Lögberg - 08.09.1904, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.09.1904, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGlNN 8. SEPT. 1904. Arni Eggertsson, Room 216 Mclntyre Block. Telefón 775. 671 Ross Ave.—Tel. '033. Eg hefi LUMBER, MÁLEFNI og ýmislegt til bygginga. Eg útvega peningalán út á fast- /eignir hvar sem er. Tek í eldsábyrgð hús og lausa- é. Sel búiarðir og bæjarlot, hefi kjörkaup í hvorutveggja, Nú er líminn til þess að kaupa fasteignir og selja aftur með vor-. inu með stórum ágóða. Eg hefi til dæmis lot á Victor st. fyrir $300.00, sem eru viss að seljast á $400.00 næsta vetur. Ef þér viljið kaupa þá komið og sjáið mig. Ef þér viljið selja látið migvita hvað þér hafið að bjóða. Ur bænum. Séra N. S. Thorláksson pré- dikar í Pembina og Grafton næsta sunnudag á venjulegum tíma. Góð vinnukona getur fengið ■góða vist og gott kaup. Upplýs- ingar fást á skrifstofu Lögbergs. Síðastliðinn sunnudag prédik- aði séra Jón Bjarnason í kirkju sinni í fyrsta sinn eftir tveggja mánaða sumarfrí sitt. Við kveld- guðsþjónustuna las hann upp nöfn fimtíu nýrra safnaðarlima. Veðráttan er góð og uppskera öll gengur vel. Lítið nú talað um skemdir á hveiti af ,,rust. “ Hveitiverð hátt. Þresking rétt að byrja. Hinn 3. þ. m. lögðu tuttugu og fimrn íslenzkir vesturfarar á stað vestur um Atlanzhaf frá Glasgovv með Allanlínu-skipi. Með þeim er W. H. Paulson vesturfara-um- boðsmaður. Verkamannadagurinn var hald- inn helgur hér í Winnipeg á vana- legan hátt. Skrúðganga eftir að- alstræti bæjarins, ræðuhöld og margvíslegar skemtanir í River Pask, og ferðir með járnbrautum til ýmsra staða. Drengir eru hér með ámintir um pað, að það varðar hegningu að skjóta með ,,air-guns“ á göt- um bæjarins eða hvar sem er í bænum. í Ágústmánuði voru 145 dauðs- föll í Winnipeg, en til að bæta upp fyrir það fæddust 208 börn í bænum á sama tímabili. ,,Tramfs“ hafa gert vart við sig hér í bænum að undanförnu og þjófar hafa á ýmsum stöðum gert óskunda í húsum manna. Ennfremur hafa einhverjir leikið á nokkura með fölsuðum banka- ávísunum. Við slíkum náungum er vert að gæta sín, Stúkan ,,Fjallkonan“ I.O.F. 149, heldur sinn vanalega mánað- arfund kl. 2 e. h., hinn 12. þ. m. á Northwest Hall. Meðlimir stúk- unnar beðnir að koina í tíma og fjölmenna. Oddný Helgason, C.R. J. M. Bartlett, skrifari í akur- yrkjumáladeild fylkisstjórnarinn- ar hefir verið tekinn fastur fyrir að draga undir sig eitthvað af fylkisfé sem gegn um hendur hans fór. » Tólf ára gamall drengur á Mc- Donald stræti, f^toney Ingo að nafni, skaut tíu ára gamlan leik- bróöur sinn, Solomon Cohen.með kúlubyssu í vikunni sem leið og liggur hann dauðvona á sjúkra- húsi bæjarins. Grunur leikur á að Ingo hafi af yfirlögðu ráði skot- ið drenginn og hefir því verið tek- inn fastur. Mikið tin hefir fundist í jörðu meðfram C. P. R. brautinni aust- ast. í fylkinu. Er talið víst, að tintekja byrji þar og Winnipeg skíni gott af. Hinn p6. þ. m. heldur frjáls- lyndi fiokkurinn í Selkirk-kjör- dæminu fund í Pearson’s Hall í Selkirk til þess að velja þing- mannsefni í stað McCreary sál- uga. Fundurinn verður settur kl. 2 síðdegis. Mesti