Lögberg - 22.09.1898, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.09.1898, Blaðsíða 3
LÖOBERG, FIMMTl DAGINN 22. SEPTEMBER 1898 8 Egyptulaudsmálin. Sigur Breta í Omdurman hefur algerlega brotið vald „dervishanna11 á bak aptur og bundið enda á stjórn Mahdistanna í Soudan. Jafnvel f>ó Bretar hafi unnið petta mikla parfa- verk 1 uafni Egyptalands, f>á er eng- inn vafi á, að Khartoum og Omdur- ®an verða framvegis undir stjórn Breta, og f>yðir slíkt fullkomin um- ráð yfir allri Soudan til austurs og vesturs, frá Dongola til miðjarðar- fylkjanna og frá Rauðahafinu til Tchad-vatnsins. Enginyfirráð neinna þjóða eða flokka eru liugsanleg innan Defndra takmarka án sampykki peirra, sem yfir bæjunum Khartoum og Omdurman ráða. Abyssiníukeisari, sem sagt er að hafi herstöð í Sobat, spölkorn fyrir sunnan Fashoda með- fram Nílá, gæti ekki haldist par við í trássi við kanónubátana og allan þann liðsafla, sem saman er kominn i Khartoum. Haldi Frakkar Bahr-el- Ghazel, pá geta peir slíkt pví aðeins, að liðið í Khartoum verji pá gegn árásum Arabíu-manna, sem flæmdir verða burtu frá Khartoum. SirHerbert lvitchener getur nú hæglega, eptir að liafa náð Khartoum, sent kanónubáta og gufuskip upp eptir ánni og náð til Breta, sem eru við Uganda-vatnið, innan tveggja mánaða. Hægðarleik- ur væri og fyrir hann að leggja undir sig gjörvalla Soudan, en að koma á og viðhalda par góðri stjórn og sjá urn, að menn megi vera óhultir með lf{ og eignir, verður enginn hægðar- leikur eptir 15 ára stjórnleysi, sem par hefur verið. Mundu útheimtast til pess mörg ár og margir örðugleik- ar verða í vegi. Hvað gera nú Bretar næst? ætli peir bjóði Sir Herbert Kitchener að halda áfram, og hætta ekki fyr en öll Soudan er komin á peirra vald? JÞaðer Vonandi að svo verði; en ekkert slíkt hefur pó frjetzt frá London. Einungis hefur verið talað um að vinna sigur yfir Khalffanum og hans prælaliði, eins og svo rækilega hefur nú verið gert. Hugsi Bretar sjer nokkurn tíma að ná Soudan algerlega, pá skyldum vjer ímynda oss, að nú væri bezti tfminn til pess, pegar Khalffinn er úr sögunni og ótti við Breta, sem óvini, og traust til peirra, sem vina, or almennt um pvert og endilangt landið. Nú er gnægðaf úrvalaliði og ðllum nauðsynlegum útbúnaði við hendina, og yrði pví langtum kostn- aðarminna að halda nú áfram, en að flytja upp af nyju eptir nokkur ár. Auk pess er ekki líklegt, að Bretar hafi nokkurn tfma neinn mann, sem fremur verði hæfur til að leysa slfkt vanda-verk vel af hendi, en Sir Her- bert Kitchener. Sfðan egypzku ó- nyrðirnar hófust, fyrir lö árum síðan, hefur hann verið aðalmaður Breta par syðra. E'yrir framúrskarandi her- kænsku, dugnað og úthald varð hann sjálfkjörinn hershöfðingi og hann hef- ur áorkað svo ótrúlega miklu, að mörgum hefur pótt alveg ötrúlegt. Ekki er ólíklegt að hann vilji halda verkinu áfram ; og vilji hann pað, pá er mögulegt, að hann hafi áhrif á Breta í rjetta átt. Eogu að síður er ymislegt, sem með pví mælir, að láta sjer nægja að ná aptur Khartoum. Bretastjórn vill auðvitað gjarnan ekki purfa að lenda í ófrið við Abyssiníu-keisara, útaf Gallabat og