Lögberg - 08.09.1904, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.09.1904, Blaðsíða 2
2 LÖG3ERG, FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1904. r Astundið hjá Rðssum. (Eftir G. W.). — (Framh.) Vegna legu landsins hefiraldrei kve5i5 mikið a5 herskipaflota Rússa og gerir ekki nú, eins og stríöiö viö Japansmenn hefirsýnt. Herskip þeirra eru að vísu íull- mönnuö; en í sjómensku standa mennirnir fremur lágt. Skipa- stóll Rússa er tiltölulega lítill og því ekki úr mörgu aö velja til herskipaflotans. Rússar vilja ekki heldur láta útlendinga kenna sjóliSi sínu. Kaup foringjanna, bæöi í land- hernum og sjóhernum, er svolágt a5 það gerir ekki betur en hrökkva fyrir einkennisbúning þeirra. Svo er til ætlast, a5 allir foringjar séu svo efnum búnir, að þeir geti kom- ist af án kaups. Þetta lága kaup leiöir til okurs, mútuþágu og alls konar spillingar á meöal foringj- anna ekki síöur en á meðal dóm- aranna og lögreglu og réttarþjóna, eins og áöur hefir veriö bent á; foringjarnir hafa allar klær úti til þess að geta grætt peninga meö réttu móti og röngu. Fimmdoll- ars á ári er hæsta kaup sem nokk- ur óbreyttur liðsmaður fær. Rúss- ar trúa ekki mikið á þaö að launa hermenn sína. Þeir líta þannig á, aö launaðir hermenn séu að eins hermenn vegna launanna. Svo er til ætlast, að sérhver rúss- neskur hermaður berjist fyrir landið sitt eins og sonur berst fyrir föður sinn. Keisarinn er faðir þjóðarinnar, generállinn er faðir landhersins, aðmírállinn er faðir flotaliðsir.s; ofurstinn er fað- ir herfylkingarinnar og flokksfor- inginn er faðir flokks síns. Rússneskir liðsmenn og foringj- ar líta á Japansmenn—ogtalaum þá—með megnustu fyrirlitningu. Þeir neita því, að Japansmenn séu siðuð þjóð. Menning þeirra sé ekkert annað en uppgerð og blekking. Kósakki nokkur, sem eg hitti á járnbrautarlest á leið- inni til Helsingfors á Finnlandi í vor, talaði um Japansmenn eins og ,,þetta fólk-sem-læzt-vera. “ Herforingi nokkur komst þannig aö oröi um þá: ,,Gulu mennirnir með skurn menningarinnar verða fyrst aö ráðast á okkur. Það er óþarfi fyrir okkur að byrja. Við höldum þeim bara í skefjum með- an við erum að búa um okkur og fjölga liði, og svo tökum viö til þeirra þegar okkar tími kemur. “ Beveridge senatór talar um rúss- neskan ofursta, sem sagði við menn sína: ,,Jæja, piltar, ef Jap- ansmenn koma, ætlið þið að láta þá lúskra ykkur, eða ætlið þið að lúskra þeim?“ Þá svöruðu liðs- mennirnir: Hvað heyrum við? Apar þeir að lúskra okkur! Nei, aldrei!“ Rússneskir hermenn1 ganga auk þess út í stríð þetta, 1 ekki einasta sem hermenn heldur sem evangelistar til þess að kristna heiminn. Þeir berjast, eins og þeir komast aö orði, „ínafniguðs og keisarans. “ I nafni guðs að því leyti sem stríðið miðar til að útbreiða kenningu krossins, og í nafni keisarins aö því leyti sem um föðurlandsást og þjóðrækni —um heiður Rússlands er að ræða. Þá kemur alþýðan til »sögunnar það er^þriðji og. fjórði flokkur- inn í mannvirðingaröðinni. í þriöja flokknum eru kaupmenn sem innritaðir eru í einhverja reglu „heiðarlegra borgara“,borg- arar sem engri reglu tilheyra og handiðnamenn. Reglurnar skift- ast aftur í þrjá flokka eftir því hvað mikið fé maður hefir í velt- unni. Það kostar $20,000 að til- heyra fyrstu reglunni, $10,000 að tilheyra annarri, og $5,000 að til- heyra hinni þriðju. Neðar öllu þessu stendur fjórði flokkurinn. í honum er allur fjöldi verka- manna og bænda. Hvernig lítur nú fólk þetta—al- þýðan—á stríðiö? Í staö þess aö herinn lftur á