Lögberg - 02.06.1904, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.06.1904, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1904, 3 Fréttir frá íslandi. Ileykjavík, 12. April 1904. Aílabrögð á þilskipin. i'yrir pásk- ana komu inn flest öll þilskip, sem yon var á til Rvíkur og Hafnarfjarðar. Á Laugardaginn fyrir páska voru komnir á land hór í Rvík 311,000 fiskar. Áttu Rvíkingar og Seltirningar þann afla. Samt vantar í þá töln afla af þrem skip- um, sem ekki voru komin. Sama dag voru kornnir á land í Hafnarfirði 8-1.000 fiskar. Þann afla áttu Hafnfirðingar og Keflvíkingar. í þá tölu vantnði afla af 3 ókomnuin skipum. Um páska því komið á land i Rvík og Hafnarf. samtals 395,000 fiskar Reyndir menn segja hvert þúsund af fiski þessum 500 kr. virði. Það er því ekki smáræðisfé sem þilskipafiot- inn er þegarbúinn að flytja á land, það sem af er þessari vertíð. Góður afli sagður í Vestmanneyj- um fyrir bænadagana og þríhiaðið á dag eftir páskana Aflalaust á Lofts- stöðum, Stokkseyri og Eyrarbakka fyr- ir páskana. í Þorlákshöfn 20—50 í lilut á laugardaginn fyrir páska, Gæft- ir austanfjalls jafnan mjög stirðar. lítill afii á Miðnesi og í Höfnum; afla- laust í Grindavík, enda mjög stirðar gæftir. Fyrir páskana 130 hæstur hlutur í Keflavikog 100 í Njarðvikum; frekara í Garði og Leiru. Fiskurinn vænn. Járnbraut ætlar enskt eða skozkt félag að leggja frá Húsavík að Þeysta- reykjarnámum og vinna þar brenni- stein. Vegalengdin 4 míiur. Nám- urnar eru eign Grenjaðarstaðarpresta- kalls. Veikindum Og drepi í hestum hefir br-ytt á bæði í Landsveit í Rangár- vallasýslu og Hreppunum i Árnes- sýslu. Hros3Ín bólgna um liðamót á fótum, dragast svo upp og drepast. Gamlir menn segja veikindi þessi svip- uð því sem áöur hefir borið á eftir eld- gos; ætla margir því, að þau muni stafa af eldgosinu i fyrra. Ýmsir hafa líka þózt verða varir við bláa móðu á heyi, sem ekki hefir verið að venjast að undanförn’i. I Landssveit voru ný- lega dauð 8 hross og í Hreppunum 4 Því miður er dýralæknir ekki heima að þessu sinni til að rannsaka þetta efni. Skagafirði; 20. Marz 1904. Tíðin mjög óstöðug alla góuna og nú komin ódæma fönn; má haglaust heita fyrir allar skepnur, en frostlítið oftast. VTesta kom á róttum tíma og flutti hingað talsvert af vörum. Ingi konungur og kominn; munu kaup- menn því vel byrgir. Hér hefir gengið í vetur illkynjuð lunguabólga, hefir talsvert af fólki dá- ið úr henni. Nydáinn er Björn Þor- kelsson, bóndi á Sveinsstöðum, gamall maður, bróðir Jóns sál. frá Svaðastöð- m Björn sál. var talinn með ríkari bændum í sýslunni og sómamaður á alla lund, liafði búið allan búskap sinn é, Sveinsstööum. Talið er víst, að verzlun skagfirð- inga muni mikið aukast á komanda sumri. Árnessýslu (ofanv.), 1. Apr. 1904. Núertiðin gengin til bötnunar og er vonandi. að vorið bæti úr þeirri hörðu tíð, sem verið hefir að undan- förnu; gömlu hjúin, þorri og góa, hafa- tiftað mann miskunarlaust. Síðan A Þrettánda hefir hór verið samfeld innistöðugjöf á ðllum skepnum; verið tíðin góð, sem eftir er þessa vetrar, getur enginn sagt, að veturinn hafi verið mjög harður, oftast frostvægt. hvergi frá heyrist heyleysi. Heilsufar fólks fremur gott.en miður á skepnum, 6érstaklega á kúm.og hetir mátt segja, að þær hafi lirunið niður, oftast eftir burð. Reykjavík, 19. Apríl 1904. Valgarðtr Ólafsson Breiðfjörð, kaupmaður, andaðist á póstskipinu ,,Laura'‘ nálægt Vestmanneyjum J6, þ. m. stundu fyrir miðjan morgun, úr lungnabólgu. Var hann á heimleið frá Khöfu. Bát hvolfdi i lendingu 5. þ.m. í Kollsvík í Barðastrandarsýslu. Drukn- aði e.nn maður, Torfi bóndi i Kollsvík, frá konu og börnum, sagður dugnaðar- maður mikill, Öðrum skipverjum bjargað. Aflabrögð. Róið hér í Rvík* á fðstudaginn var til sviðs. Óiafur á Bakka v,ð Rvík fékk 20 í hlut á færi. Þórður Pótursson í Oddgeirsbæ fékk 24 i hlut í net og 16 í hlut á færi. Sjó- veður ekki sem bezt; uorðanstormur. Reykjavik, 26. Apríl 1901. Árnessýslu 18. Apríl 1904. Tíðarfar batnaði með einmánuði, Þó hefir altaf verið óstöðugt veður og ýmsu viðrað. Þiðviðri þó haft yfir- höndina og er jörð nú að miklu leyti auð í bygð. Fénaður í góðu standi og hvergi talað um heyþrot. Sjógæftir fremur stirðar og aflatregt. Þó hefir nokkuð aflast næstliðna viku. Mun vera kornið nær 500 til hlutar í Þorláks- höfn og hátt á 4. hundrað á Stokkseyri og Eyrarbakka. Gullbringusýslu (sunnanverðri), 19. Aptíi 1904. Hér 11 m slóðir er freaaur fréttafátt. Veðrátta hefir verið mjög stormasöm frá góubyrjun; þar afleiðandi etitt að sækja sjó. Fiskur kom talsverður fyr ir pálmasunnudag i Hafna- og Miðnes- sjó, en brim og stormar bönnuðu að ná i haun. Hafnamenn og Miðnesingar lögðu þá þorskanet en vegna brims og ógæfta varð það ekki að notum- Sum- ir töpnðu algerlega netum sínum. Siðan um páska hefir mátt heita atia- laukt í Garð- og Leirusjó, og yfirleitt er aflinn mjög lítill, það sem af vertíðinni er. — Heilsufar er fremur gott, en þó s'inga sér niður ýmsir kvillar, helzt lungnabólga og kvefþyngsli. Það má telja með nýmælum. að í vetur voru sett upp hór syðra lifrar- bræðslithús. Eitt í Sandgerði á Mið- nesi annað í Leirunui og hið þriðja i Keflavík. Norðmeun eiga þessi hús og kaupa þeir lifrina nýja fyrir 11 aura pottinn og bræða hana sjálfir. Þetta þykir lifrareigendum góð sala. Druknun varð hér út vij) Akurey 20. þ m Vigfús Guðnason, gamall borgan hér í bænum var að>vitja um hroknkelsanet og með honum annar maður, Ólafur Björnson, nýkomiun austan af Seyðisfirði, að sSgn. Dag þenna var hvast úr hafi með brimi. Fylti bátinn skyndilega og drukuaði Ólafur; en Vigfúsi var bjargað nær dauðaenlífi. Hann er samt kominn til heilsu aftur. Snjókoma mikil aðfaraDÓtt sunnu- dags hér niður við^ijóinn. Minni sögð er dregur austur yfir Fjall. Hinn6. Marz s 1. andaðist eftir stutta sjúkdómslegu húsfrú Ingveldur Jafetsdóttir að heimiii sínu Innri- Njarðvíkum. Hún var fædd í Reykja- vík 23. Júli 1840. Hinn 19. marz þ. á. andaðist að heimili síuu, Merkinesi í Höfnum, merkiskonan Guðriður Haldórsdóttir, 80 ára gömul. — Fjallkonan. Reykjavík, 27. Apríl 1904. Snæfellsnesi, 11. Apríl. Vetur þessi, sem nú er þegar á enda, hefir verið fremur góður. Kýr gengu út í haust fram á veturnætur og í stöku stað lengur; á jólaföstu kom nokkur snjór, en tók upp aftur; með þorra var snjólaust; á þorra var norðanátt og austan, og næðingar, en ekki mikil fðnn. Hefir viða ekki orðið haglaust fyrir útigangsskepnur. Síðan í góulok hefir verið hagstæður bati og munu því flestir hafa nóg hey. Bráðapestin mjög lítið gert vart við sig og eru því skepnuhöld góð al- ment. Almenn heilbrigði manna á milli. Frá veiðistöðunum undir Jökli er það að segja, að ]>ar hefir fiskast vel í vetur af vænum fiski; frá nýári til páska sagður hæstur hlutur eitthvað á sjötta