Lögberg - 07.07.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.07.1904, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. Júlí 1904. Sögbeig cor. William Ave.[& Nena St. eSIinntpcg, Jílnn. M. PAÚLSON.Editor. J A. BLOXDAL. Bus.Managcr, UTANÁSKRIFT : The LðQBERG PRINTING íi PUBI.Co. P. O, Box 130., tVlnnipeg, .Man. Svikaloforð afturhalds- manna. ,,Svíki maður þig einu sinni þá gerir hann rangt; svíki hann þig c8ru sinni þá ger- ir hann rétt. “ Fyrir nokkuru síöan haföi blaö- i5 ,,Telegram“ þaö eftir Gimli- þingmanninum þegar hann var jiýkominn heim úr pólitískum le'öangri um Islendinga-bygöina viö Winnipeg-vatn, aö þar yröi , .þjóöeign járnbrauta“ aöal m41iö viö næstu Domir.ion-kosningar. En þetta var ekki álitiö hafandi eftir, því aö ,,Telegram“ er ó- áreiðanlegt blaö í meira lagi, og auk þess sagan ótrúleg í mesta máta. Þaö var loforö afturhaldsflokks- ins um þjóöeign járnbrauta, sem kom honum til valdahér í fylkinu -áriö 1899. Allir vita um efnd- irnar á því loforöi. Þaö er kunn- ugra en svo, aö þaö þurfl að end- urtakast, hvernig afturhaldsmenn hafa látiö fylkið komast í hendur járnbrauta í staö þess aö láta járnbrautirnar komast í hendur fylkisins. Viö þeim svikum frá hendi aft- urhaldsflokksins mátti búast, því þaö hefir frá upphafi vega veriö aðferö hans í járnbrautarmálum hér í Canada að gera vel viö járn- brautarfélögin upp á kostnaö landsins. En þaö er nokkuö ótrúlegt, aö afturhaldsflokkurinn sé svo ó- skammfeilinn aö ætlaséraö reynal aö slá ryki í augu kjósenda nú j eftir jafn fá ár meö sama svika-; loforöinu. Og enn þá ótrúlegra er þaö þó, aö íslendingar viö Winnipeg-vatn séu búnir svo aö gleyma svikun- um um árið, aö þeir hafi nú, þeg- ar þingmaöurinn var á ferðinni, tekiö þessa svikaloforðs-endur- tekning meö þökkum. Lögberg benti lesendum sínum á þaö um kosningarnar 1899, aö leiötogutn afturhaldsflokksins kæmi ekki til hugar aö efna lof- oröin, sem þá var hampaö fram- an í menn, um þjóöeign járn- brauta. Og þaö reyndist þá,eins og endrarnær, satt sem blaöiö sagöi En í þetta sinn hefir ,,Tele- gram“ sjálfsagt sagt satt; þaö er auðséö á síöustu ,,Hkr. “ Þar er því haldiö fram, aö R. L. Bor- den hafi lýst yfir því, aö framtíð- arstefna flokks hans yrði þjóðeign járnbrauta. Og má af þvímarka, aö ritstjórinn hafi haldið hinu sama aö fólki í leiöangri hans um Nýja ísland. Þetta er nákvæmlega það sama sem haldið var fram í Manitoba 1899 til aö Ijúga út atkvæði meö. Og efndirnar mundu veröa ná- kvæmlega hinar sömu nú og þá ef svo ólíklega tækist til, aö R. L. Borden og flokkur hans kæm- ist til valda. Um þaö getur Lög- berg fullvissað lesendur sína. Hiö sanna er, aö Mr. Borden hefir aldrei gert neina slíka yfir- lýsingu. Hann hefir sagt ótal margt á móti Grand Trunk Paci- fic járnbrautarfyrirtækinu sem flest hefir gengið í þá átt að tryggja flokk hans liöveizlu Can. Pac. jarnbrautarfélagsins viö næstu 1 kosningar, enda er þaö þegar I komiö í ljós á ýmsan hátt, aö 1 hann á liös aö vænta úr þeirri átt. 1 En viðvíkjandi þjóðeign járn- brauta hefir hann ekkert annaö sagt en þaö, aö komist hann til valda þá