Japansmenn með fyrirlitningu, þá lítur alþýðan á þá og hugsar til þeirra með rót- grónu, arfgengu, meðfæddu hatri. Fjöldi alþýðu manna álítur, eins og liðsmennirnir, að útbreiðsla rússneska keisaraveldisins leiði til útbreiðslu kristindómsins (,,kross- |ins“). á meðal heiðingjanna; er ] slíkt ávöxturinn af kenningu prest- ! anna. En það er til önnur hliö á mál- inu sem snertir alla fiokka og all- | ar stéttir á Rússlandi. Fjölda- | margir Rússar af öllum stéttum hafa ferðast og jafnvel búið utan j lands. Margir hafa mentast í öðrum löndum. Bændalýðurinn ! miljónum saman er lesandi, og | nokkur hluti er hugsandi. Ahrif j þeirra, sem þannig hafa mentast j eru svo augljós, að jafnvel stjórn- in veit þaö og viðurkennif, að margir menn af öllum stéttum— ' á meðal aðalsins ekki síður en á 1 meðal alþýðunnar og jafnvel ; meðal helztu foringjanna í hern j um—-vilja gjarnan fá vald keisar- ! ans takmarkað. Mikilhæfustu I mennirnir, sem þannig hugsa, eru nú leiðtogar liberalanna—sem áö- ur voru nefndir ni/ii/istar, en nu eru nefndir revólútíóHistar. Kenn- ing þeirra ryður sér rúm í öllum 1 félögum og flokkum og gagnsýrir j þjóðina. Revólútíónista-flokkur inn er orðinn ákaflega fjölmennur á meðal æðri og lægri, ríkra og fátækra, aðalsmannanna, prest- Janna, embættismannanna, dóms- j valdsins og hervaldsins, borgar- j anna og bændanna. Það sem til fært er hér á eftir nægir til þess, j að tímarit það, sem ritgjörð þessi birtist í, fær ekki að komast inn Rússland nema í pósttösku sendi- herra og konsúla Bandaríkjanna, sem rússneskur ritvörður ekki má .opna: Sjöundu nóttina eftir að stríðið milli Rússa og Japansmanna hófst brauzt flokkur þýzkra lögreglu,- manna inn í hús í Stuttgart á Þýzkalandi og tók þar ósköpin öll af ritum og bæklingum sem bannað var að útbreiða á Rúss- landi. Struve, rússneski rithöf- undurinn, sem um rit þessi var aö kenna, forðaði sér út um bakdyr hússins—og lögregluliðiö brendi alt upplagiö af fyrsta eintaki stjórnbyltingablaösins, Osvobozh- denic. Ennfremur leitaði lög- regluliðiö aö áskrifendaskrá blaðs- ins og fann eitthvað þess konar skrifað með óskiljanlegum tölum. Samskonar áhlaup og leit fór fram í Königsberg, Freiburg, Giessen og Posen. I Jieim bæj- um náðust revólútíónista ritstjór- arnir, og voru þeir fluttir inn yfir landamæri Rússlands, þar sem rússneskir lögreglumenn voru við hendina til að taka á móti þeim. Öllum hafði þeim áður verið gert aðvart um það, að Þýzkaland yrði ekki lengur griðastaður handa rússneskum útlegðarmönnum, flóttamönnum og stjórnbyltinga- mönnum að flýja til. Og síöan þetta gerðist hafa rússneskir re- vólútíónistar fluzt burt frá Þýzka- landi til annarra nærliggjandi landa. Þaö er álit manna, að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari hafi lofað Nikulási Rússakeisara því, þegar þeir fundust í síðastliönum Októbermánuði, að rússneskir ó- ánægjuseggír ekki skyldu fram- vegis uota Þýzkaland til þess að gefa þar út blöö sín og rit til út- breiöslu á Rússlandi. Sannfær- ing manna er, að Þýzkaland gangi í bandalag með Rússum eins og Frakkar, ef á þarf að halda í yfir- standandi stríði. En aðfarir þessar í ríki Vil- hjálms keisara hafa samt ekki lok- að prentsmiðjum revólútíónist- anna í París, Brussels, Genf, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi jeða London. Frá öllum borgum þessum streyma ó- leyfileg blöð inn á 'Rússland til leynilegrar útbreiðslu, að norðan yfir um Finnland, að sunnan yfir um Pólverjalnnd, og er tilgangur- inn að koma því