Lögberg - 22.09.1904, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.09.1904, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPT. 1904. 5 ELDID VID GAS Ef gasleiðsla er om gðtuna yðar leið- ir félagið pipurnar að götu línunni ókej-pis Tengir gaspipur við eldastór 8em keyptar hafa verið að þvi 4n þess að setja nokkuð fyrir verkið. GAS RANGE ódýrar, hreinlegar, ætíð til reiðu. A’lar tegundir, $8.00 og þar yfir, j E » !ð og skoðið þ*r, The ViTuiipeg Etectric Slreet Eailway C«. •ifc aildin 215 POKB AVENOK Hvaða meining er í Prentsmiðja Gísla Jónssonar, 656 Young st. því aö vera a6 kaupa óbrent kaffi og skaCast um eitt pund á hverjum fimm, meö því aö brenna þaB heima og stundum jafnvel meira? Þar viB bætist þessi leiBi kaffibrenslureykur og óþarfa umstang. Pioneer Kaffi er brent í sérstökum vélum og miklu betua brent en þú getur gert heima, og verBur bragBbetra. Þaö hefir enga tímatöf í för meB sér og er laust viB allan óhroöa. Biö þú kaugmann- inn urn Pioneer Kaffi — þaB er betra en cbrent kaffi. Selji hann þaö ekki, skrifiö Blue R/bbon M’f'g Co., Winnipeg. WUiiUUilUMIUUUU^UUWUiiUmUUUUiUiUUUlUiUiUR fRUDLQFFGREIFl] Hann las bréfiö viö tunglsljósiö, og stóöum viB þegjaridi á meöan. ..Þér eigiB aö afhenda mér ávísun til um- boösmannH vöar, “ sagöi hann og braut bréfiö sar.ian. ,.Svo krefst eg skýringar á viBtökum þeim og meöferB sem mér mætti á heiinili yðar og, aB því er mér skilst, samkvæmt boSi yöar, “ svar- aöi eg haröneskjulega. , ,Alt slíkt er þægilegast ’ eftir aB heim er komiB. Starfi mínu hér er lokiB, og eg verS tafarlaust aö sinna Marx hertoga, •• sagöi hann. ,,Nauheim greifi veröur einnig aö gera mér grein íyrir athæfi sínu. Okkur er bezt aö leggja tafar- laust á staö heim, prinz. “ Praga sýndi, aö hann var þessu mótfallinn, en Nauheim samþykti það feginsamlega. , ,Eg hefi athugasemdir viö þetta að gera, “ sagði Korsíkumaðurinn. ,,Eg hefi handsamað ref þennan og langar alls ekki til þess að láta hann ganga úr greipum piér. Prinz, þér munið eftir samningum okkar?“ ,, Eg skal ábyrgjast að greifinn ekki sleppi, ‘ ‘ sagöi Gessler majór. ,,Getur verið, “ sagði Praga í styttingi, ,,en þér sýnist hafa eitthvert lag á því aö láta fanga yðar sleppa. Væri eg í yðar sporum, prinz, þá múndi eg ekki hætta mér inn í hús hans aftur. Þar geta veriö meiri svik á seiði. “ ,,í>etta eru Ijót orð, “ sagði majórinn reiðu- lega. ,,Þau lýsa ljótum sannleika, majór, “ svar- aði Praga meö léttúð og ypti öxlum ,,Eg hefi enga ástæðu til að haga oröum eftir því sem eyru yðar kitlar. Falli yður þauekki"—oghann baö- aði höndunum út í loftið— ,,þá get eg ekki að því gert. “ ,,Eg þarf ekki að taka það fram vona eg, þrinz Gramberg, “ sagði liðsforinginn og vék sér aö mér, ,,að þegar eg er heima, þá er yöur og Minnu kántessu alls engin hætta búin í húsinu. “ ,,Efist eg um þaö, þá hafið þér gjörðum yð- ar eigin mar.na um að kenna, “ svaraði eg kulda- lega. ,,Þaö er auðvelt aö útskýra. Þegar Minna kántessa var numin burt af völdum þessa“— hann ætlaði aö segja herra, en hætti við það og sagði—..