Lögberg - 26.05.1904, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGIMN 26. MAI 1904.
JCögbeig
cor Williara Ave.{& Neca St.
Sitlinnipeg, ^ttan.
M. PAULSON, Eclitor,
J. A. BLONDAL, Bus.Manager.
UTANÁSKRIFT : *
The 1.ÖGBEKG PRINTING Ai PUBLCo..
P. O, Boi 1 3fl., Winnlpeg, Man.
Gamla sagan.
Um þvert og endilangt landiö
er því af andstæðingum Laurier-
stjórnarinnar haldiö fram munn-
lega og skriflega, aö góðæriö, auk-
inn markaður fyrir canadískar
vörur og betri prísar á undanförn-
um árum sé á engan hátt henni
aö þakka, heldur eölilegri rás viö-
buröanna, sem mannleg stjórn
ekkert ráöi viö. En nú hefir ost-
ur og reykt svínsflesk falliQíí veröi
fyrir aukna samkepni á brezka
markaönum; og nú rísa sömu
mennirnir og sömu blööin upp og
halda því ótvírætt fram, aö verö-
lækkun þessi á osti og fleski sé
Laurier-stjórninni aö kenna.
Það er gamla sagan: Aö spila á
skilningsleysiö og heimskuna. Því
aö skynsömum og skilningsgóöum
mönnum koma þeir ekki til aö
trúa því, að ráöi stjórnin ekkert
við markaðinn til góös þá ráði
hún fremur viö hann til hins verra.
En ekki er því aö neita, þó ilt sé
til frásagnar, að alt af fást ein-
hverjir til aö trúa þessum og því-
líkum fjarstæðum og heimsku.
ÞaÖ eru til dæmis til þeir menn
hér í Vestur-Canada, sem trúa
leiötogum afturhaldsflokksins ti
þeirrar heimsku, er fram er hald
iö nú, að nauösynjavörur hækki
ekkert f veröi fyrir þaö þó inn-
flutningstollurinn veröi stórum
hækkaöur. Þaö eru til þeir menn
í Vestur-Canada, sem trúa því,
aö landið hafi fremur ilt en gott
af því aö fá Grand Trunk Pacific
járnbrautina vestur. Það eru til
þeir menn, sem trúa því, að land-
inu skíni ekkert gott af hinum
mikla fólksflutningi til Norövest-
urlandsins. Þaö eru til þeir
menn (eöa þaö lftur svo út), sem
trúa því, að Canada skini gott af
því að fá afturhaldsmenn aftur til
valda. Það eru til menn, meö
öðrum oröum, sem öllu trúa,
hvaö mikil fjarstæða sem er, ef
það bara kemur frá leiðtogum
afturhaldsflokksins. En trúgirni
þessi fer óðiim minkandi, vegna
þess skilningur og þroski manna í
landsmálum fer óöum vaxandi.
Vér höfum áöur bent lesendum
vorum á þaö, aö verð canadísku
virunnar á brezka markaönum
fellur og stígur eftir því, hvaö
samkepnin þar er mikil eöa lítil,
og aö Canadastjórn, hverjum
pólitíska flokknum sem hún til-
heyrir, ræöur alls ekkert viö slíkt.
Laurier-stjórnin hefir aldrei gert
kröfu til þess aö ráöa verði á can-
a lískum vörum á heimsmarkaön-
um.
Samt sem áður væri rangt aö
haida því fram, aö stjórnin heföi
ekki eöa gæti ekki haft áhrif á
viðskiíti manna við umheiminn og
vellíöan ýmsra flokka í landinu.
Áhrif afturhaldsmanna, meðan
þeir voru viö völdin, voru sjáan-
leg, og áhrif frjálslyndu stjórnar-
innar, síöan hún kom til valda,
ekki síöur. Áhrif stjórnanna voru
aö vísu sín upp á hvern máta eins
og eölilegt er í alla staði, því stefn-
an er svo gagnólík og markmiöið
sitt hjá hvorri.
