Lögberg - 07.07.1904, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.07.1904, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. jÚLÍ 1904. .5 RUDLOFF GREIFI. ,,Það er nákvæmlega eins og eg segi, “ svar- | aði eg og hafði vandlega auga A honum. Hann lézt hugsa sig um, hristi síðan höfuðið | og sagði: ,,Þér hljótið aö hafa komist að rangri niður- ' stöðu. Það er svo afskaplega óh'klegt. Eg | hugsa hún hafi skipað ökumannin.um að fara dá- : lftið um borgina til þess að lofa fóiki að sjd fall- 1 egu fötin sín, og að hún sé nú komin heim. “ , ,Þér þekkið hana alt of vel til þess yður [ geti dottið neitt slíkt í hug. ' Hún veit vel um það, hvernig hættur umkringja hana. “ , ,Þá hefðuð þér ekki átt að taka hana úr mínum höndum. Og hvers vegna komiö þér nú til mín ? Síðast þegar þér voruð hér gekk heil- mikið á fyrir yður, og eg hélt þérhefðuð þá sagt, að öllum okkar kunningsskap ætti að vera lokið. Því eruð þér þá að koma til mín nú?“ ,,Þetta kemur yður jafvel meira en mér við. Hún’er heitmey yðar; og það var skylda mfn að segja yður fyrstum manna frá þessu og fá hjálp yðar við leitina “ ,, Þér eruð orðinn furðanlega skylkurækinn alt í einu, “ sagði hann glottandi. ,,Þegar þér nú eruð búinn að hleypa okkur í þennan vanda, þá komið þér vælandi til mín og beiðist hjálpar. “ ,,Eg kom alls ekki hingaö vegna yðar, “ svaraði eg kuldalega. ,,Þér hafið komið hingað álíka viljugur eins og þér eruð mér velkominn. Því megið þértrúa. Og hvaö viljiö þér svo að eg geri?“ ,,Yður er bezt að koma með mér og leita Minnu. ‘ ‘ ,,Eg eryður þakklátur fyrir — minna en ekk- ert. Eg á að fá aö hjálpa yður tilað finna hana, svo yður veitist enn á ný sú ánægja að halda henni í burtu frá mér. Ætli þaö sé ekki bezt þér hafið yðar eigin njósnir á hendi. “ Við vorum að leika hvor á annan, þó eg vissi að nokkuru leyti ofan í hann; og heföi okkur sínum í hvoru lagi verið alvara, þá heföum viö varið þeim mínútúm til að leita Minnu, sem nú gengu í þetta gagnslausa þref. Tilgangur minn var að eyða tíma hans svo hann ekki gæti fariö á fund stúlkunnar; og tilgangur hans var að halda mér eins lengi og hann gat frá leitinni. Eg lét hann í því efni fá vilja sínum frárhgerigt, og við þjörkuðum, deildum og ásökuðurn hver annan í heilan klukkutíma. Loks sagði hann, að gagslaust væri að jagast; það væri betra fyrir okkur að finna Heckscher barún og ráðfæra okkur við hann. Eí við yrðum saman, þá stóð mér á sama hvert viö fórum og hvern við fundum; og þegar hann var búinn að hafa fataskifti aftur—sem hann var eins lengi að oghann gat —þá ókum við til húss barúnsins. Hann var langtum betri leikari en Nauheim og íórst það aðdáanlega að gera sér upp undrun og gremju. ,,Það er eyðilegging fyrir altsaman. Hvern- ig gátuð þér látið það viðgangast, prinz? Við fólum yður á hendur okkar mikilsverðasta skjól- stæðing; létum það vera hlutverk yðar að annast um drotningarefni okkar eins og þér áttuð heimt- ing á sem eini ættinginn hennar að karlmönnum til; og nú er svona komið. Eg er forviða, ótta- sleginn, sorglega gabbaður. Mér kom það ekki til hugar, að nokkura lifandi sál í flokki Osten- burg-manna grunaði, hvað við vorum aö gera. Og nú, þegar alt er til reiðu, kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. “ Þannig hélt hann lengi áfram að barma sér með mikilli orðgnótt og bar sig illa. ,,Hamingjan ein veit, hvað næst kann að koma fyrir, ‘ ‘ sagði hann síðar í harmatölum sín- um. ,,Komist menn þessir á snoðir um, hverjir í samsæri þessu eru, þá má búast við morðum og i blóöbaði í borginni. í guösbænum farið þér j gætilega, piánz. Þér veröið anðvitað skoðaöur áhangandi' hinnar ógæfusömu kántessu, sem frændi hennar og eftirmaður gamla prinzins, og eg áminni yður alvarlega um aö fara gætilega og ve: .i sí og æ var um yður. “ Þetta var kænlega sagt og eg skildi hann of- ur vel. þaö átti að gera mér ílt, og þetta átti aö sannfæra mig um, aö hann ætti engan þátt í því. ,, Lít mnt er einskis viröi; Eg ætla mér, meira að segja, ekki að lifa ef nokkuð kemur fyr- ir frænku mfna. sem eg get kent hiröuleysi mínu um. ,,Dauðinn yrði þá mín eina huggun!