þessa greifa, þá óttaðist eg, að eitthvert nýtt sainsæri væri á ferðum, og bauð því að láta yður ekki úr húsinu fara fyr en eg kæmi heim aftur úr leitinni. Iiafi menn mfnir á nokkurn hátt gert meira en fyrir þá var lagt—eg sagöi þeim í mesta flýti fyrir um það, hvað gera skyldi —þá bið eg auðmjúklega fyrirgefningar. En að minsta kosti getur kántessan um þaö borið, hvort ekki var áherzla á þaö lögð að láta fara vel um hana í öllum skilningi. “ ,,Auðvitaö ber eg fult traust til majórsins, “ sagði Minna. ,, Vilt þú þá fara heim með honum?“ spurði eg. ,,Já, ef hann lofar því, að við fáum aö fara þaðan aftur. En heldur vildi eg fara beina leið til Gramberg. “ ,,Eg lofa því og legg drengskap minn við, “ sagöi majórinn. Eg áleit betra að fara ekki tii Gramberg fyr en eg fengi tóm til að segja Minnu frá öllum málavöxtum, og svo haföi eg aðra áætlun í huga. En á meðan við vorum sokkin niður í sam- tal þetta, hafði Nauheim stolist þangaö sem Praga batt hestana, án þess við tækjum eftir því. Hann skar á taumana í snatri, stökk á bak hesti sínum og reið á harða-stökki niður eftir veginum. Praga hijóp ragnandi að hesti sínum, stökk í hnakkinn og veitti flóttamanninum eftirför. Majórinn skipaði fylgdarmanni sínum að fara líka, og viö þrjú stóöuin þarna og horfðuin á eft- ir hinum þremur með alllöngu millibili þveitast niður eftir brekkunni, eftir marflötum veginum þegar niður kom og upp eftir langri brekku hinu- megin sléttunnar. Praga var betri reiðmaður og hefir auk þess verið betur ríöandi, því við sáum óðum draga saman með honum og greifanum, og þegar kom- iB var efst í brekkuna hinumegin sléttunnar, heyrBum við tvö skambyssuskot með litlu milli- bili. Litlu síðar hurfu þeir úr augsýn, og við urð- um að geta okkur þess til hver endalokin mundu verða. ,,Er ekki bezt fyrir ykkur aB leggja á staB til hússins?“ spurði majórinn. ,,Eg ætla aB ríða til baka og sjá leikslokin. ÞaB líturskugga- lega út. Eg næ ykkur aB líkindum bráBum aft- ur, “ og aB svo mæltu lagBi hann á staB meB hraðri ferð á eftir hinum þremur; og uröum viö Minna því einsömul þarna í annaB sinn. XXV. KAPITULI. ,,Eg er ekki PRINZINN. “ ,,Eg held það sé bezt fyrir okkur að leggja á stað heim til hússins, “ sagði eg við Minnu. ,.Hesturinn minn er hér skamt frá, og þú getur riöið, en eg teymt. Þú hlýtur aö vera uppgefin. “ ,,Eg skal geræ hvað sem þú álítur bezt. Eg held það sé óhætt að treysta Gessler majór. “ ,, Já, eg held það nú. Eg hefi afhent hon- um skipun frá þeim, sem hann vinnur fyrir, um að halda þér ekki Iengur. “ ,,Hvernig vissir þú hvar eg var?“ spurði hún. ,,Mig langar svo til að vita um alt þetta. “ ,,Þér er betra að hvílast fyrst. Það er frá mörgu aö segja og úr vöndu aö ráöa. Við skul- um leggja á stað. “ Eg gekk á undan þangaö sem eghafði bund- ið hestinn, og þegar eg var búinn að leysa hann, teymdi eg hann lausan dálítinn spöl til þess að vita, hvort hann væri haltur eftir byltuna og fær um aö bera stúlkuna. Hann sýndist vera búinn að ná sér eftir hvíldina, svo eg lét Minnu á bak, hélt sjálfur í tauminn og lagði á stað. ,, A leiðinni getur þú sagt mér hvað á daga þína hefir drifið síöan á dansinum, “ sagði eg. ,,Það hefir verið óttalegt, en aö segja frá því er enginn vandi. í þrengslunum á dansin- um varð eg viöskila við Krugen