Sobat, og Frakka útaf Bahr-el-Ghazel. Á hinn bóginn mundu Bretar gjarnan vilja ná til Uganda og Victoria NyaDza, par sem allt er á ringulreið. Bretar hafa gert pað heyrum kunnugt, og ekki hvað sízt Frökkum, að allur Nflár-dalurinn skuli tilheyra Egyptalandi. Eigi slfkt nokkurntíma að rætast, pá er hægra nú en síðar að fá pvf fram- gengt án afskipta hinna stórpjóðanna. Og svo eitt ennpá; nú hafa Bretar brotið vald Khalífans á bak aptur, og pannig eyðilagt hina einu stjórn par, pótt ill væri, og eiga pvf Soudan- menn heimtingu á, að fá aðra stjórn í pess stað. Uað hvílir pví sú skylda á Bretum, bæði gagnvart fólkinu í Soudan og gagnvart hinum menntaða heimi, að koma par stjórn á. Nú er heldur engin ástæða að efa, að óslitin járnbraut og telegrafpráður leggist alla leið frá Cairo til Capetown, og að Bretar vinni pað mikla prekvirki. Capetown-járnbrautin liggur nú peg- ar norður undir Lambesi-fljótið og telegraf-práður alla lelð norður að Nyassa-vatninu. Frá Cairo er tele- graf-práður og járnbraut og vatnaleið alla leið til Gonclakora. Meðfram Tanganyika-vatninu hafa nú Bretar fengið landræmu hjá Congoríkinu fyrir telegrafpráð, prátt fyrir allt, sem I>jóðverjar hafa gert til að spilla pví. Allt petta mælir mjög mikið með pví, að Sir Herbert Kitchener fái að halda áfram ferðinni unz hann hefur náð gjörvallri Soudan á sitt vald.— Witness. Frjettabrjef. Beresford, Man., 31. ág. 1898. Herra ritstj. Lögb. Jeg hef opt verið að hugsa um að senda yður nokkrar línur um hið helzta, sem fyrir augun bar á ferð minni til Edmonton og til baka, en hef aldrei haft hentugau tfma til pess fyr en nú, að jeg er staddur hjer hjá kunningja mínum,I>orsteini borsteins- syni járnsmið í Beresford, og bíð hjer eptir járnbrautar-lest. Þegar jeg kvaddi Alberta-ísl. fór jeg norður til Edmonton með járn- brautinni og liggur hún 1 gegnum heldur skemmtilegt iandslag—vfðast nokkuð mishæðótt,—og pegar nter dregur EdmoDton, sjást talsverðir hveitiakrar hjer og hvar fram með brautinni og líta peir vel út. Braut- in endar í Suður Edmonton, og eru um 2 mílur paðan til Norður-Edmon- ton, sem er aðal bærinn. Stendur hann á norðurbakka Saskatchewan- fljótsins, og eru bakkarnir, par sem bærinn steDdur, mjög háir ogfallegir. Þótti mjer pað tilkomumikil sjón að horfa upp og niður eptir ánni um sól- setrið í ágústmánuði. Norður-Ed- monton á vafalaust mikla framtfð fyr- irjhöndum, bæði fyrir pað, hvað land- ið par f kring er Agætt hveitiland og svo líka fyrir afstöðuna, par sem bær- inn má teljast hliðið að hinum n.ikla, ónumda Peace River dal. Frá Ed- monton fór jeg aptur til Calgary, og var jeg svo heppinn að hitta par á járnbrautarstöðvunum mjög gestris- inn íslendÍDg, Mr. Björn Jónsson. Tók hann ágætlega á móti mjer og s/ndi mjer allt hið merkilegasta f bænum og grendinni. í Calgary hitti jeg pó nokkra íslendinga, og er pað allt mjög myndarlegt fólk.