“ hróp- aöi eg gremjufullur. “ Og út af þessu spunnust langar umræður, þangað til Heckscher barún hrópaöi, eins og hann heföi alt í einu fylst skelfingu: ,,En hvað erum viö aö hugsa? Hér eyðum við tímanum til ónýtis, en stúlkan saklaus líður — guö veit hvað!“ Eg stökk á fætur og sýndist engu síður óró- legur. Hér höföum við setið klukkutímum sam- an yfir þvf, semifáeinar mínútur hefðu nægt til að afgreiða ef okkur heföi verið alvara; og þaö var ekki nema lítil stund þangað til við áttum að koma saman á dansinn. ,,En hvernig á nú að fara aðíkveld?“ spurði Nauheim. ,,Við verðum að fara að öllu eins og ekkert hefði í skorist, “ sagði barúninn. ,,Eg aö minsta kosti er því mótfallinn að gefast upp fyren eg sé, aö við erum sigraöir. Eg skal óöara láta vini okkar og umboðsmenn syprjast fyrir í öllum átt- um, svo ekki er óhugsaniegt við finnum kántess- una í tæka tíð fyrir kveldið. Er það ekkibezt?“ Eg lézt vera því mótfallinn. ,,Eg er hræddur uin það hepnist ekki. Er ekki hægt að fresta öllu þangað til frænka mín finst?“ sagði eg. ,, Nei, nei, það er langtum hættu minna aö halda áfram, “ svaraöi barúninn með óeðlilega miklum ákafa. Jafnvel þó okkur ekki takist að leiða kántessuna fram í kveld sem drotningarefni, er nokkurn veginn víst, að við finnum hana áður en nóttin er liðin; og viö yerðum að afsaka fjar- veru hennar eftir föhgufn við fólkið. “ Eg kom enn þá meö mótbáru og dró þannig tímann, og lét að lokum nauöugur tilleiðast. Nær því annar klukkutími gekk i að þjarka um þetía, og þegar við skildum var klukkan orðin tíu. Eg gerði ráð fyrir, aö nú væri óhætt að yfir- gefa Nauheim. Eg hafði haldiö honum matar- lausum í fimm klukkutíma, 'og eg vissfi að hann hafði ekki tíma til neins annars en að fara heim til sín í snatri, klæða sig í dansfötin, fá sér eitt- hvað að borða og fara rakleiðis á dansinn til þess að mæta þar á ákveönum tíma félögum sínum og samsærisbræðrum. En eg átti eftir að reka mig á það, að væri eg ötull og afgerandi viö allan minn undirbún- ing, þá voru andstæðingar mínir það ekki síður, og höfðu vandlega undirbúið það að losast við mig þá þegar. Þegar eg kom út úr húsi barúnsins sá eg mér til mestu furðu, að vagninn minn var farinn. ,,Þér eruð ekki einu sinni fær um að líta eít- ir þjónum yðar og ná til þeirra þegar þér þarfnist þeirra, hvað þá heldur að varðveita Minnu kán- tessu, “ sagði Nauheim með fyrirlitningarglotti. , ,Það lítur ekki út fyrir það, “ svaraði eg; en eg furðaði mig ekki lengi á þessu, heldur hugs- aði mér að jafnlíklegt væri, að þetta væri engin tilviljun. Eg mundi, að Nauheim hafði gengið einu sinni fram úr stofunni og hafði verið nokk- urar mínútur í burtu, og tók eg atvik þetfa því sem vott um hættu. ,,það er því bezt við sendum eftir leigu- vagni, “ sagði Nauheim; og svo sendi hann þjón eftir honum. IÐNAÐAR-SYNING FYRIR ALLA CANADA $100.000—VARIÐ TIL VERÐLAUNA OG SKEMTANA-$100.000 YFIR FIMTÍU VEÐ- REIÐAR. BROKK, SKEIÐ OG TORFÆRU- KAPPREIÐAR. J. T. Ctordon., Pf CEident, FRI FLUTN INGUR Á SÝN ARMUNUM. Skrifiö eftir eyöublöðum og upplýsingum. Aðferð okkarað fara með korn- tiutninga er næstum því fullkomin. Þegar þér hafið kornvöru að selja eða láta flytja, þá verið ekki að hraðrita okkur fyrirspurnir um verð á staðnum, en skrifið eftir