Lögberg - 09.11.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.11.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1905 er (?efi5 út hvem fimtudag af Thb Löobbrg pRINTING & PUBLISHING Co.. (löggilt), að Cor, William Ave., og Nena St. Winnipeg, Man.—Kostar 82.00 um árið (á Islandi 6 (tr. Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by the Lög- Derg Printingand PublishingCo. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue & Nena St., Winnipeg, Man—Subscription price $2.00 per year, payable in advance. Single copies 5 cts. SS. IWOKNSSON, Edltor, M. PAULSON, I!ua. Manager. Auglýsingar. — Smá-augiýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á stærri auglýs- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir samn ingi. Böstaðaskifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bú- stað jafnfrarat. , Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The LÖGBERG PRINTING & PUBL. Co. P.O, Box 136., Wlnnipeg. Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögherg, P.O.Bon 136, Wlnnlpeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp,-Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönn- nn fyrir prettvíslegum tilgangi. Kosningarnar vestra. Daginn, sem blað vort kemur út, fara fram kosningar í Alberta, öðru hinu nýmyndaða fylki. Inrtan fárra daga má v:enta þess, að uppkveðinn verði kjördagur fyrir Saskatchewan. Hinar núverandi stjórnir þessara fylkja hafa verið við völdin að eins síðan fyrsta September síðastk t>að getur því varla verið um neina óánægju að ræða enn, með stjórnarstörf þeirra, cnda hefði mót- spyrnan gegn þcim orðið nálega eng- iu heíði íbúar þessara nýju fylkja einir fengið að ráða. En það fengu þeir ekki, því leiðtogarnir í aftur- haldsflokknum á OttawaLþinginu, andstæðingar Laurier-stjórnarinnar, ltafa skipað svo fyrir, að fylgilið sitt í hinum nýju fylkjum skyldi æsa upp ef unt væri, hina megnustu óánægju með sjálfstjórnarliiggjöf þeirra, sem búin var til á síðasta alríkis þingi, og á þeiai grundvelli Keppa móti þessuin nýju stjórnum við þessar kosningar. Með þessu móti vonast þeir eftir að geta unnið Laurier- stjórninni tjón og dregið úr vinsæld- um hennar, sem þeim þóttu alt of niiklar, hér í vesturlandinu, við síð- .ustu alríkiskosningar. m-í verður ekki neitað, að þetta er slungið pólitiskt bragð, af leið- toguni afturhaldsflokksins, því undir þessu fyrirkomulagi verða ákærurn- ar allar, og æsingarnar, á móti Ott- awa- stjórninni, sem þar er ekki til andsvara, í staðinn fyrir það, að við fylkjakosningar er venja að meðhöndla fylkismál nálega ein- göngu en við alríkiskosningar al- xíkismál, og standa þá pólitisku flokkarnir jafnt að vígi til að halda upni sókn og vörn, en hér búast þeir við að geta grætt á því, að gera þetta einhliða baráttu, og cr nú komið undir skilnings þroska kjósendanna hvort það tekst. Mest hefir verið reynt að æsa upp hugi manna í sambandi við þann kafla þessara nýju grundvallarlaga fyrir fylkin, sem skipar fyrir um alþýðuskólana eða mentamálin. Það cru kölluð kúgunarlög og gjörræðis- lög, sem að Laurier stjórnin hafi sniðið eftir ósk og.undirlagi páfa og kirkju. Þeir vita, að þegar þetta I og þvi um líkt er borið fram með [ háværri frekju og hiklausum stað- ! hæfinwum, hepnast oft að æsa upp, j sér til fylgis, ósjálfstæðar bg auð- | trúa sálir. Til þess að geta áttað sig á þessit 1 ináli, er áríðandi að kynna sér þann kafla í grundvallarlögum Canada, | sém ákveður það, í hvaða milúm j fylkin, sem í sambandið ganga, skuli hafa algerlega fríar hendur og hver lagaskilyrði þeim eru sett í öðrum málum. Þessi grundvallarlög, Thc British North America Act., voru búin til 1867. Þegar fyrsta fylkja sambandið (Confederation of Pro- vincæs) komst á . Nafn þessara laga' er í ensku ritmáli venjulega skammstafað með: „B. N. A.