Lögberg - 19.01.1899, Side 4

Lögberg - 19.01.1899, Side 4
4 LÖGBERCr, FlMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1899. LOGBERG. GefiS út a8 309^ Klgin Ave. ,Winnipeg,Man af The Lögberg Print’g & Publising Co’y (IncorporatedMay27,1890) , 1 Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: B. T. Björnson. \ up I ýKÍnpíir : Smá-auglýBÍngar í eittskipti25 j rir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um máu oinn. A stærri auglýsingum, eda auglýsingumum lengritíma, afsláttur eptir samningi. f* /í^fada-skipti kaupenda verdur ad tilkynna krillega og geta um fyrverand* bústad jafnframt ITtanáskripttll afgreidslustofubladsins er: 1 l»e Lóiíberg Pnntin A l'ub]i»b. Co P. O.Boz 5 85 Z Winnipeg,Man. Utanáskrip ttilritstjórans er: JLditor Lögberg, P *0. Box 585« Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er nppsögn kaupenda á adiógild,nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg ropp. —Ef kaupandi, sem er í skuld vid bladid flytu vletferlum, án þess að tilkynna heimilaskiptin, þá er þad »yrir dómstólunum álitin sýuileg sönnumfyrr prettvisumtilgangi. PiMMTUDAGlNíf, 19. JAN. 1899. líluðamaumifólags stafsetn- ingin. Á öðrum stað í J:essu blaði birt- uui vér langa og skilmerkilega rit- geið úr „ísaí'old“, dags. 16. okt. síð- astl., með fyrirsögn: „Stafsetning- ar-samþyktin“, og inniheldur sú rit- gerð ekki einasta samþykt Blaða- rnannafélagsins í Reykjavík, sem vér gátum um í síðasta blaði Lög- bergs, heldur einnig ástæður félags- inS og vörn fyrir staí'setningunni. Vér vonum, að lesendur vorir lesi „ísafoldar“-ritgerðina með athygli og kynni sér stafsetningar-reglurnar nákvæmlega, og það er ösk vor og von, að allir Vestur-íslendingar taki upp stafsetning Blaðamanna- félagsins, því eins og vér höfum áð- ur tekið fram, og flestir eða allir kannast í rauninni við, þá er staf- setningar-ruglingurinn íslenzki ínesta hneyksli og meir en mál að kippa honum í lið. Síðar munum vér birta skrá yfir þá blaða- og böka-útgefendur og aðra málsmetandi menn á íslandi, sern ritað hafa undir stafsetningar- samþykt Blaðamannafélagsins, og þannig opinberlega bundið sig til að fylgja þessari stafsetningu fram- vegis. þött Vestur-íslendingum gæti ekki komið saman um nokk- urn annan hlut, þá ætti þeim þvínæi öllum að geta komið saman um að fylgja þessari sameiginlegu staf- setningu, því stafsetningin hefur aldrei verið deilumál hér vestan hafs. En það, að allir Vestur-ls lendingar tækju upp stafsetninguna. myndi styrkja hina heiðarlegu til raun Blaðamannafélagsins og hafa allmikil áhrif í þá átt að útrýma hinum hneykslanlega stafsetnÍDgar ruglingi. Til G. A. Dalmanng. í Lögbergi sem kom út 29. f. m gáfum vér í skyn, að vér myndum seinna gera nokkrar athugasemdir við síðustu grein Mr. G. A. Dal manns í Minneota, er birtist í Hkr. 22. s. m., og ætlum vér ekki að láta hvorki hann né lesendur vora verða fyrir vonbrigðum í þessu tilliti. I>að eru hálfgerð vandræði að eiga við ofannefnda grein Mr. Dalmanns —með fyrirsögn : „Ekki vonlaus“— því hann fer þar svo langt út frá atriðunum, sem orsökuðu þessa blaðadeilu milli hans og vor, að það mun orðið ertítt fyrir lesendur blað- anna