skuli hann láta Grand Trunk Pacific járnbrautina veröa þjóðareign—ef þjóöin æski þess. Og á þessum orðum mannsins getur ekkert verið að byggja því aö þau koma í bága við aörar yfir- j lýsingar hans. Hinsvegar er það á vitund manna, hvað Mr. Borden mundi gera í Grand Trunk Pacific mál- inu ef hann kæmist til valda. Hann mundi enga Grand Trunk Pacific járnbraut láta byggja. Fyrir því berst afturhaldsflokkurinn, meðC.P.R. og C.N.R. félögin aö baki sér. Manitoba-menn eru búnir of oft aö brenna sig á því aö glæp- ast á kosningaloforöum aftur- haldsflokksins. Kosningaloforö eru æfinlega viðbjóðsleg og fyrirlitleg, ekki sízt þegar vitanlega er tilgangurinn aö veiða meö þeim atkvæöi ogsvíkja þau síðan eins og sagan sýnir -að er gildandi regla afturhaldsflokks- ins. Og þaö er ekki síður fyrir- litlegt aö láta leiðast hvaö eftir annaö af slíkum svikaloforöum. Þaö sem á aö ráöa atkvæöum manna viö kosningar er starf | stjórnanna; ekki hvaö þær lofa j aö gera heldur hvaö þær gera. Hvernig Laurier-stjórnin hefir reynst Canada síðan hún kom til valda og hvernig afturhaldsmenn reyndust Canada meöan þeir sátu aö völdum. Þaö á aö ráða atkvæöum manna viö næstu kosningar. Ný sálmasöngsbók. Eftir Gunnst. Eyjólfsson. íslenzk sálinasöngsbók meS fjórum röciduvi. Bjarni þorsteinsson, prestur á Siglufirði hcfir búiö undir prentun. — Rcykjavík, /poj. (Niðurl.) Eftir þessu verður aö skoða verk séra Bjarna. Við aö líta yfir breytingar þær, sem hann hefir gert, þá sér maður fljótt, að þaö, sem hefir vakað fyrir honum með raddbreytingum sínum, er aðallega þaö aö fá betri söngþráð í raddirnar, gera þær sönghæfari og ljúfari viöfangs en áður. Og honum tekst þetta mjög misjafnt. Þaö er enginn vafi á því, að hann hefir umbætt raddir víða, og skal eg nefna slík lög sem nr. 13, 39, 169 og fleiri. Svo eru á víð og dreif ágæt tilþrif, sem sýna, aö maðurinn getur gert vel ef hann gætir aö sér og vandar sig. En samt er þaö sannast, aö eftir að hafa veitt honum alla tilslökun sem má, þá er ekki annaö hægt aö segja en þaö, aö hann hefir innleitt svo margar villur í bók- ina, aö villur þær, sem voru í bók J. H., nærri hverfa í samanburði viö þær. Eg skal tilnefna nokk- ura staði: Þriöji takt í nr. 37 ’). Fimtándi takt í nr. 42 2). Tólfti og þrettándi takt í nr. 47 3) (þögn- in á milli hendinganna leiðréttir ekki villuna). Tuttugasti og þriöji og tuttugasti og fjóröi takt í nr. 504), og alt þaö lag hefir versnað við breytingar hans. Tuttugasti og sjöundi takt í nr. ioos). Nítjándi og tuttugasti 1) Opnar oktövor milli alto og bassa. 2) Opnir kvintar á milli soprano og BASSA. 3) Opnir kvintar á milli soprano og BASSA. 