fjöldi manna — líklega helzt til of margir? — hafa verið fluttir hingað austan frá fylkjum til kaupavinnu hjá bændum. En nú eru þeir flutningar hættir í þetta sinn. Talsverðar,sögur fara af því, að kaupamenn þessir hafi verið yrringagjarnir á leiðinni að austan og jafnvel gert sig seka í hegningarverðum ofbeldisverk- um. Brúkað hjól (bicycle) fæst til kaups með mjög góðu verði. Menn snúi sér til J. W. Magnús- sonar, prentsmiðju Lögbergs. Stúkan ,,Skuld“ er að undir- búa tombólu sam á að haldast undir lok þessa mánaðar. Ágóð- inn gengur til styrktar þurfandi meðlimum stúkunnar. Innan fárra daga verður sett upp stórt og vandað eirlíkneski af Victoríu drotningu á vellinum frammi fyrir aðal-innganginum í þinghúsið, ogverður það ánægju- leg og vel metin bæjarprýði. Sjálft líkneskið er fimmtons (io.ooopd.) á þyngd og undir því verður stór og vandaður stallur úr Manitoba- steini. Þegar búið er að koma því fyrir eins qg það á að vera, verður það afhjúpað með viðeig- andi hátíðahaldi og viðhöfn. Maður fanst dauður í Fort Rouge í vikunni sem leið, hafði sjáanlega ráðið sér bana með því að taka inn eitur. Eftir bréfum að dæma, sem á honum fundust, hefir hann heitið T. Booden, en enginn veit hvaðan hann er eða neitt um hann. Fréttabröf. Spanish Fork.Utah, i.Sept.’o4. Herra ritstjóri:— Eg held eg verði nú að ráðast í að senda yður fáeinar línur, íþeim eina góða og gilda tilgangi að tjá yöur þær helztu fréttir sem skeð hafa hér í umdæminu síðanegreit yður síöast. En þær verða samt ekki miklar, því yfir höfuð að tala hefir þetta sumar verið rólegt og stórviðburðalítið.—Tíðarfariðhef- ir verið hið ákjósanlegasta; upp- skera í bezta lagi, og nýting, allr- ar uppskeru góð. Verzlanin er lífleg, og almennar atvinnugrein- ar í góðu meðallagi. Heilsufar gott, samfara frið og einingu manna á milli. Svo yfirleitt að tala höfum vér notið hér eins hins mesta hagsældar sumars, sem lið- Öll landbúnaðarvara hefir verið f háu verði og er það enn, svo það er heldur hýrlegt andlitið á bænd- unum. Sykurrófur líta vel út alls staðar og verður uppskera af þeim með lang-mesta og bezta móti því þá atvinnugrein er einlægt verið að auka, enda borgar fátt sig betur fyrir bændur en sykur- rófuræktin. Sykurmylna sú, sem hér hefir verið í smíðum í sumár, ernú hér um bil fullger og tekur til starfa svo fljótt sem byrjað verður á að taka upp rófur, sem nú mun verða innan fárra daga.' Þá er nú eftir að minnast á blessáða pólitfkína; það fara fram kosningar í haust, eftir vanda, og er alt útlit með, að kosninga-bar- áttan verði bæði hörð og um leið mikiö lífleg, eins og oftast plagar að ske við forseta-kosningar. Hér í þessu ríki fara fram í haust, svo sem eins og sérstaklega, kosning- ar aðal embættismanna fyrir ríkið, svo sem governor o, s. frv. —Svo þarf að kjósa um 30 þingmenn á ríkis löggjafarþingið; héraðsstjórn í ýmsum béruðum, ogmargt fleira. Eru nú báðir aðal-flokkarnir í óða önnum að halda flokksþing sín og tilnefna þá, sem fyrir kosningum eiga að verða, og hefir það nú gengið alt slysalaust af til þessa tíma. Samt eru nú ekki allar tilnefningar um garð gengnar enn og verður ekki lokið