Lögberg - 26.05.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.05.1904, Blaðsíða 1
 $23,00. kosta góð reiðhjó), single tube. ?24.00. sams- konar hjól. double töbe. í gluKganum hjá okkur getið þér séð öil nauðsynleg áhðld til reiðhjóla; handföng o. s. frv. AncJerson & Thomas, 638 Main Str. Hardw&re. Telepbcns 339. m § ....................... ' .... ..... Glugginn tullur af b«sel>all áhöldom, Laeioss sticks o^ holt- ! um, Lawn Teuuis Rucquetsog boltuui, net : um, Lawn Markers. hengirúmunc, knat:- trjám hacda drengjum 5c. og þar j íir. Anderson & Thomas, 638 Main Str. Hardware. Teiaphone 338. M»rki i rvartnr Ynle-lá* 1 17. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 26. Maí 1904. NR. 21. Fréttir. Úr öllum áttum. Francois Marret, franskur bóndi, fyrir tveimur árum síöan kominn vestur hingaö frá Frakk- landi, varö btóöur sínum aö bana á föstudaginn var. Réðist hann að honum sofandi og vann á hon- um meö öxi. Tók hann síöan lík- iö á bak sér, bar þaö æöilangan veg og fleygöi því í fljót nokkurt, í því skyni aö dylja þannig glæp sinn. Nefnd manna fór á fund stjórn- arinnar í Ottavva, á föstudaginn var, í þeim erindum aö biöja um aö út yröu gefin bannlög gpgn því, aö strætisvagnar séu látnir ganga á sunnudögum. Fékk nefndin loforö fyrir því aö máliö skyldi tekiö til athugunar. 'Verzlunarskýrslur Canada, sem ná yfir síöastliðna tíu mánuöi, sýna, aö verzlunin nernur þrettán miljónum dollara meira í ár, en á sama tímabili áriÖ sem leið. Tolltekjurnar á sama tímabili eru þrem miljónum og fimm hundruö þúsund dollars hærri en á því tímabili áriö 1903. Tólf ára gamall drengur í bæn- um Rosthern, N. W. T., myrti systur sína í vikunni sem leiö. Petrel, varöskip stjórnarinnar, tók upp eitt hundraö og átján net fyrir fiskiveiöamönnum frá Banda- ríkjunum, í vikunni sem leiö. Netin höföu þeir lagt í landhelgi fyrir ströndum Erievatnsins. Net ©g afli var hvortveggja selt. Bangs lögmaöurinn í Calgary, sem áöur hefir verið um getiö aö væri undir ákæru, fyrir hluttöku í póstþjófnaöarmálinu, hefir nú sagt til, eöa skilaö aftur nokkur- um hluta peninganna. Eru það milli fimm og sex þásund dollar- ar, sem þannig hafa komið til skila. láta taka af þeim myndir. Bauð hann stúlkunum þau kostakjör, aö gefa þeim eina tylft af mynd- um, og einn dollar í kaupbætir, ef þær viidu skrifa nafn sitt undir vottorö, sem hann lagði fram. Skjal þetta var þess efnis, aö sú, sem ritaði undir þaö, bar vitni um, aö maöur þessi heföi læknað sig af einhverjum sjúkdómi, er í skjalinu var nefndur, meö meöáli, er hann haföi á boðstólum. í skjalinu var honum einnig gefin heimild til aö nota mynd stúlk- unnar og hiö undirskrifaöa vott- orö fyrir auglýsingu, eins lengi og honum þóknaöist. Fjölda af vottoröum haföi maöurinn aflaö sér á þessa leið. mynni St. Lawrence flóans í vik- unni sem leið. Sk pi3 var á leiö frá Montreal og Quebec, til Lon- don á Englandi, meö mikið af sláturgripum og öörum vöruflutn- ingi, sem alt fórst, en menn kom- ust af. Óspektir hafa enn orðið á Phi- lippine-eyjunum. Var ein her- deild Bandaríkjamanna þar um- kringd og um tuttugu manna drepnir. Sýningu á hestum á að halda í