Lögberg - 22.09.1898, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.09.1898, Blaðsíða 8
2 LÖGBERQ FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1898 Ur bænum og granndinni. LÖGBERG er flutt til R09% Elgin Ave., 4. dyr vestur frá Princess Street, að norðan verðu, á móti Grain Exchange. Mr. B. T. Bjömson, r&ðsm. Lögh fór suður tilDakotaum síðustu helgi. Mr. Stefán Sigurðsson, kaupm. frá N/ja íslandi, heilsaði upp á oss um síðustu helgi. Beir herrar J. A. Blöndal, Chr. Ólafsson og G. Thomas komu heim úr ferð sinni meðfram Manitoba-vatni og Shoal Lake pann 20. p. m. Kapt. Sigtr. Jónasson, ritstj. Lög bergs, lagði af stað suður til Banda- ríkja síðastliðinn priðjudag. Hann íetlaði til Dulutb, Minneapolis og St Paul, og um Isl. byggðina í Minnesota. Veðráttan rná heita að hafi verið góð síðan Lögberg kom út síðast. Samt kvarta bændur yfir, að bveiti- hirðing gangi seint vegna ópurka og er slikt mjög bagalegt. Klondyke. er staðurinn að fá gull, en munið eptir, að pjer getið nú fengið betra hveitimjöl á mylnunni í Cavalier,N D. heldur en nokknrsstaðar annarstaðar. Síðan Lögberg kom út síðast hef- ur hveitiverð heldur stígið upp. Sum- staðar i fylkinu hafa jafnvel 60 cents verið borguð fyrir bezta hveiti. Kom- ist pað verð á almennt áður en búið er að selja hávaðann af hveitinu, pá má slikt gott kallast. Allir sem finna að heilsan er að smá bila, pegar lifrin og n/run eru í pví ólagi að að pau geta ekki hreins- að líkamann af sóttnæmi pegar mag- inn og hægðirnar eru i ólægi, og pegar maður hefur höfuðverk og kvöl i bakinu ætti maður að taka Dr. Chase’s Kidney Liver pills. Menn raunu verða forviða hversu fljótt pær bæta heilsuna aptur. Mr. P. S. Bardal, frá Mountain^ N. D., kom hingað til bæjarins síðast- liðinn laugardag og fór heimleiðis aptur á mánudaginn. Hann sagði, að tíðin hefði verið mjög vætusöm að uridanförnu, og allvíða lægi hveiti bænda við skemmdum ef tíðin ekki breyttist mjög bráðlega til batnaðar. Mr. R. R. Taylor,bóndi 1 St.Pauls, nokkrar mllur niðnr með Rauðá aust- anmegin, varð fyrir pví mikla tjóni, 20. p.m., að allt hveiti hans, 14 stórir stakkar, brunnu til ösku. Hann hafði verið að byrja preskingu og neistar frá vjelinni kveikt í stökkunum. Hvassviðri mikið va'- á og pví gersam- lega óhugsandi að slökkva eldinn. I>ing verkamanna var sett hjer í Winnipeg hinn 16. p. m. í pingsal fylkisÍDS. A pinginu mættu fulltrúar frá 34 fjelögum, sem öll eru í Canada nema eitt. Nokkrir leiðandi bæjar- menn voru viðstaddir pegar pingið var sett til að fsgna pÍDgmönnum og segja pá velkonina, par á raeðal hinn setti bæjarstjóri Mr. Wilson, fyrir hönd bæjarins, og Mr. J. D. Came- ron, dómsmálaráðgjafi, fyrir hönd fylkisstjórnarinnar. Engir íslending- ar mæta á pÍDgi pessu og er slikt furða. Heyrnarleysi 'Vellll og 'suða fyrir ejrum lseknast 15*9« 1 með þvi að brúka 1 Wilsoirsroiiimoii scnse I ear driiins. / Algerlega ný uppfjmling; r—StSÍMW 1 frábrugðin óllum öðrum útbún- aði. petta er sú eina áreiðan- y lega hlustarpijia sem til er. O- mögulegt að sjá hana þegar buið er að láta hana aBeyrað. Ilún gagnar þar sem læknarnir geta ckki hjálpað. Skrihð eptir bæklingi viðvlkj- andi þessu. Karl K. Albevt, P.O. Box 589, 148 Princess St. WINNIPEG, MAN. N.B.