dóti jafnvel inn á skrifborð helztu embættismann- anna og keisarans sjálfs. Fyrir ári síðan kom eg inn á prent- smiðju í Stokkhólmi, þar sem gefin voru út rússnesk stjórnbylt- ingarit, og var til þess varið heilli byggingu. í London er á yflr- standandi tíma unnið að því dag og nótt í prentsmiðju þeirraHarri- son félaga í St. Martin’s Lane aö gpfa út stjórnbyltingablöð, þar sem Rússum er fram á það sýnt, hvað stríðiö við Japansmenn flýti fyrir því, eða geti flýtt fyrir þvi, að lýðveldisstjórn komist á á Rúss- landi. Blöð þessi brýna það fyr- ir revólútíónistum, og fyrst og fremst fyrir stúdentum, að hafa sig hæga og b(ða þess aö leiðtog- arnir gefi þeim bendingu. Öll stjórnbyltingablöö þessi og önnur ritverk sama efnis eru kurteislega og vel rituð og ótrú- lega hógvært og gætilega. Hvergi bent á neitt svipað níhilismus Iv- ans Turgeneffs sem endaði með morði Alexanders II. Rússarþeir sem hafa á hertdi formensku og leiðsögn libcralanna og „terror- istanna “ — ,, órjúfanlegt bræðra- band“ sem færri hafa reynst ó- trúir en nokkuru öðru leynifélagi í heimi—eru ef til vill sósíalistar, en fáir þeirra eru anarkistar eða níhilistar eins og orð þau eru al- ment skilin. Þeir standa auðvit- að við það að vilja brjóta niður ,, lýgina ‘ ‘—þ. e. einveldismáttinn; og að innleiða ,,sannleikann“— þ. e. réttindi þau sem fást. með frjálsri löggjöf. En til þess að fá slíku framgengt mæla þeir ekki með því, aö neinn einstakur mað- ur sé ráðinn af dögum. Síðasti kapitulinn eða niðurlagsorðin í rússneskri ,,keisarastjórn“ álíta þeir, að aldrei verði skrifaður án almennrar uppreisnar er nái frá Pétursborg alla leiö til Vladivo- stock. En ekki ganga blöðin út frá því sem vísu, aö taékifæri til slíks gefist nú í sambandi við yfir- standandi stríð. Skoðanir revólútíónistanna eru glöggar og ákveðnar. Fyrir eitt- hvað ári síðan komu saman í Pét- ursborg kveld eitt tuttugu menn og konur og sátu til borðs í stofu í höfðingja húsi einu á bakka Neva fljótsins n^lægt heimili Banda- ríkja-sendiherrans. Konurnar voru klæddar í gamlan rússneskan þjóöbúning eins og hann er sýnd- ur á málverkinu eftir Makoffsky: ,, A Russian Wedding Feast“, því aö þetta sama kveld átti að halda skrautbúningadans í vetrarhöll keisarans. Við máltíö þessa var eg vinur |óvina rússnesku stjórn- arinnar. Menn komu saman þarna á laun. Þaö var regluleg revólútíónista-samkoma, og eg var viðstaddur sem vinur eins gestsins. B— greifi bauð til, máltíðarinn- ar, og voru þar viðstaddar kona hans B— greifa frú, tvær dætur þeirra og kenslukonan, sem þeim kendi; einnig voru þar D— prinz, heimilismaður keisarans; monsjör V—, rítstjóri fréttablaðsins eins í Pétursborg; prófessor R—, kenn- ari við háskólann; rússneskur gen- eral og finskur aömíráll, báöir búnir að fá lausn frá embætti; bóndi frá einu Eystrasaltsfylkinu; Gyðingur, setn hélt banka í Moskva; greifi frá Kief, og pól- verskur prinz frá Warshaw. Þessa er getið til þess aö sýna, hvað nærri margir revólútíónistarstanda keisaranum, hvað háttstandandi sumir þeirra eru í hernum, bæði á sjó og landi; til að sýna, að á hirð- dönsum, eins og þeim, sem hér er um getið, eru saman komnir re- vólútíónistar, sem hneigja sig frammi fyrir einvaldsstjóranum, og konur, sem keisaranum eru handgengnar og keppa hver við aðra um að láta hann veita sér eftirtekt og ávarpa sig, en eru samt revólútíónistar með lífi og sil engu síður en menn þeirra og feður. Þarna voru margir fleiri saman- komnir, þar á meðal Bandaríkja- fréttaritari, annar en eg. Næstur