“ í grein 92 þessara laga eru talin upp ýms mál, sem vera skulu sér- mál fylkjanna er þau ráði algerlega ein. Næsta greinin, 93, ákveður svo um mentamálin, að einnig skuli þau vera í höndum fylkjanna, en þó hafi ekki fylkin vald til þess, með lögum að svifta neina mannflokka, inníin sinna takmarka, neinum hlunnindum þeim i mentamálum, er þeir hafi að lögum haft, þegar fylkið gekk í sam- bandið. Þetta lagaákvæði er skýrt og skorinort og deginum ljósara. En látum oss nú hverfa frá þessu um sinn, en athuga stuttlega mcnta- málaástandið í Norðvestur lerritórí- unum áður en þau gengu inn í sam- bandið. Skólalög þau,scm þar voru í gildi, voru búin til af Regina þinginu 1901, fyrir fjórum árum síðan. Voru þá afturhaldsmenn þar við völdin og Mr. Haultain forsætisráðhera. Mcð þeim lögum eru leyfðir sérskólar, jafnt fyrir prótestanta og kaþólska, scm í minna hluta kunna að vera í skólahéraði, og óska að taka sig út úr. Svipað fyrirkomulag hafði ver- ið áður en þessi lög voru búin til, en fram að þeim tima höfðu klcrkar í kabólsku sveitunum meira en hér- aösstjórnin haft yfir upfræðslumál- um að segja. En sárafáir höfðu notað sér þetta sérstaka ákvæði. Þannig var það, að í 1,360 skóla- héruðum, sem stofnuð hafa vcrið íram að síðasta'ári, í þessum Terri- tóríum, hafði verið beðið um að eins it sérskóla, ýmist af prótestöntum eða kaþólskum,en sumir þeirra aldr- ei verið notaðir. Og siðan nýju, á- minstu Regina-lögin voru til búin, hefir ekki verið stofnaður einn ein- asti sérskóli, jafnvel þó þar sé ráð fyrir þeim gert. Það er því svo að sjá, sem fólkið þar, þótt sundurleitt sé í trúarefnum, komi sér allvel saman í skólamálum. Vert er að geta þess um þessa sérskóla, að þeir geta verið settir að eins innan skólahéraðs, sem þegar hefir verið stofnað. Getur þá minni hluti tekið sig út úr, ef hann svo æskir, en hann verður að öllu leyti að hlíta skólalögum ríkisins, eftir sem áður, bæði með kenslubækur, kenslugreinir, kenslutíma, kennara- prófsskilyrði o. s. frv. Það virðist næstum fullnægja þörfinni um þessa sérskóla, að bless- að fólkið veit að það á þeirra kost, ef það vill. Mr. Haultain, stjórnarformaöur í Regina, sem hafði búið til þcssi lög, hafði oft látið mikið yfir sér fyrir þau, og sýndist það ekki ástæðu- laust, og það sagði haiin lika, þegar tilrætt var, síðastliðinn vetur, um væntanleg grundvallarlög fyrir hin nýju fylki, að hann mætti ráða, þá léti hann halda áfram þéssu sama skólafvrirkomulagi.sem svo vel hafði reynst. En á þeim timum voru rniklar getgátur um það, að Laurier- stjórnin myndi við þetta tækifæri gefa kaþólskum mönnum ýms sér- réttindi í mentamáium, fram yfir prótestanta. En þegar til kom, og sú varð raunin á, að með hinum nýju grund- vallarlögum er ákveðið, að hið sama fyrirkomulag viðvíkjandi sérskólum, sem verið hafði að undanförnu skuli halda áfram, þá datt ónotalega ofan vfir Mr. Háultain og aðra afturhalds leiðtoga, því í því rnáli höfðu þeir hugsað sér til hreifings með ákærur gegn stjórninni. Maður skyldi nú hafa ætlað að Mr. Haultain, sem sjájfur hafði búið til þessi skólalög, myndi una því all- yel, að hans eigið sérskóla ákvæði væri tekið upp í hin nýju grundvall- arlög, til þess að verða í viðvarandi gildi. En það brást með öllu. Hon- um og flokksbræðrum hans virðist hafa verið,fremur öllu c(ðru,umhugað um, að klófesta eitthvert æsinga til- eíni móti Laurier-stjórninni. En þetta sannar ,að ekki heflr verið uin auðugan garð að gresja, þvt neyðar- úrræði má það heita fyrir Mr. Haul- Itain að brúka nú þetta fyrir aðal vopnið á móti frjálslytida flokknum við þessar kosningar. En hvað vill svo Mr. Haultain? Hvað setlar hann að gera, ef hann kcrnst til valda? Auðvitað hefir hann oft