einasta
árið sem leið, heldur árið þar á und-
an, og að „eymd og óáran“ á sjer
stað nú—ef til vill reglulegt hungur í
sjóplássunum við sunnanverðan Faxa-
flóa — og framtfðarhorfurnar hinar
skuggalegustu, af þeim ástæðum sem
höfundur brjefsins tekur fram.
En áður eu vjer ljúkum þessari
grein vorri, álítum vjer rjett að benda
enn einu sinni á þann sannleika, að
f ium mönnum er gefið að fara með
eins mikla lýgi og bull í fáum línum
og binum alræmda. ritstjóra „N. Ald-
arinnar“. Dað er nú reyndar ekki
neinn vottur um mikla hæfilegleika
að ljúga og fara rangt með. Hver
auiinn og óþokkinu getur það. Allt,
sem útheimtist til þess, er nógu raikil
ósvífni og samvizkuleysi—og þetta
hvorttveggja hefur ritstj. „N. A.“ í
ríkulegum mæli.—Hanu er að tala
um nœga atvinnu fyrir hvern rnann á
íslandi, en það er þá einungis í
Reykjavík, sem þessa nægu atvinnu
er að fá, og þar á er sá hæugur, að
utanbæjarfólki er fyrirmunað að nota
hana! En um það getur ekki ritstj.
„N. A.“ Dað er nú ekki eptir hans
„kokkabók“, að segja satt frá öllum
kringumstæðum í þessu máli, framar
en öðrum.—Dá er það ekki minni
lýgi, sem ritstj. „N. A.“ ber á borð
fyrir lesendur blaðs sír.s, er hann seg
ir, að bjer vestra sje „mesta atvinnu-
leysi í borgum og engin sjáanleg bót
enn á verzlunardeyfðinni" hjer. Vjer
álítum að ritstj. „N. A.“ ljúgi þessu
vísvitandi og af yfirlögðu ráði, því
þó hann slái opt um sig með því, að
látast vita um ýrasa hluti út í æsar,
sem hatin veit ekkert um og ber ekk-
ert skynbragð 4—treystandi fálæði
lesenda sinna—þá efumst vjer ekki
um, að hann hefur sjeð það f merkum,
útleDdum blöðum, að atvinnuskortur
er nú langtum minni f stórborgunum
í Bandaríkjunum en hann var fyrir
ári síðan og að öll verzlun var fjör-
ug um alla Norður-Ameríku síðast-
liðið ár. Atvinnuleysi í stórborgum
Bandaríkjanna kemur annars mjög
lítið við spursmálinu um, bvort hyggi-
legt sje fyrir fólk á Islandi að flytja
sig hingað til Canada—-Manitoba og
Norðvesturlandsins—því enginn hef-
ur verið að telja menn 4 ísl. á að
flytja til Ameriku í því skyni að setj-
ast að í nefndum stórborgum og verða
þar daglaunamenn, heldur til að fá
sjer bjer frjósamar, gefins jarðir og
verða hjer sjálfstæðir bændur. Rit-
stj. „N. A.“ er náttúrlega að reyna
að villa sjónir fyrir lesendum sfnum,
en ekki að upplýsa þá um hið sanna.
Hann er þokkalegur blaðamaður,
þessi ritstjóri í átjánda sinn! Hann
hefði að líkindum orðið sjaldnar rit-
stjóri, en lengur i einu, ef hann hefði
tamið sjer tneiri sannleika, í staðinn
fyrir lýgi og húmbug, í blaðamennsku
sinni.-—Og bvað spádóma ritstj. „N.
A.“ um hveitiverð hjer 1 landi snertir,
þá eru mönnum of minuisstæðir spá-
dómar hans (f brjefnra til blaðanna 4
ísl. og hinum alræmda fyrirlestri hans
f Rvík) um hveitiverð árið sem leið,
til þess að taka mark á þessum nýja
spádómi hans. Deirri óáran, verzlun-
ardeyfð og atvinnuskorti, sem átti
sjer stað í Bandaríkjtinum, Ijetti af
þegar ritstj. ,,N. A.“ flæktist þaðan
til íslands, og hveiti og önnur bænda-
vara stje upp um helming, en nú er
eymd, óáran, fiskileysi og verzlunar-
deyfð, öskufall og hverskyns vand-
ræði á ísl., hvort sem það fylgir hon-
um hvar sem hann flækist f veröldinni.
