Lögberg - 21.04.1904, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.04.1904, Blaðsíða 2
2 LÓGBEKG, FIMTUDAGINN 21. APKÍL 1904. Vetur og Vor. Eftir PÍL J'ÍnssoN. Veturixx: Heill og íriSur!—cg kem a5 kve'ðja, sú kveðja mun yður stórum gleðja. Nú vík eg úr mínum veldisstóli; þér vísiö mér sjálfsagt noröur aÖ póli og biöjiö mér engra heiila og happa; eg heyrt hefi yöur lófurn klappa og fagnandi sjmgja: ,,Nú víkur hann Vetur og Voriö kemur, og því fer betur. “ Eg veit, aö þaö kemur rneö broshýr blóm og bjartar nætur og söngvahljóm, og þaö hefir göfuglegt verk aö vinna, aö vekja hiö dauöa, aö glæöa og hlynna aö sérhverju lífi sem felst í fofd og fjörkrafta bundna leysa úr mold. lín hef eg þá ekkert til heilla unnið, og hef eg mitt skeiö til einskis rúnniö?— Jú, víst haföi eg mörgu og miklu aö sinna og margan starfa af hendi að inna. Þó dimmbrýnn eg þætti víð dauðans leik, af dauðanum sprettur upp Iffsins eik. Eg svæfði blómin við brjóstin mín og breiddi yfir þau mitt fannalín, og sérhverjum ormi bjó eg býli und björtum feldi og örugt skýli. Eg frumefnin leysti úr læöing þungum svo lífsafl þau veiti fræum ungum, er Vorið kemur með líf og ljós og lyftir úr moldu hverri rós. Þó hönd mín sé köld, á eg hita í barmi og hug í brjósti og styrk f armi; og oft er eg blíður, en ef skapi eg skifti og skjálfandi hönd í reiði lyfti, þá veit eg, aö ægileg eru tnín slög, mín atlaga sár sem spjótalög. En enginn á hagari hönd en Vetur; og hver nmndi smíöa fljótar og betur hinn stálskygða flöt yfir straumþunga öldu og sterkustu brýr yfir fljótin köldu? Idvar sáuð þér tjaldað svo dýrum.dúkum sem dúnléttum vetrarsnævi mjúkum? Hvar sáuð þér gnæfa viö iiimin höll hærri og fegri en mín jökulfjöll? Og muniö þér noröljósa brennandi blossana, beljandi ljósvakans straumkviku fossana? Hvar sáuö þér hærri sigurboga? Hvar sáuö þér glysmeiri undurloga? Og stjörnurnar mínar sem lýstu yöur leiö! og ljómandi máninn viö bláhvolfin heiö, sem draummildnm horföi ástaraugurn til yöar frá djúpum himinbaugum, og harmþrungnar sálir lét hörmunum gleyma og huganum lyfti til fjarlægra geima, sem glitfögrum Ijósperlum greypti mitt hjarn og gladdi og hresti hvert einasta barn. Þér segiö nú eflaust: ,,A köldum klaka, í kafdyngju-fönnum, við hafísjaka þú kvaldir og þjáðir oss blessuð börnin og bevgðir vorn hug, unz þraut oss vörnin. “ Það segið þér,—en eg segi yöur aftur, að sé til í yður nokkur kraftur, nokkur lifandi neisti af hreysti og hug, aí heilbrigðu viti og kappadug, þá drepur ei Veturinn dáð úr yður,— aö dáðleysi manna annaö styður. Það sem hamingju barnanna grefur hér gröf er hinn gamli arfur og vöggugjöf. Þetta staðlausa draumlíf ineð töfratrylling og tálvon, er sýnir oss alt í hilling, og h jimskan að búast ei Vetri við og vaninn að setja of lágt sitt mið. Tíminn er úti, eg hlýt aö halda héðan á burt um vegu kalda. En mætti eg dvelja um stutta stundu, eg stryki yðar vanga kaldri mundu, á leið yðar blásvella-blæju eg þeytti og blikandi snæperlum yður eg skreytti, og eg skyldi glaður á glugga og þil grafa þá fegurstu rós sem er til. En bíðið þér viö, þó aö Vorið bjarta nú vefji yður blítt að ungu hjarta og komi með blóm og kærleiks glóð og kvak og sól og ástarljóð og brjóti nú öll mín verk að vanda, eg veit engin ósköp lengi standa! það kemursú tíð, að kólnar heldur og kvakiö deyr og sólareldur og náköld rósin nötrar föl og nóttin verður löng og svöl. Og þá kem eg aftur í fannafeldi á flugvængjum Norðra í dýrð og veldi með alt mitt stjarna og skýjaskraut, skínandi mána og vetrarbraut. Nú birtir og heiðir við brúnir fjalla— mig burtu tímans raddir kalla og harölyndar nornir mig héðan toga.