Lögberg


Lögberg - 01.05.1902, Qupperneq 4

Lögberg - 01.05.1902, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, 1. MAÍ 1902. Jögberg er gefið fit hvern fimtudag af THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (löggilt), að Cor. William Ave. og Nena St., Winnipeo.Man. — Kostar $2.00 um árið (á Islandi 6 kr.) Borgist fyrir fram. Einstök nr. 5 cent. Published every Thursday by THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Incorporated), at Cor. William Ave. and Nena St., Winnipeg. Man. — Subscription price $2.00 per year, payable In advance. Single copies 5 cents. ritstjóri (editor) : Mí\trniaa Paulaon. * business manager: Jolin A. Blondal. AUGLÝSINGAR:—Smá-augl<singar i eitt skifti 25 cent fyrir 30 orð eða 1 þuml. dálkslengdar, 75 c^nt um mánuðinn. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsiáttur eftir samningi. BI?STAÐA-SKIFTI kaupenda verður að^ til- krnna skriflega og geta um fyrverandi bústað jaínframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: Tíie I^ogfbier^ F>rtgf. Sc Co, P. O. Box 1293 Telephone 221. ____ Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans er: Eclitor Logrt>eref, P O. Box 1302. Winnipeg, Man. '®P%-Samkvæmt landslógum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus, þegar hann segirupp.—Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistfeilum án þess að tilkynna heimilisskift- in, þá er J>að fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrxr prettvíslegum tilgangi. FIMTTJDAGINN, 1. Maí, 1902. Eftirtektarverð löggjöf. Aldrei hefir jafn mikill inn- flytjendastraumur veriö hingaö til Vestur-Oanada eins og nú, og eftir líkum að dæma má búast viö,að hann haldist og fari jafnvel vaxandi. Og það er Anægjuefni fyrir þá, sem hér eru fyrir, og lán fyrir landiö, að inn- flytjendurnir, sem hingað flytja, eru því sem næst undantekningarlaust mjög æskilegir flokkar manna. þeir, sem hingað streyma, eru þvl nær eingöngu Bandaríkjamenn, Bretar og norðurlandaþjóðir. Hingað til hafa fólksflutningar frá Suður-Evrópu aðallega stefnt til Bandaríkjanna; en hér eftir má við því búast, að þær þjóðir leiti meira norður hingað en að undanförnu. Breyting sú á innflutninga-löggjöf- inni, sem nú liggur fyrir þinginu í W asbington og ugglaust verður við- tekin, er meira en líkleg til þess að beina innflytjendurn til Oanada, sem annars ekki mundu þangaö hafa leitað. þó að Bandaríkjamenn reisi skorður við innflutningi vissra manna, þá leiðir slíkt, þvl miður, ekki til þess, að þeir menn sitji kyrr- ir heima, og þá er ekki annaö lík- legra en að þeir leiti hjngað, þar sem þeir eiga frjálsari aðgang. Frumvarp það, sem hér er átt við, fer fram á það, að $1.50 nef- skattur verði lagður á innflytjendur til þess að bera kostnað innflutninga- deildarinnar. það fer ennfremur fram á, ekki einasta að leyfa ekki óálitlegum og óákjósanlegum útlend- ingum að setjast að í landinu, held- ur að eftirlit skuli haft með útlend- um innflytjendum og verði þeir glæpamenn eða þurfamenn innan fyrstu fimm áranna, sem þeir dvelja í landinu, þá skuli þeir sendast aft- ur í land það, sem þeir fluttu frá. í frumvarpinu er anarkistum bannaö- ur inntlutningur og öllum þeim, sem kenningum þeirra halda fram. Enn- fremur er tekið fram í frumvarpinu að flogaveikt fólk, og fólk, sem bor- ið hefir á brjálsemi hjá innan fimm ára, og fólk, sem tvívegis eða oftar heflr borið á brjálsemi hjá, hvað langur tími sem síðan er liðinn, fái ekki að setjast að i landinu. Lækna- skoðun á að verða