að átta sig á, hvað eiginlega var hið upprunalega deiluefni, og þess vegna ætlum vér að rif ja þau atriði stuttlega upp aftur. En áður en vér förum út í þau atriði, viljum vér fara nokkrum orðum um hið einkennilega upphaf siðustu greinar Mr. Dalmanns. Hann byrjar sem sé grein sína með þessum orðum: „Enn þá hefi ég þá von að hægt sé að ræða al- menn málcfni við ritstj. Lögbergs án persönulegra illyrða eða útúr snúninga. Auðvitað brá skugga á von mína um stund, er mér virtist Mr. Jönasson að óþörfu snúa út úr eða þykjast misskilja þessa einföldu setningu: ,það er siður vor hér‘ o. s. frv.“ Svo segir hann, að þótt Bandarikja-menn séu nokkuð há- vaðasamir um kosningar o. s. frv., þá fari undur fljótt að lægja rost ann og illindin þegar þær séu af- staðnar, og gefur í skyn, að þetta sé reglur" sem alment sé „viðteknar" í landinn. Einnig fræðir Mr. Dal- mann lesendur Hkr. á, að hinn „fyrri“ (á líkl. að vera fyrsta, því greinin, sem hann segir þetta I, er hin þriðja í þessari deilu) grein sín hafi verið „skrifuð í þeim tilgangi að hún kæmi út í síðasta blaði í'yrir kosningarnar, en ekki í því fyrsta eftir þær“. Utaf þessum inngangi Mr. Dal- manns viljum vér fyrst taka fram, að það er ekkert þakkavert þó hann hafi þá von, að hægt sé að ræða al- menn mál við oss „án persónulegra illyrða eða útúrsnúninga", því fyrst og fremst ræðum vér almenn mál án þess, og þannig höfum vér rætt þetta mál við hann. Yér biðjum lesendur vora að muna eftir því, að vér rituðum grein þá um kosDÍng arnar 8. nóv. síðastl. og hina pólit isku flokka í Bandaríkjunum, sem kom Mr. Dalmann út á ritvöllinn frá almennu sjónarmiði og nefndum hann ekki á narn, svo þar gátu engin „persónuleg illyrði“ átt sér stað. En hvað skeði svo? Mr. Dal- mann verður uppvægur, ritar hina fyrstu grein sína og byrjar hana með svívirðilegri árás á Lögberg og „persónulegum" ónotum til vor. Oss kotn þetta reyndar ekki mjög á óvart, því þetta er einmitt það sem vér höfum átt að venjast af tíestum sem í Hkr. rita, að þótt vér höfum ritað um almenn mál frá almennu sjónarmiði og ekki beinst að nein- um sérstökum manni, þá hafa þeir vaðið upp á oss með ,.persónulegri“ áreitni og skömmum. En samt átt- um vór varla von á að Mr. Dalmann gerði þetta, og ímynduðum oss að liinni svívirðilegu fyrirsögn greinar hans hefði verið klambrað saman í gömlu fúkyrða-smiðjunni — Hkr. kompunni. En nú hefur Mr. Dal mann meðgencjið að hafa samið hina svívirðilegu greinar-fyrirsögn, og er að reyna að fóðra hana rneð ósann- inda-þvættingi fjandmanna Lög bergs og með hinu aumasta hulli og vífilengjum. Hvað mundi Mr. Dal- mann hafa sagt, ef vér hefðum far ið eins að við hann í þessu máli og hann hefur gert gagnvart Lögbergi og oss? það hefði vafalaust orðið eitthvað óþvegið. Mr. Dalmann hcf- ur þannig byrjað þessa deilu, og byrjað hana með skömmum um Lög- berg og persónulegri árás á oss, af því vér leyfðum oss að láta álit vort í ljósi um almenn mál! Oss þykir leiðinlegt vegna Mr.D. sjálfs.að hann skuli hafa látið flokks-ofstæki sitt hlaupa svo í gönur með sig, að hann misti sjónar á drengskapnum og sanngirninni.