upplýsingum um verzlunaraöferö okkar. Thompso'% Sons & Co. Grain Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. EKKI YITA MENNI [FMiCV k:úsnti r m |í>" iLrmt eiUE RiMNMiECC WIKNIPEG | hvernig gott kaffi er fyr en þeir hafa smakk- | að PIONEER Kaffi, brent og selt í eins j punds bökkum. Bragðið er miklu betra en I að heimabrendu kaffi. { Óbrent kaffi léttist um eitt pund af hverjum fimm þegar það er brent. PIONEER léttist ekkert. Ef þér viljið fá gott kaffi, þá biðjið um PIONEER. B/ue Ribbon Manufacturing Co., Wpg. i |i»5j $í' 11 muimíumíimúúuMimuimmmuMmmfz Þegar leiguvagninn kom, sagði Nauheim:— ,,Komið þér þá, prinz; við megum engum tíma eyða. “ Eg var hikandi í íyrstu, en með því eg áleit réttara að sitja enn á mér, þáfór egmeð honum. Fyrst ók maöurinn hægt, og þegar viö vor- um komnir á stað, þreifaöi eg f vasa minn til að sannfærast um að skambyssan mín væri viö hend- ina hve nær sem til þyrfti að taka. Það var auð- sjáanlega óstyrkur á Nauheim. I fyrstu blístraði hann og sló takt með fingrunum á gluggana, og einblíndi út á göturnar. Nóttin var niðadimm og ökumaðurinn hafði yfirgefið aðalgötuna og ók eftir einhverjum mjóum og illa lýstum götum, og herti nú mikið á ferðinni. ,,Hvert er asninn að fara með okkur?“ hróp- aði Nauheim og lézt vera reiður. ,,Ratar ekki flónið?“ ,,Heföi hann nokkurn-tíma átt að fara út af aðalgötunni?“ spuröi eg eins og eg léti mér fátt um nnnast. ,,Segiö honum hvar hann áað fara. Ekki rata eg. ‘ ‘ Hann stakk út höfðinu til að tala við öku- mannin, og þeir áttu einhvern orðastað í illu, sem endaði þannig, aö Nauheim sagði ökumann- inum að fara eins hart og hann gæti, vegna þess við þyrftum svo mikiö að flýta okkur. Maðurinn sló í klárinn, og vagninn þeyttist áfram, og hristist og skrölti, ruggaði og hentist eftir ósléttum veginum svo ait ætlaði um koll að keyra. Eg fór að halda, aö tilgangurinn væri að velta vagninum um og reyna að gera mér eitt- hvert mein áður en eg áttaði mig og kæmist á fætur. En það átti að gera eitthvað annað meira. Eg vissi ekkert hvar við vorum, en það vissi eg, að við vorum búnir að vera miklu lengur á ferðinni en heföi átt að nægja til að komast heim til Nauheims eöa mín, og áleit eg því tíma til kominn aö taka í strenginn. „Stöðvið hann“ sagði eg viö félaga minn. ,,Eg ætla ntér ekki að fara lengra í þessari vit- leysu. Maðurinn er vitlaus eða drukkinn, eöa , eitthvað enn þá verra. ‘ ‘ ,,Hvað óttist þér?“ spurði hann hlæjandi. ,,Viö erum að fara rétt. Eg veit hvar við er- um. “ Og eg sá hann horfa áhyggjufullan út í myrkrið. ,, Jæja, eg fer ekki lepgra. “ Og eg fór með hendina út um gluggann og opnaði vagninn, kallaði síðan til ökumannsins og skipaði honum að stanza. Eg vildi ekki snúa bakinu að Nauheim til þess hann kæmi ekki nein- um svikum fram. ,,Hann heyrir ekki til yðar,“ sagði Nauheim hæðnislega. „Stingið höfðinu út um gluggann og kallið svo á hann, ef þér ekki eruö hræddur við myrkrið;“ og svo hló hann. Þetta varð óálitlegra og óálitlegra, og eg heimskaði sjálfan mig fy rir að hafa verið það flón að ganga þannig í gildruna með opin augun. Vagninn var á fleygiferð, og eg efaðist ekki um, að verið væri að fara með mig burtu írá Munchen . til þess eg gæti ekki v^rið á dansinum. Að stökkva út úr vagninum, var ekki unt án ; þess að gefa Nauheim tækifæri til þess aðslá mig ; eöa stinga meöan eg snéri við honum bakinu; og j þó slíkt ekki yröi bani minn, þá mundi það gera mig óhæfan til alls einmitt þegar mest lá á því, að eg hefði alla krafta mína og hæfileika óveikl- aða. Samt óttaðist eg, aö sæti eg aögerðalaus, þá mundi eg verða fiuttur í eitthvert vandlega um- ; búið launsátur, þar sem mín biði enn þá verra. j ,,Mig grunar, að þér óttist myrkrið, “ sagði j félagi minn eftir nokkura þögn; og eg gat séð, í hinni litlu ljósglætu sem öðru hverju bar fyrir, að á-andliti hans lék ósegjanlega illúðlegt sigurbros. Eg sá að það var óðsmanns æði að láta hon- um haldast þetta uppi lengur. ,,það eru einhver brögð hér áferðum, “ sagði eg alvarlega. ,,Þetta er alt eftir samkomulagi gert. Stöðvið asnann úti þarna og bindið enda á þetta. “ ,,Hvað eigið þér við? Hvernig leyfið þér yður?