Markmið afturhaldsmanna var
þaö, eins og þaö er enn í dag, aö
hlynna aö verksmiöjumönnum
og kapitalistnm í Austur-Canada,
vernda þá frá útlendri samkepni
og láta þá vera sem mest eina um
canadíska markaöinn. Og til
þess aö ná takmarki þessu inn-
leiddu þeir verndartolla eöa há-
tolla löggjöfina. Þetta leiddi tij
þess, aö sá flokkur manna—verk-
smiöjumennirnir—sem afturhalds-
stiórnin sérstaklega bar fyrir
brjóstinu, er nú stórauöugur. Aö
vísu er flokkur sá lítill hluti þjóö-
arinnar, sem tiltölulega fáir menn
skipa; en þegar afturhaldsstjórnin
lagöi niöur völdin áriö 1896, þá
voru þeir flestir orönir miljóna-
iigendur.—Þaö er haft eftir Sir
John A. Macdonald sáluga, aö
viökvæði hans hafi verið þegar
hann og vinir hans komu saman
á stjórnarráösfundi: ,,Jæja, piltar
mínir, hvaö getum viö nú gert
fyrir flokkinn?“ Þaö er aö segja:
fyrir leiötoga flokksins. Og þeir
hafa komist að þeirri niöurstööu,
að þaö væribetra ,,fyrir flokkinn“
aö hlynna aö fáeinum og gera þá
afiögufœra, en aö hlynna aöfjöld-
anum og gera hann sjálfbjarga.
Aöur en frjálslyndi flokkurinn
komst til valdahélt hann þvífram,
aö þaö, sem Canada væri fyrir
mestu, vœri aö fá landiö bygt og
markað fyrir afrakstur þess, og
líklega dettur engum í hug aö
neita því, aö Laurier-stjórninni
hafi hepnast þetta hvortveggja
vonum framar á jaín fáum árum.
Ekki munu menn heldur neita
því, aö þetta tvent hafi veriö
landinu fyrir miklu. Um þaö
ber vellíðunin á síöustju árum ljós-
astan vottinn.
Vér höfum áöur sýnt fram é,
hvernig Laurier-stjórnin fékk
flutningsgjald fært niöur og flutn-
ingsfærin bætt til þess hægt væri
að koma vöru bændanna sem ó-
dýrast og greiðast og óskemdri á
heitnsmarkaðinn, og hvernig fyrir
aðgeröir hennar, smjör, ostur,
egg, svínakjöt, ávextir o. s. frv.
sté í áliti á markaönum og eftir-
spurnin eftir vörum frá Canada
fór vaxandi.
Þannig hefir báöum stjórnun-
urn óneitanlega tekist aö koma
sínu fram: afturhaldsstjórninni aö
hlynna að verksmiöjumönnunum
og frjálslyndu stjórninni aðhlynna
aö bændastéttinni.
Ostur og reykt svínsflesk (bacon)
hefir falliö í veröi á brezka mark-
aðnum og þá þarafleiðandi einnig
í Canada. Áriö 1902 var^i3,-
400,000 viröi af bacon flutt tii
Bretlands, þar af £ 1,000,000
virði frá Canada. Hitt kom mest-
megnís frá Bandaríkjunum og
Danmörk. Nú gefa afturhalds-
leiötogarnir þaö mjög drýginda-
lega í skyn gegn um blöö sín, aö
væru þeir viö völdin, þá mundu
þeir fá verðiö hækkaö á brezka
markaðnum, sem ræður verðinu
hér innan lands. Og þetta ætti
að vera gert á þann hátt aö leggja
háan toll á innflutt bacon. Áriö
1903 var $400,000 viröi af vöru
þessari flutt inn til Canada frá
Bandaríkjunum. Meö því aö
leggja háan innflutningstoll á hana
ætti aö neyöa Breta til aö borga
hærra verö fyrir margfalt meira af
samskonar vöru frá Canada.
Slíkt er, eins og viss maöur komst
nýlega aö oröi, jafnheimskulegt
og jafn ómögulegt eins og aö
neyða meö löggjöf Níagarafossinn
til aö renna upp í staöinn fyrir
niöur.
Hiö sama er um ostinn aösegja.
Áriö 1902 var flutt til Bretlands
£6,150,000 viröi af osti, þar af
£4,300,000 viröi frá Canada.
Brezki markaöurinn ræöur eöli-
Iega ostveröinu hér innanlands.
