Lögberg - 21.04.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.04.1904, Blaðsíða 4
cor. Williirm Ave. & Nena St. SUinnipcg, Jftan. M. F'AULSON, Edttor, J A. BLONDAL, Bus. Manajjer, UTANÁSKRIFT : The LÖGBERO PRINTING * PL'BL. Co. P. O. BoxI36.. Wiimipeg, Man. Fimi'udayivn 21. Apríl, 1904 SamkomuJap; Breta og Frakka. Á stríöin er vanalega litiö sem mestu stórviðburöi heimsins, bæði meðan á þeim stendur og eftir á í sögu þjóðanna. Menn hafa nú allan hugann viö stríðið milli Rússa og Japansinanna, og væru menn beðnir að benda á helztu stórviðburðina á síðustu árum, þá mundi þar ugglaust verða efst á blaði stríöin—milli Bandaríkja- manna og Spánverja, Breta og Búa og Japansmanna og Rússa. En síðan hinn mikli friðarpostuli Edward VII. kom til ríkis hafa jafnvel meiri stórtíðindi gerst en stríöin, þó þau ekki hrífi augaðog kugann eins og stríðsfréttirnar þegar frá þeim er skýrt í blöðun- um. Síðan Hague-rétturinn var stoínaður, sem líklega er tilhlýöi- íegt að þakka Nikulási Rússakeis- ara, hefir á friðsamlegan háttver- ið ráðið fram úr ýmsum ágrein- ingsmálum austan og vestan At- lanzhafsins, sein líkleg hefðu ver- ið að leiða til stríös aö öðrum kosti. Og nú er svo komiö, að Bretar og Frakkar hafa sæzt á öll ágreiningsmál, sem uppi hafa verið þeirra á milli; og það sem gerir þetta enn þá ánægjulegra er, að almennur fögnuður ermeð- al annarra þjóða yfir samkomu- laginu. Eina þjóðin, sem ó- ánægju hefir iátið á sér merkja, er Spánverjar, sem ekki fengu Morocco-kröfur sínar viðurkend- ar. Þjóðverjar fagna yfir sam- komulaginu, vegna þess það miði til að efla þjóöafriðinn, og hið sama er að segja um Rússa og Italíumenn. Á Frakklandi og Nýfundnalandi er almennur fögn- uður, og svo að segja öll blööin á Englandi lýsa velþóknun og á- ■ægju yfir niðurstöðunni. En þó friðsamlegt samkomulag feafi það til síns ágætis, meðal jnargs annars, fram y'fir stríðin, að því fylgi minni kostnaður, þá fæst það þó sjaldan kostnaðar- laust. Það er kent, að sælla sé að gefa en þiggja, og þásælugeta Bretar tileinkað sér í sambandi við Nýfundnalands ágreininginn, því að þar bafa þeir mikiö gefið til friðar og góðs samkomulags; og þó vér, sem brezkir þegnar höfum gilda ástæðu til að lýsa á- nægju vorri yfir samkomulaginu, þá er það ekki af því, að fjár. munalega hafi Bretar grætt. Þeir hafa mikið gefið eftir til þess að fá Frakka til aö sleppa kröfum þeirra, sem þó ekki voru á nein- um samninguin bygðar, heldur á margra ára smáauknum átroðn- ingi þeirra og meinleysi og af- skiftaleysi Breta til þess að hafa frið. Árið 1634 lögðu Englendíngar Smm prócenta gjald á allan fisk sem Frakkar veiddu við strendur Nýfundnalands; en árið 1675 var gjaldi þessu slept. Út af samn- ingum, sem þá voru gerðir, reis ágreiningur sá, sem síðan hefir bakað báðum þjóðunum endalaus éþægindi. Hvað alvarlegur á- greinmgur þessi hefir verið, sést meðal annars á því, að þegar Vil- hjálmur III. sagði Frakkakonungi stríð á hendur, þá var ágreining- urinn um yfirráð Nýfundnalands dreginn fram sem fyrsta og helzta orsökin til stríðs. Þar tekur