kaftein, og ein- hver, búinn eins og hann, sagði, að bezt væri að draga sig snöggvast út úr mannþrönginni; og þeg- ar við vorum komin afsíðis, þá sagði hann mér, að þú vildir láta mig bíða í fordyrinu, en ekki í danshöllinni. Mig grunaði ekkert og fór auðvit- að með honum, og svo þyrptist fólk utan ummig og einhver sagði, að hann heföi illar fréttir að segja mér—að þú heföir orðið íyrir slysi og værir mikiö meiddur og vildir að eg kæmi undir eins til’þím Eg hikaði ekki við að fara þegar eg heyrði þetta, og þannig gekk eg í snöruna. Þú fellir ekki verö á mér fyrir það?“ ,,Felli verð á þér fyrir umhyggjusemi þfna? spuröi eg og leit brosandi í andlit hennar. ,,En það var níöingslegt bragð. Varstu ekki búin að sjá mig í höllinni?* ‘ ,,Jú, auðvitaö, og þaö sagði eg þeim. En þeir sögöu, aö þetta hefði aö borið fyrir fáum mínútum, og að þú heföir verið borinn inn til læknis og þar biðir þú mín. Þeir sögöu, aö þú mundir ef til vill deyja, og þá varð mér svo ant um að komast til þín, að eg heföi farið með þeim hvert á land sem var. “ Hún þagnaði við, en í þetta sinn þorði eg ekki að líta við. ,,Þannig, “ tók hún aftur til máls, ,,tældu þeir mig út í vagninn, og eftir það var eg auð- vitað á valdi þeirra. Þeir fluttu mig í eitthvert hús í Munchen, sem virtist vera fult af vopnuö- um mönnum. Mér til undrunar var Gratz frænki mín þar fyrir og sagði hún mér, að María hefði svikið okkur og við værum þarna í gildru. Fyrst þótti mér að víssu leyti vænt um, því þá vissi eg að þú heföir ekki meitt þig; er. svo varö eg ótta- lega reið, því hún fór að segja mér alls konar Ijótarsögur um þig. Eg skal segja þér þær ein- hvern tíma síðar. Og þegar mér rann reiöin, þá varð eg því nær yfirbuguð af sorg og hræöslu; þvf að meö'því þeiin var kunnugt um öll áform okk- ar, þá var eg svo óttalega hrædd um þig og- aö trúgirni mín-mundi stofna þér í einhverja hættu. Það var óttaleg tilhugsun, “ og hún stundi. , ,Og hvernig fór svo?“ spurði eg, því eg vildi láta hana segja sögu sína alla áöur en eg byrjaði á minni. „Snemma morguns geröi Gessler majór okkur boð um aö búast til ferðar, og þá datt okk- ur í hug að skrifa þér. Mér hefði ekki dottið í hug að reyna að koma bréfi til þín, en Gratz frænka kom upp meö það og sagðist treysta sér aö koma því til þín. ÞaB stóö þá ekki á inér að skrifa; en ekki veit eg hvað eg skrifaði—og vissi þaB varla þá—, það hlýtur aö hafa litið út eins og óskiljanlegt neyðarkvein—í rauninni var það ekkert annaB. “ ,,Hvernig vissir þú, aö þið áttúö aö fara til Landsbergs? Bréf þitt hefir gert mér það ó- skiljanlegt hvernig á því stendur að frænka þín talar um mig eins og hún gerir. “ ,,Eg get aB líkindum gert þér þaö skiljan- legt. Hún vissi um Landsberg—það leit út fyrir, aB hún vissi alt; og eftir því sem eg hefi heyrt í kveld þá hafa veriö leynileg samtök milli hennar og Nauheim^. Tilgangur hans var, eins og mér nú er kunnugt, að láta þig hafa hugmynd um, hvar okkar væri að leita, svo hann gæti leitt þig í einhverja gildru, í tilgangi, sem mig hryllir við að hugsa urn. En eitthvað kom fyrir sem koll- varpaöi áformi hans. “ ,,Eg veit hvað það var. Gessler msjór hefir iíklega sagt honum, að eg