—Pantanir frá Bandarlkjunum afgreidd- ar fljótt og vel. pegar þið skrinð, þá getjð um að auglj'singín bati verið í Logbergi, Mr. Guðm. Ásmundsson frá Sel- kirk, var hjer á ferð vestur að hafi Mr. Ásmundsson hefur verið heilsulít- ill undanfarin ár, og fer pví vestur til að leita sjer heilsubótar. Utanáskript til hans verður fyrst um sinn: Fair- haven, Wash. Vjer viljum benda lesendum Lögbergs hjer í bænum á, að dr. O. Björnson hefur nú fengið sjer tele- fón. t>eir, aem vilja tala við hann eða koma boðum til hans, geta pví losast við ómak og tímatöf með pvi að kalla 1156. Mr. Sveinbjörn Sigurðsson, bónði í Shoal Lake-n/lendunni, kom hing- að til bæjarins á priðjudaginn. Hann sagði oss, að heyskapur hefði gengið fremur vel í sumar, pví talsvert lægra hafi staðið í vatninu en undanfarin síðustu ár. Mr. Christján Ólafsson, umboðs- maður Mutual Reserve Fund Life Association, er n/kominn heim úr ferð sinni um Westbourne- og Álptavatns n/lendurnar, Hann biður Lögberg að flytja afsökun frá sjer til allra peirra, sem hafa skrifað honum um síðastlinn mánaðartfma og ekkert svar fengið frá honum. I)r. Chase lœlcnar Catarrh eptir ad vppskurður misheppnaðist. Toronto, 16. marz 1898. Drengurinn minn, fjórtán ára að aldri, hefur lengi pjáðst af catarrh, og ekki alls fyiir löngu Ijetum við skera haun upp á spítalanum. Seinna reynd- um við Dr. Chases Ointment, og ein askja af pessu meðali læknuðu hann fljótt og vel. H. G. Fokd, Forman Cowan ave. Fire Hall. Á öðrum stað í blaðinu birtum vjer ræðu eptir sjera Ólaf Ólafsson í Lundi, er hann hjelt á pjóðhátið Borgfirðinga fyrir minni Vestur ísl., 7. ág. í sumar. Vegna plássleysis getum vjer ekki í petta sinn minnst á ræðuna, en verðugt er, að hennar verði minnst síðar, pvl hún er bl/legustu orðin, sem vjer minnumst að um Vest- ur-íslendinga hafi nokknrn tíma verið farið á íslandi. Á miðvikudagskvöldið 28. p. m. verður haldinn opinn fundur undir um- sjón ísl. bindindisfjelaganna I Unity Hall, horninu á Pacific ave. og Nena str. Ræðuefni verður vínsölubannið. Ræðumenn verða, Jón Kjærnested, B. M. Long og Ingvar Búason, og ef til vill fleiri. Byrjar kl. 8. Munið eptir að koma. Chronic líczema lœknuð.—Miss Gracia Ella Aiton I Hartland N. B. batnaði einhver sú versta tegund af eczema sem beyrst hefur getið um. Mr. Aiton segir, undir eiði sem fylgir: Jeg votta hjermeð að dóttir minni Gracia Ella batnaði eczema, sem hún var búin að hafa lengi af fjórum öskj- um af Dr. Chase’s Ointment. Wi[l- iamThistle, lyfsali í Hartland, vottar einnig að hann hafi selt fjórar öskjur af Dr. Chases Ointment, sem hafi læknað Gracia Ella. Á öðrum stað I blaðinu er aug- 1/st samkoma í Tjaldbúðinni að kveldi pess 28. p. m. Auk annara skemmt- ana beldur sjera Hafsteinn Pjetursson par fyrirlestur um „Canada I gær, Canada I dag og Canada á morgun“, og má vafalaust gera ráð fyrir að hann verði fróðlegur. Samkoman mun eiga að haldast til inntekta fyrir söfnuðinn og viljum vjer mæla hið bezta með pví, að hún verði vel sótt. Næstkomandi mánudagskveld, 26. p. m., heldur Goodtemplara stúk- an „Skuld“ opinn fund á Nortbwest Hall, 1 tilefni af pví, að pá eru liðin tlu ár, frá pví að stúkan var stofnuð. Mjög vel hefur verið vandað til sam- komu pessarar, svo menn geta vænst góðrar skemmtunar. Meðal ræðu- manna verður Hon. J. W. Sifton, stór- templari Goodtemplara I Manitoba. Aðgaugur verður ekki seldur, en sam- skota verður leitað. Allir velkomnir. Að venju ætlar stúkan „Uekla“ að balda blutavcUu sainkoniu uin miðjan næsta mánuð. Samkomur pær, sem Hekla hefur haldið árlega að undanförnu, liafa ætlð pótt ágætar og verið ljómandi vel sóttar. Enda gengur allur arður af samkomunni I sjúkrasjóð stúkunnar. t>að sksl tekið fram, að stúkan kvað ætla að vanda til pessarar samkomu sinnar eins vel og framast er unnt.