Lögberg - 28.09.1905, Page 5

Lögberg - 28.09.1905, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1905 5 unin, baráttan fyrir því að kom- ast að takmarkinu, er þaö þ'vngd- arlögmál, sem ríöur baggamun- inn. * * * Fað er enginn efi á því, að hver. sem getui sér þann orðstír að haun !ey.-i verk sitt vel af hendi á víst að komasi vel áfram. Það vekur traust á manninum og er vottur um ráðyendni, því hitt er óráðvendni að leysa illa af hendi þau verk, sem manni er trúað fvrir og getur oft leitt af sér hið mesta tjón. Hugsum oss hversu margir tugir þúsunda af mönnum hafa orðið ósjálfbjarga, fatlaðir aumingjar alla æfi, þvað margir hafa hnígið á banabeðinn fyrir ör- lög frain sökum hirðuleysis eins einstaks manns, sökum þess ein- ungis, að einhver einstaklingur- inn ekki leysti verk það ráðvand- lega af hendi, sem honum var trú- að fyrir. Hvað margir tugir þúsunda af peningum fara ekki á ári hverju að forgörðum sökum ósegjanlegs hirðuleysis - flónsku og kæruleysis þeirra er með eiga að fara? Er þér, sem kvartar yfir kjörum þínum, það fullkomlega ljóst,, hvað leggja verður í sölurnar til þes að verða aðnjótandi að nokkuru sem heitir af -gæðum þessa heims? Hvað mikið liefir þú lagt á þig til þess? Hefir þú nokkum tíma beitt skallanum í veðrið, bitið á jaxlinn, kreft hnef- ana &vo hvítnaði fyrir hnúumum og verið ósveigjanlega einbeittur í því „aldrei að víkja“, hvaða torfærur sem yrðu á leið þinni, aldrei að horfa til hægri né vinistri, en keppa beina leið að takmarkinu ? Ef ekki, þá hefir þú engan rétt til að kvarta vfir hvað lítið þér hafi orðið ágengt. I>að er framgjarni maðurinn, sá sem er ákveðihn’, kjark'mikill og þrautseigur sem öðlast hnoss- ið, er hinn, sem var hikandi veill og hálfur, ætlað sér að ná. Gæf- an fer ekki að gera sér ferð til þín upp úr þurru. Hún leggur ekki á stað í áttina til þín fyr en þú hreyfir hönd eða fót. Þú ve.rður að mæta henni á miðri leið. Þú verður að sækja á. Þú vinnur ekki sigur nema þú legg- ir þig allan fram. Þú kemur aldrei miklu til leið- ar ef Iþú aldrei drepur hendinni í kalt vatn. Þú verður að fara úr treyjunni, bretta upp ermarnar og ráðast af alefti á örðugleikana ©f torfærurnar ef þú ætlar þér að vinna sigur. ' „Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkst ei gauði, berstu djarft. Vertu’ ei sauður, heldur hetja hníg ei dauður fyr en þíirft.“ — Success. ------o------- Trúboðar og Þjóðverjar. Það er ekkert nýtt að heyra því haldið fram, að tipplilaup og hryðjuverk i ókristnum löndum sé í flestum tilfellum fyrst og fremst kristnum trúboðum að kenna. Naumast ferðast nokkur svo umhverfis hnöttinn, að hann ekki komi heim aftur sannfærð- ur um það, af viðtali við hvíta rnenn, sem hann hefir kynst á ferðinni, að létu trúboðarnir fólkið afskiftalaust og leyfðu því aö halda við trú feðra sinna, sem því *sé holkist og bezt hver svo sem hún er, þá yrði samkomu- lagið með því og hvítum mönn- um hið bezta, þá elskaði fólkið hvíta nienn og virti og hlýddi þeim í öllu. Og samt er það kunnugt, að hin einu afskiifti trúboðanna af fólki þessu