4) ’ Opnir kvintar milli tenor og bassa. I 5) KVINTAR á milli alto og tenor. takt í nr. 143 6). Tólfti og þrett- ándi takt í nr. 1447). Fimtándi ! og sextándi takt í nr. 1468), og samkyns villur eru á víö og dreif og þýöir ekki aö týna fleira til af þeim. Tónbil þau, Sem eg mint- ist á áöur aö þyrftu sérstaka meö- ferð, svo sem septimu og nonu harmoníur eru oft gálauslega meðhöndluö, ýmist enginn undir- búningur eöa þá aö uppleysing (resolution) þeirra er röng; aðrar vægari villur, t. d. lokuö tónbil, eöa kvintar og oktövurí mótsettri hreyfingu, minn- ist eg ekki á, því þaö er alt krökt af þeim, og víða alveg ástæöu- laust; og aftur á öörum stööum sér maður, að þó raddirnar séu gallalausar þá eru þær óliðlega leiddar, t. d. þriðji takt í laginu nr. 2, þar sem allar raddir hlaupa á stigum í sömu átt; þessháttar kemur víöa fyrir. Slík raddsetn- ing, sem höf. hefir viö lagið nr. 34 (Guðs son var gripinn hönd- um),er of margbrotin fyrir íslend- inga á því stígi sem þeir standa nú; einnig er fjóröa rödd í niður- lagi á nr. 47 ósyngjandi, hún er á ofmikilli stökk-hreyfingu til þess hún geti talist sönghæf. C a - d e n z a r hans eru sumstaðar al- j veg rangir, og skal eg nefna þessa: I Niöurlagiö á nr. 47 (I dag þá há- tíð höldum vér). Niðurlagið á nr. 88«(Sá frjáls viö lögmál fædd- ur er), Plagal Cadenze í gegn um s íb-dominantinn. Endir á fyrri helming nr. 168 (Sólin upprunnin er) sömuleiöis. Önnur og fjórða hending í nr. 162 ber það meö sér, að þær eiga að raddsetjast í a-moll, en hann setur á þær Pla- gal Cadenze gegn um sub-domin- antinn eins og áöur. Og dragi einhver efa á aö þetta sé rétt, þá svara eg því þannig, að s á C a- denze, sem fellur eöli- 1 e g a s t v i ð s o 1 o-r ö d d d i n a, er réttastur. Eg hefi tekið þaö fram áöur, aö öll tónafræðin stefnir aö því takmarki aö gera alt sem eðlilegast og auöveldast fyrir mannsröddina, en ekki aö innleiöa neina sérvizku — síst í kirkjusöng. Bókin auglýsir höf. fremur sem mann meö takmark- aðri þekkingu og skort á dóm- greind, heldur en þaö, aö hann sé sá mikli íslands söngfræöingur, sem ,,Eimreiðin“ og önnur rit hafa látið í Ijósi aö hann væri. Má þó verá, aö sumt af villum bókarinnar sé aö kenna prentar- anum; eg veit af eigin reynslu, aö það er ekki gaman aö því aö trúa öðrum fyrir útgáfu nótnabóka. Hér hefi eg að eins drepiö á fátt af mörgu, og læt staðar num- iö. Svo eru á víö og dreif villur af annarri tegund, sem heyra und- ir söngform (Doctrine of Form in Music). Og þó margur muni segja, aö lítill vandi sé með söng- form, þar sem hendingar skipi fyrir, þá veröur þó alt af aö gæta þess, aö form sönglaganna samsvari formi textanna, og að jafnvægi hendinga sé ekki ruglaö. Heilbrigö skynsemi mun segja hverjum manni, aö þetta sé rétt, og þó viröist þeim víða ekki fylgt í ís- lenzkum lögum. Sumstaðar er trockiskt söngform sett á j a m b i s k a texta, eöa j a m - biskt söngform á trockiska texta, og hendingum víöa hrund- iö úr jafnvægi. Eg man eftir þessum stöðum: ,,Vertu hjá mér halla tekur degi“ (formvilla í þriöju og fjóröu hendingu); 6) Opnar oktövur í milli soprano og tenor, og opnir kviNtar á milli alto og tenor. 7) Tvöfaldir kvintar á milli alto og BASSA. 