verið spurður þeirrar spurning- ar, en honum vill þá fremur vefjast tunga um tönn, þegar því er að svara. Ætlar hann að rífa niður sin eigin skólalög og afnema sér- skólaákvæðið? Fyrst og fremst get- ur hann það ekki, því það cru rétt- indi hclguð með lögum, bæði prótest- öntum og kaþólskum, ef þcir svo vilja, og geymd þeim um alla fram- tíö með ákvæðinu í nítugustu og þriðju grein B. N. A. eins og að framan er bent á. Svo bætist það á, að engum lifandi manni cr hin minsta þægö í þeirri breytingu, af þeirri einföldu ástæðu, að enginn lif- andi maður veit til þess né finnur, að hann líði við núverandi fyrirkomulag nokkurn minsta baga, en hitt er ljóst, aö þetta á- kvæði, um möguleikann til að hafa sérskóta, getur orðið friðarmiðill hinn mesti, þar sem trúarbragðaæs- ingar gætu annars gert samvinnu í skólamálum illmögulega. Nei, ekki vill Mr. Haultain lýsa yfir því, að hann ætli að rifa niður sín eigin skólalög, né heldur ganga inn á það, að hann ætli að vikja kaþólskum mönnum ein- hverjum aukaréttindum, því eins og nú stendur sitja þeir við sama kost og prótestantar. Úr þeim grun, sem á þessu leikur, ger- um vér ekki neitt. Hann er líklega sprottinn af því, að fransk-kaþólskur maður vestra þar, sem áður hcfir fylt flokk liberala, er nú sækjandi um þingmensku undir Hauftains merkjum. En enginn flugufótur þarf að held- ur að vera fyrir hinni getgátunni; næg ástæða getur það verið, og er hún sennilegri, að umsækjandi þessi er í þjónustu C. P. R. félagsins, því eins og kunnugt er, þá er Mr. Haul- tain svarinn óvinur Grand Trunk brautarinnar og hefir það leitt til þess, að C. P. R. gefur honum ó- trautt fyjgi við þessar kosningar. Það eina, sein Mr.Haultain kveðst ætla að gera, ef hann komist til valda, er það, að fara í málaferli, til þess að leita úrskurðar hjá dóm- stólunum um það, hvort það sé rétt skilið, að lagagreinin, sem til cr vis- að í B. N. A., tryggi hinum ýmsu trúarbragðaflokkum í framtíðinni réttindi þau, er þeir að lögum hafa áður fengið í fylki, scm í sambandið gengtir. Slík málaferli niundu standa svo árutn skifti og viðhalda ófriði og æsinguin um langan tíma í þessum nýju fylkjum. Það sem Laurier-stjórninni er nú fundið til saka er það, að hún hefir samkvæmt þeirri grundvallarlaga- grein, senr á hefir verið bent, á- kveðið að þau sérskólaréttindi, sem Mr. Haultain hafði innleitt með lög- um sinum frá 1901, skuli viðhaldast í framtíðinni. ]>etta er nú alt og sumt, þetta er það sem stjórnarandstæðingar byggja það nú á, að kalla grundvall- arlög hinna nýju fylkja þvingunar- lög. Sannast að segja höfum vér aldr- ei heyrt fyr en nú, neinn efast um að þetta væri réttur skilningur á hinni tilvitnuðu grein í B. N. A. Sú grein slæddist ekki inn í þau lög af neinni tilviljun, heldur með mjög yfirlögðu ráði þeirra, sem stofnuðu til fylkjasambandsins í Canada 1867. Það væri ekki úr vegi að minna á, að þegar deilan langa stóð yfir.út af Manitoba skólalögunum, þá stóð ekki á afturhaldsmönnum með að leggjp þenna áminsta skilning í þcssa laga- grcin, því með henni ætluðu þeir að reyna til að viðhalda kaþólsku skól- unum í Manitoba. En að það mis- tókst var ekki því að kenna að mönnum ekki kæmi saman um gildi þessarar lagagreinar, heldur hinu, að sérréttindi kaþólsku kirkjunnar Iiér i Manitoba voru ekki til orðin þegar það fylki gekk inn í samband- ið, en voru henni veitt þar á eftir með fylkislögum, meðan afturhalds- stjórnin, léidd af John Norquay sál., var við völdin. En af þvi það voru lög gerð af fylkisþinginu eftir að Manitoba var komin inn í samband- ið, þá litu dómstólarnir svo á, og þar á meðal leyndarráð Breta, að' sama þing heíði vald til að breyta þeim lögum, og því stóðust, eins og kunnugt er, Manitoba skólalögin frá 1890. Ef til vill er