við þær fyrr en 15. þ. m. Eins Og vant er telja báðir flokkarnir sér sigurinn vísan, en hvernig fer, er ómögulegt að segja enn sem komið er. En ekkert mun samt veröa til sparað á hvor- uga síðu. Sósíalistar eru líka á ferðinni og hafa nú þegar tilnefnt ,,state ticket. “ — Repúblíkar sitja að völdum nú og hafa gert svo síðast- liðin níu ár. Þykir demókrötum það vera orðið nógu langt og hyggja því að velta þeim úr sessi ef m' gu’egt er. Hjá löndum vorum hér er alt tíðindaiaust og fremur rólegt. Kristján bóndi Guðnason, sem fyrir rúmu ári flutti til Alberta, kom hingað í kynnisferð fyrir nokkuru, og dvelur hér að öllum líkum til þess að kosningar eru um garð gengnar í haust. Hann lætur bærilega af líðan flestra landa þar, en segir þó, að atvinna sé mjög lítil í Raymond í sumar og uppskeruhorfur slæmar. 2. Ágúst, á íslendingadaginn, sem sumir nefna, andaðist að heimili sínu, Salem hér í Utah, konan Ingiríður Kristín Hazel, dóttir herra Björns Runólfssonar og Sigríöar konu hans, sem búa hér í bæ. Hún var 24 ára að ið hefir um nokknr undanfarin ár. aldri, fædd í Selvogi 24. Júlí FUMERTON & CO, GLENBOI^O, XI AX. DRENGJA SKÓLAFATNAÐIR ,,Lion Brand“ er bezt gerði drengja skólafatnaðurinn í Canada. - - - - - - - Hvort sem drengurinn er frískur.fjörugur og galsafull- ur eða hægur og stiltur þá lát þú hann vera í ,,Lion Brand“ fötum. Þau eru sterk og haldgóð. Við höfum svo óendanlega margar tegundir að alhr geta fengið óskir sínar uppfyltar. Verð $3. 50—$6. 50 BUXUR á 6oc. og $1.00 með tvöföldu sæti og tvö- földum knjám. ------- SKÓLASKÓR úr bezta kálfsskinni, vatnsheldir og varanlegir......... ....$125—$2.00. J. F. FUMERTON, glenbor®. Kjörkaupastaðurinn alþekti. 1880. — Dauðamein hennar var barnsfararsótt samfara innvortis meinsemdum, sem hún hafði lengi þjáðst af. E. H. Johnson. Stúlku, sem læra vildi músík eða hannyrðir, eða eitthvað, sem tæki að eins eftirmiðdagana til, gæti fengið vist á ísl. heimili hér ef hún vildi hjálpa til viö húsverk fyrri hluta dags og aö kveldinu. Lögb. vísar á. Hjalti (Sigurðsson) Anderson frá Brandon og Bjarni Loftsson frá Lögberg, Assa., lögðu á stað til Islands á laugardaginn var. Hinn fyrnefndi bjóst við að dvelja á ísl. 3 mánaða tíma en hinn síð- arnefndi til vors. Eg hefi tíl leigu mörg herbergi uppi yfir búð ininni á Ross ave., hentug fyrir tvær litlar fjölskyld- ur. G. P. Thordarson. De Laval skilvindur. Teguudin, sem briikuð er á rjómabúunum. Kýrnar þínar borga sig máske ekki vegna þess, að aðferdin við mjólkurhirðinguna cr ekki rótt. Ef þú kaupir þór DeLaval skilvindu, þá fer búskapurinn að borga sig hjá þér, eins og annars staðar þar sem húu hefir verið keypt Láttu agentinn, sem næstur þér er, færa þér skilvindu. Ef þú þekkir hann ekki, þá skulum við segja þér hvað hann heitir. 248 Dermot Ave,, Winnipee- Man MONTREAL TORONTO PHILADEIPt.