8) Oktövur á milli soprano og bassa. ,,Drottinn send oss nú anda þinn“*); ,,í dag þá hátíö höldum vér“; ,,Guö Jehóva þig göfgum vér“ (formvilla í sjöttu hendingu); ,,Vor guö oss lýsa lát þitt orð“, o. fl. lög. Svo eru sumir textarn- ir svo böggulslega ortir, aö ekki er viölit aö láta falla saman á- herzlu í söng viö áherzlu oröa (sjá nr. 113, og fleiri staöi). Þaö ættu aö vera nógu mörg skáld á Islandi nú til þess að hægt væri aö fá gallalausa texta í eina bók. Eg get ekki fundið, aö séra Bjarni hafi breytt formi á nokk- uru lagi. Hann haföi þó jafn- mikinn rétt til aö gera það, eins og aö breyta röddum. Aftan víð bókina eru fróölegar skýringar um uppruna laganna, Og mun víðast rétt. Þó segir hann um lagiö ,,Viö freistingum gæt þín, “ að höfundur þess sé ó- kunnur, en það lag er eftir G. F. Handel, þann sem samdi ,,Mess- ías, “ heimsfrægt tónskáld, dáinn 1759- I bókinni eru sex lög sem menn vita með vissu, aö eru eftir Is- lendinga. Þrjú eru gallalaus og þrjú gölluð—formvilla í einu og harmonískar villur í tveimur. Þaö mun margur spyrja, hvaða þýðingu hafi aö rita um bók þessa. Hún er komin á prent meö sín- um kostum og ókostum, og hún verður notuö viö guðsþjónustur, því ekki er kostur á annarri. Dómar um hana hafa helzt þýö- ingu fyrir seinni tíðina, þegar aö því kemur aö þarf að prenta hana upp aftur. Bendingar þær, sem nú eru gefnar, geta oröiö til þess, aö sá eða þeir, sem aö því staría, vandi sig betur. Lúterska kirkj- an þarf ekki aö bera neinn kinn- roöa fyrir kirkjusöng sinn. Hann stendur jafnfætis ei ekki framar en söngur hinna reformeruðu kirkjudeildanna, sem sannast bezt á því, aö þær hafa fengið nieira til láns hjá henni en hún hjáþeim. En þá væri líka mjög gott, úr því kirkjan á góö lög, aö þeir menn, sem búa þau í hendurnar á söfn- uðunum, hafi svo mikla þekkingu og andlegt víösýni, að hægt sé aö sýna útlendum söngfræðingum verk þeirra án þess aö þurfa aö óttast álit þeirra. íslandi væri nú óhætt aö fara aö eignast einn söngfræöing, og alþing hefir varið margri krónu ver en þó það hefði kostaö séra Bjarna nokkur ár viö söngskóla í útlöndum til þess hon- um gæfist kostur á aö fullkomna sig í íþrótt sinni. Icetandic River, Man. *) Oft hefi eg heyrt ósöngfróða menn tala um það, hvað þeim þætti óviðfeldnar þessar löngu þagnir við hverja hendingu, og langur dráttur á fyrsta atkvæði í hverri hendingu í þvf lagi. Það er með söng eins og annað, að „lögmálsins verk eru skrifuð i mannanna hugskot. “ Ósöngfróðir menn finna oft hvaö er rétt eða rangt í sönglög- um þó þeir geti ekki útlistað það fyrir öðr- um. John A. McCall, forseti New York Life fél. Kæri herra! New York Life félaginu til veröugs sóma læt eg þess hér meö getið, að hr.C. Ólalsson, umboös- maöur félagsins, hefir lyrir nokk- uru síöan afhent mér $2,000.00, fulla borgun á dánarkröfu eítir manninn minn sál.Ólaf T.Björns- son, er dó 13. Maí síðastl. Þessa tryggingu tók Ólafur sál. hinn 14. Nóv. síðastl. og haföi því tilheyrt New York Life aö eins sex mán- uöi. Slík skilvísi ætti að vera ó- mótstæöileg hvöt fyrir alla menn og konur, aö taka lífsábyrgð í góöum félögum. Svo þakka eg New York Life fél. fyrir fljót og rétt skil. Yðar einlæg, Mrs. O. T. Björnsson. KIRK} UÞINGIÐ. Næst fór fram kosning embættismanna, og hlutu þessir kosn- ingu: Séra Jón Bjarnason var endurkosinn forseti í einu hljóöi. Séra N. S. Thorláksson var endurkosinn varaf. í einu hljóöi. Séra Björn B. Jónsson var endurkosinn skrifari í