eru þau að bæta hjartalag þess, í stað þess, að erindi annarra inn á með- al þess er að gera það og landið þess sér að féþúfu. Þjóðverjar halda því nú hik- laust fram, að trúboðunum sé um svertingja-uppreistina i nýlendum þeirra i Austur-Afriku að kenna. Þjóðverjar voru þeir fyrstu sem með hervaldi tóku höfn í Kína og sýndu þann yfirgang að leggja undir sig fylkið, þar sem höfnin var. Þeir höfðu það sér til afsök- unar, að illa hefði verið farið með þýzka rómversk-kaþólska trú- boða, en auðvitað liefþi slíkt verið jafnað á annan hátt hefði ekki Þýzkalands-keisara legið á að nota það sem ástæðu. Þetta til- tæki Þjóðverja vakti ýmislegt á meðal Kniverja, sem ekki var bú- ist við, þar á meðal föðurlands- ást og hugrekki. Það kom fram í Boxara-uppreistinni. Þaö var ekki nema náttúrlegt þó heróp föðurlandsvinanna yrði á móti útlendingunum sem óvinum föðurlandsins. Að því leyti sem Kínverjar vissu hvað ensku blöð- in, sem þar eru gefin út, sögðu um málið, þá var sízt að undra þó þeir litu þannig á. Og þá var ekki heldur nein furða þó fyrst yrði á trúboðana ráðist, sem voru varn- arlausir á víð og' dreif út um landið. En í hverjum verzlunar- stað hvítra manna gekk það fjöll- unum hærra, að trúboðunum væri um alt uppnámið og liryðjuverkin að kenna. Jafnvel Salisbury lá- varður tók í þann strenginn. En þetta hefir verið rekið til baka með því, hvað vel trúboðum hefir verið tekið þar síðan, hvað frá- bæra trygð fólkið hefir sýnt þeim og hvað mikinn árangur starf þeirra læfir haft. I nýlendum Þjóðverja í Suður- Afriku er skattur lagöur á svert- ingjana — menn, sem aldrei fyrri hafa neitt haft af slikum álögum að segja. Þeim er þröngvað til að vinna við opinber störf, ef ekki til vinnumensku hjá prívat-mönn- um og félögum. Auðvitað er það eða ætti að vera þeim fyrir beztu, að brvr séu bvgðar, vegabætur gerðar og iðnaði komið upp á sem flestum stöðum. Jafnvel Canada- menn verða að leggja á sig dags- verk til vegabóta. Og á ýmsum stöðum, jafnvel hér í Manitoba, hefði landið gott af því ef hægt væri að neyða menn til þess með svipu-höggum og sverðsoddum að koma vegunum í viðunanlegt lag. En menn mundu ekki taka þess konar harðstjórn með þökk- um. Þess mundi ekki langt að bíða, að slíkt leiddi til uppreistar. Enn þá miklu minni líkur eru þó til þess, að svertingjarnir uni öðru eins — menn, sem ekki gera sér það skiljanlegt, að þeim skini neitt gott af umbótum í landinu heldur álíta alt slíkt gert útlend- ingunum til hagnaðar. Öll stjórn Þjóðverja í nýlendunum er misk- unnarlaus harðstjórn, algerlega í höndum hervaldsins, og það er vitanlegt, að meðferð þeirra á svertingjunum er hin versta. Og samt er því nú haldið fram, að öll uppreistin þar sé vesalings trúboðunum að kenna — mönnun- um, sem leggja lif sitt í hættu af elsku til svertingjanna og ferðast verjulausir inn á meðal þeirra til þess að koma kristindóminum inn i hjörtu þcirra og gera þá að betri og göfugri mönnum. Eng- um kemur til hugar að neita því, að á meðal svertingjanna fái trú- boðið misjafnlega góðan byr. Á meðal þeirra, eins og á