—Sam- koma pessi verður ítarlega augl/st síðnr. I f) C —FUNDUR VERÐUR í * * a• I . stúkunni „lsafold“ næsta priðjudagskveld (27. p.m.) á North- west Hall.—Meðlimir eru sterklega á- minntir um að sækja fundinn, pvl ákvarðað var á síðasta fundi að bera upp til atkvæða á pessum fundi auka- laga-mál stúkunnar. Allir ættu pví að sækja tundinn, sem kunna að hafa einhverjar athugasemdir að gera við frumvarpið, sem fyrir liggur. S. Sigubjónsson, C.R. Mr. Christian Jacobsen, bókbind- ari, hjer I bænum, sem flestir íslend- ingar kannast við, biður oss að geta pess, að hann sje öllum peim mjög pakklátur, sem gefa honum vinnu við að binda bækur peirra; hann skuli vanda bókbandið eptir föngum og selja pað ód/rt. Enn fremur biður hann oss að geta pess, að nokkrir eigi hjá sjer bækur, sem fyrir löngu sjeu bundnar. Verði bóka peirra ekki bráð- lega vitjað neyðist hann til að selja pær til pess að fá vinnu sína borgaða. —Mr. Jacobsen er nú 67 ára gamall, en hann er viljugur að vinna, og hið helzta, ef ekki eina, sem að honum amar, er pað, að hann fær ekki nógar bækur til að binda. íslendingar, sem eiga óbundnar eða trosnaðar bækur, gera góðverk með pví að lofa gamla manninum að binda pær. Yukoufara-brjcí. Kafli úr brjefi frá kapt. Jónasi Bergman, til ritstj. Lögbergs, dagsett I Fort Selkirk, I Yukon-landinu 6. ágúst1898: .... Jeg ferðaðist til Dawson City og er njflega kominn til baka úr ferð peirri. Hef jeg pví litið pann heims- fræga bæ með mínum eigin augum. t>að er sannarlega $100 virði að sjá hann. Daw'son City er I rauninni hvorki Canadabær nje Bandarlkjabær. Hverju hóteli fylgir danssalur eða •spilahús og má par sjá gullið I hrúg- um á borðunum; en allt gengur par svo friðsamlega, að slíkt má heita dæmalaust, og samt er öllu haldið gangandi alla nóttina. Menn finna pað á sjer, held jeg, að peir eru undir gamla brezka flagginu og eru pess vegna svo friðsamir; svo er ekki nótt- in nógu dimm fyrir pá úr fjöldanum, sem ekki eru börn ljóssins. Fólks- f jöldinn er svo mikill, að varla verður komist áfram eptir aðal-götunni. Menn eru par stöðugt að leita eptir vinnu, pví pó kaupið eigi að heita $8 til $10 á dag, pá er vinnan svo lítil, að menn bjóða sig fyrir jafnvel $3 á dag. Fjöldi peirra, sem til Dawson City koma, snúa beim aptur ef peir hafa efni á pví. Bæði eru menn of latir til að leita gullsins og svo kunna peir pað ekki. Því fyr sem slíkt fólk fer heim aptur pví betra fyrir bæði pá og aðra. Landið getur c.kki Vúdt mjög mörgum mönnum vinnu; að vlsu er mikið gull bjer I jörðu, en pó er pað minna en sum blöðin hafa orð á gert. Talað er um að stjórnin muni meiga hjálpa fólkinu burt hjeð- an I haust. £>að hefur engar vistir til vetrarins og enga peninga að kaupa fyrir. Vafalaust verður hægt að fá nógan mat I Dawson City í vetur og >að með sanngjörnu verði. Hveiti $12 til $16 sekkinn; reyktar svína- síður 20—30 cts pundið; sykur 25— 30 cts; bauDÍr 8—15 cts pundið. N/tt kjöt er nú sem stemlur selt fyrir $1 $1.25 pundið (innkaupsverðið er 75c). Allar líkur eru til að pað lækki enn í verði, en svo má búast við að pað hækki pegar á líður. Kartöflur kosta 35 cts pundið; leinónur 26c hver og oranges 50 cts. Marga gamla kunningja mlna litti jeg I Dawson City og voru peir flestir ánægðir. Eúgum