Lögberg - 08.09.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.09.1904, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. SEPT. 1904. Jögberg cor. William Ave.'& Neiia St. ®ntniprg, 4Han. M. PAULSON, Edltor, J. A. BLONDAL, Bub. Manager. UTAXÁSKRIFT : The 1.ÖGBER G PRINTING k PtBLCo P. O, Box 136., Winntpeg, Man. Heiðurssamsœti. Fimtudagskveldiö hinn 1. þ.m. hélt Fyrsti lút. söfnuður þeim séra Jóni Bjarnasyni og frú hans heiöurssamsæti f sunnudagsskóla- sal kirkjunnar í tilefni af því, aö liöin voru tuttugu ár frá því þau fluttu hingaö vestur og séra Jón geröist prestur safnaöarins. Sam- sætiö var fjölment, hátt á fjórða handrað manns, alt meölimir safnaöarins fyrir ofan fjórtán ára aldur. Eftir að forseti safnaöarins, herra H. S. Bardal haföi sett samkomuna og skýrt frá tilefni hennar stóöu allir á fætur og sungu: „Hvaöersvo glatt sem< góöra vina fundur. “ Þá talaði Magnús Paulson fyrir minni heiö- ursgestanna og ’forseti safnaöarins flutti þeirn skrautritað ávarp og afhenti þeim aö gjöf frá söfnuðin- nm ' dýra og vandaöa kiukku á borði eða fæti; bæöi kíukkan og fóturinn er úr gullgreyptum onix og gersemi mesta. Eftir að þau hjónin höföu ávarpað söfnuöinn og þakkað ávarpiö og gjöfina og vinahug þann og velvild, sem þaö og samkoman bæri vott um, var Si'/.t aö veitingum sem kvenfélags konur stóöu fyrir. Aö því loknu hófust ræöuhöld á ný. Thomas H. Johnson talaöi fyrir minrii kirkjufélagsins, Finnur Jónsson fyrir minni safnaöarins,' Árni P'riö-1 riksson fyrir minni kvenfélags j safnaöarins, Sigfús Anderson fyrir minni söngflokksins, og þeir Sig-1 tryggur Jónasson ogÁrni Eggerts- son fáein orö til heiðursgestanna. Á milli þess aö ræður voru haldn- ar skemti söngflokkur safnaðarins meö íslenzkum söng, sem allir gátu tekið þátt í, og Mrs. W. H. Paulson söng sóló. Samsætinu var ekki slitið fyr en undir miö- nætti og er víst óhætt aö segja, að öllum hafi þótt þaö ánægju- legt. Áöur en heim var fariö lýsti forsetinn yfir því, ai klukk- an 4 næsta dag (þegar börn væru koinin heim úr skóla) væri öllum ungmennum safnaöarins innan 14 ára aldurs, og öllum öðrum meö- limum safnaöarins sem ekki gátu veriö viöstaddir um kveldiö, boö- iö til veitinga í sunnudagsskóla- salnum og því lofað, að þau séra i Jón Bjarnason og frú Lára yröu I þar viöstödd. Ávarp safnaöarins til prests- hjónanna var undirskrifað af full- trúunum fyrir hönd safnaðarins og hljóðaöi á þessa leiö: Winnipeg, 1. Sept. 1904. Séra Jón Bjarnason, Winnipeg, Man. Ástkæri prestur vor! Nú eru liðug tuttugu ár síðan liðin, að þér gerðust prestur Fyrsta lúterska safnaöarins í Winnipeg. Miðvikudaginn 20. Ágúst 1884 fluttuð þér fyrstu guðs- þjónustuna í húsi Framfarafélags íslendmga og lögðuð út af orðum Péturs: ,,Gott er aö vér erum hér, herra!