—Calgary er fallegur bær, byggður í sendnu dalverpi, par sem Elbow og Bow- árnar koma saman, og eru hæðir að sjá allt í kring—brattar, með skógar- runnuiS og klettum f brúnunum—en til vesturs blámar yfir hæðirnar fyrir Klettafjöllunum. í hæðum pessum fæst hinn alpekkti Calgary bygginga- steinn, sem nú er farið að nota svo mikið I Winnipeg. í Bow River eiu að sjá mikil mannvirki, pví allt vatn- ið hefur verið handsamað og veitt í eina áður næstum purra kvísl, stfflað og hækkað upp, til pess að mynda foss, og er afl hans notað til pess að lysa bæinn. Frá Calgary fór jeg viðstöðulaust til Moosomin, og er á pessari leið mjög lítil tilbreyting á landslagi að sjá.—Frá Moosomin ók jeg á hesta- vagni um 35 mflur til Vatnsdals-nyl., Og fer tnaður á peirri leið yfir Qu’Ap- pelle dalinn, sem er hið fallegasta smá-dalverpi, sem jeg hef sjeð, og gat jeg ekki annað en stanzað par góða stund, til pess að njóta fegurð- arinnar. Vantsdals-nyl. ísl. er nú ekki stór, að eins 16 búendur í alit, og eru bújarðir peirra allar í tveimur „town- ship“um. Landslagið er öldumyndað með töluverðu af hrísskógi hjer og hvar, og hefur par reynzt ágætt hveitiland. Vatn er par gott í brunn- um og eldivið hafa bændur nægan f Qu’Appolle dalnum, 2 til 3 mllur frá nyl. Engjaland er par nokkurt og hafa íslendingar par talsvert af naut- gripum—alls um 174 nautgripi og 45 hesta; par að auki sauðfje, svfn og hænsni. Búendur par hafa í allt brot- ið 929 ekrur af landi og hafa nú í sumar nálægt 600 ekrur undir hveiti. Uppskeruhorfur voru góðar,og bjugg- ust bændur við að fá um 20 bush. af hveiti af ekrunni. Eptir nákvæmustu upplysingum, sem jeg gat fengið, nema eignir pessara 16 bænda (að frá- dregnum öllum skuldum) nokkuð yfir 29 púsund doll. Hið erfiðasta, sem nýlendumenn hafa nú við að stríða, er pað, hvað langt er til markaðar, en peir lifa í voninni um, að úr pvf ræt- ist áður en langt um llður, pví North West Central-járnbrautin á að leggj- ast par í gegn. Þar er enn talsvert af heimilisrjettarlandi f kringum ny lenduna, sem sumir af bændum sögðu mjer að væri gott land, og voru peir sádr yfir pví, að íslendingar, sem enn 1 eru svo margir landlausir hingað og pangað f bæjunum, skuli ekki nota tækifærið að eignast par góð heimili. Fólkið er yfir höfuð skemmtilegt, og eins og allsstaðar annarsstaðar meðal íslendinga, gestrisið og kurteist, og ef pangað yrði innflutningur, ætti meira fjelagslíf að geta átt sjer stað, en sem örðugra er við að eiga á með- an byggðin er fámenn. Með b»ztu óskum til Vatnsdæl- inga. A. Eqgkrtssoíí. REGLUR VID LANDTÖKU. Af öllum sectionum með jafnri tölu,sem tilheyra sainbandsstjórn- inni í Manitoba og Norðvesturlandinu, nema 8 og 26, geta fjölskyldu- feður og karlmenn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sjer 160 ekrur fyrir heimilisrjettarland, pað er að segja, sje landið ekki áður tekið,eða sett til sfðu af stjórninni til viðartekju eða einhvers annars. INNRITUN. Menn meiga skrifa sig fyrir landinu á peirri landskrifstofu, sem næst liggur landinu, sem tekið er. Með leyfi ionanríkis-ráðherrans, eða innflutnÍDga-umboðsmaniisins í Winnipeg, geta menn gefið öðr- um umboð til pess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjaldið er í»10, og hafi landið áður verið tekið parf að borga $5 eða $10 umfram fyrir sjerstakan kostnað, sem pví er samfara. HEIMILISRJETTARSKYLDUR. Samkvæmt