væri á leiðinni til Landsbergs beina leiB frá Heckscher barún, og bréf barúnsins rnundi á einhvern hátt snerta hann. “ , ,Getur verið. Hann kom að minsta kosti til okkar meö miklu æði og sagðist hafa komist á snoöir um samsæri til að ráða mig af dögum, og að hann hefði fengið boð frá þér um að leggja tafarlaust á stað með okkur og hitta þig á vissum staö Senr hann nefndi; eg man ekki nafniö. í fyrstu trúði eg honum ekki; en þegar hann sagði mér, aö allur ágreiningur ætti að falla niður og almennar sættir ættu að komast á, og það ilt, sem um þig hefði veriö sagt, væri alt ósannur þvættingur, og þegar svo frænka mín-tók í sama strenginn, þá lét eg undan. Við komumst leyni- lega á stað, og eg varð í sannleika feginn aö sleppa. Það lítur út fyrir aö allir séu. á sanía máli utn það, að nafn þitt muni hafa meiri áhrif á mig en nokkuö annað, “ sagði hún blíölega. ,,Það hefir sannarlega leitt þig út í nógar hættur, ‘ ‘ svaraði eg. ,,En það leiöir mig líka úr hættunum aftur. Þú ert þegar búinn aö því, og mér er nú sama á hverju gengur. Það er gott að treysta einhverj- um—og, bezt af öllu, að vera hjá honum. “ Htin þagnaði við og dró andann rólega og sagði síðan: ,,En hvers vegna segir þú ekkert? Eg hefi þó ekki farið rangt að?“ Hvaö gat eg sagt henni, ef eg tæki til máls, annað en það, að traust hennar á mér væri lífi mínu meira virði en nokkuö annaö; og að heyra það af vörum hennar herti á æðaslættinum í lík- ama mínum af brennandi ást til hennar? En þetta mátti eg ekki segja henni fyr en hún hafði heyrt sögd mína; og þess vegna herti eg einungis á takinu um tauinana og þrammaði áfram í tungls- ljósinu, og varöist aö iíta til baka af ótta fyrir því, að fegurö hennar og meövitundin um traust- iö. sem hún bar til mín, kynni aö slíta síðasta þáttinn sem hélt tilfinningum mínum í skefjum. ,,Nei, þú hefir ekkert rangt aðhafst, Minna; en haltu áfram sögunni. “ Hún hikaði sig allra snöggvast og tók síðan til máls: ,,f vagninum í kveld kom sannleikurinn í ljós. Gratz frænka mín og Nauheim jöguðust, og af fruntaskap og illmannlegu hirðuleysi fleipr- aði hann því út úr sér, aö viö værum að flýja frá þér, en ekki til þín, og hann vari að flytja mig í burtu til þess aö gifrast mér. í hinni stjórnlausu reiði sinni við þig bar hann á þig alls konar vamrnir og skammir, vitandi hvað eg þoldi það illa. Hann er inesta afhrak. “ ,,Ef til vill hefir haun nú fengið makleg málagjöld, “ sagöi eg, og svo varð löng þögn. ,,Langar þig nú ekki til aö heyra meira?“ spurði hún blíölega, eins og henni væri ant um að fá mig til að tala við sig; og þegar eg sagði henni, aö eg biði þess óþreyjufullur að heyra alt þá hélt hún áfram sögunni: ,,Eg áleit bezt að segja ekkert, en eg ásetti mér að reyna að sleppa og flýja á náðir hvaða manns sem væri heldur en að vera með þeim. Mest hugsaði eg um aö reyna að komast til Landsberg, aftur; og eg sat eins og sinnulaus af sorg, og beið þess, að m. r gæfist eitthvert tækifæri. Loks kom það í bæ þar sern hestaskifti voru höfð og hann fór niðtr úr vagninum. Það stóö á einhverju og hann gekk inn í húsiB. Gratz frænka var hálfdauö a{ þreytu og haföi hallast afturábak í vagninum c g sofnaB. Eg