Hvernig ætti nokkur skynsamur
maöur að trúa því, aö Canada-
stjórn gæti meö löggjöf aukið lyst
Breta á osti, eöa dregiö úr brezkri
ostagjörð, eöa hamlaö því aö
Bandaríkjamenn, Hollendingar og
Frakkar flytji ost til Bretlands til
þess hann stígi í veröi? Það er á
sinn hátt jafn heimskulegt eins og
aö ætla sér að hækka hveitiveröiö
í Liverpool meö því aö leggja há-
toll á innflutt Bandaríkjahveiti.
Menn geta veriö öldungis vissir
um það, aö þó afturhaldsmenn
tækju við stjórn Canada, sem von-
andi dregst aö veröi, þá hækka
þeir ekki veröiö á osti né svína-
kjöti á brezka markaönum, því
þiögeta þeir ekki. En annaö
geta þeir gert, og til þess er þeim
trúandi: Þeir geta hækkað lífs-
nauösynjar manna í verði meö
auknum tollum og á ým ;an ann-
an hátt, svo svínaræktin og osta-
gjöröin veröi kostnaöarsamari en
á yfirstandandi tíma.
Þjóöverjar í Suður-
Afríku.
Engir menn í öllum heimi voru
jafn iönir viö það aö illmæla Bret-
um og leggja alt út á versta veg
fyrir þeim meöan á Búastríöinu
stóð eins og Þjóðverjar, enda er
ekki laust viö aö sum ensku blöö-
in gefi í skyn nú, aö þeim sé ósárt
þó ekki gangi alt með feldu í ný-
lendu Þjóöverjanna í suðvestur-
hluta Afrfku. Nýlenda þessi eða
landsvæöi þaö, sem Þjóöverjar
eigna sér, er helmingi stærra um-
máls en alt Þýzkaland og liggur á
milli Kalahari-eyöimerkurinnar,
seni heyrir Bretum til, ogAtlanz-
hafsins. Aðal-hafnarstaöurinn
þar — Walfisch Bay — og nokk-
urt landsvæöi umhverfis heyrir
Bretum.enn til. Hollendingar
eignuðu sér land þetta fyrstir
hvítra manna, og frá þeim gekk
þaö í hendur Breta. En í byrj-
un síöustu aldar hættu þeir viö
landiö sem verandi einskis virði.
Eftir að rækilegar og margar
rannsóknarferöir höföu veriö farn-
ar um landiö og áreiöanlegar
skýrslur voru fengnar þannig
hljóöandi, aö það væri óhæft ti
akuryrkju, hefði enga málma í
sér fólgna og væri bygt af Hotten-
tottum og Kaffírum, sem bæru
rótgróinn óvildarhug til hvítra
manna og væru illir viðfangs og
svikráðir, þá kusu Bretar þann
kostinn að láta þá eiga sig og
sleppa öllu tilkalli til landsins.
Síöar fóru Þjóöverjar fram á
það viö Cape Colony-stjórnina aö
verja þýzka trúboða fyrir ránum
og grimdarverkum villimanna á
þessu landsvæöi, en því var neit-
að, og áriö 1884 sló Bismarck
hendi sinni á landið sem þýzka
nýlendu. Landstjóri var sendur
þangaö og nógu margir hermenn
til að verjast ofsóknum villi-
manna. En þeim fór líkt og
Bretum, aö þeim þótti landkostir
lálegir' og landvörnin erfiö cg
kostnaðarsöm. Aö eins fáir feng-
ust til að flytja þangaö búferlum,
og heita mátti, aö landið félli í
gleymsku þangað til áriö 1890.
Þaö ár réöust Hottentottar á hina
fámennu hvítramannabygð, drápu
niöur nýlendumenn og stálu öll-
um skepnum þeirra. Þá ákvaö
þýzka ríkisþingiö aö koma þar á
fastri stjórn og verja nýlendu-
menn framvegis. Hermönnum
þar var fjölgaö upp í eitt þúsund,
jafnir voru bættar, járnbrautir
agðar og telegrafþræöir, og viö
alt þetta myndaðist ný innflytj-
enda hreyfing bæöi heimanað frá
Þýzkalandi og svo fluttu þangaö
Búar frá Transvaal og víöar aö.
Jókst nú óöum vellíöan bygöar-
innar. Verzlunarfélög í Ham-
borg, London, Capetown og víöar
fóru að setja þar upp útibú, og er,
sagt, aö verzlun nýlendunnar hafi
verið orðin upp á þrjár miljónir
dollara á ári.