í A NEW YORK CHICAGO SAN FRANCISCO ,A. S. Bardal fer klukkan 2 síðdegis á hverjum degi, þegar veður leyfir, skemtiferð út í Brookside grafreitinn, og kostar farið báðar leiðir ekki nema 25C. Það er vel þess vert að ganga um grafreitinn og sjá hvað mikil og fögur mannaverk þar eru. Veg- urinn er góður og keyrslan upp- lífgandi. J. I. BILDFELL, 505 Main St., selur hús og lóðir og annast þar að lútandi störf. Utvegar peningalán o. fl. Tel. 2685. Carsley & C11. Efni í Sumarkjóla Ný, létt, grá, heima- unnin kjólaefni og Tweedsaf ýmsum litum í sumarkjóla og pils á 650, 75C, $1 og $1.25 yd. 46 þuml. breið Voiles, svört og mislit Sérstakt verð 75C. yd. Svart Cashmere Reps, Satin Cloth, Soliel, Ladies Cloth . og Serge Svört Canvas Cloth og Grenadines 35c, 50C, 75C, $1 yd. CARSLEY&Co. 3AA MAIN STR. Fotografs... Ljósmyndastofa okkar er opin hvern frídag. Ef þið viljið fá beztu myndir komið til okkar. öllum velkomið að héimsækja okkur. F. C. Burgess, 112 fíupert St. LEIRTAU, GLERVARA, SILFURVARA POSTULÍN. Nýjar vörur. Allar tegundir. "I ALDINA SALAÐ TE MIDDAGS VATNS SETS ’i •• Hnífar Gafflar Skeiðar o. fl. Verzlið við okkur vegna |j vöndunar og verðs. '■ fl ! l’OlllT & «0.1 ■a 368—370 Main St. Phone 137. «• I ChinaHall,572MainSt,| ij Phone 1140. H. B. & Co. Búðin er staðurinn þar sem þér fáið Muslins, nærfatnað, sokka og sumar-blouses, með bezta vprði eítir gæðwm. Við höfnm til mikið af Muslins af ýmsri gerð. og einnig flekkótt Muslins voil s-m ea mjög hentugt í föt umth'ta- tímann. Eennfremur höfum við Per- sian Lawn með mislitum satin röndum Verð frá 12Jc. til 60c. pi yds, Sokkar: The Perfection og Sunshin tegund- irnar eru þær beztu sem fást Við þurfum ekki að mæla fram með þeim. Kaupið eina og berið þá saman við aðr- ar tegundir. og vér erum sannfærðir um að þár munuð eftir það aldrei kuapa sokka annars staðar en í H. B. & Co’s búðinni. Fjölmargar teguir.nd Verð frá 20c, til 75c, parið. Kvenna-nœrfatnaðuK. Við höfum umboðssölu hér í bæn- á vörum ,,The Wetson’s Mf’g,“ félags. ins, ogerþað álitiðiöllum nærfatnað- betra. Við seljum aðeins góðar vöruri Mikið til af hvítum pilsum, náttserkj- um o, s Jfrv. Verð frá lOc. til $1,75, Sumar blouses. Þegar þér ætlið að fá yður fallegar blouses þá komið hingað. Sín af hverri tegund bæði kvað lit og snið snerti. Flestar þeirra eru Ijómandi fallegar, Verð frá $2,00 —$12,00. Henselwood Beoidickson, «Sc Oo. Glentjoro HVAÐ ER UM Rubber Slöngur Tími til að eignast þær er NÚ. Staðurinn er RUBBER STORE. Þær eru af beztu tegnnd og verðið eins lágt og nokkursstaðar. Hvaða lengd sem óskast. Gredslist bjá okkur um knetti og ön-nur áhöld fyrir leiki. Regnkápur olíufatnaður. Rubber skófatnaður og allskonar rubber varningur. er vana lega fæst í lyfjabúðum, C. C. LAING. 243 Portage Ave. Phone 1655. Ssx dyr amtur frá Notre Dame Ave É' V/ f \j/ \»/ f V»/“ \»/ f \»/ \»/ f \j/ I The Itii.Viil Funiitni'e (iiiiniiaiiv 298 Main Str., Winnipeg. Aöur .... The C. R. Steele Furniture Co. Loíiö okkur að syna yöur $20 SIDEBORÐIN OKKAR sem búin eru til úr bezta álmi. 'Bezta meömælingin meö þeim er aö þau selj- ast ágætlega. Viö höfum óteljandi teg- undir af sitieboröum úr ýms jtn við. — Veröið er frá - $10.50 til $200.00. Þaö borgar sig vel að finna okkur aö máii. Þér getiö fengið lán hjá okkur. j TheRoyal FurnitureCo. ^ * 298 Main Str., WINNIPEG. f f \í/ w f f \j/ \»/ \»/ \»/ f f w f V 9

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.