ræð jeg pó til að flytja hingað að sinni. Iljer í Yukon verður ekki allt komið I gott lag fyr en eptir eitt eða tvö ár, og aldrei verða hjer jafngóðir tíma, eins og voru fyrir einu eða tveimur árum síðan. Hjer I Fort Selkiik eru nú 70 hermenn og á að fjölga peim svo peir verði 250. Er verið að byggja handa peim 27 hús og spftala. Auk pess á að byggja hjer dómhús og byggingu handa Yukon-stjórninni. Á Fort Sel- kirk, eins og pú heyrir á pessu, að verða aðseturstaður stjórnarinnar fram vegis, en ekki Dawson City, og er slíkt auðsjáanlega miklu hentugra. .. Fred. Wade. Mr. Fred C. Wade, einn af em- bættismönnum Dominionstjórnarinn- ar I Yukon, kom til Vancouver, B. C., fyrir rúmri viku síðan á leið hingað og að líkindum austur til Ottawa. í Vancouver blaðinu „Daily Province“ birtist löng og skorinorð yfirl/sing frá Mr. Wade, hvar hann neitar pví harðlega, að sögur pær, er um sig hafi verið útbreiddar í vissum blöðum landsins, hefðu við nokkurn sann- leika að styðjast. Sjer hafi verið brígslað una rangsleitni við bókun námalóða. Ákæru peirri verði bezt svarað með pví, að láta menn vita, að hann hafi aldrei haft pann starfa á hendi að skrásetja námalóðir; engin störf, eða eptirlit, eða ábyrgð par að lútandi hafi nokkurn tlma koraið sjer við hið allra minnsta. Önnur ákæra, sem á sig hafi verið borin, sje, að hann hafi sjálfur gúknað yfir náma- lóðum meðfram lækjunum. Sann- leikurinn sje sá, að hann hafi aldrei á æfi sinni tekið námalóð meðfram neinum læk. Satt sje auðvitað pað, að hann og Mr. McGregor, námaum- sjónarmaður stjórnarinnar, hafi tekið lóðir á Monte Cristo-eynni, eu til- hæfulaust sje, að lóðirnar á eynni hafi tlestar lent í greipum embættismanna stjórnarinnar. „Jeg tók lóðina", sagði Mr. Wade, „eptir áeggjan /msra námamanna, kunningja minna, og mældi Mr. McGregor hana fyrir mig. Jeg hef skýrslu I höndum frá um- boðsmauni stjórnarinnar I Dawson City, og sýnir hún, að af 13 lóðum, sem teknar hafa verið á Monte Cristo, voru tvær teknar af embættismönn- um stjórnarinnar, en 11 af náma- mönnum. Hvort rjett eða heppilegt sje, að embættismenn stjórnarinnar taki námalóðir, um pað skal jeg ekk- ert segja, enda er slíkt óparfi, pví stjórnin hefur veitt embættismönnum slnum í Yukon sjerstakt leyfi til að taka par námalóðir. Viðvíkjandi leigunni á árbakk- anum í Dawson City skal pess getið, að fjelagið, sem póttist eiga allt bæj- arstæðið og bað um eignarrjett fyrir pví, hafði alls engar umbætur gert á götunum, svo að meðfram ánni var al- gerlega ómögulegt að reka verzlun, og var pví pessvegna neitað um eign- arrjettinn. Áleit jeg pá heppilegast að leigja bakkann ýmsra hluta vegna: í fyrsta lagi til pess, að nauðsynlegar umbætur yrði gerðar á götunni og hún gerð dálítið myndarleg; I öðru lagi til pess, að sjeð yrði um, að peir, sem veizluðu á bakkanum fengi hæfi- lega stórar lóðir, og I priðja lagi til pess, að stjórnin fengi tekjur. Menn segja, að jeg hafi leigt Macdonald og Morrison árbakkann án pess nokkrir aðrir hafi átt kost á að bjóða á móti peim; að jeg hafi leigt peim hann til tuttugu ára,að peir hafi fengið árbakk- ann svo ód/rt, að peir græði stórfje á honum og svo fái jeg vissan skerf af gróðanum. Hið sanna í pessu er, að /msir gerðu boð I árbakkann. Fyrsta til- boðið kom 24. marz, en tilboð peirra Macdonalds og Morrisons var ekki tekið fyr en 14. apríl. Jeg hef hjer meðferðis, eins og pjer sjáið, hin upp- runalegu tilboð, og eru pau