einu hljóöi. Séra Rúnólfur Marteinsson var endurkosinn varaskrifari í e.hl. Jón A. Blöndal var endurkosinn féhiröir í einu hljóöi. J. J. Vopni var kosinn varaféhirðir í einu hljóöi. Magnús Paulson stakk upp á og Friöjón Friöriksson studdi, aö vikiö sé frá dagskrá og málið um inntöku safnaöa í kirkjufélagið tekiö fvrir. Uppástungan var samþykt. Kjörbréfanefndinni falið aö íhuga beiöni ísafoldar- og Hóla- safnaöa um inntöku í kirkjufélagiö. Samþykt var, að í stað þess aö lesnar séu upp fundarreglur, eins og ákveðið er meö dagskrá þingsins, ^sé þeimi síöar útbýtt prentuðum meöal þingmanna. £4 ' j' l iTil þess aö íhuga ársskýrslu forsetci og raða málum á dagskrá voru kosnir Friðrik J. Bergmann og Jóh. H. Frost. Samkvæmt uppástungu írá séra H. B. Thorgrimsen, studdri af Christjáni P. Paulson, skoraöi þingið í einu hljóði á séra Rúnólf Marteinsson aö birta í ,,Sameiningunni“ prédikun þá, er hann flutti við þingsetninguna. Loks var sungiö versiö nr. 401 í sálmab. og var svo fundi slitið kl. 4.30 síöd. þRIÐJI FUNDUR—(kl. 8 e. h. sama dag). Fyrst^var sunginn sáimurinn nr. 398. Fjarverandi voru: Joseph Myres,JsSveinbjörn Johnson, Karl Albertsson og Gunnl. E. Gunnlaugsson. ■ ■- Fundur þessi var helgaður umræöum um efniö: , ,Kröfur safn- aðanna til presta sinna. “ Séra Jón Bjarnason hóf umræöurnar. Auk hans tóku þátt í umræðunum: Friöjón Friðriksson, séra Rún- ólfur Marteinsson, Jón Einarsson, Skafti A. Sigvaldason, Tómas Halldórsson, séra H. B. Thorgrímssen, Magnús Paulson, séra Friö- rik Hallgrímsson og kand. theol. Kristinn K. Ólafsson. Þegar klukkan var oröin hálfellefu voru sungin versin nr. 643 og fundi slitiö. FJÓRÐI FUNDUR—(kl. 9 f. h. 25. Júní). Fyrst var sunginn sálmurinn nr. 231, séra Björn B. Jónsson als kafla í ritningunni og flutti bæn. Allir á fundi nema J. A. Blöndal og Karl Albertsson. Gjörðabók frá 1., 2. og 3. fundi lesin og samþykt. Skrifari lagði fram ársskýrslu sína þannig hljóðandi: (Skýrslan sérprentuö. Verður síöar birt í Lögb.) Skrifari geröi grein fyrir, aö hann heföi eins og honum var faliö í fyrra-sent ávarp frá kirkjufél. til Gen. Council, og aö G. C. heföi kosiö mann, Dr. L. A. johnston í St. Paul, til aö mæta á þessu þingi fyrir hönd Gen. Council. Skrifari geröi einnig grein fyrir samningum þeim, er gerður haföi verið um afslátt áfargjaldi kirkjuþingsmanna. Skrifari las einnig upp bréf frá G. S. Hailer í Cuba í Nebr. og færöi þinginu $9.00 gjöf frá honum í missíónarsjóöinn. Þingið tók kveöju og gjöf hr. Hallers meö þakklæti cg fól skrifaranum aö senda honum þökk og blessunarósk. M. Paulsort stakk upp á og séra^Pétur Hjálmsson studdi, aö stud. theol. Guðmundi Einarssyni frá Kaupmannahöfn sé veitt málírelsi í þinginu. Samþ. Friöjón Friðriksson lagöi fram álit ‘kjörbréfanefndar viövíkj- andi inntöku safnaöa í kirkjufél. og hljóöar þaö svo: Herra forseti! Við, sem livaddir vorum til að íhuga umsóku ísafoldar-safnaðar, að Dongola, Assa., og Hóla-safnaðar, að Tantallon, Assa., um inngöngu í kirkjufélagið, mælum með, að þeim söfnuðum sé veitt innganga I (é!agið.