Lögberg - 02.06.1904, Side 4

Lögberg - 02.06.1904, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGIMN 2. Júní 1904. 3Tögbn*3 cf>r William Ave.[& Nena St. Sahmipcg, Jílan. M. PAULSON, Editor, J A. BLONDAL, Bus. Manager. UTANÁSKRIFT : The I.ÍH'iBEKG PRINTING ii PLBl.Co.. P.O, Box 136., Winnipeg, Man. Hækkað flutningsgjald. Að undanförnu hafa staðiö yfir eftirtektaveröar deilur á milli blaöanna ,,Free Press“ og ,,Te!e- gram“ hér í bænum út af J>ví hvernig á því standi, aö vöru- flutnings gjald meö járnbrautum sunnan yfir landamerkin hefir á síöari tímum svo stórkostlega hækkaö. Deiluefniö er ekki það, hvort flutningsgjaldiö hafi hækk- að; um þaö ber öllum saman, því aö hækkunin er stórkostleg, í sumum tilfellum alt aö því tvö- falt flutningsgjald á móti því sem áður var. Deilan er um þaö, hverjum sé um hækkunina aö kenna. Flutningsgjald meö Northern Panific járnbrautinni er bærra nú síðan Canadian North- ern félagiö fékk ráð á brautinni milli Winnipeg og landamæranna, heldur en þegar brautin var í höndum Northern Pacific félags- ins alla leiö til Winnipeg. Hér getur ekki veriö mörgum um aö kenna. Annaðhvort hlýtur Northern Pacific eða Canadian Northern aö vera í sökinni, eða þá bæði félögin. Og þaö er sannarlega fróölegt aö komast fyrir sannleikann í þessu efni. Blaöiö ,,Free Press“ hefir skelt skuldinni á Canadian North- em og á Mr. Roblin þá eölilega jafnframt, sem ræður eða þykist ráöa yfir flutningsgjaldi meö þeirri braut. En ,,Telegram“ hefir, eins og skiljanlegt er, tekiö málstaö Roblins og kent North- em Pacific járnbrautarfélaginu iim hækkunina. Ekki er mönnum það láandi þó þeir eigi bágt meö aö trúa því, að Canadian Northern sé hér um aö kenna, ekki sízt ef Mr. Rob- lin, sem nú er járnbrautaumsjón- armaöur fylkisins, hefir flutnings- gjald meö Canadian Northern þannig í hendi sér, aö hann get- ur hækkaö þaö og lækkað eftir eigin geðþótta, eins og haldiö er fram. En hitt er ekki öllu trúlegra, að Northern Pacific félagið sjái sér hag í því aö slá hendinni á móti vöruflutningum meö því aö sprengja upp fiutningsgjaldiö svo ósanngjarnlega, aö þaö borgi sig betur aö fá þær fluttar austan aö, mörg hundruö mílum lengri leiö. Blaðiö ,,Telegram“ heldur því fram, aö flutningsgjald með járn- orautum í Bandaríkjunum hafi hækkaö yfirleitt og að ósanngjarnt væri að kenna Mr. Roblin eöa Canadian Northern félaginu um þaö. Slík hækkun mundi hafa orðiö engu síður þó brautin alla leiö til Winnipeg heföi haldið á- íram aö vera í höndum Northern Pacific félagsins. Til þess aö færa sönnur á mál sitt og sýna, að staöhæfingar þær, sem geröar hafa veriö, séu ekki út í loftiö, hefir blaöið ,,Free Press“ sett út mann í St. Paul, Minn., til aö ná tali af stjórn Northern Pacific félagsins og fá upplýsingar um þaö hvaö flutn- ingsgjaldshækkuninni veldur. Mr. Hannaford, annar varafor- seti félagsins og aðalráðsmaöur þess, lýsti yfir þv/, aö hann væri standandi forviða á þeirri staö- hæfing ,.Telegram“ að Northern Pacific heföi