átta tals- ins. Fyrsta tilbjðið var $3,000 um árið fyrir allan bakkann. L>vl tilboði neitaði jeg strax. Næsta tilboðið var $18,000, og vildi Mr. Favrcett að pvl væri tekið, sem sjest á pví, að hann setti nafn sitt á pað. Þriðja tilboðið var $120 00 fyrir liverja 25 fcta lóð; fjórða $7,500 um árið; fimmta $5,050 um mánuðinn; sjötta og sjöunda $5,000 um árið; áttunda, tilboð peirra Macdonalds og Morrisons, $30,000 uin árið. Eptir langa umhugsun afrjeð- em við—jeg og Mr. Fawcett að taka hinu síðastnefnda tilboði. Allir geta nú sjeð, að árbakkinn var ekki leigður án tilboða frá fleiri mönnum en Macdonald og Morrison, og, að hann var ekki leigður til 20 ára, heldur til eins einasta árs; auk pess er tekið sk/rt fram I samningun- um, að stjórnin geti upphafið pá nær sem henni póknast, áður en árið er útrunnið, með eins mánaðar fyrirvara. Ársleigan er pví á óvissu, og pess- vegna talsvert minna virði fyrir leigu- liðana“. * * Vjer efumst ekki um, að peir ís- lendingar, sem lesið hafa um ákærur vissra blaða I Canada gegn Mr. Wade, sjái, eptir að peir hafa lesið ofanritað- an útdrátt, að pær hafa við alls engin sannindi að styðjast. Mr. Wade hef- ur tekið fyrír hvert einasta atriði, sem brúkað hefur verið sem ákæra gegn honum, og liann hefur svarað peim öllum svo vel og ótvíræðlega, að allir hljóta að trúa honum. Hann mundi ekki segja, að sjer væri algerlega ó- viðkomandi skrásetning námalóðanna ef slíkt væri á annan veg. Mr. W ade er nógu hygginn til að sjá, »ð honum hjeldist ekki lengi uppi með pesskonar ósannsögli; til pess er verkahringur hans tYukon allt of mörgum kunnur. Ekki heldur mutidi hann neita pvf, að hafa tekið nám»- lóðir meðfram lækjunum I Yukon- landinu ef sú ákæra væri sönn. Fyrst og fremst mundi sllkt fljótlega kom- ast upp, enda ástæðulaust fyrir Mr. Wade að segja annað en pað, sem satt er I pví efni, pví hann 1/sir yfir pvl, að hann hafi haft fullt leyfi til að taka námalóðir. Sama er að segj» um upplýsingar pær, er hann gefur áhrærandi leiguna á árbakkanum f Dawson City. Eptir að hafa lesið pær með eptirtekt munu allir sann- gjarnir menn kannast við, að ekki að- eins hafi aðferð hans verið I alla staði afsakanleg og leyfileg, heldur rjettlát, heppileg og pakklætisverð. Lesiö cptiríylgjamli. t>að hefur opt verið allgott »ð verzla við Stefán Jónsson; en nú ef pað með langbezta móti, einmitt petta haust. Um pað geta konur og stúlkur sannfærst með pví að kom» og skoða allskonar dúkvarning, til dæmis kjóladúka fyrir lOc. og l2^c- með ótal litum; enn fremur mjög vaDdaða tvíbreiða dúka á I5c, 20c og 25c. Og 7c, 8c. og lOc. prints nú á 5 cents; flannelette á 4c, sem er hreiut ágætt. K venn-„coats“ á $2.50, $3.59» $4, $5 og upp. Allt, sem auglýst er» munuð pið fá með pessu verði pegar pið komið I búðina, og pá getið p*® dæmt um hvcrt Stefán Jónsson býður ekki eins góðan varning og nokkur annar fyrir sömu peninga.—Karlm-' og drengja-fatnaður, fataefni, húfur» vetlingar, nærföt, skyrtur o. s. frv., eí allt selt með pví lægsta verði seu1 hægt er fyrir peninga. Komið, sjáið» reynið. Yðar með vinsemd, Stkkán Jónsson, Norðaustur horn Ross ave. og í á miðvikudagskveldið keinur, 28. kl. 8, ílytur sjera Hafsteinu Rjetuf8 son tölu ura Cauada í gra;r. Canada i dag. Canada á morgun. Euufromur verða par fleiri skemwt3,)* ir svo sem samsöngur, solos, o. s 11 Aðgangur fyrir fullorðna 25c. “ börn l5c«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.