“ En margir munu þá hafa til þess fundiö, að hér væri ekki eins gott að vera fyrir yður og þeir hefðu óskað. Þá máttu allir undantekningarlauBt sæta kjörum og kostum frumbýlinga, en efna- hagur íslenzks fólks að vonum býsna þröngur og ástæöur allar. Hugmyndir manna í kirkjuleg- um efnum voru líka á allmiklu reiki um þær mundir. Þó söfn- uður væri aö nafninu til, var eft- ir að safna öllum fjöldanum inn í hann. Barátta fyrir hinu kirkju- lega málefni, langvinn og allerfiö var þegar fyrirfram sjáanleg, enda lét hún ekki lengi eftir sér bíða. Safnaöarlíf höföu næsta fáir hug- mynd um og stefna fjöldans kristilegum efnum öll á víö og dreif. Flest þaö, er telja mætti til vestur-íslenzkrar menningar, átti eftir aö veröa til ogvaxa upp. En þrátt fyrir alt þetta, tókuð þér og yðar ágæta frú ótrauö til starfa, meö kristilegri djörfung, staöfestu og umburöarlyndi. Þaö er oss öllum auösætt, aö drottinn hefir verið meö í starfinu, því þaö hefir hepnast um fram allar vonir. Smám samán hefir söfnuöur vor vaxið og þroskast í öllum efnum. Enda hefir þaö á- valt öllum augljóst veriö, aö af yðar hálfu hefir alt verið í sölurn- ar lagt og allri orku til þess beitt, >aö hann næöi blóma sem beztum. Ef mér mættum nefna nokkuð eitt, er vér ööru framar ættum aö þakka, væri þaö starf yöar fyrir æskulýöinn. Oss dylst ekki, hví- líka þýöing sunnudagsskólinn hefir haft til aö auka vöxt og viðgang safnaöarins, og bandalag unga fólksins sömuleiöis nú á síöari ár- um. Aö vorri hyggju hefir hjarta- punkturinn í safnaöarstarfinu öllu einmitt veriö þar og blómi safn. aðarins langmest því aö þakka, hve vel og trúlega hefir yfirsunnu- dagsskólanum vakaö veriö og samvizkusamlega reynt aö glæöa kristilegan áhuga æskulýðsins. Og í þessu hafiö þiö, göfugu hjón, átt bæöi jafnan þátt. En vér þökkum ekki einungis þetta, heldur starf yðar alt aö eflingu guðs ríkis. Vér þökkum prédikanina í drottins húsi, hugg- unina og áminningarnar allar— vitnisburö yðar um frelsarann og hina guðlegu þýöing mótlætisins fyrir andlegan þroska mannsins. Vér vonum, aö drottinn lengi svo aldur yðar, að söfnuðurinn fái aö njóta yðar um langan tíma enn og hlýða prédikan yðar og fræöslu í guöshúsinu nýja og veg- lega, sem honum fyrir náö drott- ins hefir auönast aö reisa. Enda ætlumst vértij, að þessi nýreista kirkja veröi skoöuö sem hæfilegur minnisvarði yfir starf yðar að mál- efni guös ríkis. Vér lftum nú yfir þessi tuttugu ár, hræröir í huga. Vér hugsum um stríðiö og baráttuna, er þeim hefir fylgt, einkum fyrir yöur,sem borið hafiö starfið á herðum yðar. Vér hugsum um þreytuna og sárs- aukann, sem árin hafa haft í för meö sér fyrir yður, og alt hiö marga og mikla, er þér hafiö í sölurnar lagt. , Vér höfum svo oft til þessfund- iö, að hér var ekki eins gott að vera og þér áttuö skilið. En um leið og vér finnum sárt til þess, að launin af hálfu safnað- arins hafa önnur veriö en skyldi biöjum vér gjafarann alls góðs aö launa yöur og konunni yðar alt yöar göfuga starf og breiða friö og farsæld yfir ókomna æfidaga ykkar alla. En hvað þeir halda við séurn heimskir. Það er þó loksins svo komið, að afturhaldsflokkurinn og verk- smiðjueigendurnir í Austur Can- ada álíta ekki til neins að reyna að leyna kjósendur því, að fari