vandaðri og strangari en verið hefir og henni á að beita við alla, hvort heldur þeir eru innflytjendur eða ferðamenn, sem til Bandarikjanna koma. Mjög misjat'na dóma kveða menn upp yfir þetta áminsta frum- varp. Sumum þykir það hart — jafnvel ókristilegt— að segja ekki alla jafnt velkomna, hvort þeir eru ríkir eða fátækir, hraustir eða ó- hraustir og hver helzt sem skoðun þeirra kaun að vera í stjórnmálum. Aðrir aí'tur á uióti eru frumvarpinu hjartanlega samþykkir og mundu verða þó á því væri hert. Canada-mönnum er ant um það, aö innflutningar fólks haldi áfram og fari vaxandi, tiþþess að hið við- áttumikla og frjósama Norðvestur- land þétt-byggist sem fyrst. En vér megum alvarlega gæta vor, því að hór eftir munu þeir hingað leita, sem synjað verður inngöngu í Banda- ríkin. Og sóu slíkir menn hættu- legir fyrir Bandaríkjamenn, þar sem áttatíu miljón manna eru fyrir, þá ættu þeir að vera enn þá miklu hættulegri hér, þar sem þeir mynda stærra brot af allri heildinni. þessi þýðingarmikla löggjöf Bandaríkjamanna leiðir til þess, að innflutningalöggjöf Canada-manna hlýtur einnig að breytast. Annars sitjum vér uppi með allan þann ruslaralýð, sem ekki fær landtöku I Bandaríkjunum og mik!u æskilegra er að vera laus við. Alþýðuskóla-samstey pa. Allmikil hreyfing er bæði í Minnesota og North Dakota í þá átt að fækka sveitaskólunum og stækka þá að sama *kapi, eða með öðrum orðum, sameina tvö eða fleiri skólahóruð og láta síðan flytja skóla- börnin, upp á kostnað hinna stækk- uðu skólahéraöa, til skólanna á morgnana og heim aftur á kveldin. Er gert svo ráð fyrir, að af þessu muni leiða mjög margar og mikils- verðar umbætur og að sveitaskól- amir þurfl ekki með þessu móti að standa bæjaskólunuin á baki. Með þessu er búist við, að aðsóknin að skólunum verði betri, eftirlit þeirra betra, kennarar betri og allur út- búnaður þeirra yfir höfuð betri. Alþýðuskóla-samsteypa þessi hefir verið byrjuö í Massachusetts, Ter- mont, NewUampshire.Rhade Island, New York, Ohio, Indiana, Wiscon- sin, Iowa, Kansas og Nebraska, og ber umsjónarmönnuuY skólanna í ríkjum þessum saman um, að það hafi reynzt ágætlega. Meö fyrirkomulagi þessu, segja þeir, að hægt sé að veita sér betri kennara og flokka betur niður börn- in samkvæmt kunnáttu þeirra og hæfíleikum, svo að þuu hafi marg- falt nseiri not af skólagöngunni. það eru tiltölulega fáir kennarar, sem eru vel hæfir til að kenna börn- um í öllum bekkjum skólanna, jafut þeim, sem eru að byrja að þekkja stafina og þeim, sem lengst eru á veg komin. En með þessu umtal- aða fyrirkomulagi getur hver kenn- ari kent þar, sem hann er bezt til fallinn. Menn geta verið ágæt- lega hæfir til þess að kenna byrj- endum, en óhæfir eða miður hæfir til þess að kenna þeim, sem ofarlega eru komin í skóla. Og þeir, sem vel eru lagaðir til kenslu í efstu bekkjum, geta verið óhæfir til að kenna þeirn, sem eru að byrja Alt þetta á að geta lagast með þessu nýja fyrirkomulagi. Með þessu samsteypu-fyrirkomu- lagi væri hægt að hafa vandaðri og notalegri skólahús, vandaðri og full- komnari útbúnað allan, góð bóka- söfn o. s. frv. Svo hefir reynslan sýnt það, að með því að flytja börn- in á skólana og heirn aftur á kveld- in, verður aðsóknin betri og skóla- gangan lengri en ahnent tíðkast með gamla fyrirkomulaginu. Með þessu móti er enn fremur minni ástæða til að senda drengi og stúlkur til bæjanna til þess að fullkomna nám sitt, og telja margir það eitt mikils virði. þá er og þetta álitið betra fyrir heilsu barnanna heldur en að