—Hvað snertir að rostann og illindin lægi undur fljótt eftir að kosningar eru um garð gengnar í Bandaríkjunum, þá er ?að ekki nema hálfur sannleikur, og iað sem vór sögðum því enginn út- úrsnúningur, auk þess sem það er út í hött at' Mr. Dalmann að vera að slá þessu út eins og afstaða hans var í þessu máli. Vér getum vel skilið, að það hefði komið honum betur, að vér hefðum þolað hnútu- kastið í fyrstu greininni þegjandi, en hann hafði engan rétt til að ætl- ast til þess. Og viðvíkjandi því, að grein hans hafi átt að koma út fyrir kosningarnar 8. nóv., þá er sú afsök- un svo þunn, að það sér í gegn um hana. það blað Lögb. sem grein- in, er kom honum af stað, birtist í, er dags. 27. okt., og er ómögulegt að það bærist honum í hendur fyr en að kveldi hins 28. (föstudags- kveld). Til þess nú að nokkrar lík- ur væru til að grein hans kæmi út i næsta blaði Hkr., varð hann að skrifa grein sína um nóttina og senda með pósti nokkru fyrir há- degi næsta dag (laugardag). Hafi hún ekki farið með þeim pósti, gat hún ekki farið f'rá Minneota fyr en á mánudag, og gat þá ekki korwið á skrifstofu Hkr. fyr en kl. 4 til 5 e: m. á þriðjudag, í fyrsta lagi. Nú'er Hkr. prentuð seinnipart miðviku- dags, og því er undir vanal. kring- umstæðum ómögulegt að koma þess- háttar grein í blaðið eftir kl. 4 e.m. á þriðjudag. Mr. Dalmann hafði því litla ástæðu til að ímynda sér, að grein hans birtist í Hkr. fyr- ir kosningar. það er líka einkenni- legt við grein hans, að hún er dag- setningarlaus. Atriðin í grein vorri, er komu Mr. Dalmann út á ritvöllinn, voru þau sem hér segir: 1. Að vér héld- uin því fram, að flokkur republik- ana hefði hvervetna unnið Banda- ríkja-þjóðinni í heild sinni mest gagn og haldið beiðri hennar uppi í augum heimsins, og að hið sama gilti um stjórn republikana í^hinum einstöku ríkjum, borgum, bæjum og „county“-um. 2. Að vér sögðum, að populistar hefðu farið með hættu- lega villukenningu um silfur-frí- sláttu við síðustu forseta-kosningar. Fyrra atriðið ætlaði Mr. Dalmann að reyna áð hrekja með sögum um óráðvendni þriggja manna í fiokki republikana, og sjá allir hve rÖDg og ósanngjörn sú deilu-aðferð er. það má finna nóga óráðvanda menn í flokki demókrata og populista, en oss dettur ekki í hug að fordæma flokkana fyrir glæpi einstakra manna í þeim. Yér fordæmum þá fyrir að framfylgja skaðlegri stefnu —stefnu, sem elur upp og leiðir af sér óráðvendni, eins og t. d. stefna hins alræmda „Tammany“-félags, sem er kosninga-vél demókrata. Mr. Dalmann er að afsaka flokk sinn (populista) frá, að bera nokkra ábyrgð af svívirðingum „Tammany‘‘ félagsins, en það hefur litla þýðingu í augum hugsandi manna, því á með- an populistar eru í bandalagi við demókrata, hljóta þeir að líða súrt og sætt með þeim. Gamall máls- íáttur segir: „Segðu mór hvern þú umgengst, og þá skal ég segja þér liver þú ert“. það er ekki sem allra dreDgilegast fyrir populista að afneita herra sínum, „Tammany“- iringnum. Og hvað snertir síðara atriðið, lina hættulegu villukenningu pop- ulista um frísláttu silfurs, þá hefur reynslan sýnt, að hún er villukenn- ing. þeir héldu þvi t. d. fram fyrir síðustu forseta-kosningar, að verð silfurs og hveitis fylgist ætið að, en reynslan siðan