fundið upp á ööru eins og þvf aö hækka flutnings- gjaldiö noröuryfir, sem bæði svifti félagið flutningum og Bandaríkja kaupmenn viðskiftum. Slíktgæti veriö hagur fyrir Canadian Paci- fic og Canadian Northern félögin, sem fyrir þá sök fengju að flytja vörurnar miklu lengri leiö, en ekki fyrir sitt félag, og hann mót- mælti því af,dráttarlaust aö láta kenna sér um hækkunina, því aö meö þvíværi gefiö f skyn, aö hann kynni ekki aö sjá hag félags síns. Northern Pacific félagiö væri vilj- ugt til aö lækka flutningsgjald eftir þörfum til þess hægt væri aö flytja bæöi canadískar vörur og Bandaríkjavörur eftir vatnaleiö- inni til Duluth; og þaö væri hæst ánægt meö flutningsgjaldiö sem var áöur en þaö var hækkaö í Janúar 1904. Mr. Hannaford lýsti ennfremur yfir því, aö blaöiö ,,Telegram“ segöi þaö algerlega ósatt, aö flutn- ingsgjald á milli St. Paul og ann- arra staöa í Minnesota heföi hækk- aö. Ekkert gæti verið fjær hinu sanna. Þetta viðtal viö ráösmann Northern Pacific félagsins nægir víst til aö sannfæra alla skynsama menn um þaö, aö hér er um sam- tök milli Canadian Northern og Canadian Pacific félaganna aö ræöa.til þess aö útiloka flutninga samkepni sunnan línunnar. Þaö er einskonar tollgarður, sem fé- lög þessi hafa komið sér saman um til þess aö neyða menn til aö kaupa flutninga Iengra að og veröa að borga hærra fyrir nauö- synjar sínar. Aö samtök eru f þessu efni á milli C. P. R. og C. N. R. félag- anna sézt á mörgu. Meöal ann- ars fékk verzlunarfélag í Chicago svohljóðandi símskeyti í síöast- liönum Janúarmánuði frá J. B. Baird, vöruflutningaumboðsmanni Northern Pacific félagsins: ..Flutningsgjaldshækkun nauð- synleg vegna aövörunar frá C. P. R. og C. N. R. félögunum um þaö, að þau gangi ekki framvegis aö undanfarandi flutningsgjaldi. Viö vildum gjarnah hafa það eins og var ef við hefðum mátt ráöa. “ Tilfinnanlegast af öllu fyrir bændurna í Manitoba, í þessu sambandi, er hin mikla flutnings- gjaldshækkun á hveitibandi. Mundu fáir trúa því.'aö stjórnar- formaöurinn beitti flutningsgjalds- valdi sínu til þess aö hækka þá nauösynjavöru í veröi. Orð leikur og á því, að Can- adian Northern hafi gert North- ern Pacific aðvart um þaö, að þegar Rainy River sögunarmylnu félögin geti farið að senda borö- viö til markaðar, þá stígi upp flutningsgjald undir borðviö frá mylnunum í Crookston og St. Hilaire í Minnesota. Til þess aö ráöa flutningsgjaldi meö Canadlan Northern járn- brautunum skuldbundu Manitoba- menn sig til aö borga yfir tuttugu miljón dollara og flæmdu North- ern Pacific félagiö úr landi. En í staö þess að fá flutningsgjald lækkað gengur C. N. R. í banda- lag með C. P. R. til að hækka flutningsgjaldið og útiloka æski- lega og nauösynlega samkepni. Og svo prédikar járnbrautaum- boðsmaður Manitoba-manna það austur um fylki, að Grand Trunk Pacific brautin sé óþörf. Mani- toba-menn hafi allar þær járn- brautir sem þeir þarfnist. Hel/.t« ntennirnir. Nýlega birtum vér bréf frá Mr. J. H. Haslam, fyrrum þingmanns- efni