“ Hann þagnaði alt í einu og leit út um fram- gluggann á vagninum. ,,Guð varðveiti mig! Hvernig stendur á þessu?“ hrópaði hann yfirkominn. Spjátrungsskapurinn og mikilmenskan hvarf úr andliti hans og það varð öskugrátt af hræöslu. ,,Hann hefir dottið eða stokkið af vagnin- um,“ hrópaði hann hás af skelfingu. Það var satt. Ökumaðurinn var horfinn, og klárinn, sem nú var sjálfráður, brunaöi fram á harða stökki. ,,í guðsbænum, hvað eigum við til bragðs að taka, prinz?“ æpti ómennið og sneri sér til mín algerlega yfirkominn af hræðslu. Það var nú eg sem brosti. Þetta þýðingar- mikla ráðabrugg hans var að engu orðið, og í stað þess að koma mér í gildruna, þá var hann nú staddur í hættu sem var alt eins líkleg að ríða honum að fullu. ,,Þetta er yður mátulegt, “ sagði eg eg illi- lega og lét því fylgja blótsyröi. ,,Þér eruð hepn- ismaður ef þér komist lifandi út úr þessu. “ Hann var hugleysingi mesti, og breytingin á tilfinningum hans frá fögnuðinum yfirþví að hafa leikiö á mig og náðmér á sitt vald til hræðslunnar viö hina ógurlegu hættu sem hann nú gerði sér grein fyrir, var þreki hans ofvaxin. Hann vein- aöi og byrgði fyrir augun eins og til aö útiloka hættuna; og svo féll hann afturábak í sætinu, máttlaus og hvaplegur, eins og þreklaus stúlka f yfirliöi. Það var ekkert frá hans hendi framar að óttast, og fór eg því að hugsa um sjálfan mig. Eg opnaði hurðina á vagninum og virti fyrir mér hvert nokkur vegur væri ti a stökkva út niður á götuna. Eg gat ekki glöggvað neitt nema götuljósin, sem við þveittumst fram hjá, og vagnhurðin fleygðist á mig meö svo miklum krafti að egvarð að ríghalda mér til þess að hendast ekki alger- lega út. Það virtist óhugsanlegt að forða sér á þann hátt. Eg þekti ekki götuna og gat því búist við á hverju augnabliki, að hesturinn ræki sig á og alt færi í kássu; það gat því verið jafn hættulegt að sitja kyr. Mér kom til hugar að reyna að komast upp á vagnþakið og ná í taumana; en vagninn kast- aðist svo á endum, að um slíkt gat naumast verið að tala, því dytti eg, sem langlíklegast var, þá lenti eg udnir hjólunum. Alt í einu kom mér ráð í hug—að særa hest- inn með skambyssuskoti. Það var neyðarúrræði en hér var ekki um annað en neyðarúrræði að gera. Af birtu írá götuljósi gat eg séð til að miða á hestinn; eg tók því góðu haldi með ann- arri hendinni í dyraumbúninginn, hallaði mér síðan út eins langt og eg gat, miðaði skambyss- unni vandlega og skaut. Annaðhvort kom skotið alls ekki í hestinn, eða þaö rétt snerti hann og fældi hann; því eg fann það, að vagninn veltist meira og fór hrað- ara en áður. Eg skaut því í annað siíin, og prjónaði þá hesturmn svo, aö vagninn virtist allra snöggvast standa kyr, en á næsta augnabliki steyptist alt um með ógurlegu braki og brestum, og hesturinn og vagninn fóru f óaöskiljanlega kássu á miðri götunni; og eg kom niður ómeidd- ur skamt frá. Eg stóð upp og hljóp til að líta eftir Nau- heim. Það logaði enn þá á einum lampanum, og gat eg því séö, að hesturinn var ekki vana- legur Ieiguvagnshestur heldur skepna sem hver maður hefði verið stoltur af að eiga í hesthúsi sínu. Þetta var Ijós sönnun þess, að alt hafði verið undirbúið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.