hundrað. Heldur ösumarlegt veður. Hór er Og hefir verið alhvít jörð frá þvi síðasta vetrardag, meira að segja kaffenni hér niður við sjó sumstaðar, og jafnvel harðfenni, eins og á þorra. En frostið komist upp í 6 stig. Og ilt í sjöinn mjög. Feður af ýmsum áttum, mest útsunnan þó, með fjúki nótt og dag með köflum. Sólbráð hefir hvergi nærri undan. Fiskirannsóknaskipið ,,Thor“, frá Danmörku, var hér á ferð í vikunni sem leið, að 'byrja samkyns leiðangur sem í fyrra og með sömu fyrirmönnum: Jörgensen skipstjóra, dr, Joh. Smith, er fæst við fiskirannsóknir, og cand. Niels, er sjóinn rannsakar og marar- botn. Hinn þriðji vísindamaður, cand. Poulsen, er væntanlegur á skipið siðar, á Austfjörðum. Boðið heflr verið adjunk Bjarna Sæmundssj'ni að vera með skipinu í sumar. og hug'sar hann til að þiggja það boð um tíma. Reykjavik, 30. Apríl 1904. Frederik IVathne kaupmaður á Seyðisfirði var viðurkendur brezkur undirkonsúll þar 16. f m. Konungsstaðfesting hefir veitt ver- ið 2. f. m. prestinum M. Meulenberg til að vera prestur hims rómversk ka- þólska safnaðar í Reykjavík. Hinu 21. f. m. lést úr lungnabólgu Ólafur Magnússon bóndi í London í Vestmanneyjum, hálfáttræður. Hér í bænum andaðist aðfaranótt 23. þ.ra. ekkjan Sigurlaug Eyólfsdóttir nær sjötug, alsystir Páls heitins gull- smiðs og þeirra systkina. Reykjavík. 3. Maí 1904, Botnvörpungar og Hekla. Þrir sjómenn úr Vestmanneyjum höfðu hitt í vetur 10. Janúar enskan botnvörpung á fiski í landhelgi, Sott á sig nafn hans og einkennistölu og kært fyrir sýslu- manni, en hann tilkynt varðskipinu Heklu, er hún kom til skjalanna. Nú i fyrra mám. seint rekur Hekla sig á skip þetta liggjandi um akkeri við eyj- arnar (Vestm.). höndlar skipsijóra og dregur fyrir dóm. Hann játar brot sitt, er hann sá sér eigi annað fært, með því að á honum stóðu fyrnefnd 3 vitni, og undirgekst venjulega sekt til landssjóðs 60 pd. sterl eca 1080 kr. Skip þetta heitir Hercules, frá Hull, og er auðkent H 771; skipstjóii P. Petersen — danskur líklega. Annað skifti tók Hekla norskan botnvörpung, Risö, frá Haugasundi, er lá um akkeri við Vestmauneyjar og hafði vörpuna utanborðs. Sá fékk yiðvörun hjá sýslumanni. Hekla hitti í f. m. rétt í landbelgis- mörkum 1 enskan botnvörpung, 1 lóða- veiðiskip enskt og 2 franskar fiskiskút- ur. Hún rak þau þaðan með áminn- ing. Svo er sagt, að lieldur hafi botn- vörpungar haldið sig í lengra lagi und- í an landi nú upp á siðkastið, siðan er Hekla kom. Þeim stendur þó nokkur j geigur af henni. Annað er hitt, að fiskur kvað bafa haldið sig heldur dýpra en undanfarnar vetrarvertíðir. Prestkosning fór svo á Lágafelli, í Mosfellspaestakalli, 28. f. m., að þeir alnafnar Magnús Þorsieinsson á Bérg- þórshvoli fengu jöfn atkvæði, sin 23 hvor af 46 greiddum á fundinum alls. Þriðji sækjandinn fékk ekkertatkvæði. Er því enginn kosinn. Ræður því landstjórnin veitingunni Reykjavík, 5. Maí 1904 Veðráttan er loks farin að lina og hlýna nokkuð hér. Kuldi hafði verið ákaflega mikill og fannkyngi fyrir j norðan, er Vesta fór þar um. En hvergi sá þó neitt til hafíss, Skipströnd. Kaupskipið Ásta frá Keflavík rak upp þar í gær og braut j alveg, en mannbjörg varð. Það var j komið nýlega frá útlöndum með alfermi! af vörum, og búið að eins að ná úr því | þriðjung af þeim. Fiskiskútu frá Stykkishólmi, er Ægir hét, var hleypt til skipbrots ný- lega upp í vörina á Látrum við Lát: a- bjarg: nærri sokkið af leka. Skipshöfn komst á land þurrum fótuin, og kom heim til Stykkishólms frá Patreksfirði með Vestu. Skipstjóri. Þorsteinn Jó- hannsson. átti skipið móti Sæmundi kaupmanni Halldórssyni. Það var keypt þangaðí fyrra frá Bíldudal. Rektor Björn M. Olsen hefir íengið lausn i náð frá embætti. — +safold. Reykjavik, 15. Apríl 1904. Árnessýslu(.laugardag) 16. Marz. Tíðin var fremur góð fram að þorra — þð víðast gefið öllum skeppum frá því mánuð af vetri, en siðan með Þorra liefir verið alveg haglaust; ekki heyrist samt neitt talað um heyskort enn þá; hey er víðast með bezta móti. Síðastliðið sumar var gott að nýtingu, þó gras væri með minna móti. Skepnu- höld í betra lagi; heilsufarmanna frem- ur gott. — Nýdáinn er Bjarni Jörgens- son á Minnibæ, fullorðinn bóndi, fædd- ur á Minnibæ og var þar allan sinn aldnr. Hann var dngnaðarmaður. Eins og getið er um í Þjóðólfi, ætl- um við Grímsnesingar að setja á stofn 2 smjðrbú í vor. Smjörbú okkar verða við Apá. í því eru Miðdals-og Mosfelis- sóknarmenn. Ákveðið er, að félags- flutningur verði með rjömann að búinu svoleiðis, að flutningskostnaður leggist jafnt á þá, sem búa næstir búinu, og hina, sem búa fjærst því. Ákveðið var, að Björn heit. á Vurmá hefði umsjón með smíði á húsinu, en nú er hann lát- inn, og var að honum mikill mann- skaði fyrir margra hluta sakir. Fundur var haldinn að Þjórsárbrú 29. Janúar fyrir öll rjómabúin £ Árnes- og Rangárvallasýslu. Þar mættu full- trúar frá öllum rjómabúum, og munu Þjóðólfi hafa borist fregnir af því, sem þar gerðist. — Þjóðólfur. THE CanaclaWood^iCoai Co. Limited, KOL, ELDIYIDUR, SANDUR. Bezta American hardkol Sandbreck kol , Souiis kol. Allskonar Tamrac, Pine, Poplar. Tamrac og Ced«r girðingastólpar. Svudur og kol. D. A. SCOTT, Manaqino Dirbctor. 193 Portage Ave. East. P.O. Box271. Telephone 1352. 452 Main Street Merki: Blá stjarna Chevrier & Son. Beint á móti pósthúsinu. Merki: Blá Hi stjarna. BLÁA BÚDIN 452 |H Main St. ™ móti pósthúsinu IfflKill sparnaflur i íataKaupum. Þeir, sem vilja fá bezta fatnaö fyrir sanngjarnt værð Hversvegna ? Af því að við látum okkur ant um hér, fái að eins hiö allra bezta. ættu að kaapa hér. að þeir, sem kaupa ÞESSA VIKU: $ 13 og 14 fatnaöur r a $10.00. $16 og 17 r I $12.50. DRENGIR! Agæt drengjaföt meS veröi, sem óhætt er að segja að er við allra hæfi Tweed-föt, 3 stykki - $4.50 Haldgóð föt, 2 stykki Stakar buxur - v $2.25 •50 og yfir. Reyndu ekki að líta glaðlega út á þessum eldgamla Bicycle þínum. Þú getur það ekki, En þú getur feng- ið nýjustu Cieveland, Massey-Harris, Brantford, Perfect, Cusliion frame hjól með sanngjðrnu verði. Skrifið eftir catalogue, það gef- ur allar upplýsingar. Agentar óskast i hverju þorpi. Bainy River Fuel Gompany, LiipitBd, eru nú viðbúnir til aö selja öllum ELDI- VID Verð tiltekið í stórum eða smá- um stíl. Geta flutt viðarpant- anir heim til manna með STUTTUM FYRIRVAEA CANADA NORÐYESTURLANDIÐ Reglur við landtöku. Af ðllum sectionum með jafdri tölu, sem tilheyra sambandsstjórninni, i Manitoba og Norðvesturlandinu. nema 8 og 26, geta fjölskylduhöfuðog karl- menn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sér 160 ekrur fyrir heimilisréttarland. það er að segja, sé landið ekki áður tekið, eða sett tif siðu af stjórninni til við- artekju eda ein hvers annars. Innritun. Menn mega skrifa sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu, sem