Eng- landskonungur það fram, að ekki sé langt síðan að Frakkar hafi fengið fiskiveiðaleyfi hjá land- stjóranum á Nýfundnalandi og borgað fyrir slík leyfi sem viöur- kenningu fyrir réttindum brezku krúnunnar til eyjarinnar, en á síðari árum hafi Frakkar sýnt þar yfirgang og fremur óvina árás en vinsamlega umgengni gegn hlunn- indum þeim, sem þeim voru leyfð. í Utrecht-samningunum, sem gerðir voru árið 1713, var skýrt fram tekið, að landið alt skyldi heyra undir brezku krúnuna, að eyjan Nýfundnaland og smáeyj- ar umhverfis hana skuli tilheyra Bretlandi hinu mikla, og að það- an í frá skuli ekki Frakkakonung- ur né ertingjar hans eða eftirkom- endur eiga tilkall til neinna eyj- anna eða neins hluta þeirra. Það var og fram tekið, að Frakkar ekki mættu reisa neinar víggirð- ingar á evjum þessuin, og engar byggingar aðrar en nanðsynlega hjalla til að þurka fisk í. En Frakkar áttu að hafa leyfi til að fiska meðfram eynni frá höfða þeim, sem nefndur er Bonavista- höfði norður á eyjartá og inn með landi aö vestan til ness þess, sem nefnt er Riche-nes. Samningar þessir viröast vera full ljósir og greinilegir, e« af þeim hefir stafað óendanlegur á- greiningur, eða þrátt fyrir þá, réttara sagt, hafa staöiö yfir ein- lægar deilur alt ti/ þessa dags. Og þó nú hafi með þessu síðasta samkomulagi verið gengið inn á það af Frökkum að binda sig við samningana frá 1713 og menn hafi ástæðu til að vera ánægðir yfir því, þá hefði verið enn þá ánægju- legra að sjá Frakka sleppa öllu tilkalli til fiskiveiða við strendur Nýfundnalands, og sérstaklega æskilegt hefði verið að sjá eyjarn- ar St. Pierre og Miquelon ganga til Breta til þess að fyrirbyggja þá hættu, að þær með tímanum verði eign Bandaríkjamanna. Við samkomulag þetta hafa F"rakkar fengið mikil ítök og hlunnindi í Afríku, sem þeir í rauninni í ýmsum tilfellum áttu ekkert tilkall til. Einna þýðing- armest af því má telja það, að Frakkarverða látnir afskiftalausir í Morocco, sem sjálfsagt leiðir til þess, að þeir eignast landið; að Englendingar líta þannig á, sést á því, að þeir bundu Frakka því loforði að halda þar við algerða verzlunarfrelsi og að setja ekki upp skotvirki á Morocco-strönd- inni andspænis Gibraltar-virkjuin Breta. Festi maður ekki auga á ööru en samningunum, þá er vissulega ekkert í þeim fyrir brezka þegna til að vera upp með sér af. En hér liggur meira á bak við. Sam- komulagið milli Breta og Frakka hefir lengi að undanförnu verið alt annað en gott og því verið spáð hvað eftir annað, að þeim lenti saman í ófrið þá og þegar, enda hafa önnur stórveldi Norður- álfunnar frekar en hitt blásið að kolunum. Og þó allir viðurkenni, að Bretar geti átt í öllum hönd- um við Frakka ef til kæmi, þá er lítt hugsanlegt, að ekki slæjust fleiri inn í þann leik. En með samkomulagi þessu er ekki ein- asta fullkomin sætt fengin, heldur miklar líkur til að Frakkar fylgi Bretum að málum, og þeir hverjir öðrum, og er slíkt stórt spor í átt- ina til að koma fram þeirri hug- mynd Bretakonungs, aö öll á- í. > \<;í n: uV.il. I greiningsmál þjóðanna verði af- greidd og