honum sat maður, sein eg ætla ekki að nefna annað en Z. Hann var frá Stokkhclmi, og auðvitað var það ekkijá vitund leynilög- regluliðsins, að hann var í Péturs- borg, því að hverjum þeim manni hafði verið heitið $5,000 sem kæmi honum inn á Rússlandi. í þrjá daga hafði Z verið geymdur á laun í húsi Bandaríkja-fréttarit- arans. Næsta dag átti hann að fara úr landi—eins og hann hafði komið—á vegabréfi Bandaríkja- mannsins. Samkoma þessi og máltíð var í virðingarskyni við hann. Margir þeirra, sem við- staddir voru, höfðu komið langt að til þess að sjá hann og tala viö hann. Hann hefir tekiö öllum öðrum fram, og gerir það enn, í því að útbreiða stjórnbyltingar- kenninguna. I Stokkhólmi gefur hann út vikublað, og er það vin- sælasta stjórnbyltingablaöið sem út er gefið. Því er komið' til Rússlands á laun og hafa heldri konur og Gyðingar á hendi út- breiðslu þess og útbýting.— (Meira). Afturhvarf mitt. Um sjálfan mig get eg að eins sagt það, að eg hefi ávalt leitast við að vera ráðvandur í framferði mínu öllu og hefi jafnaðarlega haft sterka trú á guð. Eg fann í reyndinni til þess, að guðleg varðveizla var yfir mér og leiddi mig í gegn um alt mitt líf. Og þegar eg gerðist kærulaus óg gaf mig syndinni á vald, var þetta uppáhald-viökvæði mitt: ,,Guð passar Sigga. “ Alt um það gat eg þó ekki trúaö á guðdóm Krists eins og rétttrúaöur eöa lúterskur maöur. Og er eg hafði náð þrjá- tíu og átta ára aldri, var eg orö- inn eins mikill syndari og hver meðalmaðuirkirkjunni tilheyrandi, ef ekki enn þá verri, og er þá mikið sagt. ' En svo eg komi aö sögu minni, þá mun það hafa verið í Apríl- mánuði 1899 (eftir tveggja ára andlega baráttu mikla og sára), að eg fór heiman úr húsi föður míns í Lincoln County í Minne- sota, til smábæjar þess, er Wilno nefnist, þrjár mílur burtu. Eg hafði farið þangað í því skyni að fá mér munntóbak, og var nú á heimleiðinni. Þess minnist eg, að eg var mjög þreytturog var að segja meö sjálfum mér: ,,Ó, guð, hve nær skyldi þetta enda taka?“ Eg nálgaðist nú óðum heimili mitt og var þegar á leiðinni upp | brekkuna vestan í hæðinni, þar sem hús Jósefs Vigfússonar stend- ur, en engin mannleg vera var neinsstaðar í nánd viÖ mig. Og er eg var rétt að eins kom- inn upp á hólinn, þar sem hann er hæstur,varð alt í einu fyrir mér gagnsætt, hvítt ský, og inn í það ský fór eg; kendi eg návistar ein- hvers lifanda í skýinu; en engan gat eg séö. Svo fullviss var eg um, að ein- hver var þar, að eg sagði upp hátt: ,,Hver er þar?“ — eða á ensku, því á því tungumáli hugsa eg: ,,Who is there!“ — Og eg heyrði svaraö, lítiö eitt til vinstri handar við mig og nokkuð skýrt : ,,Eg em lávarður lífsins og dauð- ans“. Eg nam þá staðar og laut niöur hugsandi. Hvað á eg að [ segja? Eg gat ekkert sagt. Svo beið eg^eina eða tvær mínútur, og kom þá beint á móti mér og þó lítið eitt hægra megin að mild og skær rödd, segjandi: ,,Eg fyrir- gef. “ . Eg get unnið að því dýr- an sáluhjálpareið, að eg heyrði rödd þessa skýrt. Bjartur friðar- hjúpur kom þá yfir mig, og mér veittist fullkomin huggun; og þeg- ar sársaukinn hvarf frámér.minn- ist eg þess vel, að fyrsta hugsun mín var: ,,Það verður of örðugt fyrir þig að bera hann stöðugt; svo beri eg hann þá að eins um hríð“. En sársauki minn kom ekki aftur, en aftur á móti hélt friður sá, er eg haföi öðlast, á- fram. Breytingin var svo mikil og óvænt, að eg gat nokkurn tíma ekki skilið þetta til fulls; en heilagur andi sagði mér upp frá þessu, hvaö eg skyldi gera, og á- minti mig á degi hverjum. Og