meðal annarra manna, setja þeir sig upp á móti kenningu kristindómsins sem lifa og breyta gagstætt henni og ekki vilja frá því hverfa. Og það veikir trú svertingjanna á kristindómsmálefninu þegar þeir sjá Þjóðverja, sem telja sig kristna, breyta gagnstætt því sem trúboðarnir halda fram að eigi að einkenna hvern einasta sannkrist- inn mann. Ekkert getur hugsast ranglát- ara en það, að halda því fram, að uppreistin í Afríku gegn Þjóð- verjum og óstjórn þeirra þar sé kristnu trúboðunum að kenna. Síðan uppneistin hófst hefir svert- ingjunum oftast veitt betur en Þjóðverjum, og væri það ekki á- hrifum trúboðsins að þakka, þá rnundu Þjóðverjar mæta enn þá þyngri kostum í höndum svert- ingjanna en þeir gera, því að fyr- ir framkomu Þjóðverja gagnvart svertingjunum verðskulda þeir enga miskunn. Sviöi t brunasárum lœknast fljótt með Chamberlains Pain Balm. Mr J.ames N. Nichols kaup- maður og póstafgreiðslumaður í \ ernon Conn., gefur svolátandi vitnisburð: „Litla barnið hans Mikaels Strauss þjáðist nýlega mikið af brunasárum á hendinni. Faöir þess kom til mín til þess að fá meðul við þessu. Eg hefi margskonar áburði til sölu, en réði honum til að reyna Cham- berlain’s Pain Balm, og jafn- skjótt og þaö var borið á dró bólguna úr og sviöinn hvarf. Eg hefi sjálfur reynt þenna áburð og ræð til að brúka hann við skurði, brunasár, tognun o. s. frv., því eg veit að hann hjálpar ætíð. Til sölu hjá öllum kaupmönnnum. Geo. R. Mann. Flytur inn og selur álnavöru. 548 Ellice Ave. nálægt Langside. Islenzka töluð íbúöinni. - Því skylduS þér ekki verzla hér ogsparayður peninga? Hér er dálítið sýnishorn af verðlaginu: FLANNELETTS, bleik,hvít,blá. góðar tegundir, á 50. yd. Enn- fremur. 34 þml. breið á ioc. og 150. yd. RÖNDÓTT FLANNELETTS, 36 þml. breið á 8c., ioc., I2ýýc- og 150. yd. KJÓLAEFNI. Ýmsir litir. i2*4c. yd. WRAPPERETTES. Ágæt teg- und á ioc. yd. Haldgóðir litir. Komið og skoðið. Kurteisin kostar ekki pen- inga. Komið og sjáið hvað þér getið sparið mikla peninga með því að verzla hér. ■Fumerton &Co. HAUST JACKETS. — Kvenfólk- ið hugsar nú mikið um það hvernig jackets það eigi að brúka í haust. Sumar konur vilja helst hinar síðu yfirhafnir- Við höfum þær tiþbæði úr mis- litu Tweed, einlitu Beavers og Friezies, Svo höfum við þær í meðallagi langar, handa þeim sem þess óska, og með öllum mögulegum litum, og líka úr einlitu Beavers. Þegar þér skoðið birgðirnar okkar munuð þér fallast á að hér sé um veru- lega nýja tegundir að ræða. KVEN-JACKETS, síö og stutt, flest úr mislitu Tweeds. Þau klæða mjög vel og eru bæði falleg og hlý. BARNA-KÁPUR úr mislitu Friez og Tweed, ýmislega skreyttar, með herða slagi og breiðum kraga. Mjög þægilegar og með sanngjörnu verði. FALLEG TREYJUEFNI úr mislitu Plaids, sem verðu nýj- asta tízka í haust, 6oc yd. FRÖNSK FLANNELS, röndótt og dropótt og allavega lit. Alt eftir nýjustu tízku.. KJÓLAR. — Við eigum eftir, frá sumrinu, nokkura kvenkjóla, sem við nú seljum þannig: $25.00 kjólar á $10.00 22.00 kjólar á 8.00 18.00 kjólar á 6,00 10.00 kjólar á 4.50 Ef þér viljiö ná í eitthvað