— Nú hverf eg norður í Elivoga! Vorið: Eg heilsa yður, göfuga háfjalla drotning, eg heilsa yðar börnum með virðing og lotning, eg heilsa þeim glöðu, eg heilsa þeim þjáðu, eg heilsa þeim öllum sem Vorið þráðu; það Vorið, sem lyftir og lýsir og gleður og lífgar og þíðir og nærir og seður; það Vorið, sem strýkur burt^vetrartárin; það Vorið, sem mýkir og græðir sárin. Ó, hve eg þráð hef aö líta landið, að leysa og slíta burt klaka-bandiö, sem herti aö barnanna hjartarótum, sem hótaði lífinu dauöa skjótum. Eg veit, hversu börnin til Vorsins hlakka, eg veit, hversu ljúft er hiö góða að þakka, • og þegar svo loksins kom langþreyöa stundin og leita eg rnátti á góðvina-fundinn, á glóvængjum sólar eg sveif yfir æginn í svifbárum ljóssins með hitann og daginn. Mitt hlutverk er stórt og hæfir ungum.' Eg hér á að velta steim þungum frá lífsins grafar munna myrkuin, og mátt finn eg nógan í höndum styrkum, því æskunnar loghiti brennur í blóði og brjóstið svellur af guöamóði. Ó, stíg þú nú hátt á himinboga, þú heilaga sól í dýrðarloga, send, ljósanna brunnur, þú lífsins móðir, þinn lifandi kraft yfir vetrarins slóöir, og klæddu nú landiö úr kalda snænum og klæddu það rósofnum mötli grænum, og vektu hiö dauða með blíðheima blænum, þín blessun nú hvíli yfir landinu og sænum! Sjá roðann á fjöllum!—Úr regindjúpi nú rís upp sólin í geislahjúpi, og ljósörmum vefur hún landið mitt bjarta og leggur þaö blítt viö sitt móöurhjarta. Nú vaknar hver lifandi vera á foldu, nú vaknar hvert sofandi frækorn í moldu. Nú hrímsvelliö hverfur af hólum og bölurn og hjarnfannir blána á fjöllum, í dölum; nú losna fljótin úr fjötrum bláum og falla til sjávar meö niði háum; og straumöldur glaðlega höfði hreykja, þær hníga, þær stíga, og bakkana sleikja meö flakandi, blaðrandi froðu-tungum; þeim fellur vel bragðiö að gróðri ungum. í fjörgalsa stundum þær falla yfir bakkana , og fylla hvern skorning og lautir ogslakkana. En áfram, áfram þær óðfluga halda, já, áfram, áfram aö djúpinu kalda, þrr sem hver droþi á sitt uj>phaf og endir, hver elfur, hver lækur að síðustu lendir. Og litlu fjörugu lfékirnir smáu í ljósbláa kjólnum með perlunum gráu nú færast í aukana, er alt fer áð hlýna, þeir óhreinka úr bökkunum lingurna sína og fleygja sér kollhnís á stall af stalli og steypast í sjóinn úr háa fjalli. Nú íyllist alt loftiö 'af fuglasöngum, í fjörðum, í dölum, að jöknlgöngum; alt kveður sinn ljúfasta ástaróðinn, sín inndælu blíömála sumarljóðin, og huldurnar syngja viö sólroöinn foss um sólina, vorið og elskenda koss. Alt blánar af hita og tíbráin titrar og túniö og engiö nú bráölega glitrar af fjöllitum gróðri, sem brosir mót blossu og blessuðum ylljúfum vorsólar kossum, . en frjóandi árdöggvar ungviði svala frá útnesjum fyrstu til heiða og dala. Og bráðum nær alt sinni fegurðar fylling hið fullþroska sumar vér lítum í hilíing. Eg veit, að þér fagnið nú Vorinu bjarta, eg veit og eg skil, að þér óskið af hjarta, að hér mætti eg dvelja með sumar og sól unz svellið er horfið frá norðurpól. Því miður er Vorinu mörkuð stundin, þess máttur og dvöl er lögum