Stjórnin afmarkaði sérlendur
handa hinum innfæddu og heíöi
alt ef til vill gengiö vel hefðu ný-
lendumenn og umferöasalar ekki
beitt viö þá ágengni og rángirni.
Viðskifti hvítra manna viö þá voru
alt annaö en heiöarleg. Þeir
voru gintir til aö kaupa meira af
vörum en þeir voru menn til aö
borga samkvæmt skilmálum, og
þegar þeir svo ekki gátu staöiö í
skilum, þá voru þeir rúöir aö
skyrtunni. Hvítir menn gengu
jafnvel svo langt aö láta heila
svertingjaflokka bera ábyrgö á
skuldum einstakra manna á meö-
al þeirra og kveiktu meö því
megnasta hatur og óánægju á
meöal þeirra. Flestir svertingj-
arnir eru hjarðmenn og reiddust
þeir einnig af því, aö hvítir menn
beittu á lönd þeirra.
Svertingjarnir reyndu að fá ný-
lendustjórnina til aö rétta hluta
sinn, en fengu enga aöra áheyrn
en illa og grimmilega meöferö frá
hendi hermannanna. Tóku þeir
sig þá til og strádrápu nýlendu-
búa og smáflokka af hermönnum
sem voru á ýmsum stööum; og
svo mikla grimd sýndu svertingj-
arnir, aö þéir létu ekki einu sinni
presta og trúboöa undan komast,
sem þó voru áöur taldir friðhelgir
á meðal þeirra.
Enn sem komiö er hefir ekki
mikið veriö gert í því aö bæla
niöur uppreist þessa, og er því
um kent, aö herforingjarnir hafi
ekki fengið saman hermenn þá,
sem þar eru á dreifingu. Her-
gögn þau og vistir, sem sent hefir
verið suður, liggur sumpart í
höndum tollþjóna, hefir veriö
sumpart stoíiö og sumpart látið
ganga til verzlunarmanna til út-
sölu í stað þess að láta herlið fá
það eins og til var ætlast. Illri
og klaufalegri ráösmensku og ó-
ráövendni embættismannanna er
aðallega ef ekki algerlega urn alla
ógæfuna aö kenna, segja blööin.
Embættismennirnir eru í banda-
lagi meö okrurum og fjárdráttar-
mönnum og leggja hagsmuni
stjórnarinnar, velferð nýlend-
unnar og jafnvel líf nýlendu-
manna í sölurnar til þess aö
hlynna aö bandamönnum sínum.
Þegar síðasta uppreistin hófst
var nýlendan eiginlega oröin Þjóð-
verjum mikils viröi vegna kjöts
og baðmullar sem þaðan fluttist
til Þýzkalands. Skemsta og bein-
asta leiöin frá vesturströndinni
og austur til gullnámanna liggur
yfir um miöja nýlenduna, og hefir
verið talaö um aö leggja þar járn-
braut austur um þvert landiö.
Engum dettur í hug að efast
um þaö, aö Þjóðverjar muni meö
tímanum bæla uppreistina niöur
aö nafninu til, hvaö svo sem slíkt
kostar. En það, sem ensku
blööin aöallega undirstrika í þessu
sambandi, er tildrög uppreistar-
innar, ill stjórn og óráövendni
embættismannanna, og ágirnd og
yfirgangur nýlendumanna sem
sjálfir leiddu ógæfuna yfir sig.
Fyrsta óánægjan.
I síöustu blööum frá Islandi
bólar á fyrstu óánægjunni viö ís-
lands ráðherrann, og henni tals-
veröri. Þaö er aöferöin viö skip-
un ráðherrans sem þessari fyrstu
óánægju veldur. Síöasta alþing
gekk aö því vísu, aö hann yrði
skipaður af konunginum meö und-
irskrift ráögjafans fyrir ísland; en
nú hefir danski forsætisráögjafinn
undirskrifaö skipunina, en ekki
íslandsráðgjafinn. Þykir slíkt
benda til þess, aö ráöherrann sé
skipaöur eftir grundvallarlögun-
um dönsku, en ekki eftir íslenzku
stjórnarskránni og þar með sé því
svarað, hverja þýðing ríkisráös-
fleygurinn hafi átt aö hafa og haft
í stjórnarbótarfrumvarpinu frá
Alberti. Meö aðferð þessari segja
menn stjórnarskrána brotna og
skipun ráöherrans ógilda sam-
kvæmt henni. Finst mönnum H.
