Lögberg - 24.05.1900, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.05.1900, Blaðsíða 2
2 LOQBERÖ, FIMMTUDAGINN 24. MAÍ 1900. W "Ví® 1* yjtjf Wm OPID BREF. Áriö 1874, 2. dag ágústmánaðar, komu nokkrir ís- . 5 lendingar saman í Milwaukee í Wisconsin til þess aö minnast þúsund ára byggingar íslands, eins og landar þeirra geröu þann dag heima á föðurlandi voru. Menn höföu góöa skemtun um daginn, en samt var ekki slíkum samkomum haldiö uppi hin næstu ár á eítir. En þeg- ar tímar liöu og smærri og stærri hópar af Islendingum höföu tekið sér bólfestu víösvegar um landiö, bæði í Canada og Bandaríkjunum, þá fóru þeir að finna, að það væri bæði til gagns og gamans fyrir Vestur-íslendinga að hafa eina árlega skemtisamkomu. Og, eins og við var að búast, voru Islend- ingar í Winnipeg, sem bjuggu þéttast, fyrstir til að koma á slíkri samkomu hjá sér, og var þá alment farið að nefna sam- komudaginn íslendingadag. í fyrstu var hann haldinn 2. ág., sumpart af því, að þann dag var þúsund ára þjóöhátíðin á ís- landi árið 1874, og kannské meðfram af því, að Kristján kon- ungur níundi kom þá með ,, frelsisskrána í fööurhendi“ til landa vorra heima. En ekki leið á löngu áöur fjöldi inanna varð óánægður meö það að hafa Islendingadag 2. ágúst, vegna þess :— 1. —Að ekki virtist gild ástæða til aö halda árlega gleöi- samkomu fyrir það, að einu sinni var höfð þúsund ára þjóöhátíð á íslandi. 2. —Aö stjórnarskrá sú, sem íslandi var veitt og sem gekk í gildi 1. ágúst 1874, er með stórgöllum og ekki viðunan- leg né þess verö aö þakkaö væri árlega fyrir hana. 3. —Að fyrir lang-flesta Islendinga í Bandaríkjunum og Canada, þá sem búskap stunda, er 2. ágúst mjög óhag- kvæmur samkomudagur þar eð bændur eru um þær mundir önnum kafnir við heyvinnu og hveiti-uppskeru, svo ekki má frá því víkja. Eftir að ágreiningur um þetta mál haföi um nokkurn tíma átt sér stað, var átta manna nefnd valin í Winnipeg til þess að koma á samkomulagi um þaö. Varö þaö ályktun nefndarinnar, að ráða íslendingum til að halda upp á 1*7.júní, sem árlegan íslendingadag, í minningu um það, aö þann dag kom hið' fyrsta Alþing Islendinga sainan á þingvelli við Öxará áriö 930 og þjóðstjórn hófst á íslandi. Jón Sigurðsson, hinn mesti og þolbezti forvígisinaöur í stjórnarbótarmáli Islands, var líka læddur 17. júní árið 1811, og þótti mönnum það eiga vel við að minnast hans í sambandi viö áður nefndan merkis-atburð. Tillaga átta-inanua nelndarinnar varð alment mjög vin- sæl, en til óhamingju hurfu nokkrir af nefndarmönnum frá ályktup sinni og fóru aftur að gangast fyrir því, aö íslendinga- dagur væri haföur 2. ágúst, og hafa þeir komið því til leiöar, aö hinn mesti flokkadráttur á sér staö í þessu máli, svo að ekki lítur nú út fyrir, aö flokkarnir vilji nokkuö slaka til hvor fyrir öörum. íslendingar í Argyle, sem eindregiö voru 17. júní-menn og hafa þann dag, eins og margir aðrir, haldið sinn íslendinga- dag, sáu, þegar svona var komiö, aö nauösynlegt var aö