útkljáð á friösamlegan hátt. Fjármál Breta. Útgjöld brezku stjórnarinnar hafa farið stórum vaxandi á síð- ustu árum, verða rneiri og meiri með hverju árinu, og frjálslyndi flokkurinn hefir aldreigert strang- ari og eindregnari kröfur til þess en nú, að minkaður yrði kostn- aöurinn við herinn, bæði á sjó og landi, og að sköttum verði jafnað niður á þjóðina með ineira rétt- sýni og sanngirni en hingaö til. Árið áður en Búa-stríðið hófst (1898) var kostnaðurinn við land- her Breta eitt hundrað miljón dollara, og við sjóliðið eitthundr- að fjörutíu og fimm miljónir, og auk þess tuttugu og tvær miljónir og hálf, sem fengið var til láns til víggirðinga og fleira þess konar. En á næsta fjárhagsári er gertráð fyrir, að sjóliðið kosti tvö hundr- uð og tíu miljónir. Það er fjór- falt við það sem álitið var nauð- synlegt á tuttugu og fimm árun- um frá Krímstríöinu fram að 1884 og nærri þrefalt við kostnaðinn árið 1893—síðasta árið sem Mr. Gladstone var við völdin. Þegar Búastríðinu var lokið vildu sumir láta minka útgjöldin niður í það sem þau voru árið 1898. Slíkt heföi þýtt eitt hundrað miljóna sparnaður, er miðað hefði getað til þess að færa niður stríðskostn- aðarskattinn. Fjárhagsárið 1903- 4 er inntektaskatturinn 11 pence, og menn gerðu sér von um að á næsta fjárhagsári yrði hann færð- ur niður í 9 pence, en sú von brást, og ekki einungisþað, heldurverð- ur tekjuhalli, og fer vaxandi nema með því móti að færa upp skatt- inn eða hætta við skuldalúkning- arsjóös-hugmyndina. Frjálslyndi flokkurinn heldur því fram, að ef alvarleg tilraun hefðf veriðgerð til að þoka útgjöldunum niður í það, sem þau voru fyrir Búastríðið, þá mundu ríkisskuldabréfin hafa selst fyrir fult verð í staðinn fyrir þaö, aö nú fæst ekki fyrir þau nema 85 til 86 prct.; og frjálslyndi flokk- urinn heldur því einnig fram, að vaxandi útgjöld hafi kveikt inn- flutningstolla hugmyndina, sem þægilegustu aðferðina til að fá upp herkostnaðinn. Þeir sem mæltu með auknum útgjöldum héldu því frain, að öllu slíku væri ofur auð- velt að mæta með auknum inn- flutningstollum, sem komi úr vasa útlendu kaupmannanna, en ekki úr vasa þjóðarinnar. Eftir hálfs árs reynslu áttuðu menn sig samt á þeirri falskenningu. I þeim skatti létt af aftur. Árið 1803 var hann lagður á á ný sem eignaskattur; en þegar friður komst á var ekki skattur þessi | lagður á í tuttugu og sex ár, eða frá þvf árið 1816 til 1842. Árið 1842 lagði Sir Robert Peel inn- tektaskatt á og hefir hann síðan veriö ein aðal tekjugreinin. Um og eftir lok átjándu aldarinnar j stóðu Englendingar svo að segja stöðugt í stríöi, og þegar tekjurn- ar ekki hrukku til að mæta kostn- aðinum þrátt fyrir það þó skattur væri lagður á allar nauðsynjar manna, þá hélt Pitt því fram, að ekki hæföi að hækka landskattinn, og fann upp á því snjallræði að leggja skatt á inntektir manna. Um réttlæti inntekta skattsins eru talsvert skiftar skoðanir innan frjálslynda flokksins, en mjög al- ment er sú skoðun ríkjandi á með- al flokksmanna, að landskatts- fyrirkomulagið ætti að breytast og endurbætast, og sjálfsagt