svo, að Laurier-stjórnin leggi nið- ur völdin við næstu kosningar þá veröi almenn tollhækkun, jafn- vel hærri tollar heldur en nokk- urn tíma voru áður en Laurier- stjórnin kom til valda og Field- ings-tolllöggjöfin gekk í gildi. Lengivel var reynt að leyna þessu; og væri einhver svo djarf- ur að geta þess til að það mundi þýöa hækkaða tolla aö koma aft- urhaldsflokknum til valda, þá var honum ekki við vært. Jafnvel um síðustu Dominion-kosningar, fyrir fjórum árum síðan, var ekki !'.pp meö þaö komandi, að neina tollhækkun væri aö óttast þó Laurier-stjórnin félli. Margir létu meira aö segja telja sér trú um þaö, að ef Hugh John Macdon- ald næði kosning'u í Brandon, þá mundu tollar lækka tií stórra muna og aukheldur verða teknir meö öllu af vissum vörutegund- um. Afturhaldsblööin reyndu aö telja mönnum trú um, aö tollarn- ir heföu hækkaö en ekki lækkaö við Fieldings-tolllöggjöfina. Þau héldu því fram, aö það, aö toll- tekjurnar heföu farið vaxandi síö- an Laurier-stjórnin kom til valda gæti ekki stafað af neinu ööru en því, aö tollarnir heföu fariö hækkandi og töldu það hróplegt ranglæti aö leggja þannig aukna skatta og auknar byrðar á fólkiö. Þau stálu undan aöalatriðinu, því, aö viöskiftin viö önnur lönd margfölduöust, ogvegna þess juk- ust tolltekjurnar. Þegar tollur- inn var lækkaöur, þá gúknuðu ekki auðkýfingarnir í Austur-Can- ada lengur einir yfir markaöinum. Menn fóru þá, sér til mikils pen- ingasparnaðar aö geta keypt vör- ur sínar víöar aö og geröu þaö líka. Þannig var þaö, að verzl- unin viö útlönd fór vaxandi og þá náttúrlega tolltekjurnar líka. Jafnvel^ eftir þaö að leiðtogar afturhaldáflokksins lýstu því hisp- urslaust yfir austur í fylkjum aö tollarnir ættu að hækka, og þing- menn þess flokks allir í einum hóp greiddu atkvæöi þing eftir þing með tollhækkunartillögum leiötoga síns, þá reyndu aftur- haldsblöðin aö sannfæra menn um, að Laurier-stjörnin legði ó- hæfilega háa tolla á þá. En fólkið sá í gegn um þetta og hló að því, hvernig reynt var aö fara kringum þaö. Og þá var byrjað á nýjum leik. Þaö var fariö að telja fólkinu trú um þaö, að þó tollarnir hækkuðu, sem satt að segja væri nú hug- myndin, þá borguðu þeir ekki tollinn, sem vörurnar keypta, heldur þeir sem þær seldu. Og auk þess stæöu verksmiöjumenn- irnir í Canada viö aö selja vör- urnar langtum ódýrari ef þeir fengju einir að sitja aö canadiska markaöinum eins og hann væri. En einnig þetta sá fólkiö f gegn um. Þaö sá, að yröi það aö borga tollinn meðan Laurier- stjórnin sat aö völdum, þá mundi þaö engu síður veröa aö borga hann þó R. L. Borden kæmist til valda. Og svo voru menn svo lausmálir að segja frá því aö aft- urhaldsleiðtogarnir heföu haldið því fram á þingi í Ottawa þegar þeir voru aö mæla meö tollhækk- un, að bændurnir í Vestur-Can- ada væru komnir í svo góð efni, að þeir stæöu við aö borga dálít- iö hærra verð fyrir lífsnauðsynjar sínar. Menn voru líka svo mik- iö eldri en tvævetur, aö þeir trúðu því ekki, að verksmiðju- eigendunum mundi fara