Calgary N. W. T. seinni part sumars. Sýningin á aö standa yfir í þrjá daga, og veröa hestarn- ir aö því búnu seldir viö uppboö þar á staönum. Nýlega týndi enskur vísinda- maöur pjáturbauk á leiðinni á milli Chicago til St. Paul, eöa bauknum var stoliö. I bauk þessum voru mörg þúsund kóleru- bacillur, sem maþurinn ætlaði til vísindalegra rannsókna á Englandi og Þýzkalandi. Tap þetta er ekki hættulaust ef finnandi (eöa þjófurinn) opnar baukinn. Slys varö af gas-sprengingu í námu í Illinois á miövikudaginn var. Margir menn særðust og fimm biöu bana. Marconi er að undirbúa^það að hægt sé aö gefa út dagblað á Cunardlínuskipinu Campania, sem flytji farþegjum fréttir, hvar sem skipiö er statt á -hafinu, af öllu því merkasta sem til tíöinda ber f heiminum. Meö bráöabirgöar dómsúr- skurði hafa Hogan Bros., eigend- ur skógarhöggs í Thunder Bay héraöinu, fengið bann Iagt fyrir, aö A. Mann láti höggva skóg þeirra. Á sama hátt hefir og veriö lagt bann fyrir að Can. North. járnbrautarfélagiö, og A. R. Mann, hagnýti sér sjötíu þús- und járnbrautarbönd meðfram brautarstæðinu, sem Ixjggvin hafa verið og fiutt burtu af landi Ho- gans. Þjónar á veitingahúsum í St. Louis nota tækifærið, nú á meöan á sýningunni stendur, og hóta I verkfalli nema kaup þeirra sé hækkaö. Er þaö taliö líklegast, ■' að kröfum þeirra veröi fullnægt, ■ því annir eru nú svo miklar á. hótelunum aö eigendur þeirra1 standast ekki viö aö nein hindrun 1 veröi á afgreiöslunni. Kol og steinolía hafa nýlega. fundist í ríkulegum mæli í Yukon. I ° ! Kolin eru sögö aö vera annarrar tegundar, eöa nokkuö frábrugöin kolum, er hingaö til hafa fundist, i en bæöi góö og hitamikil. Rann- ! sókn á steinolíufundinum er ekki enn lokiö, en svo mikiö þykjasl nienn þó nú vita, aö mikiö sé af henni þar í jöröu fólgið, og gera s6r hinar beztu vonir um fram- tíöarúrangur af olíunámum þar noröur frá. Útfiutningur fólks frá Bret- landseyjunum til Canada fer óö- um vaxandi. Hina fjóra fyrstu mánuöi ársins óx tala þeirra um eitt þúsund, en á sama tímabili óx útflutningurinn til Ástralíu og New Zealand ekki neitt. Þang- að flutti ekki meira en einn sjö- undi hluti á móts við þaö, sem hingað kom. Til Suöur-Afríku fara útflutningarnir frá Bretlandi þverrandi. Síðan 1. Janúar hafa fiuzt út alls þrjátíu og sex þúsund fimm hundruð og sextíu manns frá Bretlandi, og af þeim er sagt, að tuttugu og tvö þúsund og sex hundruö hafi fariö til Canada. Stríðið. Síöustu stríösfréttir eru þær helztar, aö Japansmenn hafamist tvö af skipum sínum fyrir aögerö- ir Rússa. Rak annað þeirra sig á rússneska torpado á rúmsjó Jtíu mílur undan landi. Hefir sú aö- ferð Rússa vakið eftirtekt mikla aö hleypa slíkum drápsvélum á haf út, þar sem allra þjóða skip- um jafnt er stofnað í hættu. Fyr- spurnir hafa veriö sendar stór- veldunum um þaö, hvort slíkt sé leyfilegt; og Bandaríkjamenn hafa þegar gert ráöstafanir til aö(fá skýrslur um skipskaöa (annarra þjóöa en Japansmanna), sem þessar rússnesku morðvélar valda. Af landhernum fást mjög óljós- ar fréttir. Nýlega þóttust Rússar hafa drepiö niöur nálægt Port Arthur tvær stórfylkingar af ridd- araliði Japa; en nú er slíkt