hefur gert þessa kreddu að heimsku. þessi villu- kenning var hættuleg að því leyti, að ef þeir, sem henni héldu fram, hefðu komist til valda og lögleitt frísláttu silfurs á þann hátt sem þeir prédikuðu, þá hefðu þeir eyði- lagt lánstraust Bandaríkjanna, hinna einstöku ríkja, borga o. s. frv., og einnig eyðilagt lánstraust verk- smiðju-eigenda, kaupmanna, og ann- ara þvilíkra prívat félaga og manna, komið öllum hlutum á ringulreið og orsakað þvílíkt atvÍDnuleysi og eymd í landinu, að hárið rís á höfði rnanns við umhugsunina um það. jiað voru silfurnáma-eigendur í Bandaríkjunum sem gerðu þessar miljónir, er Mr. Dalmann segir að hafi greitt atkvæði með frisláttu- heimskunni, drukknar af voninni um, að fríslátta silfurs mundi gera þær ríkar og lækna öll mein þeirra. Fjöldinn af þessum miljónum kjós- enda trúði því, að þeir gætu borgað hvert dollars virði af skuldum sin- um með hérum bil 50 centum, en þeir gættu þess ekki, að þeir áttu ekkert silfur til að láta slá dollara úr, heldur voru það náma-eigend- urnir og aðrir ríkismenn, sem áttu silfrið og hefðu fengið allan gróð- ann! Á meðan alþýðan var drukk- in af þessum vonum sá hún ekki, að það var verið að fleka hana og að silfurkongarnir voru að reyna að nota hana sem verkfæri til að margfalda miljónir sinar. En hinir sömu kjósendur eru nú vaknaðir af þessari vfmu, eins og kosningarnar 8. nóvember sýndu. því þó Mr. Dalmann hafi staðhæft í »!ðari greinum sínum, að frísláttu-spurs- málið hafi ekki veriö uppi við kosn- ingarnar 8 nóv. síðastl., þá segir hann það ósatt, hvort sem hann ger- ir það vísvitandi eða af fáfræði. Hin merkustu og óhlutdrægustu blöð Bandaríkjanna uegja, að frí- sláttu-spursmálið hafi verið uppi í vestlægu ríkjunum við kosningarn- ar 8. nóv. síðastl. alveg eins og við forseta-kosningarnar, og að þar hafi samsuðumenn einmitt tapað fylgi. Mr. Dalmann verður að fyrirgefa þó vór leggjum meira upp úr þv£ sem áreiðanlegustu blöð I Banda- ríkjunum segja en úr því sem hann segir í Hkr. Mr. Dalmann fleygði því fram í fyrstu grein sinni, að vér vissum ekkert um hvort frísláttu-kreddan væri „hættuleg villukenning“ eða ekki, af því vér hefðum ekki leitast við í greininni, sem kom honum af 428 uíh, nje helduf að gaögá I lið með Englendíngum gegn Gascony-mönnum, þar eð f>jer eruð drottinn peirra beggja“, svaraði Chandos lávarður. „Gascony- menn hafa ekki mikla ást á okkur Englendingum eins og nú er, og hið eina, sem bindur f>á og okkur saman, er hinn gullni hlekkur prinz tignar yðar. Ef hann skyldi slitna, pá veit jeg ekki hvað kynni að Bke.“ „Slitna, Sir John!“, hrópaði prinzinn og reiði- bloisi sást í hinum dökku augum hans. „Hverskon- ar tal er þetta? l>jer talið eins og hollusta fólks vors væri hlutur, sem fleygja mætti af og á eins og fáika-bandi.“ „Ef maður ríður ljelegum og lötum hesti, þá notar maður svipu, herra“, sngði Chandos; „en ríði maður kyngóðum og fjörugum hesti, f>á er góður reiðmaður vauur að vera mjúkhentur og sefandi, lokka hann fremur en beita valdi. l>etta fólk hjer er uodarleg þjóð, og þjer verðiðjjað halda á3t hennar eins og hún er nú, því þjer getið fengið hana til þess með góðu, sem þjer getið ekki kúgað hana til með öllum her yðar.