vissara að taka það fram.að sérréttindi kaþólskra manna í Manitoba voru mjög svo ólík þeim sérréttindum, sem nú er um að ræða í hinum nýju fylkjum. Meðal annars niá geta þess, að þau voru að eins fyrir kaþólska, cn í nýju íylkj- ununi jafnt fyrir alla. í Manitoba var sctt nefnd kaþólskra manna val- in af leiðtogum þeirrar kirkju, til að annast um og ráða að öllu leyti yfir þeirn skólum, þing og stjórn hafði þar ekkert að segja, ekkert um hvað var kent eða hverir kendu. Kirkjan réði þar ein. Að eins fékk stjórnin að afhenda þessari kaþólsku nefnd vissa summu af fylkisfé árlega til víðhalds þessum skóluin. Þetta var skólafyrirkomulagið, sem afturhaldsmenn höfðu komið á í Manitoba og reyndu af ítrustu kröftum að verja og viðhalda eftir að liberalar komust þar til valda. Og svo loksins eftir að æðsti dómstóll hins brezka ríkis hafði dæmt kröf- ur þeirra óréttmætar, þá reyndu þeir að endurreisa þessa sömu ó- hæfu með þvingunarlöggjöfinni al- ræmdu, sem þeir höfðu á prjónun- um þegar þá dagaði uppi, sællar minningar og féllu úr valdasessi við | kosningarnar 1896. Vér treystum því fyllilega að land- j ar vorir, sem nú eiga hlut að máli og j taka þátt í yfirstandandi kosningum, : beri svo skyn á þau mál, sem hér er j um að ræða, að þeim ekki verði vilt- ar sjónir með neinum gífuryrðum frá þpssum niönnuin um ofbeldislög og kúgun, sem þeir séu nú að vernda þessi nýju fylki fyrir. Að þekkja sögu afturhaldsflokks- ins í þessu landi, og þó einkurn af- skifti hans af þeim málum, sem hér ræðir tun, ætti að nægja hverjum einum til þess að verða ekki svo sérlega gagnteknir þótt leiðtogar hans kalli sig merkisbera frelsis og fylkisréttar, og láti mikið yfir öllu sínu pólitíska skírlífi. Gleymska. í ræðu þeirri, sem Hon. Mr. Rogers hélt yfir íslendingum í Unit- ara kirkjunni annan þessa mánaðar, kvartaði hann sáran um það, að Manitoba-fylki fengi ekki eins mik- ið tillag frá Ottawa-stjórninni eins og því bæri og væri það þannig skammarlega sett hjá. En aftur benti hann á, að nýju fylkin fengi meira en þau ætti heimting á. Þessu til sönnunar las hann upp nokkrar tölur, en því miður gleymd- ist honum að skýra frá því, að það var conservatív-stjórnin, sem vigtaði út skamtinn handa Manitoba forðum, en liberal-stjórnin, sem kvað þó ckki vera alt í sómanum, sem svo ríflega lætur fé af mörkum við nýju fylkin. Vér vitum að Mr. Rogers vildi gjarnan hafa komið sínum íslenzku tilheyrendum í skilning um þetta, þó það gleymdist þegar frá svo mörgu öðru var að segja, og því látum vér þess getið hér. F.n fari Mr. Rogers vestur til Sas- katchcwan tii að hjálpa flokksbræðr- um sínum þar, þá verður hann að gæta þess, að láta verða komið ann- að hljóð í sinn pólitíska strokk, J>ví þar eru þeir nú að klaga neyðina út af því, að Dominion-stjórnin sé að féfletta nýju fylkin. Núverandi ásigkoinulag Douk- hoborza í Canada. Hver sá, sem bregður sér snöggva feð út í nýlendur Doukhoborzanna, í Norðvesturlandinu, og dvelur þar einn eða tvo daga hjá þessum þjóð- flokki, verður hrifinn af þessu „al- menna kristilega bræðrafélagi,“ sem hann kemst þar í kynni við. Ef gesturinn kemur til þorpsins þeirra að kveldi dags, leiðist athygli hans fljótlega að kyrðinni, sem ríkir þar yfir öllu, og velmeganinni, sem alt virðist bera vott um. Hann er boð- inn hjaranlega velkominn og borið á borð fyrir hann það bezta, sem til er af matartagi á heimilinu. Hann veitir því fljótt eftirtekt.hvað hrein- lcga er um alt gengið, reglusemina, sem lýsir sér í öllu, hvað gripirnir þeirra líta vel út o. s. fr. Alt þetta stuðlar til þess að hafa þau áhrif á gestinn, að honum ósjálfrátt dettur í hug’, að sameignarhuginyndin, s,em Doukhoborzarnir framkvæma í verk- inu, sé ágætt fyrirkomulag. Og í samræðunuin við húsbóndann á heimilinu, sé hann sameignarmað- ur, og nágranna hans , sem koma inti í hópum til þess að sjá og tala við gcstinn, kemst hann að því, að það er þeirra einlæg sannfæring að- einstaklingurinn eigi ekki að eiga neinar sérskildar eignir; að sumar- kaup allra Doukhoborza, sem ekki er þörf á að vinni heima fyrir, og getur máske numið hundrað þ.