er talið, aö það verði fyrsta verk frjálslyndu stjórnarinnar, ef sá flokkur nær völdum, að setja nefnd fínansfræðinga til að íhuga það mál vandlega. Af óbygðu landi er sára lítill skattur borgaður, og þó landiö hækki í verði viö umbætur sem gerðareru í bygðum og bæjum, þá hefir slíkt ekki áhrif áskattinn. Slíkt þykir írjálslynda flokknum ósanngjarnt. Með því móti auk- ast skattar á þeim, sem umbæt- urnar gera, en ekki landeigendun- um, sem þó njóta góðs af umbót- unum hvort sem þeir leigja land- ið eða vilja selja. Frjálslyndi flokkurinn vill láta þá herra gjalda skatt af löndum sínum eftir sölu- verði þeirra, samkvæmt sann- gjarnri virðingu á vissum tíma- bilum. Frjálslyndi flokkurinn lofar því að koma fjármálunum í bctrahorf en þau eru nú, ef hann kemst til valda, fyrst og fremst með því að minka útgjöldin til mikilla muRa og, í öðru lagi, með því að láta skattana koma jafnara niður og láta byrðina ekki koma ó- sanngjarnlega eða tiltöluiega þyngra niður á einum hluta þjóð- arinnar en öðrum. Engin vissa er fyrir því fengin, þó líkur séu ó- neitanlega til þess, að frjálslyndi flokkurinn komist bráðlega til valda; og þó svo yrði, þá er ekki séð, að sérlega mikið yrði úr sum- um umbótahugmyndunum. En umbætur verða að koma einhvers staðar að. Annaðhvort verða Bretar að minka útgjöldin og það til muna eða grípa til einhvers sem eykur tokjurnar og þjóðin gerir sér að góðu. En þó núverandi stjórn aldrei nema viðhefði allan mögulegan sparnað, þá mundi frjálslyndi flokkurinn engu að síður berjast fyrir því að niðurjöfnun skattanna yrði breytt til batnaðar. Með nú verandi fyrirkomulagi líður miðl- ungsstéttin mest við háa skatta, en landeigendurnir tiltölulega lít- ið. Þegar Japansmenn lögðu út í stríðið þá var það þeirra fyrsta verk, að heita mátti, að tvöfalda stríðsskattinn. En þegar Bretar áttu í stríði við Rússa árið 1854 og Mr. Gladstone var fjármála- ráðgjafi, þá tvöfaldaði hann inn- tektaskattinn. Helzta tekjugrein brezku stjórnarinnar á átjándu öldinni var landskatturinn, og af því leiddi það, að landeigendur voru stríðum mótfallnari en pen- ingamennirnir. Inntektaskattur- inn var fyrst lagður á árið 1798 til þess að mæta kostnaðinum við franska stríðið; en þegar friður var kominn á (árið 1801), var Noregur og Rússland. Engum sem nokkuð þekkir til j myndunarsögu rússneska keisara- | dæmisins, og hvernig það, írá því að vera aðeins furstadæmi, smátt og smátt óx og margfaldaðist, þangað til það var orðið eitt af stórvelduin Norðurálfunnar, get- ur dulist, að það muni halda á- fram að brjóta undir sig lönd og ríki, þangað til greiö gata er feng- in til sjávar. Rússar vita það vel, að hver sú þjóð, sem ætlar 1 sér að komast í tölu stórveldanna, verður að hafa nægilegan flota, j og haganlega sett herskipalagi | yfir að ráða. Hvað hafnirnar snertir, er Rúss- ! land mjög illa sett. Og þar sem það hefir náð til sjávar, hefir það hvergi átt beinan aðgang að stór- höfunum, enda komst Gortscha- koff fursti einhverntíma þannig að orði um það efni, að,,útidyra- lykillinn væri í annarra höndum. “ Þau