gera tilraun til að fá Vestur-íslendinga til að koma sér saman um einhvern einn ákveðinn þjóðminningardag, og kusu okkur undirskrifaða til þess að taka þetta efni til íhugunar og frain- kvæmda. Bæöi af viötali við ýinsa menn, sem hlut eiga að máli, og bréfaviðskiftum við þá, urðum við þess vísir, að ekki voru líkur til þess, að flokkarnir gætu látið sér koma saman um að hafa íslendingadag annaðhvort 17. júní eða 2. ágúst, og því virtist okkur reynandi að ráða til þess, aö einhver annar merkisdagur væri ákveðinn til þess að vera árlegur þjóöminn- ingardagur Vestur-íslendinga. Viö kvöddum til fundar á Brú í Argyle-bygð hinn 2. apríl næstl. til þess að ræða um þetta mál. Ágrip af því, sem geröist á þeim fundi, birtist í blööunuin, ,,Lögbergi“ og ,, Heimskringlu“, sem komu út .12. apríl. Leyfum viö okkur að biðja yður að athuga skýrslu okkar ura málið í þeiin blöðum. Á fundinum var nálega í einu hljóði — að eins þrjú at- kvæði á móti — samþykt svolátandi tillaga :— a—, ,Að Islendingar í Argyle hafi þjóðininningardag í bygð sinni hinn 19. júní næstkomandi, til minningar um það, að hinir fyrstu íslenzku landnámsmenn stigu þann dag á land í Quebec árið 1870, og að þá byrjaði saga vor Vestur-Islendinga; og, b—, ,Að vér vinnum að því að fá hinn 19. dag júnímánaðar viðtekinn framvegis sem árlegan þjóðminningardag ís- lendinga í Vesturheimi fyrir það tilefni, sem að framan er á minst. ‘ ‘ Fundurinn beiddi okkur undirskrifaða svo á ný að halda þessu máli uppi. Um leið og við hér með lýsum yfir því, aö okkur mundi þykja mjög vænt um að sjá yður, sem við sendum þetta bréf, og sem allra flesta góða íslendinga á samkomu okkar í Argyle hinn 19. júní, leyfum við okkur að skýra yður frá því, að við höfum ákveðið að hafa altnennan fund á mánudaginn 18. júní, klukkan 3 eftir hádegi, í samkomuhúsinu „Skjald- breið“ í Argyle-bygð, til þess að ræða um íslendingadags- málið og fá þar ráð góðra og viturra manna um meðferð þess framvegis.— Viö biðjum yöur nú vinsamlega, kæri herra, að gangast fyrir því í yðar bygðarlagi, að íslendingadagsináliö verði á al- mennum fundi tekið til umræðu og ályktunar, og að sá fundur kjósi, einn erindsreka til að mæta fyrir hönd bygðar sinnar á fundi vorum í Argyle hinn 18. júní, ef þér og bygðarmenn yðar ekki álíta það of kostnaðarsamt sökum vegalengdar eða annara erfiðleika. En úr þeim bygðum, sem engan erinds- reka geta sent á fundinn í Argyle, óskuin við að fá skriflega skýrslu um það, hvern dag tneiri hluti bygöarinanna mundi helzt kjósa fyrir árlegan þjóðininningardag íslendinga. þær skýrslur þyrftum viö undirskrifaðir að fá, ef unt væri, til aö leggja þær fram á fundinum 18. júní. Við væntum aö fá niðursett fargjald hjá járnbrautarfélög- uní fyrir fólk það, sem sækir á samkomuna í Argyle 19, júní og fundinn, setn nú var á minst. Skulum viö, svo fljótt setn hægt er, skýra nákvæinlega frá því í íslenzku blöðunum, hvaö okkur veröur ágengt í því efni. Treystandi góövild yöar og dugnaöi