boriö til baka. Enn hafa Japansmenn ekki tekið Port Arthur, en búist viö, að þess veröi ekki langt að bíða. Henry Morton Stanley. Á Bahamaeyjunum beiö ein af herdefldum Bandaríkjanna nýlega ósigur fyrir uppreistarmönnum. mistu þeir þar fimtíu og fjóra menn og sextíu og sjö uröu óvígir af sárum. Maöur^nokkur vartekinn fastur í Toronto, í vikunni sem leið. j Honum var gefiö að sök aö hann ! sæti um að ná f ungar stúlkur þar á strætunum, og fengi þær meö sér til ljósmyndara, til þess aö Heldur en aö láta undan kröf- um skipstjóra og hafnsögumanna, á flutningaskipum á stórvötnun- um, segjast flutningafélögin ætla sér aö verja fimtán miljónum doll- ara, til þess aö koma í veg fyrir aö þeir fái sínu framgengt, hvaö kauphækkun og aörar kröfur snertir. Eitt af fiutningaskipum Allan- línunnar rakst á sker í þoku fyrir H. M. Stanley, hinn frægi Af- ríkufari andaðist þriöjudaginn hinn 10. Maí síöastliöinn.aö heim- ili sínu f London á Englandi. Hann haföi veriö lasinn f nokk- ura mánuöi, og rúmum hálfum mánuöi áöur en hann dó, fékk hannmjög þungt kvef, sem breytt- ist síöan í brjósthimnubólgu og dró hún hann til dauöa. H. M. Stanley er einna frægast- ur landkönnuður á síöari tímum. Enginn hefir átt eins mikinn þátt í því eins og hann, aö lyfta blæj- unni, sem huldi Suöur-Afríku fyrir sjónum manna, og enginn hefir fylt út eins margar og stórar eyö- ur á landabréfi þeirrar álfu og hann. Saga hans er líkari æfin- týri en virkileika, enda má svo kalla, aö lífsskeiö hans, frá upp- hafi til enda væri óslitin viöbirrða- rík hættuför. Upphaflega hét hann ekki Hen- ry Stanley, heldur John Rowlands eöa Rollands, og var hann fædd- uríDenbigh.í Wales áriö 1841. Tveggja eöa þriggja ára gamall misti hann fööur sinn og var þá sendur á munaöarleysingjahæli til uppfósturs. Þegar hann var ung- liiigur aö aldri vaknaöi hjá honum áköf löngun til þess aö komast vestur um haf, og kom hann því í framkvæmd á þá leiö, aö vinna af sér fargjaldiö meö því aö hjálpa skip'verjum til á leiöinni yfir hafiö. í New York komst hann á skrif- stofu hjá kaupmanni einum er Stanley hét, og tók hann ástfóstri við drenginn. Á meðan Johnj Rowlands var þar tók hann sér nýtt nafn og kallaði sig Henry j Morton Stanley. Bar hann þaö J nafn síöan til dauöadags, enda er hann undir því nafni einu kunnur heiminum. Þegar stríðið hófst milli Suöur- og Noröurríkjanna geröist Stanley brátt sjálfboöaliöi í her Sunnan- manna. En þar átti hann ýmsu ( ógeöfeldu aö mæta og varö sá ( endirinn á, aö hann snérist í liö ( meö Norðanmönnum. Aö end- . uöu stríöinu geröist hann blaöa- J maöur. Vakti hann þegar all- , mikla eftirtekt og varð innan ( skams umferöa fregnriti fyrir stór- blaöiö ,,New York Herald“. j Tók hann þá þátt í hernaði Breta gegn Abyssiníumönnum,áriði868. Meö óviöjafnanlegu snaræöi tókst ^ honum þá aö koma vel ritaöri | frásögu, um þýöingarmikla or- ustu, er háö var þar, til New York, degi áöur en nokkur frétt var komin til London. Þótti ^ þetta svo vel aö veriö aö nafn Stanleys var nú á allra vörum. Frá Abyssiníu var Stanley send- ur til Spánar. Uppreist var þá; hafin þargegn Isabellu drotningu, og átti Stanley aö senda