bundin. það kemur sá tími, er eg héðan má halda og harðlyndur Vetur kemst aftur til valda, og fíflar og sóleyjar fölna og sofna og fuglarnir þagna og ljósin mín dofna, og nábleiku snjólíni fjöllin falda og frjódöggvar breytast í hélu kalda. Ó, njótið því sælunnar meðan þér megið, á meðan aö völ þeirra gæða þér eigið, sem náttúran bíður af hjarta hlýju, því hverfandi tími fæst aldrei að nýju. En heyri þeir vinir, sem Vetrinum kvíða og Vorinu fagna og ljósinu blíða, að minstu varðar um Vor og Sól, ef Vetur ríkir við hjartans pól. En getið þér brætt þann kalda klaka, þá kveljandi nöpru hafísjaka, sem þrengja að svo ótal, ótal hjörtum á andans vetrarnóttum svörtum, þá gjöriö þér kaldan Vetur að Vori, þá vaxa rósir í dauðans spori. Og vitið og skiljið, þótt Vetur sé hreykinn, að Vorið skal þó eiga síðasta leikinn! —Akureyri 1903. * * * Þetta ljómandi fallega missiraskifta-kvæði eftir Pál Jónsson barnakennara á Akureyri hefir áður komið út sérprentað, en upp- lagið svo Iítið—ekki nema fá eintök—að það hefir aldrei komist fyr- ir almenningssjónir. Eyfirðingur og vinur skáldsins hefir sýnt Lög- bergi þá velvild að senda því kvæðið, og oss er sönn ánægja að láta það birtast einmitt nú, á sumardaginn fyrsta.—Ritstj. PÁLL M. CLE.VJENS byggingameistari. Bakbr Block. 468 Main St. WINNIPEG. Telephone 2685, TAKID EFTIRI W. B,. INMAN & CO., eru nú sestir að nýju búðinni sinni í Central Block 845 William Ave. —Beztu meðöl og margt smávegis. — Finnið okkur. Móp M ^ ^ ERUD ÞgR AÐ BYGGJA? EDDY’S ðgegukvSBmi byggingapappir er sá bezti. Hann er mikið sterkari og þykkari en nokkur annar (tjöru eða bygginga) pappír. Vindur fer ekki í gegn um liann, heldur kulda úti og bita ínni, engin ólykt að honúm, dregur ekki rakn í sig, og spillir enpu sem hann liggur við. Hann er mikið notaður, ekki eingöngu til að klæða hús með, heldur einn'g til að fóðra með frystihús, krelincrarhús, UijóIkiU’kÚS,.- smjörgei ðarhús og önnnr hús, þar sém þarf jafnan hiía, og forðastþarf raka. ÍSkriíið agentum vorum: TEES & PERSSE. WINNIPEG, eftir sýnishornum. The E. B. lidilv €0. Uí, Tees & Persse, Agents, Winnipeg. LOÁÍi AND »CANAMN A&EKCY CO. Peninear naðir gegn veði í ræktuðum bújðrðum, með þægilegum skilmálum, Ráðsraaður: Virðingarmaöur: Ceo. J. Maulson, S. Chrístopijerson, 195 Lombard St., Grund P. O. WINNIPEG. MANITOBA. Lan<ftil sölu í ýmsum pörtum fylkisins með láguyerð og góðumkjörum. ' ' *i ♦1 0 Við búum til að eins. 0 | BEZTU TEGUND AF HVEITI. 0 Okkar „PREMIER HUIMGARIAN" tekur öllu öðru fram. Biðjið kapmannÍDn yðar um það. Manufactnred „„j, ALEXANDER & LAW BROS., ♦ _BRANDON, Man. Thos. H. Johnson, islenzkur Iðgfræðingur og mála- færslumaður. Skripstopa: Room 38 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. ITTANáSKRIPT: P. O. BOX 1861, Telefón 428. WinnÍDeg. Manitoba. Dr. M. HALLDORSSON, Park Rlvep, nr D Er að hitta á hverjum viðvikudegi i Grafton, N. D., frá kl, 5—6 e. m. ELDID VID GAS Eí gasleiðsla er um götuna ðar leið- ir félagið pípurnar að götu lfnunni ókeypis Tengir gaspípur við eldastór sem keyptar hafa verið að þvi án þess að eetja nokkuð fyrir verkið. GAS RANGE ódýrar, hreinlegar, ætíð til reiðu. Allar tegundir, $8.00 og þar yfir. Komið og skoðið þær, Tlie Winnipeg Etectric Slreet Railway Co., Gat ueildin 215 POBETAQB AvknDE. 00000000000000

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.