næst ligg- ui landinu seia tekið er. Með leyfi innanríkisráðherrans, eða innflutninga- um boðsmai'C JÍE; í Winnipeg, eða næsta Dominion landsamboðsmanns, geta menn gefið ö< r. ir • mboð til þess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjald- ið er 810. Heimilisréttar-skyldur. Samkvæiut núgildandi lögum verða Iandnemar að uppfylla heimilisrétt- ar skyldur sínar á einhvern af þeim vegum, sem fram eru teknir í eftir- fylgjandi töluliðum, nefnilega: [1] Að búa á landiuu og yrkjalbað að minsta kosti; í sex mánuði i hverju ári í þrjú ár. [2] Ef faðir (eða móðir, ef faðmnn er látinn) einhverrar persónu, sem hefi rétt til aðskrifa sigfyrir beimilisréttarlandi, býr á bújörð í nágrenni við land- ið, sem þvilík persóna befir skrifað sig fyrir sem heimilisréttar landi, þá getur persónan fullnægt fyrirmælum .aganna, að því er ábúð á laudinu snertir áður en afsalsbréf er veitt fyrir þvi, á þann hátt að hafa heimili hjá föður sinum eða móður. [3] Ef landnemi hefir feugið afSalsbréf fyrir fvrri heimilisróttar-bújörð sinni, eða skírteini fyrir að afsalsbréfið verði gefið ut, er sé undirritað í sam- ræmi við fyrirmæli Dominion landiaganna, og, hefir skrifað sig fyrir síðari heimilisréttar bújðrð, þá getur hann fuilnægt fyrirmælum laganna, að þvi er snertir ábúð á landinu (síðari heimilisréttar-bújörðinni) áður en afsalsbréf só gefið út. á þann hátt að búa á fyrri heimilisréttar-bújörðinni, ef siðari heim- iiisréttar-jörðin er í nánd við fyrri heimilisréttar-jörðina. [4] Ef landneminn býr að stað \ bújörð sem bann á fhefir keypt. tek- ið. erfðir o. s, frv.] í nánd við heimilisrei tarland það, er hann hefir skri/að sig fyrir. þá getur hann fullnægt fvrirmælum laganna, að þvi er ábúð á beimilis- réttar-jörðinni snertir, á þann hátt að búa á téðri eignarjörð sinni (keyptula ndi o. s. frv.) Beiðni um eignarbréf ætti að vera gerð strax eftir að 3 ái in eru liðin, annaðhvort hjá næsta um- boðsmanni eða hjá In»pector sem sendur er til þess að skoða hvað uudíö hefir veriö á landinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að hafa kunogert Dom- inion landa umboðsmanninum í Ottawa það, að hann ætli sér að biðja um eignarréttinn. Leiðbeiningar. Nýkomnir innliytjendur fá, á innflytjenda-skrifstofunni í Winnipeg, og á ðllum Dominion landa skrifstofum innan Manitoba og Norðvesturlandsins, leið- beiningar um það hvar lönd eru ótekin, og allir, sem á þessum skrifstofum vinna veita innflytjendum, kostnaðarlaust, leiðbeiningar og hjáip til þess að ná í löndsem þeim eru geðfeld; ennfremur allar upplýsingar viðvíkjandi timb- ur, kola og náma lögum. Allar slíkar reglugjörðir geta þeir fengið þar gef- ins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórnarlönd innan jámbrautar- heltisins í Britisb Columbia, með því að snúa sór bréflega til ritara innanrikis beildarinnar í Ottawa. innflytjenda-umboðsmannsins i Winnipeg, eða til ein- dverra af Dominion landi umboðsmönnum í Manitoba eða Norðvesturlandinu. Chas. Brown, Manager, p.o.Box 7. 219 ffldntyre Blk. TELEPHONE 2033. JAMES A, SMART, iDeputy Minister of the Interior. N. B. — Auk lands þess, sem menn geta fengið ,gefins ogátt er við reogpu gjörðinni hér að ofan, eru til þúsundir ekra af bezta iandi sem hægt er að nar til leigu eða kaups hjá járnbrauta-fólögum go ýmsum landsölufólögn iúm ns.aHiag>w;.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.