dú gildandi lögum verða menn að uppfylla heimilis- rjettarskyldur sfnar með 3 ára ábúð og yrking landsins, og má land- neminn ekki vera lengur frá landinu en 6 mánuði á ári hverju, án sjer- staks leyfis frá innanríkis-ráðherranum, ella fyrirgerir hann rjetti sín- um til landsins. BEIÐNI UM EIGNARBRJF ætti að vera gerð strax eptir að 3 árin eru liðin, annaðhvort hjá næsta umboðsmanni eða hjá peim sem sendur er til pess að skoða hvað unn- ið hefur verið á landinu. Sex mánuðum áður verður maður pó að hafa kunngert Dominion Lands umboðsmanninum f Ottawa pað, að hann ætli sjer að biðja um eignarrjettinn. Biðji maður umboðsmann pann, sem kemur til að skoða landið, um eignarrjett, til pess að taka af sjer ómak, pá verður hann um leið að afhenda slfkum umboðam. $5. LEIÐBEININGAR. Nykomnir innflytjendur fá, á innflytjenda skrifstofunni í Winni- peg og á öllum Doroinion Lands skrifstofum innan Mauitoba og Norð- vesturlandsin, leiðbeiningar um pað hvar lönd eru ótekin, ogallir, sem á pessum skrifstofum vinna, veita ínnflytjendum, kostnaðar laust, leið- beiningar og hjálp til pess að ná f lönd sem peim eru geðfeld; enn fremur allar upplýsingar viðvfkjandi timbur, kola og námalögum. All- ar slfkar reglugjörðir geta peir fengið par gefins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórnarlönd innan járnbrautarbeltisins f British Columbia, með pvf að snúa sjer brjeflega til ritara innanrfkis- deildarinnar í Ottawa, innflytjenda-umboðsmannsins í Winnipeg eða til einhverra af Dominion Lands umboðsmönnum í Manitoba eða Norð> vesturlandinu. JAMES A. SMART, Deputy Minister of the Interior. N. B.—Auk lands pess, sem menn geta íengið gefins, og átt er við í reglugjörðinni lijer að ofan, pá eru púsnndir ekra af bezta landi,sem hægt er að fá til leigu eða kaups hjá járnbrautarfjelögum og ymsum öðrum fjelögum og einstaklingum. 233 „Það er mjÖg fláuðsynlegt, að pjer kunnið pað“, sagði Loring lávarður, „pareð mig langar mjög til að liárið á mjer lfti vel út, pví að pað, að bera hjálm á höfðinu í prjátíu ár, hefur slitið hárinu á skallanum á rajer talsvert“. Um leið og liann sagði petta tók hann flauels húfuna af höfðinu, og pá sást, að skall- inn á honum var eins hárlaus eins og hænuegg og pað glampaði á hann í eldsbirtunni. „!>jer sjáið“, sagði hann og sneri sjcr við, svo að pað sást að pað voru að eins fá, slitin hár eptir á vöngunum—eins og leifar af liði á bardagavelli, sem höfðu lifað fjelaga sína;—„pað parf að búa pessa hárlokka mína, og jeg ofast ekki uin, að of pjer horfið á ská á höfuðið á tnjer, pegar birtan or góð, pá sjáið pjer, að hárið er Punnt sumsstaðaðar á höfðinu á mjer.“ „Þjer verðið líka að bera pyngjuna hans“, sagði frúin; „pví lávarðurinn mínn er svo góður og gjaf- uiildur, að hann mundi gefa hana hinum fyrsta betl- ara, sem bæði hann beininga. Allt petta, að við- bættu pví, að pjer kunnið nokkuð til veiða, kunnið sð fara með hesta og fálka og synið pann yndisleik ug dugnað, sem tilheyrir aldursskeiði yðar, gerir yð- ur hæfilegan til að vera S7einn lávarðarins.“ „Æ, lafði mín!