láta þau á öllum aldri ganga fleiri og færri mílur á skóla í öllum veðr- um (því að hugmyndin er að láta flytja þau til og frá í lokuðum vögn- um) og setjast svo niður í lélegum húsum, oft blaut í fætur og aö ýmsu leyti misjafnlega fyrir kölluð. í fljótu bragði geðjast oss vel að fyrirkomulagi þessu að því leyti sem vér höfum átt kost á að kynna oss það. v Alit Bandarikjainanna á Canada. Ýms helztu blöð B*ndaríkjanna skýra lesendum sínum frá því, að Canada-menn séu með allra beztu viðskiftamönnum sínum. þeir telja Canadamenn aö því leyti fyrsta i röðinni, að þeir kaupi þar meira af nauðsynjum stnum en í öllumöðrum löndum til samans. þetta byggja blöðin á útdrætti úr skýrslu Banda- ríkjastjórnarinnar yfir viðskifti við Canada árið 1901, sem nýlega hefir komið fyrir almenningssjónir. í útdrætti þessum er tekið fram að viðskiftasambandið á milli Banda- ríkjanna og Canada sé orðið svo náið, að góðæri eða verzlunardeyfð þar syðra, hafi samskonar áhrif norð- an línunnar. Síðan árið 1887 hafa Canada-menn keypt meiri vörur í Bandarlkjunum en á Englandi og árlega síðan hsfir Bandaríkjunum veitt betur og betur í samkepninni við Breta um Canada-markaðinn. Og það er ekki jafn kunnugt al- menningi eins og ætti að vera, segir skýrslan, að Canada-menn eru Bandaríkjanna beztu viðskiftamenn næst Bretum og þjóðverjum. Bitt- inger, Bandaríkja-yfirkonsúll í Mon- treal, fer svolátandi oröum um mál þetta í skýrslu sinni til skjórnarinn- ar: „Bandaríkin eiga meiri viðskifti við Canada heldur en við alla Suð- ur-Ameríku, eins mikil eins og við alla MiO-Ameríku, Mexico og Vest- indíin til sa*ans og því sem næst jafn mikil eins og við Afríku, As(u og Eyálfuna alla. N úverandi toll-löggjöf Banda- ríkjanna jagnvart innfluttum vör- um frá Canada,“ segir konsúllinn, „knýr Canada-menn til þess að leggja kapp á innlendan iðnað til þess að geta kept við Bandaríkja- menn. Sé Bandarikjamönnum ant um að fá einhverja þjóð til að kaupa aö sér, þá verfla þoir að leyfa þeirri þjóð a8 flytja inn það.sem hún fram- leiöir og hefir að bjóða í viðskiftum Canada-menn vilja gjarnan selja Bandaríkjamönnum trjáviö, viðar- pappírsdeig, hey, bygg og málma. Bandaríkjamenn brúka meiri trjá- við og pappír en nokkur önnur þjóð heimsins og ættu þeir því með mestu ánægju að leyfa innflutning trjáviðar og pappírsdeigs tollfrítt. Ef Bandaríkjamenn tækju toll- inn af canadískum kolum ^sem tals- verð sala gæti orðið fyrir meðfram austurströndinni), þá yrði tollur tekinn af Bandarlkjakolum í Can- ada og mundi þá verða þar helmingi meiri markaður fyrir þau en nú er.‘‘ Blöðin telja svo til (miðað við skýrslur), að á árinu hafi Canada- menn—af $181,238,000 virði af vör- um, sem fluttar voru inn í landið — keypt $110,485,000 viröi af Banda- ríkjamönnum, og sé það $600,000 meira en árið áður. Sýnt er enn- fremur fram á, að brezku verzlun- arhlunnindin hafi ekki dregið hið minsta úr viðskiftum Canada- manna við Bandaríkin; að vísu hati verið keypt $300,000 miuna af toll- uðum vörum, en slíkt muni stafa af vexti canadísks iðnaðar. Enginn hlutur er eðlilegri og ánægjulegri en að viðskifta-sam- band Canada og Bandaríkjanna haldi áfram að verða betra og betra; en til þess að slíkt geti orSið verða tollarnir að smá lækka og hverfa á vissum vörutegundum, einn og bent er á hér að ofan. Canada-menn hafa gjarnan viljað eiga sem allra mest viðskifti við Bandaríkjamenn, og Bandarikjamenn hafa sýnt það nú á síðustu árum að þeir vilja gjarnan hlynna að hinu sama. Bandarlkjamenn kannast við það, að