að því leyti öðruvísi en öllum öðrum mönnum, að þeir lækkuðu verð á vörum sínum víð það að losast við alla samkepni. Nú er því byrjað á einu nýju enn. Verksmiðjumenn hafa nú látið mynda klúbb austur í Mon- treal sem kallaöur er ,,Made-in- Canada Club“ og á aö hafa það fyrir markmiö að koma því til leiðar, að Canada-menn kaupisem allra minst—helzt ekkert—af vör- um sem ekki eru búnar til í Can- ada. Geta má nærri, að í klúbb þessum eru ekki aðrir en aftur- haldsmenn og hátollamenn, og aðalsporið til þess aö fá þessu framgengt er þaö að fá menn til aö greiöa atkvæöi með afturhalds- flokknum við næstu kosningar. Klúbburinn ætlar sér að brýna fyrir mönnum aö íhuga tollmálin og gera sér grein fyrir því, hvort tollarnir séu nægilega háir til þess aö halda úti úr landinu vörum sem Iáglaunað fólk vinnur viö aö búa til í öörum löndum, og hvort innflutniqgur slíkrar vöru ekki sé líklegur að leiðá til launalækkun- ar og deyfðar í landinu. Þetta eru nú tökin sem beita á viö verkalýðinn í Canada viö næstu kosningar. Meö brellu þessari á aö fá fólk til aö greiöa atkvæöi meö því, aö verksmiöju- mennirnir í Canada losist viö alla samkepni og þaö- veröi aö borga hærra verö framvegis fyrir lífs- nauðsynjar sínar. En þetta bregzt eins og althitt. Fólkiö er ekki eins heimskt eins og þeir herrar, afturhaldsleiðtog- arnir, halda. Þeir þurfa ekki aö halda, að fólkið kynni sér tollmál- in eiiigöngu í gegn um gleraugu verksmiöjueigendanna. Þaö eru tvær hliöar á því máli, og þær gagnólíkar. Önnur hliðin snýr aö verksmiöjumönnum, hin aö fólkinu. I tollmálinu er eins líf annars dauöi. Á meöal verk- smiöjumanna leiöa hátollar til auös og allsnægta, á meðal al- þýöu til byröi og á meðal hinna fátæku til skorts. Þessi ,,Made-in-Canada“ klúbb- ur ætlar aö fá menn til að greiða atkvæöi meö tollhækkun vegna þess lágu tollarnir séu líklegir aö leiöa til kauplækkunar og jafnvel vinnuleysis. En hvaö verksmiðjumennirnir halda viö séum heimskir. Hjá Bandaríkjamönnum eru sannarlega nógu háir tollarnir, einmitt eins og R. L. Borden seg- ir þeir skuli veröa í Canada ef afturhaldsflokkurinn komist til valda. Þar ættum vér því að hafa nokkurnveginn áreiöanlegt sýnishorn af því sem við má bú_ ast í Canada meö hækkuðum toll- um. Berum saman ástandið nú á yfirstandandi tímum í Bandaríkj- unum (hátollalandinu) og Canada (lágtollalandinu). Vellíðan í Can- ada fer stórum vaxandi með hverju árinu og öllu fleygir þar fram. Tekjur stjórnarinnar fara óöum vaxandi, viöskiftin viö umheiminn aukast, allir hafa nóga vinnu og fá góð laun vinnu sinnar. í Bandafíkjunum fara tekjur ríkis- ins minkandi; innlegg þjóðarinn- ar í sparisjóð landsins fara mink- andi; vinnulaun eru að lækka; vinnulýöurinn neyöist út í verk- föll til þess aö reyna aö bæta kjör sín; verkfallasögur berast úr öll- um áttum, og verkföllin leiða eymd og neyð yfir verkalýöinn, hvar sem þau eru. Það er samskonar deyfð nú í Bandaríkjunum eins og var í Can- ada fyrir átta árum síðan meöan afturhaldsmenn sátu að völdum