eg fór að skilja; fyrst af öllu veitti eg því eftirtekt, að mér var nú veitt alt, sem eg bað um, og að eg ávalt bar sigur úr býtum, hvað sem fyrir kom. Og með hjálp andans fór eg aö færast upp eftir stiganum til vellíðunarinnar; og eg fór að veita öðrum meira en áður. Síðan sagði andinn mér að hætta allri tóbaksnautn. Það var nú mjög auðvelt, þó áöur hefði virzt ómögulegt. Síöan að hætta við nautn áfengra drykkja. Það tók nokkurn tíma, en eg hætti með öllu. Síðan við spila- mensku og ljótt orðbragð. Eg blótaði aldrei, nema lítið eitt, og að sjálfsögðu geri eg það nú ekki lengur. Heilagur andi skoraði á mig að hætta skólakenslu og leggja á stað til þess að starfa fyrir drottin, og leiðbeindi mér svo til St. Louis, og þangað fór eg og slepti góðri atvinnu. Þeg- ar eg var hingað kominn, spurði eg, hvað eg ætti að gera, og mér var sagt að ganga inn í Sáluhjálp- arherinn. Þaö gerði eg líka, og er nú í sannleika sæll maður og blessan drottins brosir við mér. Þannig hljóðar saga mín: frels- aður, helgaður, kallaður, lagður á stað. I mestu einlægni SigurSur Sigvaldason. St. Louis, Mo. EITT HUNDRAÐ t VERÐLAUN. Vér bjóðum $100 í hvert sinn sem Catarrh laekn* ast ekki með Hall s Catarrh Cure. W. J. Cheney & Co., eigendur, Toledo, O. Vér undirskriíaðir höfum Þekt F. J. Cheney síðastl. 15 ár álítum hann mjög áreiðanlegan mann í öllum viðskiftum og æfinlega færan að efna öll þau loforð er félag hans gerir. West & Truax, Wholesale, Druggist, Toledo.O. Walding. Kinnon &Marvin, Wholesale Druggists, Toledo, O. Hall’s Catarrh Cure er tekið inn og verkar bein- linis á blóðið og slímhimnurQar. Verð 75C. flaskan Selt í hverri lyfjabúð. Vottorð send frítt Hall’s Famiiy Pills eru þær beztu Bruni. Brunasár og blððrur lækuast fljótast og bezt og án igerðar með hinu græðandi og geril- eyðandi. 7 Monks Miracle Salve. (iEO. R. IASS, áður i þjónustu The T. Eaton Co., Ltd, Toronto, er nú byrjaður að verzla me&. ÁLNAVÖRU að 548 Ellice Ave. íslenzka töluð í búðinni. Lítill tilkostnaður. Lítill ágóði. Gott verðlag. Komið og sjáið hvað til er af góðum vörum. Gætið að verð- laginu í samanburði við annars staðar. — Regluleg góðkaup nú fáanleg. Munið eftir staðnum 548 ELLICE AVE. Nálægt Langside St. WINNIPEG. íslendingar í Winnipeg ættu nú að nota tækifærið og fá brauðvagninn minn heim að dyrunum hjá sér á hverjum degi. Eg ábyrgist yður góð—„machine- made“—brauð, og svo gætuð þér þá fengið ,,Cakes“ flutt heim til yðar á laugardögunum. Segið mér ,,adressu“ yðar gegn um telefon nr. 2842. G. P. Thordarson, 591 Ross Ave. BELL PIANO og ORCEL Einka-agentai" Winnippg Piano &. Organ Co , Manitoba Hall, “Í95 Portage Ave. Igkhcrt bcrqar stq bcítir fpnr tmqt foik en að ganga á . . . WINNIPEG • • • Business Co/lege, Cor. Portage Ave. & Fort St. Leitið allra upplýsinga hjá G W DONALD Manager. ROBINSON iS Kven- JACKETS með góðu verði. Einhver mestu góðkaupin, fáanleg á öðru gólfi í búð- inni okkar, eru nýir haust Jackets úr dökku Freize og Beaver klæði; nýtt snið, nærskorið á bakið og me8 herSaslagi. Vel saumaSir og útlitsfallegir. ViS álít- um að þeir sáu fullkom- Iega $8 virði. Sérstakt verð mí $4.95. ROBENSON !LS 898-402 Maín St., Winnipeg. Dr, G. F. BUSH, L. D. S. TANNLAsKNIR. Tennur fyltar og .dregnar út án sársauka. Fyrir að fylla tönn $1.00 Fyrir aðdraga út tðnn 50 Telepbone 826. 527 Main St. ’ Dr. M. HALLDORSSON, Pavk Rt-v-mr, 20* D Er að bitta á hverjum viðvikudegi i Grafton, N. D., frá kl. 5—6 e. m.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.