brezku verzlunarhlunnindin hafi ekki dregið úr viðskiftum Gan- ada og mun það ekki mjög fjarri sanni; áhrifin liggja aðallega í því, að Canadamenn liafa keypt að þeim ýmsar nauðsynjar með lægra verði en áður vegna eðlilegrar samkepni við Breta. Loksins. Síðan ófriðurinn f Suður At'i íku hófst hafa blöðin á íslandi, sem þó ekki eru að jafnaði á sama máli.verið býsnavel samtaka í því aö fara óvin- gjarnlegum orðum um Breta og út- hdða þeim niður fyrir allar hellur fyrir yfirgang þeirra og illa meðferð á Búunum. Og þó heimskulegt og barnalegt kunni að þykja, þá hefir fslendingum hór vestra fallið þetta illa, tekið sér það dálítið nærri, sér- staklega þeir, sem kunnugir eru sögu Búanna og vita hvað rnikið gott þeir eiga Bretum upp aö unna frá upp- hafi og hvað rnikið Bretar hafa rcynt að vera Búunum vel og lagt jafavel stórmikið í sölurnar þeim til hjálpar á vissum tímum. Yér get- um fullvissað ritstjóra„Norðurlands“ um það, að grein hans um „Breta og Búa“, sem bírtist f blaöi hans 7. Jan. síðastl., verður vel tekið og að hún dregur ekki úr vinsældum blaðs hans hér vestra. Menn hefir jafn- vel furðað á því, að hann, sem óefað er kunnugri nýlendustjórn Breta á sfðari árum og sögu þeirra og Bú- anna í Suður Afríku en nokkur anaar maður á íslandi, skuli ekki fyrir lörgu hafa stungiö niður penna eitthvaö svipað því, sem hann hefir nú gert. Hin áminsta grein hlj óð- ar þannig: „BRETAB OG BÓAU. í Oktober- og Nóvemberheft- unum af ,Dansk Tidskrift' nú í haust er mjög fróðleg ritgjörð eftir prófessor Thomsen um tildrögin að Búaófriðnum („England og Boerre- publikken"), sem vér viljum beuda þeim á til lestur, sem þes’ eiga kost. Vitaskuld kanu sú ritgjörð að hagga við rótgróuum hugmyndum manna um þanu ófrið. Eu hún ætti ekki að vera neitt lakari fyrir það, ef hugmyndirnar verða þá nær sann- leikanum eftir en áður. það virðist vera orðiu trúar- setning hér á landi, jafn-heilög og jafn-almenn eins og nokkur trúar- setning kirkjuunar hefir nokkuru sinni verið, að í viöureigninni við Búa séu Bretar ekkert aanaðen guð- lausir ránsmenn og ágengniseggir, sem séu aö brjóta undir sig saklausa þjóð af engum öðrum hvötum en þeim, að þá langar til að eignast íand þeirra. Mjög er það skiljanlegt, að þessi trú hefir náð svo mikilli fót- festu hér á landi. Allur þorri Norðurálfublaöanna hefir boðið hana ósleitilega. íslenzku blöðin hafa flutt þjóðinni hana, undantekning- arlaust, að því er oss minnir. Svo bætist við þetta tilhneigingin, sem vér íslendingar höfum til þess að vera í huganum á bandi lítilmagn- ans, sem á í höggi við ofurefli sitt, að ógleymdum þeim frábæra hetju- skap, harðfengi og sjilfsafneitun, sem þessi smáþjóð hefir sýnt í viöur- eigninni við veraldarinnar mesta stórveldi. það er sízt að undra, þó að íslendingar hafi litið á málið mjög svo einhliða. 1 ritgjörö þeirri, sem þegar hef- ir veriö minst á og að mestu er á- grip af ritgjörö eftir enskan prófes- sor, Westlake í Cambridge, f alþjóða- tbnaritinu Révue de Droit Inter- national et de Legislation Comparée, er sýnt fram á það með miklum og ljósum rökum, að rlki Englendinga í Suður Afrfku var afar-mikil hætta fiúin af æsingum Búa I Transvaal og Óraníu, ad stjórnmálastefna Búa bersýnilega fór í þá átt aðkollvarpa því ríki sg reisa annað þarlent í bandalagi við þjóðverja, að hug- myndir Breta og Búa um fyrirkomu- lag þjóðfélagsins eru svo gagnólíkar, að þær verða ekki með nokkuru móti samrýmdar, að ganga rnátti að því vfsu af öllu atferli Búa. að þeir mundu sæta færi, hvenær