opnaði vagninn mín megin með hægB, laumaðist út án þess að vekja hana og hljóp í dauöans ofboði út f myrkrið. Mín var auðvitaB því nær undir eins saknað, og eg heföi ekki sloppið nerna fyrir flutningsvagn sem stóð skamt þaöan. Enginn maður var í vagninum, en eg stökk upp f hann og gróf mig í heyi og pokum, sem í honum var. Þarna lá eg lengi og hevrði köllin og hávaðann til þeirra, sem mfn ! leituðu; en engum datt í hug aö leita í vagnin- um. Loks kom maöurinn, sem vagninn átti, og lagöi á staB fót fyrir fót. Eg lofaöi honum að fara nokkurar mílur áður en eg reis upp, honum til undrunar, og bauö honum peninga til þess að flytja mig í áttina til Landsbergs. “ ,.Vesaífngs Minna! Hvaö þú hefir mátt líða. “ ,,Eg fann ekkert til þess, því að nú var eg laus viö Nauheim. Vagnmaðurinn var góður drengur, og þó eg ekki vissi það þá vorum viö á leið hingað, og hann lét mig fara úr vagninum svosem eina mílu héðan, þar sem vegirnir skift- ust. Eg hélt þá áfram gangandi og varö hrædd á ný, en í þetta sinn—við þig; og svo varð eg ó- hult, ó, svo óhult aftur. “ ,,Þér fórst aödáanlega!“ sagði eg hlýlega; því aö hún hafði sýnt hrósveröan kjark og úr- ræði. Og nú gekk eg þegjandi áfram og velti .fyrir mér hvernig bezt væri aö byrja á játning minni. ,,Heyrir þú nokkurn koma?“ spurði hún. Eg stöðvaði hestinn óðara og hlustaði, og þegar eg leit viö sá eg, aö hún var brosandi. ,,Eg heyri ekkert, “ sagði eg; ,,heyrir þú nokkuB?“ ,,Nei. Eg bjóst ekki viö því. Eg—“ Hún þagnaði. ,,Þú hvað?“ >,Eg hefi ekkert séð síðustu tvær mílurnar, aö eg held, nema hnakka- n á þér. Og mér datt í hug, að ef til vill þyrfti hesturinn aö hvíla sig. “ Eg þóttist vita viö hvað hún ætti. ,,Þaö má vera auma skepnan sem þreytist af að bera slíka byrði, “ sagði eg brosandi. ,,En Ieiöin er hálfnuð, að eg held. Þú átt nú ekki langa ferö eftir. Ertu ekki þreytt?“ Eg stóð fast hjá hestinum, og hún horföi þegjandi niður á andlit mitt um stund. Loks sagöi hún: ,,Eg var að hugsa—frændi. “ Af þögninni á undan áíðasta orðinu og á- herzlunni, sem hún lagði á það, dró eg ályktun, sem ekki lá í sjálfum orðunum. ,,Eg held eg viti um hvað þú varst aö hugsa, “ sagöi eg. ,,Hvaö var það þá?“ ,,Þú varst að hugsa um, hvort það væri rétt af þér eða ekki að kalla mig frænda þinn. “ • ,Eg trúi ekki því, sem þeir sögöu mér, “ svaraöi hún óðara, því eg haföi getið rétt til um hugsun hennar. ,,Hvað sögðu þeir þér? Nei; eg ætla ekki heldur að spyrja að því. Eg ætla að segja fr.vilj- uglega írá öllu. “ Snöggvast þagnaði eg, og alt í eiuu fanst mér hreint og skært tunglsljósiö sem svo dýrð- legri birtu sló á alt, fylla mig hrolli og kvíða. Hesturinn varð órólegur og krafsaði meðt framfótunum. Eg strauk hálsinn á honum tif' þess aö stilla hann og studdi síöan hendinni á makkann. ,,Jæja?“ Spurning þessi var borin fram L mildum og þýöum róm. ,,Þaö er erfitt aö segja þaö, s\araði ég f lágum og fremur veikluðum málrórn. ,,Mér? Ertu hræddur við mig?“ 0g egfann að hún lagði hendina á hönd mér. ,,Það er erfitt aö segja orð, sem geta aðskil- ið okkur—en eg hefi gabbað þig. Eg er ekki frændi þinn. Eg er ekki prinzinn. “

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.