afturhaldsmanna í Selkirk, þar sem hann skýrir frá því, aö hann hafi ák’veðjö aö veita Laur- ier-stjórninni fylgi sitt við næstu sambands kosningar og hann áliti það Canada í heild, en þó eink- uin og helzt Vestur-Canada, hina mestu ógæfu ef afturhaldsmenn komist til valda og hleypi korku í allar íramfarirnar og vellíöanir.a eins og þeir séu sjálfsagöir að gera, leiStogalausir og stefnulaus- ir eins og þeir séu. Mr. Haslam er framsýnn og hygginn business- maöur, og á feikna mikiö land í Manitoba og Norðvesturlandinu, sem hann verzlar meö. Honum er þaö því auðskiljanlega fyrir miklu, að hinar miklu framfarir og vellíöun, sem landið hefir átt að fagna á næstliðnum árum, haldi áfram. Um slíkt framhald gerir hann sér enga von ef flokks- bræöur hans taka viö völdum í Ottawa og því álítur hann sér skylt, sín sjálfs og landsins síns vegna aö fylgja Sir Wilfrid Laur- ier og hvetja aöra til hins sama. Og nú fyrir fám dögum birtist bréf f opinberu blaði frá öörum leiöandi manni afturhaldsflokks- ins, sem gengur í líka átt. Bréf- ritarinn er H. A. Mullins, sem þangaö til fyrir ári síöan var þing- maöur fyrir Russell kjördæmiö og stuðningsmaður Roblins á þingi. Hann stílar bréf sitt til S. L. Head, Rapid City, þingmanns- eínis frjálslynda flokksins í Dom- inion kjördæminu Marquette, og heitir honum eindregnu fylgi sínu við næstu kosningar. Eins og Mr. Haslam álítur þaö nauösyn- legt landsins vegna, aö Laurier- stjórnin haldi völdunum, eins á- lítur Mr. fMullins það nauösyn- legt griparæktarinnar vegna. Hann dregur fram ýmisjegt því til sönnunar, hvaö mikið Vestur- landiö eigi [Laurier-stjórninni aö þakka>og leggur sérstaka áherzlu á þaö hve mikils megi vænta fyr- ir Gra,nd Trunk Pacific járnbraut- ina. Og í niðurlagi bréfsins seg- ist hann ekki efast um, að allir afturhaldsmenn og þjóðhollir borgarar, sem af heilum hug beri velferö og hag fylkisins fyrir brjóstinu, álíti niðurstööu þárétta, sem hann hefir komist að. Betri meömæli með Laurier- stjórninni er ekki unt að hugsa sér en þetta. Báöir menn þessir eru leiðandi menn og hátt stand- andi í afturhaldsflokknum og Mr. Mullins tekur það fram í bréfi sfnu, að hann hafi aldrei hingaö til greitt libcral atkvæði. En þeir eru báöir business-menn, og þegar annaðhvort verður aö þoka fyrir hinu, velgegni landsins eöa hagsmunir leiötoga afturhalds- flokksins, þá láta þeir ekki stjórn- ast af blindu flokksfylgi. I Suður-Afríku nám- unum. Það hefir lengi veriö á orði aö meðferðin á svertingjum viö námavinnu í Suður-Afríku væri ekki eins og hún.