úsund dollurum að öllu samanlögðu, er lagt í sameiginlegan sjóð; að hestar og í gærmorgun. Hann gamli Þorlákur haföi ekki kyst konuna sína í 3 ár þar til í gærmorgun þeg- t arhann varbúinnaö drekka kaffiö, þá rak hann aö kerl- ingunni rembings-koss og sagöi aö þetta væri þaö bezta kaffi, sem hún heföi gefiö sér í þessi síðast- liöin 20 ár. ! ..Þaö var líka ódýrt, “ sagði j kerling, eftir aö hafa náö sér eft- ir nýnæmiö; ,,eg fékk 9 pd. af þessu inndæia kaffi fyrir $1.00 og 2 stykki af ísafoldar-kaffibæti fyr- ir 25 cent hjá Clements & Árna- son a suöausturhorni Victor og Sargent. “ ,, Þaö er gott, “ sagði Láki, upp með sér af kjörkaupum konu sinn- ar. ,,Þeir hafa goöar vörur og lágt verö, þeir ætla lfka aö hafa haröfisk bráölega. Náöu okkur í bita af honum. kýr, og í sumum þorpunum jafnvel alifuglarnir, eru hirtir og fóðraðir í félagi. Hann fær einnig að vita það, að þessum sameiginlega sjóði stjórnar Pétur Verigin og ver hon- um í þarfir sameignarmannamia. Verigin er foringi þeirra og ásamt með þriggja manna nefnd kaupir ! hann fyrir samlagsbúið föt og^fæði í j stórkaupum, annað hvort að austan leða frá Winnipeg. Allur forði | þorpsbúanna er geymdur í sérstöku jhúsi í þorpinu, og þar er honum skift á meðal hlutaðeigenda á viss- um tímum. Gestinum verður sagt það, að enginn á ineðal Doukhoborz- anna hefi meira að segja, eða meiri völd en annar. Verigin sé jafningi þeirra að öllu leyti, og sé að eins talsmaður þeirra og annað ekki, cða hafi orð fyrir þeim við aðra út í frá. Þeir séu allir bræður og þeir viður- kenni að eins einn konung, sem sé guð á himnum. Þannig, eða á |>essa leið, verða þær upplýsingar um Doukhoborzana, sem gesturinn fær. En setjist hann aö hjá þeim, og læri vel að þekkja þá, verður hann þess var, að þetta cr nokkuð á aðra leið. Plann kemst þá að því, að þessi sameign er grundvölluð að mestu leyti á áhrifum Verigin. Þessi áhrif eiga að suniu leyti rót sína í andlegum yfirburðum Iians, og eru að öðru leyti kænsku lians að þakka og styðjast við þ^tta hvorutveggja. Við þá, sem ekki þekkja til, ber hann jafnan á móti því, að hann hafi nein sérstök yfir- ráð yfir Doukhoborzunum, en sann- leikurinn er sá, að hann er eins mik- iil og strangur einvaldur yfir þeim eins og Rússakeisari hefir verið til skamms tíma yfir þegnum sínum. Margir eru þeir meðal Doukhoborz- anna, sem hafa það áreiðanlega fyr- ir satt, að Verigin sé meira en menskur maður. Þessi oftrú á hon- um kernur vitaskuld mest í ljós hjá kvenþjóðinni.enda er hún aðalstyrk- ur Verigin til þess að halda honum í þcssuin sessi. Það heldur mörg- um karlmanninum á meðal Doukho- borzanna frá þvi að skilja sig úr sameignarbandinu, að hann veit vel, að ef hann gerir það, þá muni kon- an hans, samkvæmt skipun Vere- gins, skilja við hann og verða eftir í hjörðinni. Þetta hefir komið fyrir tvisvar eða þrisvar í Norðvestur- landinu og orðið orsök til mikillar úlfúðar og sundurlyndis á heimilum, þar sem alt áður var með friði og spekt. Doukhoborzar þeir, sem hafa flutt sig til Canada, hafa næstum því undantekningarlaust verið af þeim flokki, er heima á Rússlandi hafði tckið Verigin fyrir foringja sinn. Saga Doukhoborzanna ber það með sér. að þegar næsti foringiitn þeirra á undan þessuni féll frá, greindi þá mjög á um hvern velja skyldi fyrir foringja. Sá flokkurinn, sem aðhylt- ist Pétur Verigin, flutti sig að lok-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.