höfin, sem Rússlandi hafa staðið opin fyrir, hafa ekki haft mikla þýðingu í því tilliti að auka veldi þess. Þó aldrei nema Rúss- landi auðnaðist að hljóta þá upp- fyllingu drauma sinna, að ná und- ir sig Konstantinopel, stæði leiðin til úthafsins þeim, samt sem áð- ar, ekki opin. Englendingar mundu þá, að líkindum, ekki verða seinir á sér að ná undir sig Centa í Morocco, gagnvart Gi- braltar, til þess að geta lokað Gibraltarsundinu þegar þeim þætti svo við eiga. Yfir Egiptalandi og Suezskurðinum hafa nú Eng- lendingar yfirráðin og geta þann- ig lokað útgönguhliðum Miðjarð-: arhafsins. Hvað Eystrasalti viðkemur, þá er höfnin við Kronstad ísi lögð í fulla fimm mánuði ársins, og á ó- j friðartímum yrði fljótlega hægt að loka Eyrarsundi, ekki breiðara en það er, meö þeim áhöldum, sem þjóðirnar nú orðið geta veitt sér. j Floti Rússa er þannig inni-! byrgður í lokuðum höfnum. Jafn- vel þó þeir næðu umráðum yfir Dardanella-sundinu bætti þaðekki mikið úr skák. Hvervetna verða þeir meira og minna að vera upp á vinveittar þjóðir komnir, til þess að ná útgöngu. Þetta er stjórn- inálamönnum Rússlands fullkunn- ugf °g þyí er takmarkið, sem að er kept, að eignast einhvers stað- ar beinan aðgang að Atlanzhaf- inu. Á meðan Finnland heyrðiSvía- ríki til, gat Rússland ekki gert sér von um að ná fótfestu við At- lanzhafið. En þegar Alexander I. var búinn að náundir sig Finn- landi, og Rússar voru búnir aö ná sér nokkurn veginn eftir heim- sókn Napoleons mikla, þá varfar- ið að búa sig undir að komast þangað. Og Rússar fóru nú að þreifa fyriUsér, og fundu í gömlum skjöl- um samninga millum einhvers rússnesks fursta og einhvers af Noregskonungunum gömlu. Þessj samningur, sem ritaður er á þrettándu öld, ákveður landamæri Rússlands og Noregs, og eru þar til greind örnefni þau er ráða skuli landamerkjunum. Sam- kvæmt hinum réttu, fornu örnefn- um, sem í samningnum eru nefnd, voru takmörk landanna bundin við staðarheiti, sem liggur á milli hinna núverandi landainæra Nor- egs og Rússlands, og bæjar þess á Lapplandi, er Kola heitir. En utanríkisstjórninni í Pétursborg tókst að grafa upp annað staðar- heiti, samnefnt, sem er ekki all- langt frá ströndum Atlanzhafsins, og skamt frá Tromsö, og hélt því fram, að þar væru takmörkin, þrátt fyrir það, þó að í samning- um, sem áður er getið um, sé glögglega tekiö fram, að landa- mærin séu innan takmarka Norð- uríshafsins. Rússar gengu alveg fram hjá því ákvæði og stóðu á | því fastara en fótunum, aö krafa sín væri rétt, hvað sem öðru liöi. Ef Rússum hefði haldist það uppi að framfylgja þessu, þá hefðu þeir náð undir sig fimm fjörðum, herkastalanum Vardö-I hus, bæjunnm Vadsö og Hamm- erfest og enda máske Tromsö, j sem er allstór bær. Auk þess! hefðu þeir þá fengið yfirráð yfir fjölda af.góðum höfnum, sem aldrei verða óskipgengar af fs á vetrum. Aö vísu veitti sænsk-norsku stjóminni ekki öröugt að sýna fram á, að kröfur Rússa væru ó- réttlátar, en ekki mi*ndi það hafa stoöaö mikið. Hitt varð þá til bjargar, að Alexander I. dó, árið 1825, einmitt um það leyti er Skandinavíu stóð sem