í þessu mali erum við Yðar með virðingu, FRIÐJÓN FRIÐRIKSSON, Glenboro, Man. BJORN JÓNSSON, Brú, Man. Glenboro, Manitoba, í maímánuði 1900, w Alexandra Rjoma-Skilvindan Verð 50.00. og þar yfir. Hagnaðurinn af 6 kúm sé Rjómaskilvinda bríik- uð jafnast á við hagnaðinn af 8 kúm án henn. át þess að meta neitt hæeðarauka og timasparnað Biðjið nm verðskrá á islenzku og vottorða afskil tir er sýna hAaðmikið betri okkar skilvindui eru en nokkrar aðrar á markaðnum. R. A. Lister & Co., Ltd. 282 King Str., Winnipeg. Fyrir 6 mánuðum tok Canadian Dai- ry Supply Co. að sér De Laval Skilvindu-soiuna í Alanitoba og N W. T. þótt mikilb mótspyrnu mætti og hlyti að keppa við vélar, sem boðnar voru fyrir hvað sem fékst, þá eru yfirburðir “Alpha Baby” Skilvindunnar Vidurkendir n* sannadár med vnttordum fjttldanr, ■em brúkar faana. Ttie BanKrupl Siock Buying Company Cor. Main & Rupert 8t. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick •%%%%%%• ALT AF FYRSTIR •%%%%%^%« Mikil fata-sala •%%^%%%* Birgðir aí Kvennm. Spring: (Joats keypt fyrir fiOc. dollars virðið, verða seld áfl.75, $2 00, $2.50, $3.00 og $4.00 Rétt hálfvirdi. 250 Euskar kttrlniantitt regnkáþur, með flöjels kraga búnar til úr góðu efni, vanaletra seldar & $7, OKKAR VERÐ $2.00 47 Scartar „Rubber“-regnkápur með „Cape“ $4.50 virði OKKAR VERÐ »1.95 100 þör af sterkura vinnubuxum $2 Látum fara á 75c. 89 Tylftir af beztu nýjum Dewi.n & Moleg Overalls með buxnasniði á 75 eents. 44 Serge karlmannafatnaðir. Inn- flutt efni, alull. L&tiO fara á $4.75 ifttin. 100 Tylftir af bláurn og Hvftum neg- lige skyrtum með kraga. L&tn- ar fara & 4öc. Helmingi meirs virði. Við kau^um og seljum fyrir pemnga út í hönd. EDDY’S H UtS-, HROSSA-, GOLF. OG STO- BUSTA Peir endast BETUR en nokkrir aörir, somjboönir eru, og eru'viðurkendii af öllum, sem brftka f>&, vera ölluai öðrucujhetri. Faik Homb Farm, Axwell,Mam.,10. nóv. 1899. The Canadian Dairy Supply Co.. Winnipeg, Man. Hekrar mínir —Með því eg þarfnaðist rjómaskilviudu síðastl. vor þá fékk ég mér fyrst ;,Mikado!‘-skilvindu frá Manitoba Produce-félag- inu og reyndist hún vel i fáeina daga, svo kom eitthvert ólag á hana og afréð ég þá að reyna .,MeIotte ‘-skilvinduna, en hún reyndist lítið betur og reyndi ég þá eina af yðar skilvindum, sem hefur reynzt ágæt- lega vef. Hún nærðllum rjómanum, er mjög létt og þægilegra að haída henni hreinni heldur en nokkrum hinna. Eg vil ráða fólki til þess að taka De-Lava-skilvindurnar langt fram yfir allar aðrar; sem óg hef reynt. Yðar einlægur. AVM, DARWOOD Mr. Árni Eggertsson er aðal-umboðsmaður Canaihan Dairy SuRPLY-félags- ins á meðal íslendinga og ferðast um allar íslenzku nýlendurnar í vetur og vor C'hristiiin .fohnson á Baldur er umboðsmaður vor í Argylo-bygð. T«e CANABIÁN DAIBY SUPPLY CO., 236 KING ST„ WINNIPEG. |égf*’Verðinu skilað aftur ef vör- urnar lika ekki. ♦%%%%%►%♦ The BANKRUPT STOCK BUYING 00. 965 os 567 Main StreeL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.