og hátollalöggjöf þeirra varí gildi. Hátollarnir í Bandaríkjíunum eru verksmiðjufélögunum þpr ó- segjanlega mikilsvirði, auðga þau árlega um margar miljónir dollara upp á reikning fólksins. Sama| um sú er hann hefir gert ai Lög- fyrirkomulagi vilja verksmiðju- bergi. mennirnir í Austur-Canada koma á hér. En þeir geta ekki komiö því á nema þeim takist, meðan á kosningunum stendur, að beygja vilja fólksins undir sinn vilja með einhverjum brögðum. En þaö tekst þeim aldrei. Einar Jónsson .frá Galtafelli átti kost á að selja útilegumann sinn til Rípa fyrir 600 kr. Skrif- aði hann þá Guöm. Björnssyni lækni og bað hann grenslast eítir, hvort enginn kaupandi mundi finnast aö honum hér, því að held- Canada-menn eru nú búnir aö ur vildi hann fá minna fyrir hann reyna hvorttveggja: hátollastefnu afturhaldsflokksins og lágtolla frjálslynda flokksins. Og sjö ára reynsla hefir sýnt, aö hátollarnir stóðu þeim ósegjanlega mikiö fyr- ir þrifum. Dettur verksmiöju- mönnunum í hug, að menn séu svo blindir, aö þeir sjái ekki, aö vellíðan Canada' byrjaði einmitt og væri myn-din heima á íslandi. Þá varö D. Thomsen kaupmaður til að bjóða honum 700 kr. fyrir myndina. Ætlar hann síðan að gefa hana landinu. Er slíkt sæmdarverk og vonandi að mörg- um leiki nú hugur á aö feta í fót- I spor Thomsens. Þetta ár verður bókaár mikið. þegar tollarnir voru lækkaöir? 5 því að flest skáldin eru aö hugsa Dettur þeim í hug, aö menn séu um aö gefa eitthvað út. Einar þau börn að vilja kippa öllu í Benidiktsson er þegar byrjaður, gamla horfið aftur meö því aö frá Þorsteini Erlingssyni kemur hjálpa flokk þeim til valda, semjbráöum eitthvaö, en eigi segjum búið er að margsanna, að ekki vér frá því aö ginni, hvaö þaö er, er fær um aö stjórna landinu? og Þorsteinn Gíslason mun gefa En hvaö þeir halda viö séum út ljóðakver. Steingrímur Thor- heimskir. steinssort hefir þýtt um 20 arkir af æfintýrum Andersens fyrir Guö- mund Gamalíelsson, er gefur þau út og lætur myndir fylgja. Nú er útilegamaöur Einars Jónssonar kominn. Stendur hann í göngunum niðri í Alþingishúsinu. Þetta er [mikiö verk og fagurt. Stór og tröllaukinn útilegumaður ber konu sína látna á bakinu, en ungbarn f fyrir. Er honum þetta ærin byrði og styðst hann fast á staf sinn, en við hlið hans rennur rakki.Konan er bundin á bak mannsins. Er hún fögur sínum og að öllu leyti vel gerð, en barn- ið er þó enn betur g^rt. Þaö heldur báöum höndum um háls föður sínum og er svo raunalegt á svipinn, aö hver maöur viknar er á þaö lítur. Leiðir sorgarsvipur þess ósjálfrátt hug áhorfandans að þeirri sorgarsögu sem Einar hefir höggviö f steininn, og skýrist viö þaö heildin öll. Galli er þaö á þessu verki, aö útilegumaöurinn sjálfur erof trammyntur og kjálka- mikill. Er þaö ósamkvæmt þjóð- sögum vorum um útilegumenn. Því aö þeir eru sagðir fríöir sínum og tigulggir. En vöxturinn er geysi þreklegur og allur líkaminn vel gerður. En þótt finna megi aö einstökum atriðum, er þetta verk stórvirki og Einari til mikils sóma. Óvart varö mér aö segja, aö Einar hefði höggviö þetta í stein. Hann hefir aö eins hnoðað það í leir, én sjálfsagöur hlutur er þaö, aö Alþingi kaupir aö honum úti- legumanninn höggvinn í hvítan ógallaöan marmara, því að tími er nú til kominn að kaupa fyrsta verkið í listasafn íslands og gera hús yfir það. — Hafa munu þeir og eitfhvað málararnir, sem þang- að á erindi. Stríðið. Ógurleg orusta hefir staöiö milli ’ Japansmanna og Rússa síðan þann ! 