fréttir af þeim viöskiftum. Þá bar þaö viö er Stanley var staddur í Madrid, höfuðborg Spánar, árið 1869, að húsbóndi hans, James Gordon Bennett, eigandi stórblaösins ,,New York Herald“ kallaöi hann á sinn fund til Parísarborgar, og gaf honum hina fáoröu en afar- þýöingarmiklu skipun: ,,Faröu til Afríku og findu Livingstone. “ Þessi stuttoröa fyrirskipun varö undirrótin undir því aö gera Stanley að heimsfrægum manni. Og hún haföi einnig önnur þýð- ingarmikil áhrif, því meö henni byrjar nýtt tímabil í rannsóknum á heimsálfu þeirri, er áöur var heiminum aö miklu leyti ókunn. Livingstone, hin ágæta skozka hetja, haföi þá í þrjú ár dvalið einhverstaöar á meginlandi Afríku. í full tvö ár af þeim tíma var nú hinn mentaði heimur búinn aö bíða eftir fréttum af honum, meö hinni mestu óþreyju, og árangurs- laust. Voru menn farnir að álíta að honum heföi viljaö eitthvert slys til og aö hann mundi vera dauöur. • Þessum manni átti nú Stanley aö fara aö leita aö, og hann lagöi, möglunarlaust, á staö í leiðangur- inn. í Marzmán. 1871 lagöi hann á staö, með stóra lest klyfj- aöa ýmsum nauösynjum, inn á hiö mikla ,,dimma meginland. “ Eftir níu mánaöa ferö, fulla af hættum og torfærum, kom hann loks til Ujii viö Tanganikavatniö, inn í miöri Afríku. Þar fann hann Livingstone. Lýsing Stanleys á því er fund- um þeirra bar saman er mjög á- takanleg. Livingstone var þá nýkominn til Ujiji úr langri rann- sóknarferð, og ekki mátti tæpara standa fyrir honum, þegar Stanley mætti honum og lét honum liö- veizlu sína í té. Þeir voru nú saman í nokkura mánuöi. Eftir- lét Stanley honum síöan allar birgöir sínar, er hann haföi komiö með og flýtti ferö sinni sem mest | hann mátti til Zanzibar. Þaðan 1 gat hann símritaö blaöi sínu þá gleöifrétt að Livingstone væri fundinn. Og næsta dag var hann orðinn ! frægur um víöa veröJd. En Stanley var ekkí þannig variö aö hann léti hér viö sitja. Fjórum árum síöan er hann aftur kominn til Atríku meö miklu föruneyti. Livingstone var and- aöur, og nú var þaö ætlunarverk Stanleys aö binda enda á rann- sóknir hans á meginlandi Afríku. Frá Zanzibar hélt hann nú alla leið til Ujiji og þaöan til Araba- nýlendunnar Nyangwe, inn í miðri Afríku. Þar fyrir vestan var landabréf Afríkn autt og nafna- laust f þá daga, og hið mikla fljót Lualaba hvarf þar noröur í landiö án þess nokkurum væri kunnugt um hvert þaö færi. Stanley setti sér þaö nú fyrir nrarkmiö aö rann- saka þetta fljót, og kom þá í ljósj aö það og Kongofljótiö var eitt og hið sama. Stanley haföi þann- ig leyst úr einni ráögátunni enn í Afríku. Níu hundruö níutíu og níu dögum eftir aö hann hóf ferö sína frá Bagamoyo, beint á móti Zanzibar á austurströnd Afrfku, kom hann til Emboma, viö mynnið á Kongofljótinu á vestur- strönd Aíríku. Var hann hinn fyrsti hvíti maður er fór yfir hiö ,,dimma meginland“, frá hafi til hafs. Þegar hann kom þangaö var hann oröinn dökkbrúnn á hörundslit af sólbruna, og hvítur fyrir hærum. Á árunum 1887-89 fór Stanley enn á ný til Afríku, og enn var þaö erindiö aö leita aö manni, sem ekkert haföi frézt til í mörg ár og allir voru orðnir hræddir um. Þessi maöur var Emin Pascha. Aö vísu