“Þessir söfnuðir hafa samþykt safnaðarlög þau, sem kirkjufélagið hefir mælt með fyrir söfnuði þá, seru því tilheyra, og umsókn þessara safnaða er í alla staði formleg og samkvæmt reglum kirkjufélagsins. Líka mælum við með að erindsreka þeim, sem ísafoldar-söfnuður hefir sent á þetta þing, Kristjáni Gíslasyni, sé nú þegar veitt þingréttindi. k Kirkjuþingi í Winnipeg, 25. Júní 1904. B. J. Brandson, >r. Fkidriksson. Nefndarálitiö var samþykt. Séra F. J. Bergmann lagði fram skýrslu nefndarinnar, sem • sett4var til aö íhuga ársskýrslu forseta og raða málum á dagskrá, svonljóðandi: Herra forseti ! Við, sem kosnir vorum til að yfirfara ársskýrslu forseta,|höfum vandlega yfir hana farið og raðað öllum þeim aðal-málum, sem þar eru fram tekin, á dagskrá kirkjuþingsins, og fylgir hún nefndaráliti þessu. Finnum við sérstaka ástæðu fyrir kirkjuþingið til að tjá forseta kirkjufélagsins, og trúboða þess, séra Pétri Hjálmssyni þakklæti tyrir starf þeirra á árinu, og vonum, að þeir eigi enn báðir mikið eftir óunn- i5 fyrir kirkjuféiagið, hvor í sínu lagi. Einnig álítum við þinginu skylt að láta ánægju sína í ljós yfir því, að kirkjufélagi voru hefir þegar bæzt nýr starfsbróðir efnilegur, þar sem séra Friðrik Hallgrímsson er, og ekki síður yfir því, að oss græöist enn nýr samverkamaður annar úr eigin hópi vorum nú á kirkjuþingi.þar sem kandidatKristinn K. Ólafsson er. Við vonum fastlega, að árangur verði af tilraun þeirri, er forseti kirkjufélagsins hefir gert, með að fá séra Sigtrygg Guðlaugsson hingað vestur, því enn er»brýn þörf og augljós aukinna starfskrafta fyrir kirkjufélag vort. Við ráðum til, að hugleiðingarnar í ársskýrslu forseta um hið almenna prests- dæmi kristinna manna og starfsemi leikmanna verði á þann hátt til greina teknar, að þau efni verði til umræðu tekin á trúmálaíundum þeim, er væntanlega verða haldnir í söfnuðunum á komanda ári. k kirkjuþingi í Winnipeg, Jónsmessudag 1904. Fr. J. Bergmann, J. H. Frost. DAGSKRÁ: 1. Samband séra Odds V. Gíslasonar 6. Sameiningin og Kennarina. við kirkjufélagið. 7. Skólamálið. 2. Missíónarmálið meðal Ísj.í þessu landi. 8. Breyting á tíma fyrir þing bandalaga 3. Missíón meöal heiðingja. og sunnudagsskóla. 4. Fjárhagur kirkjufélagsins. 9. Gjörðabók kirkjuþings. 5. Trúmálafundir. 10. Sameiginlegt guðsþjónustuform. Þingið samþykti í einu hljóöi tillögu nefndarinnar. Fyrsta mál á dagskrá, um samband séra Odds V. Gíslasonar viS kirkjufélagiS, tekið fyrir. Forseti las upp svo hljóöandi bréf frá séra Oddi V. Gíslasyni: Til forseta Hins ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, sem setur þing 24. Júní þ. á. í Winnipeg. Á 19. ársþingi kirkjufélagsins, höldnu í Argyle-bygð 18.—24. Júní 1903, var Iagt fram á 7. fundi, 22. Júní, nefndarálit í málinu um afstöðu séra Odds V. Gíslasonar til kirkjufélagsins,—séra Fr. J. Bergmann formaður nefndarinnar—og var nefndarálitið samþykt svo hljóðandi: 1.... að séra Oddur Ieggi niður trúboðsstarfsemi sína í kirkjufélaginu, þar sem hún gæti ekki með nokkuru móti samrímst því, að gefa sig við heimulegum vís- indum svonefndum. (Framh. á 6. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.