“ „I>jer eruð allt of alvarlegur í dag, Sir John,“ sagði prinzinn. „Við ættum að geyma þvllík spurs- mál og þetta þangað til við sitjum á leyndarráðs- samkomu. Eo hvað segið þið nú, bræður mínir frá Spáni og Majorca, hvernig llzt ykkur á þessar burt- reiða áskoranir?41 ?)Jeg á von á að sjá fallegar burtreiðir“, sagði 43? PrÍDzinn kinkaði kolli, og lúðrarnir gullu við, en kapparnir riðu út á völlinn, hver eptir annan, og hver um sig mætti mótstöðumanni sínum á miðjum vellinum. Hinn æfði spjótsmaður Captal de Bueh reið Sir William Beauchamp niður. Sir Thomas Percy hafði betur I viðskiptunum við Mucident lá- varð, og Audley lávarður hrakti Sir Perducas d’Al- bert úr söðlinum. En hinn þrekni De Clisson vakti aptur vonir um sigur fyrir þann flokkinn sem sókti á, því hann reið niður Sir Thomas Wake frá Yorkshire. I>egar hjer var komið, var lítill munur milli sækj- enda og verjenda. „Við hinn heilaga James af Santiagol-1 hrópaði Don Pedro og ofurlítill roði færðist I hinar fölu kinnar hans, „hvor hliðin sem vinnur, þ& hefur þetta verið mjög eptirtektaverð kappraun“. „Hver kemur næst & Englands-hlið, Sir John?“ spurði prinzinn og titraði rödd hans af geðshræringu. „Sir Nigel Loring frá Hampshire kemur næst, herra“, svaraði Sir John. „Ha! hann er mesti ofurhugi og fimur mjög og æfður með hverskyns vopn“, sagði prinzinn. „Hann er það, herra“, sagði Sir John; „en því er eins varið með augu hans eins og mln, að þau hafa látið sig I orustunum. En hann er nú samt eins fimur, bæði með spjót og sverð, eins og hann hefur nokkurn tlma verið. £>að var hann, herra, sem vann gullnu kórónuna er Philippa drottning, móðir yðar, gaf sem verðlaun með því skilyrði, að allir Englands 435 „Og þvl skylduð þjer ekki fá þá ósk yðaf upp- fyllta, kæri bróðir“, sagði Pedro. „Bogamenn yðar hafa rutt sjer braut til Parísar, og hví skyldu þeir ekki einnig ryðja braut til Jerúsalem? E>egar þjer eruð komian þangað, gætuð þjer hvílt lið yðar“. „Nei, það væri samt nóg verk fyrir hendi“, hróp- aði prinzinn, sem ljet drauma sína um framtlðar- sigurvinninga hlaupa I gönur með sig. „Það væri samt eptir að vinna Gonstantins-borg (Constantin- opel), og eptir að herja á soldáninn I Damaskus. Og svo þegar búið væri að yfirvinna hanu, þá væri eptir að gera Tartary og Cathay, sem eru hinumegin við land hans, að skattlöndum. Ó, Sir John, getum við ekki farið eins langt austur eins og Richard ljónshjarta?“ , „Nei, John gamli verður kyr hjer, herra“, sagði hinn harðgerði hermaður, Sir John Chandos. „Við sálu mína! á meðan jeg er fulltrúi yðar hjer í Aqui- taine, þá hef jeg nóg að gera að verja flóana, eins °g þjer hafið falið mjer að gera. l>að væri gleði- dagur fyrir Frakklands-konung ef hann frjetti, að hafið væri á milli hans og okkar.“ „Við sálu mlna, Sir John, jeg hef aldrei fyr vit- að yður draga yður I hlje“, sagði prinzinn. „Hundurinn sem gjammar mest, er ekki ætíð fremstur þegar kemur að þvl að leggja hjörtinn að velli, herra“, sagði Sir John. „Það er satt, hugumstóri vinur minn!“ sagði prinzinn. „Jeg hef reynt yður of opt til að vita þai}

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.