tókst Stanley aö flnna Einin Pascha og hafa hann með sér til Zanzibar, en haldiö hefir því veriö fram að Stanley hafi, svo að segja, þving- að hann til þess aö veröa sér samferða þangaö. Þetta varö síöasta ferö Stanlejfs til Afríku. Síðan var hann til dauðadags í London. Fyrir nokkurum árum síðan bauö hann sig fram til þingmensku og náði kosningu, en ekki afrekaöi hann neitt á þingi, sem orð var á ger- andi. Um hinar mörgu feröir sínar hefir Stanley ritaö fróölegar og skemtilegar bækur. Hafa þær veriö þýddar á f jölda mörg tungu- mál, og kykir hvervetna mikiö til þeirra koma. Stanley var hinn mesti.afburða- maður til sálar og líkama, eins og saga hans ber ljósastan vott um, og ekki væri þaö heiglum hent aö ætla sér aö feta í fótspor hans. Úr bænum. og grendinni. Þorbergur Féldsted hefir tekið aö sér gæzlu vitans hjá Gull Har- bor á Mikley í staö Ágústs Magn- ússonar. sem nú er fiuttur vestur í Shoal Lake-bygöiua. Alec. Haggart lögmaöur var kosinn bæjarfulltrúi í annarrikjör- deild síöastliöinn þriöjudag í stað John Russells sáluga. Síðastliöinn föstudag lögðu all- margir íslendingar á staö héöan úr bænum vestur til Foam Lake, Assa., og ætla aö setjast þar að á löndum sínum. Á meöal land- takenda þessara voru: Páll F. Magnússon meö fjölskyldu sína, Lúövíg Laxdal meö fjölskyldu sfna, Nikulás Johnson, Jóhann Jónsson, Stefán E. Guöjohnsen. Laugardaginn 21. þ. m. lézt úr lungnatæringu, vestur á Kyrra- hafsströnd, eftir margra áia heilsu- leysi Haraldur Sigurösson prent- ari, sem lengi vann í prentsmiðju Lögbergs. Hann lætur eftir sig ekkju, Sigríöi dóttur þeirra hjóna Þorvaröar Sveinsson og konu hans. Undanfarna viku hefir tíðin verið einkar hagstæö fyrir allan gróöur, talsveröar rigningar fyrir og um síðustu helgi og kuldaveö- ur þaö sem af er vikunnar. R. La Touche Tupper sem lengi var umsjónarmaöur við hvítfisk- klakið í Selkirk og margir fslend- ingar kannast viö, lézt á Almerna sjúkrahúsinu hér á laugardaginn var. Hann var 59 ára gamall. Utanáskrift þeirra LúövfgsLax- dals og Páls F. Magnússonar ve'rö- ur framvegis: Foam Lake, Assa., N.W.T. Mrs.G.Thorkelsson. Oak Point, haföi áöur ætlaö sér aö hætta verzlun, en hefir nú fastráöið aö halda áfram. Fyrst um sinn veröa allar vörur seldar með 10 prct. af- slætti gegn peningaborgun út í hönd. Skemtisamkomu heldur stúkan ,,Tilraun No. 5. I. O. G. T.“, íimtudaginn 2. Júníl904 á Biú- Hall. PRÓGRAM. 1. Ræða: — séraFriðrik Hallgrímsson 2. Solo: —Jón Friðfinnsson. 3. Organ Solo: — Pétur Johnson 4. Kecitation: — Miss S. Frederickson 5 Vioiln Solo: — Kristjin Hjálmarss. 6. Solo: — Sveinbjörn Hjaltalín. 7. Ræða: —Kristján Jónsson. 8. Duet: — Miss Guðný Arason, Gmtna Sveinsson. 9. Solo: — Mrs. Lilja Peterson. 10. Phonograph Music. 11. Solo: —Sveinbjðrn Hjaltalín. 12 Recitation: — Kjartan ísfeld. 13 Violin Solo: — Kristján Hjálmarss. 14. Sjónleikur (Frá einni plágu til ann- arrar) í fjóium þáttum. Phonograph music á milli þátta. Svaladrykkir til sðlu & staðuum. Byrjar kl. 8 e. h Ad- gangur 25 cents. Forstödusefndin. Tveir piltar geta fengiö hús- næöi og fæöi að 646 Agnes st.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.