28. f. m. Þá sóttu Japansmenn aö Kúrópatkin í Liao Yang og hættu ekki fyr en Rússar létu undan síga norður til Mukden. Hugmynd Japansmanna var aö hneppa liö Kúrópatkins inni í Liao Yang, en það hepnaöist ekki; og nú veita Japansmenn Rússum eftirför noröur í því skyni aö láta þá ekki komast undan, hvort sem þaö tekst eða ekki. — í þessari jlöngu og blóðugu orustu hefir mannfall veriö ógurlegt í beggja (liöi. — Japansmenn hafa eins og fyr sýnt óviðjafnanlega dirfsku og I hermensku, og unnið heimsfræg- an sigur; en vonbrigði mun þeim hafa verið það, aö láta her Rússa sleppa noröur frá Liao Yang.— [ Hepnist ekki Japansmönnum aö slá hring um Rússa þá er búist . við, að þeir'hverfi alla leiö noröur til Harbin og taki sér þar vetur- j setu. — Rússar hejma fyrir tala digurt um þaö aö senda óvígan J her og nýjan herskipaflota austur með vorinu, enda þurfa þeir aö gera betur en þeir hafa gert, ef duga skal. Port Arthur er búist viö aö falli !áður en vikan er liðin. Frakkar hafa látiö þaö í Ijósi, aö þeir vildu bjóöa Rússum aö j koma sáttum á fyrir þeirra hönd, ef Bretar vilji bjóða Japansmönn- um hiö sama. Er álitinn hent- ugur tími til þess strax eftir aö Port Arthur hefir falliö. Bretar og Bandaríkjamenn krefjast þess af Rússum aö tak- marka meira en gert hefir verið hvaö séu óleyfilegir flutningar (contraband of vvar) til austur- landa. í því efni hafa Rússar hingað til farið undan í flæmingi, en nú eru þeir beönir um ákveö- iö svar, sem þeir ekki komast hjá að gefa. Listir og vísindi. Eftir Ingólfi. Þess verður trauðla langt aö bíða, að málarar sæki mjög til ís- lands, því aö land vort er svo ein- kennilegt ,,fagurt og frítt“ að þeir hafa hér gnægð verkefna. í surnar hefir hér verið franskur málari að nafni Charles Hrnt'ida. Hefir hann gert margar fallegar myndir. Eru sumar næturútsýn héðan úr bænum austur og norð- ur til fjallanna alleinkennilegar, en flestar frá Þingvöllum. Þær eru allflestar mjög fallegar, eink- TIL SÖLU stór ..shanty" í Selkirk, fjós fyrir tól kýr og tvo hesta fylgir og heyhús fj ri tuttugu ,,ton“. Tvser lóðir iylgjg Nákvæmari upplýsingar fást hjá Markús GuiTinumlssyn f West-Selkii k. S. THORKELSON, 7S1 Rosa tive Selur alls konar mál og milolíu i smá- sölu og heildsölu með lægra verði en aðrir. Hann ábyrgist að vörurnar séu að öllu leyti af beztu tegund. Maple LeafRenovating Works Við hreinsmm. þvoum, pretsum og gerum víð kvenna og karlmanna fatn- að.— Reynið okkur. 125 Albert St. Beint á móti Centar Fire Hail, Telephone 482,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.