ætti aö vera, og ekki kristnum og siðuðum þjóð- um samboðin. í tilefni af orö- róm þessum og sífeldum um- kvörtunum skipaði Cape Colony þingiö í síöastl. Ágústmánuði nefnd úr flokki höfuösmanna svertingjanna þar í Cape Colony til aö ferðast um og rannsaka á- standiö og safna áreiðanlegum skýrslum um meöferö svertingja við námavinnu. Formaöur nefnd- arinnar var lögregludómari úr Butterworth héraðinu í Cape Colony, Brownlee aö nafni. Nefndin byrjaöi rannsóknir sínar í Johannesburg í síöastliðnum Septembermánuöi, og skýrsla hennar var lögö fram í Cape Col- ony þinginu í síðastliönum mán- uði, og kemur þar ljóst fram, að undanfarinn orörómur hefir sízt verið oröum aukinn. Þar er er fram á það sýnt, aö umboðsmenn námaeigendanna ljúga til um kaup þegar þeir ráöa menn í vinnu, ^bæöi hvaö snertir kaup- hæð og vinnutíma. Einnig er sýnt, að bæði hvítir verkstjórar og svartir lögregluþjónar beita hinni mestu grimd og ónærgætni við verkamennina. Þeir eru hraktir og baröir og pýndir á- fram við vinnuRa hvernig sem á stendur og íá ekki að fara heim til sín þó þeir veikist, sem mjög alment er vegna illrar meðferöar og aöbúðar. í stað þess eru þeir sendir ísjúkrahús, semsamkvæmt lýsingu eins Transvaal frétta- blaösins eru óþverralegri en svo aö því veröi meö orðum lýst. Þar er sagt frá því.aö í einu herbergi, sextíu feta löngu og fimtán feta breiðu, hafi legið áttatíu og sex lifandi beinagrindur, og einungis tuttugu og fjórir haft rúmnefnur til aö liggja í, sem þó ekki hafi verið annaö en hallokur úr borö- um. Lögreglu-svertingjarnir eruorö- lagöir fyrirgrimd ogmannvonzku, enda kvarta verkamenn sáran undan þeim, segja þeir berji þá miskunnarlaust með bareflum, skóflum og hverju sem fyrir hend- inni er. Mr. Brownlee fann ýms herbergi eöa klefa þar sem píslar- færum var beitt viö menn, en píslarfærin sjálf höföu veriö brend til þess aö láta þau ekki kornast í hendur nefndarinnar. Þetta er sannarlega ekki- betra ef satt er, en ástandið í Suður- ríkjum Bandaríkjanna þegar þaö var sem allra verst þar. Þaö út- skýrir hvernig á því stendur, að svertingjarnir eru svo tregir til aö vinna í námunum og hversvegna námaeigendurnir eru nú aö safna aö sér kínverskum vinnumönnum. Þetta sýnir og, hvers vesalings Kínverjarnir mega vænta. Hingað til hafa Bretar fengið oi'ö fyrir aö fara vel með svert- ingja og vera þeim vinveittir. Og Bretar hafa veröskuldað þann oröstír. F.n ástandið í Suður- Afríku bendir til sorglegrar breyt- ingar í því efni. í Natal hafa svertingar ekki fengið að njóta jafnréttis við hvíta menn. Yfir öllum fyrirtækjum og stofnunum verða hvítir menn að ráða, og það jafnvel í svertingjanna eigin kirkjumálum, sem viröist í mesta máta óeölilegt. Nú nýlega hefir þar verið skipaö aö rífa niður svertingjakirkju nema ef þar prédikaöi Norðurálfutrúboði, og þó er svertinginn, sem þar hefir prédikað, vígöur prestur og ágæt- ismaður, sem ekkert annað er út á að setja en það, aö hann er svartur. Það sem ræður hinni illu meö- ferö á svertingjunum við námurn- ar í Transvaal, er ágirnd náma- eigendanna, sem ekkert hafaann- að fyrir augum en þaö, aö þurfa sem allra minst aö borga fyrir vinnuna. Ef þeir kæmust upp meö þaö, mundu þeir beita sömu illu meðferðinni viö alla vinnu- menn sína, hverrar þjóðar sem þeir væru og hvernig sem hör- undslitur þeirra væri. í Natal aftur á móti stendur öðruvísi á. Þar er meinast viö svertingjunum af ótta fyrir því, að þeir nái yfirhönd í