mestur voði af málaleitunum Rússa. Eftir- maður hans, Nikulás I., hafði framan af stjórnarárum sínum ærið að starfa, að bæla hinar nýju frelsishreyfingar, sem um þær mundir fóru að koma í ljós hjá þjóðinni, og landamerkjamálið lagðist þá um stund í dá. Á fundi, sem fulltrúar beggja þjóðanna héldu með sér hinn 24 Maí 1826, var það fastákveðið, að lítil á, sem Jakobsá heitir, fyrir austan Varanger, skyldi ráða landamærum milli Noregs og Rússlands. En þegar Rússakeis- arinn var búinn að kæfa niður uppreist Pólverja, sem staðið hafði yfir um þær mundir, fanst honum, að nú hefði hann meira ráðrúm, og tók því að iðrast eftir að hafa slegið of mikið undan við Skandinavana. Eftir 1830 fór blað utanríkis- stjórnarinnar, sem vitanlega ekki hafði neitt annað meðferðis en það, sem keisaranum var þóknan- legt, að finna að gjörðum fundar- manna, á fundinum í Maf 1826. Og kringum 1840 fóru rússneskir ferðalangar að streyma norður á Finnmörk, og reyndu þeir á allar lundir að fá hinar nákvæmustu upplýsingar um firði, hafnir, ár, vegi, náma o. fl. Á þeim tímum, er stjórnmála- njósnarar voru miklu óalgengari en nú gerist, mundu þessir menn og ferðir þeirra, ekki hafa vakið neina eftirtekt, ef ekki hefði svo viljaö til, að einn þeirra glataði skjali, gefnu út af rússnesku sljórninni, sem hann hafði með- ferðis. Skjal þetta var prentað, og hafði inni að halda margar spurn- ingar, sem ferðamönnunum var ætlað að leysa úr. Meðal annars var þar spurt um hvaða firðir ekki legðu s á vetrum, hverjar hafnir væru álitlegastar til að hafa fyrir flotastöðvar, um vegi og samgöngur innanlands sumar og vetur, og hvort hugsandi væri að leggja þar vegi til þess að koma her og hergögnum eftir um landið. Árið 1847 reyndi rússneska stjórnin að fá skifti á nokkurum fjallahéruðum í Finnmörk og norsku sveitunum kringum Var- angerfjörð. Voru um leið sendir út menn á laun til þeirra héraða, til þess að gylla það fyrir fólkinu hvað mikill hagur því gæti orðið í því að innlimast í hið volduga rússneska keisaradæmi. Á með- al þessara sendisveina voru ýmsir nafnkendir menn, t.d. greifi nokk- ur að nafni Ungren-Stenberg. Hann tók nú svo djópt í árinni, að hann lýsti því yfir opinberlega í Tromsö, að allur Noregur ætti að ganga Rússakeisaranum á hönd, og njóta góðs af hans föð- urlegu mildi. í Pétursborg var reynt til að kveikja ófrið milli landanna, með því að vekja deil- ur um réttindi rússneskra þegna til fiskiveiða við strendur Noregs, og um réttindi norskra Lapplend- inga til gripabeitar í finskum sveitum. þrætur um þessi atriði lá viö yrðu alvarleg ágreiningsefni, en þá kom Krímstríðið, er beindi hugum rússnesku stjórnmála- mannanna í aðra átt en til Norð- urlanda. í kringum 1867 fór Alexander II. Rússakeisari að hugsa um að ná í norsku fírðina. Svíar kom- ust að þeirri fyrirætlun og létu Prússa vita um hvað um væri að vera. Sagt er að sendiherra Prússa í Pétursborg hafi verið lát- inn skjóta því að utanríkisráð- gjafa Rússa, að Prússum félli ekki vel í geð undirróður Rússa í Nor-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.