Hafstein hafa brugðist íslenzku
þjóöinni illa meö því að sætta sig
við háttalag þetta, og til þess
heföi veriö ætlandi af honum, aö
hann neitaöi aö taka ráöherra-
embættinu nema skipunin væri
undirrituö samkvæmt skilningi al-
þingis á stjórnarskránni eins og
hann kom fram í nefndaráliti
neörideildar. Mundi slíkt hafa
mælst vel fyrir og aukið álit á
honum í augum þjóöarinnar, serp
þá heföi veitt honum eindregið
fylgi.
Fyrst kemur óánægja þessi
fram hjá Jóni Jenssyni, yfirdóm-
ara, í málgagni landvarnarmanna;
þykist J. J. nú hafa fengið svar
þaö upp á þýöing ríkisráösákvæð-
isins sem Alberti neitaði honum
um í fyrra. Ogblööin ,,ísafold“
og ,,Þjóöviljinn“ taka í sama
strenginn, og er slíkt talsveröur
sigur fyrir J. J. eftir það sem á
undan er gengiö. Stjórnarblaöiö
,,Þjóöólfur“ þegir og hefir meö
þeirri dauöaþögn áunniö sér auk-
nefniö ,,Múlasninn“. Eina blað-
iö, sem tekur málstaö ráöherrans
og sér ekkert varhugavert við
skipunarundirskriftina er blaöiö
,,Reykjavík‘, blað J. Ólafsonar:
þaö segir, aö þar sé aö eins
fylgt fornri venju sem alls
engin áhrif hafi á sérstöðu Is-
landsráöherrans eins og sjáist á
því, aö hann sé laus við flokka-
skiftingar og stjórnarskifti í Dan-
mörku.
Myndastækkunar hum-
biiggið.
Blaöið Manitoba ,,Morning
Free Press“ hefir nýlega flett of-
an af því hvernig vissir menn
ganga um ogbjóöa fólki aö stækka
myndir fynr ekkert, alt sem þeir
selja sé myndaumgeröin, og svo
selja þeir umgeröina fyrir hærra
verð en myndin og umgerðin til
samans eru verðar. Og vilji fólk
hætta við kaupin þegar þaö sér,
hvernig á að leika það, þá stökkva
dónar þessir upp á nef sér, hóta
öllu illu og neita að skila mynd-
inni, sem þeim hefir verið fengin
til stækkunar. í surnum tilefll-
um segja þeir jafnvel, aö þeir
gefi bæöi stækkaöa mynd og um-
gerð fyrir ekkert í því skyni aö
auglýsa starf sitt, en koma svo
eftir á, eöa þegar myndin er full-
gerð, meö uppsprengdan reikning.
Vér álítum ástæöu til aö vara
Islendinga bæöi hér í bænum og
annars staðar viö mönnum þess-
um, því aö þeir leggja sig venju-
lega sérstaklega eftir útlendingum,
sem þeir búast sjáfsagt við að
síður sjái viö sér.
Þeir sem fyrir ójöfnuöi kunna
aö veröa frá hendi pilta þessara,
geta snúið sér til lögreglustjóra
bæjarins, sem mun góöfúslega
rétta hluta þeirra.
Barnsmorð og sjálfsmorð.
Blaöiö Seattle ,,Star, “ gefiö út
í Seattle, Wash., segir frá því, aö
15. þ. m. hafi íslendingur nokkur
Guðmundur Þorsteinsson aö nafni,
35 ára gamall, ráöiö 9 mánaöa
gamalli dóttur sinni ogsér sjálfum
bana í Bellingham, (áður What-
com), Wash. Guðmundur þess1
er sagöur sonur Þorsteins sáluga
Guömundssonarfyrsta kaupmanns
á Skipaskaga áAkranesi.og blaöið
segir hann hafi átt tvo bræöur
Vancouver, B. C. Hann haföi
fyrmeir veriö lögregluþjónn í
Seattle, en var nú orðinn tæring-
arveikur og gat ekki gengið aö
vinnu. Hann bjó með annars
manns konu, sem frá henni haff j
hlaupið hér í Winnipeg fyrir all-
mörgum árnm síöan, og eignaðist
Guömundur meö henni þettaeina
barn, sem- hann myrti. Kona
þessi er systir Jósafats ættfræð-
ings, sem nú kallar sig Styrkár
Véstein Helgason. Af bréfi, sem
Guðmundur lét finnast eftir sig,
er svo að sjá, að ill sambúð meö
konunni hafi leitt til ódáðaverks-
ins.