landsmál- um vegna vaxandi menningar á meðal þeirra og samheldni þeirra í málum. Það liggur fyrir brezku stjórn- inni aö taka hér í strenginn, því að þetta veröur aö lagast ef vel á aö fara. Og heiðarleg ensk blöð benda á enga aðra úrlausn en þá, að svertingjarnir séu ekki látnir gjalda litar sins í neinu ef þeir á annan hátt standa hvítum mönn- um jafnfætis. Nýtt rit. Greinileg skýrsla um kristilegan algjörleik heit- ir rit sem nýkomiö er út hér í bænum. Það er íslenzk þýöing af riti eftir John Wesley og þýö- andinn er ungfrú Þóra Ingibjörg Ingjaldsdóttir. Stærð ritsins er 115 blaSsíöur í átta blaða broti og fæst keypt í bókaverzlun H. S. Bardal, Nena st., Winnipeg, og hjá þýðandanum, Miss Þ. I. Ingjaldsdóttir, Box 22 Selkirk, Man. Kostar 50 c. í snotru lér- eftsbandi og 30C. innheft. Þýö- andinn biöur þess getiö, aö þeim sem ritiö vilja eignast, en geta þaö ekki íátæktar vegna, veröi sent þaö gefins ef hún fái að vita um qtanáskrift þeirra. Samkvæmt tilmælum þýöand- ans birtum vér hér þaö, sem séra Jón Bjarnason segir um ritiö í Maí hefti ..Sameiningarinnar:'• ,,Fyrir miðbik 18. aldar kom fram á Englandi frábært andlegt mikilmenni, sannkallaður spá- maöur drottins, John Wesley. Þar var hiö kjörna verkfæri guðs til þess að vekja nýtt líf í hinni sofandi ríkiskirkju þess lands. Þá hófst trúarflokkur Meþodistanna, sem átti fyrir sér að verða ein af höfuðdeildum reformeru^u kirkj- unnar. Helztu samverkamenn hans aö hinu volduga og víötæka vakningarstarfi voru þeir Charles Wesley, bróðir hans, hið fræga sálmaskáld,og George Whitefield, hinn eldheiti afturhvarfsprédikari. Whitefield skildi þó síðar viö þá bræöur út af mismunandi skiln- ingi á mikilvægu atriði í kristinni trúarkenning. Réttilega er John Wesley talinn aðal-kirkjufaöir Meþodista. Hann var maöur há- aldraður; fæddur 1703, dáinn 1791. Charles Wesley var yngri og lifði skemur; fæddur 1708, dá- inn 1788. Eftir þá bræður báða liggja af- armörg og merkileg ritverk. Það er sagt, að Charles Wesley hafi ort sex Jiúsundir sálma, eðarúm- lega þaö. John Wesley kvað hafa ferðast í prédikunarerindum ekki minna en 225 þúsundir mílna og flutt 40,500 prédikanir auk fjölda smáræðna. Enn fremur er hinn síðarnefndi höfundur mjög margra annarskonar rita; þar á meðal eru kirkjuleg eða trúarleg deilurit. Eins og Marteinp Lúter hefir öllum öðrum mönnum fremur sett mót sitt á lútersku kirkjuna, eins hefir John Wesley öllum öðrum fremur sett mót sitt á Meþodista- kirkjuna. Nú veitist íslenzkri alþýðu býsna-gott tækifæri til þess að kynna sér sérkenni hins kirkju- lega boöskapar, sem Meþodistar hafa aö undanförnu haldiö fram, bæöi styrkleikann og veikleikann í Meþodista-trúnni; því aö nú er hér f Winnipeg nýkomiö út í ís- lenzkri þýöing eitt trúmálarit eft- ir John Wesley, sem meöal fólks í þeirri kirkjudeild hefir haft á- kaflega mikla útbreiöslu á liön- um mannsöldrum—og sýnir trúar- stefnu þess kirkjulýös einkar skýrt. Ritiö heitir á ensku: Plain Account of Christian