“ sagði Alleyne, „jeg kann vel að teeta pann heiður, að pjer álftið mig verðan pess að Þjóna eins nafntoguðum riddara eins og Sir Nigel Loring er; en samt sem áður pekki jeg veikleika ininn svo vel, að jeg pori varla að taka upp á mig pá ábyrgð, sem jeg er svo lítt hæfur til að bera“. 240 En pótt búið væri að fylla nafnatöluna, pá var margt og mikið eptir að gera áður en flokkurinn gæti lagt af stað í leiðangur sinn. Það purfti að vfsu ekki að hugsa um vopn, sverð eða spjót, pví pað var hægt að kaupa pessa hluti betri og ódyrari f Bor- deaux en á Englandi. En pað var öðru máli að gegna raeð langbogana. Það var að vísu hægt að fá y-við f boga á Spáni, en pað var hyggilegra að fara með nóg boga-efni með sjer. Svo purfti pr_á strengi til vara með hverjum boga, og einnig miklar birgðir af örvum, auk pess að pað purfti að búa út hringabrynju-boli, fóðraðar stálhúfur og arma-ve:j- ur, se>n allt heyrði til hertygjum bogamanna á peim dögum. En sjerílagi átti kvennfólkið f ná- grenninu annrfkt við að snfða og scuma hinar hvítu yfirhafnir eða stakka, sem voru einkennisbúningur hersveitarinnar, og sauma á mitt brjóstið á peim rauða sánkti Georg’s ljónið. Þegar allt petta var búið og liðið safnaðist saman í kastala-garðinum til yfirlits, pá gat elzti hermaðurinn úr frönsku strfðun- um ekki annað en játað, að hann hefði aldrei sjeð betur útbúinn eða hermannlegri flokk, allt frá gamla riddaranum (Sir Nigel) í silkikirtlinum, sem sat á hinum d-ikla, brúna strfðshesti sfnuin I broddi fylk- ingar, til Hordlo Jóns, hins risavaxna nyja liða, er studdi sig skeytingarleysislega við afarstóran, svartan boga aptast í fylkingunni. Af hinum eitt hundrað og tuttugu mönnum í fylkingunni, hafði fullur helmingur verið f hemaði áður, og talsvert 229 ana, f staðinn fyrir að hleypa Troubadour á sprett upp Wilverly Walk, eða sleppa Roland litla á Vinn- ey Ridge-hegrana.“ „Jeg skal ekki svara spurningu hans, ef hann spyr að pvf“, svaraði Alleyne. „Ekki svara honum!“ hrópaði hún. „En hann heimtar svar. Já, pjer megið ekki bregðast mjer f pessu, pvf annars fer illa fyrir mjer“. „En, lafði mín“, hrópaði veslÍDgs Alleyne f mestu vandræðum, „hvernig á jeg að segja að pað hafi verið fyrir sunnan veginn, pegar jeg veit með vissu að pað var fjðrar mflur fyrir norðan hann“. „Þjer ætlið pá ekki að segja pað, sem jeg bað yður um'í“ sagði húu. „Þjer gerið pað sannarlega ekki beldur, par sem pjer vitið að pað er ekki satt“, sagði Alleyne. „Ó, mjer leiðast prjedikanir yðar“, hrópaði hún, rykkti til höfðinu og fór sina leið, en Alleyne stóð kyr eins sorgbitinn og skömmustulogur eins og hann hefði sjálfur gert einhverja svfvirðilega uppástungu. En hún kom nú samt til baka að augnabliki liðnu, og var enn einu sinni búin að breyta skapi sfnu. „Sjáið nú til, vinur minn“, sagði hún. „Ef pjer hefðuð verið lokaður inni f klaustri eða klefa pennan dag, pá hefðuð pjer ekki getað kennt einpykkri tnær að segja sannleikan, eða er ekki svo? Hvaða gagn er að hirðinum, ef hann yfirgefur sauðina sína?“ „Hann væri laglegur hirðir! ‘ sagði Alleyne f auðmykt. „En hjer kemur hinn göfugi faðir yðar“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.