Svertingjarnir í Suöur-Afríku
búa til handa sér áfenga drykki úr
plöntusykri. Áfengi þetta heitir
á máli svertingjanna isitshimiyana.
Þaö er 50 prócent sterkara en
nokkur vínandi, sem enn er þekt-
ur, og aö sama skapi óholt. Ban-
væni þessu úr fjórum litlum mjólk-
urbaukum var helt saman viöfæðu
svíns, og innan hálftíma var svín-
iö dautt. Kaffírarnir drekka þetta
í ölstaö og fer því fólksfjöldinn
óöum þverrandi meðfram sjávar-
síðunni. Menn hafa sótt þannig
aö fólkinu oft á síðari tímum, aö
fjölskyldan öll—karlar, konur og
börn (jafnvel ekki eldri en fjögra
ára)—hefir velzt um óð og ósjálf-
bjarga af áfengi þessu, og alls-
konar óútmálanleg siöspilling ver-
iö því samfara.
Ferniingarbörn.
Ungmenni, fermd í Fyrstu lút.
kirkju í Winnipeg á hvítasunnu-
dag (22. Maí) 1904 af séra Jóni
Bjarnasyni:
Stúlkur:
Elín Gróa (Böðvarsd.) Ólafsson,
Fjóla (Hannesd.) Kristjánsson,
Guðbjörg María (Þorvarðard.) Sveinsson,
Guðrún (Arnórsd ) Árnason,
Helga Bjarnason,
Ingunn Kristín (Guðlaugsd ) Ólafsson,
Jóhanna (Finnsd.) Stefánsson,
Kristín (Kristjánsd.) Ólafsson,
Kristjana Salóme (Kristjánsd.) Ólafsson,
Lilly Maud Morris,
Oddný Elísabet (Böðvarsd.) Ólafsson,
Sigurbjörg (Sigfúsd.) Johnson,
Sigríður Guðlín Vilhelmína (Gíslad)Gillies,
Sigurlaug (Björnsd.) Árnason,
Þorbjörg (Gunnarsd.) Árnason,
Þuríður (Kristinsd.) Goodman,
Þuríður (Magnúsd.) Sigurðsson,
Drengir :
Aðalsteinn (Jónasson) Jóhannesson,
Albert Kristófer (Jakobsson) Petersen,
Eiríkur Þorsteinsson (Vigfússonar),
Guðmundur (Árnason) Axford,
Jakob (Gunnlaugsson) Hinriksson,
Magnús Jörgen Magnússon (Jónssonar),
Páll (Pálsson) Bárdal,
Snaebjörn (Pétursson) Thorsteinsson,
Steingrímur Mattías (Jónsson) Guðmundss.
Ungmenni fermd í Tjaldbúöar-
kirkju á hvítasunnudag 1904 af
séra Friðrik J. Bergmann:
Friðrik E. Thordarson,
Vilhelm Halldórsson,
Björg Pétursdóttir Jóhannsson,
Jóhanna Guðmundsdóttir Ólafsson,
Kristín J. Einarsson,
Kristín Jónsdóttir Thorsteinsson,
Ólöf Þorsteinsdóttir Oddson.
Lawn Social.
Skemtun
UNDIR BERUM HIMNI.
Unglingafélag Tjaldbúöarsafn-
aöar býöur til skemtunar úti und-
ir berum himni á fletinum fyrir
sunnan kirkjuna, mánudaginn
kemur 30. Maí. Ef of kalt skyldi
veröa, sem naumast þarf aö kvíöa
fyrir, veröur skemtunin höfö í
kjallarasal kirkjunnar. Aðgang-
ur ókeypis. Veitingar seldar.
Komiö og skemtiö yður meö unga
fólkinu.
Nefndin.