Perfection\ en á titilblaði íslenzku þýöingar- innar stendur: ,,Greinileg skýrsla um kristilegan algjörleik. “ Þýð- andinn og, aö því er séð verður, útgefandinn er ungfrú þóra Ingi- björg Ingjaldsdóttir, sem um nokkur ár hefir unnið að kristi- legu missíónarstarfi hér vestra með mikilli trúaralvöru. Bókin er prentuö í prentsmiöju ,,Lög- bergs“ og kostar í léreftsbandi 50 cents, en heft að eins 30 cts. Merkilegt er það, að rit þetta birtist hér á íslenzku einmitt á þeim tíma, þá er Meþodistar f Canada tjá sig til þess búna hið bráðasta aö renna saman í eitt meö öðrum reformeruöum kirkju- deildum og þar með að draga niður sitt sérstaka kirkjulega merki, sleppa hinum sögulegu trúarlærdóms-sérkennum sínum. Engu aö síður getur mjög mikið verið á bæklingi þessum að græða fyrir oss lúterska íslendinga bæði til lærdóms og viövörunar. Hér fá allir, sem ritiö lesa, sterka hvöt til þess að láta ekki kristin- dóm sinn veröa tóman dauðan bókstaf, heldur færa hann verk- lega út í daglega lífið, svo aö hann gegnsýri það algjörlega og menn beri það með sér í öllu, aö þeir í hjartans alvöru keppa áfram stööugt á vegi helgunarinnar í drottins nafni. En í annan staö getur það ekki dulizt neinum les- anda rits þessa, sem fnokkuö til muna er kunnugur hinum lútersku barnafræðum vorum, aö hinn trú- arlegi stefnumunur Meþodista (eftir því.sem þeir hafa að undan- förnu komið fram) og lútersku kirkjunnar ermjög verulegur. Og þá ætti lestur ritsins að veröa fólki voru hvöt til þess aö meta hinn kirkjulega móðurarf sinn enn þá meir en áður og þakka góöum guði fyrir heimiliö sitt andlega, sem það á barnsaldri var leitt inn á með skírninni. Framsetning efnisins í riti þessu er sumsstaðar nokkuð óviðfeldin og ólík því, sem nú á tfmum tíök- ast í guörækilegum alþýðubókum; og er þaö engin furða um svo gam- alt rit. Má og vera, að sumt hafi heldur orðið óviðfeldnara við þýð- inguna, þótt hún yfir höfuð viröist all-viðunanlega af hendi leyst. Oröin ,,algjör“ og ,,fullkom- inn“, sem víöa koma fyrir íritn- ingunni, eru af ritstjóra ,,Sam. “ skýrö í prédikan einni í Guð- spjallamálum (Reykjavík 1900) — prédikaninni á 14. sunnudag eftir trínitatis — á þann hátt, er oss hefir skilizt að rétt sé í alla staöi samkvæmt guðs oröi. En í þessu riti er haldið fram mjög ólíkum skilningi þeirra orða, og hefir það oft verið gert, líka í guösorðabókum eftir rnenn í lút- ersku kirkjunnni. Það er misminni þýðanda, er hún segir í formálanum, aö oröin alkunnu: ,,Eilíft líf 'byrjar hver sá hér hreina iörun sem gerði“ sé eftir Hallgrím Pétursson. Sá sálmur, sem kemr með þau orö (,,Syndugi maður, sjá að þér“), er eftir séra Sigurð Jónsson á Prest- hólum, og er það einn af gömlu ’Hugvekjusálmunum, sem orktir voru út af Gerhards (Hugvekj- um. “ Karlmenniö. (Útlagt.) Snemma í Septemberrnánuði sátu margir skógarhöggsmenn úti fyrir byrgjum sínum seint um kveld í glaða tunglsljósi og sögöu hver öðrum sögur til skemtunar. «

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.