Atvinnuskortur, bankahrun og verzl-
unardeyfð var alltaf miklu minna hjer
f Canada en i Bandaríkjunum, sem
ef til vill var þvf að þakka, að óláns-
maðurinn var fluttur hjeðan alfarinn
suður yfir landamærin.—Vjer óskum
Islandi alls hins bezta, en þó getum
vjer ekki óskað að landið losist
aptur við ritstj. „N. A.“ ef það þýddi
það, að hann hrökDðist aptur hingað
vestur, þvf ekkert lín mundi álfu
þessari af honum standa,—Ef iygar
hans um velsæld og góðæri 4 íslandi
og eymd og óáran hjer gæti satt ein-
hvern svangan aumingja á íslandi,
þá skyldum vjer ekki kvarta undan
þeim, en vjer óttumst að lygahjal og
húmbúg hans verði ljett í maganum á
aumingjunom, eins og önnur góð-
gerðasemi hans hefur verið ljett á
metunum um dagana—eins ljett og
pólitíkin, trúin, bindindið og allur
mórallinn hans.
Ferðapistlar
frá
Einabi Helgasyni.
I.
í sumar ferðaðíst jeg um Sví-
þjóð, til þess að kynna mjer jurta-
ræktun þar, einkum trjáa og runna,
er væntanlega gætu orðið til skjóls
og varnar á íslandi; og einnig gras-
rækt, að þvi leyti er snertir sáningu á
grasfræi og hvaða tegundir mest eru
no>aðar.
Til þessarar ferðar hafði jeg 400
kr. styrk frá Búnaðarfjelagi Suður-
amtsins, er jeg kann því beztu þakk-
ir fyrir.
Til þess að geta haft gagn af að
ferðast í öðrum löndum, verður að
hafa meðmæli til ýmissa málsmetandi
manna, sem hafa áhuga og þekkingu
á þvi efni, sem sá vill kynna sjer, og
var stjórn hius konunglega danska
landbúnaðarfjelags svo góðfús að
380
Hátt fyrir ofan toppa grenítrjánna ronndi hrosss-
gaukur eiun sjer i sifellda hringi, eins og hann væri
4 verði. Hann fylgdi sleðanum eptir, þar sem hann
leið áfram í gegnum skóginn, og gaf af sjer sitt ein-
kennilega, aðvarandi hljóð, sem líkist jarmi lambs,
er stendur undir garði i kulda.
Einusinni eða tvisvar heyrðu þauhið óyndisiega
gól úlfsins—hið þunglyndislegasta, nornarlegasta,
vonleysislegasta hljóð, sem nokkurt dýr gefur af sjer.
Allur skógurinn virtist vakandi—á hreifingu og bið-
andi eptir einhverju. Úlfurinn, sem hefur verið
truflaður i bæli sinu, hefur vafalaust heyrt og skilið
hljóð hins vaktandi hrossagauks og hina snöggu
þögn skógar-rjúpunnar,sem er kærast að sitja 4 grein
sinni og hlæja þar þegar engin hætta er á ferðum.
Dunglamalegur þiður, sem sveiflaði sjer i gegnum
loptið, uppi yfir trjánum, með miklum vængjaburði
°g þyti virtist ekki gefa gaum að neiuu nema sínu
einmaualega, göfuglega starfi—reglulegur konungur
meðal fugla loptsins.
Vindurinn hvíslaði meðal hinna efstu greina
trjánna, og þær hreifðu sig eins og barn í svefni; en
þar fyrir neðan var allt kyrt. Sjerbver grein var
breifingarlaus undir snjóbyrði sinni. Loptið var
Ijett, hressandiog skínandi bjart—eins og „þurt“
kampavín. Dað virtist reka blóðið I gegnurn æðarn-
ar með miklutn hraða og fylla mann með lífsgleði.