sem Eng- lendingar ættu yfir einhverjum vandamálum að snúast, t. d. ófriði á Indlandi, til þess liö hefjast handa gegn Bretum, að stjórn Englendinga í Suður Afríku hefir yfirleitt verið miklum mun réttl&tari og maunúð- legri en stjórn B'ia, að stjórn Eng- lendinga var gersamlega tilneydd, vegna sinna eigin þegna f Suður Afrfku yfirleitt, til j-ess að hlutast um mál manna í Transvaal, og að samningar þeir, er Kruger forseti bauð áður en friðinum var slitið, voru þess eðlis, að engin stjórn í veröldinni heffli gengiö að þeim. Að öflu samanlög*u eru þess fráleitt mörg dæmi f sögu mann- kynsins, að stðrveldi hafi sýnt lítilli kotþjóð jafn mikið langlundargeð eins og Englendingar hafa sýnt Bú- um, áður en til ófriðar kom. Vitan- lega er það raunalegt, að jafn vaskir menn ogBúar skuli verða fyrir öðr um eins hörœungutn; en það virðist miklu fremur stafa af þvf, að stjórn þeirra hefir gersamlega misskilið stöðu þeirra f mannfélaginu, eu af yfirgangi og ójöfnuði Englendinga. Líinjglíli. DÆMI TIL þESS Á SÍÐARI TÍMUM AD MENN HAFA NÁÐ MJÖG HÁRRI ELLI. Það lítur út fyrir, að fyrst á tím- um hafi menn náð mjög hárri elli; svo hafi aldurstakmarkið farið lækkandi, en sé nú aftur að hækka. Auðvitað er ekki líklegt, að neinn maður eigi fyrir höndum aö verða 969 ára gamall eins og sagan segir að Metúsela hafi orðið, eða 962 ára eins og Jarad; en það er ekki sjáanlegt hvers vegna menn ekki ættu að geta náð 110 áraaldri, eða þar um bil á ókomnum tímurn al- mennara en nú gerist. Á seytjándu öldinni var meðal- aldur mannkynsins talinn lítið meira en 13 ár; en þá voru þjóð- irnar undirorpnar mannskæðum orustum, hallærum og drepsóttum — auk læknanna. Meðalaldur mannkynsins nú er talinn um 38 ár, og er þar auðvitað barnadauði tekinn með í reikninginn. Á Eng- landi er talið svo til, að 4af hverj- um 1,000 manns nái yfir IOO manns 75 ára aldri; 38 verða 85 ára, og 2 verða 95 ára. En 1 af hverjum 5,000 verður 100 ára gamall. Á fyrri tímum var 50 ár kallað hár aldur, og ico ára gaml- ir menn voru svo sjaldgæfir, aö þeirra var getið sem sögu afbrigða. Hér er ekki tilgangurinn að tala um 100 ára gamla menn, heldur þá, sem hafa orðið 120 ára gamlir og þaðan af eldri. Elzti maður nú á tímum, sem menn hafa sögur af, er að öllum líkindum Michael Sol- is, sem var lifandi í Bogota árið 1878. Hann sagðist þá vera 184 ára gamall, og dr. Louis Herman- dez, sem þá var yfir 89 ára gamall, og fenginn var til að rannsaka mál- iö. sagðist hafa verið lítill drengur þegar hann hefði heyrt talað um Solis sem hundrað ára gamlan mann. En nú er til skjal um byggingu klausturs í San Salvador, er Solis, sem var kynblendingur, hafði skrifað undir árið 1712, svo það lítur út fyrir, að hann hafi þá verið jafnvel eldri en hann segir. Lítill vafi er á því, að sagan um mann þennan er sönn og áreiðan- leg. Blaðið ,,Lancet“, sem rann- sakaði málið árið 1878, komst að þeirri niðurstöðu, að Soli væri Þá 180 ára gamall að minsta kosti. Árið 1896 gerði dr. Hermandez rannsóknir sínar, og árið áðnr (1895) var Solis lifandi. Hafi hann dáið það ár, þá hefir hann átt tvö ár ólifuð til þess að verða 200 ára gamall. Michael Soris þakkar þetta langlífi sitt sérstakri reglusemi í öllum lifnaðarháttum sínum. Hann borðaði aldrei nema eina máltíö á dag og lét æfinlega matinn kólna áöur en hann snerti viö honum; alt, sem hann borðaði var næringarmikið og óbrotið. Hann fastaði algerlega tvo daga í viku og drakk þá rnikið af vatni,

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.