a:: þessum kjörkaupum þá er bezt að koma snemma álaugardaginn. Fylgið straumnum ogverzlið við J. F. FDMERTON& CO. Glenboro, Man, í alþýðlegu búðinni j The John Arbuthnot Co. Ltd. j I HXJSAYIÐUR, gluggar, hurðir, harðvara og | I WBWeBCeWBBBBWBP qgg og allar tegundir af bygginga- • efni. Lágt verð góðir borg- I I unarskilmálar. Orðtak okkar: FLJÓT AFGREIÐSLA, J I I Skrifstofa og yard: Cor. PRINCESS á LOGAN. ’PHONES: 588 1591 3700 Harðvöru og Húsgagnabúð. Vér erum nýbúnir að fá þrjú vagnhlöss af húsbúnaði, járn- rúmstæðum, fjaðrasængum og mattressum og stoppuðum hús- búnaði, sem við erum að selja með óvanalega lágu verði. Ágæt járn-rúmstæði, hvít- gleruð með fjöðrum og matt- I ressum................$6,50 Stólar á 40C. og þar yfir Komiö og sjáið vörur okkar áður en þér kaupið annars staðar, Við erum vissir um að geta fullnægt yður með okkar margbreyttu og ágætu vörum. Þér munuð sannfærast um hvað þær eru ódýrar, t __J LEON’S 605 til 603 Main St., Wlnnipeg Aðrar dyr norðu. frá Iinperi.ú Hotel, ----Telephone 10S2—— Reynid 1 .pd. AF BAKINQ POWDER Það borgar sig betur að brúka Blue Ribbon en nokkura aðra tegund Bregst aldrei, er óblandað og gerir kökurnar bragðgóðar og hollar. Biðjið kaupmann- inn yðar um Blue Ribbon. R«yal Lnraber og Fuel Co. LM. HÚSAVIÐUR, KOL, ELDIVIÐUR og FÓÐURTEGUNDIR. OFFICE: 646 Notre Dame, Tel. 3390 YARD: Notre Damé West. Tel. 2735. WINNIPEG, CAN. The Wiimipeg GRANITE & MARBLE CO. Limited. HÖFUÐSTOLL $60,000.00. 'W ,________ Vér höfum hinar mestu birgðir, sem til eru í Vestur-Canada, af[öllum tegundum af minn- isvörðum. Skrifið eftir verðskrá eða komið við hjá okkur að 248 Princess st., Winnipeg. ^%. %%/%%%%/%%%/%%/% %/%%/%%%. %%%%.%% %%/%%%%. %^£ Tlie Piiil Portage Lniiikr f«. LIMITED. - AÐALSTAÐURINN til aö kaupa trjávið, borðvið, múrlang- ^ bönd, glugga, hurðir, dyrumbúninga, ^ rent og útsagað byggingaskraut, kassa og laupa til flutninga. Bezta „Maple Flooring“ ætíð til. Pöntunum á trjávið úr pine, spruce og tamarac nákvaemur gaumur gefinn. Skrifstofur og niylnnr i Norwood. T:e:‘ «« - % %%%.%%%, %%%%%% %%%%%% %%%%%.% %%% %% % % SKOLASKO-SALA. Einmitt nú þegar börnin fara að þarfnast fyrir skólaskóna höfum viö ákveðið TÍU DAGA SERSTAKA OTSOLU á skóm handa skóla börnum. Við erum nýbúnir að fá mikið af stúlkna og drengja skólaskóm, sem eru að öllu leyti ágætir. Við ábyrgjumst hvert einasta par. Rúmiö er ®f lítið hér til þess að geta lýst þeim ná- kvæmlega. Skólaskór, á $1.00, $1.15, $1.25, $1.35. $1.50 og $1.75, sem eru miklu meira virði. Allar stæröir .Komið og sjáið hvað við höfum aðbjóðameð- an þessi sérstaka útsala varir. Við höfum engan úr- gang á boðstólnum. Munið eftir því, að þessi útsala stendur aðeins yfir í tíu daga og þér megið ekki við því aö missa af henni ef þér þurfið að kaupa skólaskó. JVömns & JEortiðon | 570 MAIN ST. á milli Pacific og Alexander Ave. 7 jf 1 ■ |i« M.M «1^ m «1» mi> j»x%. æl±m- mAÆ-Æam. uL mu.jlul *i% aia. I £Sl-6il5 iiT ISt fffrITT?ÍtÍiíFíÍ líf iff CTfirtff líf TTI iTl lli >

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.