Katrín tók eptir öllu þessu, en stýrði samt hest-
unum fimlega. Skógarnir töluðu til hennar með
369
einu, út um gluggann. Hjer var að eins spursmál
um, hvað mikið blý þyrfti til að fella bjöminn að
velli áður en hann kæmist þá sex faðma, sem voru á
railli bans og Pauls. í binum plásslitla kofa var
hvellurinn af hinum stóru skotum í báðum hlaupum
riffilsins nærri eins og skotið hefði verið af fallbissu;
ennfremur hafði Steinmetz, sem var að eins 10 faðraa
trá kofanum, skotið af riffli sínum sama augnablikið.
Kofinn varð fullur af púðurreyk, svo stúlkurnar
sáu ekkert frá sjer í nokkur augnablik. Svo sáu þær
að skógarvörðurinn reif opna hurðina og skelldi
henni aptur á eptir sjer. En kalda, hreina ioptið
streymdi inn um hinn brotna glugga, svo þeim ljetti
brátt um andardráttinn, sem þær höfðu nærri misst í
bráðina af brennisteins-svæluuni af hinu brennda
púðri.
Svo stukku þær út úr kofanum; og þá sáu þær
aðra sjón, sern líktist sýningu á leiksviði—Paul
krjúpandi á annað hnjeð í miðju rjóðrinu og vera að
sigta vandlega á björninn, sem fram undan honum
hafði verið, en var nú að hafa sig til baka til skógar-
ins. Dær sáu dálítin, bláan reykjarmökk hefja sig
'upp frá riffli hans, og heyrðu snarpan hvell; og svo
st.ikkst björninn á hausinn og iá hreifingarlaus.
Steinmetz og skógarvörðurinn voru á leiðinni til
Pauls. Chauxville var nú komiun út úr hrís-fylgsni
síuu og starði með uppþöndum, óttaslegnum augum
á kofanu, sem hann hafði álitið tómau. Hann hafði
ekki viíað, að það voru þrjár rnanneskjur á bakvið
384
inu, sem hann átti að fela sig i, höfðu þeir sig burt
hljóðlega þangað, sem þeim var ætlað að vera.
Rjett á eptir sáu þær Karl Steinmetz koma úr annari
átt, og faldi hann sig dálftið nær kofanum, f runns af
smáum greni- og eikartrjám. Hann var ekki meira
en tfu faðma frá kofanum, sem þær Magga og Katrin
höfðu falið sig í.
Dað leið ekki á löngu áður Paul sást koma.
Hann var aleinn, og kom allt i einu út úr skóginum,
fram í þann enda rjóðursins sem fjær þeim var.
Hann var sannarlega veifihetjulegur, nærri sjö fet á
hæð á skfðum sínum. Hann hjelt á öðrum riffli sín-
um f hendinni, en hinn haugdi yfir um bak hans á
reim, sem lá yfir aðra öxl hans, um brj'óst hans og
svo undir hina hendina. Detta var lfkast þegjandi
sýning á leiksviði: hið snjóþakta rjóður með skíða-
föruuum þvert yfir það, hin hreifingarlausu trje, hið
bjarta sólskin og hinn djúpi blámi i skóginum hinu-
megin; en Paul—eins og hetjan S einhverri norrænu
sögunni—stóð eins og loðklæddur, norrænn risi al-
eÍDn í rjóðrinu.
Dað var auðsjeð á stellingum Pauls, að hann var
að hlusta. Dað er ekki ólíklegt, að hinn æfði veiði-
maður hatí getað ætlast á, af skrækjum fuglanna og
hinu fjarlæga spangóli úlfanna, hvað langt í burtu
þeir voru, sem höfðu slegið hring í kringum bjarn-
dýrin og voru að þoka þeim nær og nær rjóðrinu.
En hann fór bráðum yfir þangað sem Chauxville hafði
falið sig, sagði eitthvað við hann—var annaðhvort að