Lögberg - 07.12.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.12.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG fÍMTUDAGINN 7. DESEMBER 1905 jTögberg er geflS út hvern fimtudag af Tlie lxigberg Printing & Publishlng Co., (löggilt), aS Cor. Wiiliam Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar $2.00 um árið (á íslandi 6 kr.) ■— Borglst fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Liögberg Printing and Publishlng Co. (Incorporated), at Cor.Wiliiam Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- ecription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. 31. PAUI.SON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar í eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A etærri auglýsingum um lengri tima, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda verður að tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðsiust. blaðs- Ins er: The UÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, 3Ian. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjörans er: Editor Uögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ögild nema hann eé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin, þá er það fjrrir dómstölunum álitin sýnileg sðnnun fyrlr prettvislegum tilgangi. Hákon sjöundi. Viðtökuniar í Noragi. — Kon- ungseiðurinn. Hinn 23. Nióvember síðastliö- inn lög'ðu þau á stað frá Kaup- mannahöfn konungshjónin norsku og Ólafur sontir þeirra, á danska konungjsskipinu ,,Dannebrog“. — Var þá, eins og geta má nærri', ó- íölulegur fjöldi fólks saman kom- ínn niður við höfnina í Kaup- mannahöfn til þess að sjá þau stíga á skip. Kristján konungur níundf og flestalt konungsfólkið dariska.ráð- herrarnir og hinir útlendu sendi- herrar, ásamt öðru stórmenni, fylgdi konungshjómmum til skips. Bæði borgin sjálf, Kaupmanna- höfn, og öll skip á höfninni voru skreytt á ýmsan hátt, en fagnað- aróp hins mikla mannfjölda, kem safnast hafði saman við höfnina, kváðu við bæði snjalt og lengi. Um leið og konungsskipið sveif út af höfninni var dreginn upp hinn nýi fáni Noregs og frá virkj- unum dönsku Jjrumuðu kveöju- skotin til heiðurs við konungs- hjónin ungu. Laugardaginn hinn 25. Nóvem- ber komu konung*shjónin til Kristjaniu, síðari hluta dags, og tók borgarstjórinn, bæjarráðið og hinir útlendu sendiherrar þar á móti þeim. Var lendingarstaður- itm blómum og fánum skreyttur og tjaldaður ýmsu fögru skrúði. Stigu konungshjónin og sonur jþeirra þar upp i vagn og kóyrðu til haílar. I»au stræti borgarinnar sem ek- ið var um voru forkunnar vel prýdd, og beggja * vegna hafði mannfjöldmn skipað sér í þétt- .settar raðir. Húrra-hróp og „lengi lifi Hákon konungur“ hvað endalaust við frá mannþrönginni. I»egar til hallarinnar var komi'ö töku Stórþingismennirnir þar á ntóti konungshjónunum og syni |>eirra. Hafði Berner, forseti þingsins, orð fyrir þeirn og hauð konungshjónin velkomin, en kon- ungur svaraði kveðjunni meö stuttri tölu. í velkomandaræðu sinni til kon- tmgshjónanna tók Micheísen ráðaneytisforseti það fram, að í sex hnndruð ár hefði nú Noreg- ur mátt vera án þess að liafa sér- stakan konung. Hinn nýi konung- ur, sem þjóöin hefði valið sér, kæmi nú til þeirra til að gerast forkólfur þjóðarinnar, og mætti hann eiga víst örugt fylgi allra frjálslyndra og góðra drengja meðal hennar. Norska þjóðin, sagði hann, að elskaði umfrain alt frelsi sitt og sjálfstæði,og hann kvaðst vona að hinn nýi konungur mundi álíta sér það bæði ljúft og skylt að vermda og tryggja hvorutveggja framvegis. Hákon konungur svaraði ræð- unni og kvaðst hafa hinn bezta vilja á að bregðaSt ekki því trausti, er norska þjóðin hefði sýnt honum, er hún kaus liann til konungs. Kvað hann það mundi verða markmið sitt að vinna framvegis af öllum mætti að liverju því, er orðið gæti Noregi til hags og hamingju. Síðla um kveldið gekk lcon- ungur út á hallar-svalÍTnar og hélt þar ræðu fyrir hinum óteljandi mannfjölda, sem safnast hafði saman úti fyrir höllinni. En langt fram á nótt kvað vvð glaumurinn og gleðin um alla bórgina, sem var svo ljósum prýdd, að livergi bar á skugga. Varð koma kon- ungsins Norðmönnum þannig efni ti'. liinnar mestu fagnaðarhátíðar og hyggja þeir hið bezta til hans, sem æðsta manns síns, í fram- tíðinni. ulan dægurstríðið. Þó stundum]unarfræði. En þegar hann kom fljúgi frá honum skeyti inn í þá heim úr þeirri för, hvarf hann frá orrahríð, og honum séu send önn- ur þaðan aftur á móti, þá eru það engin eiturskeyti. Eg tel víst, að þeirri leið, og fór að læra undir skóla hjá séra Eiríki Kúld, sem þá var aðstoðarprestur föður síns í þótt hart sé sótt flokksstríðið hér í Flatey. Gekk svo Matthías inn í bænum, þá mundi það varla hafa j lærða skólann, 3. bekk A., haustið hindrað, að báðir flokkarnir hefðu' 1B59 og útskrifaðist þaðan eftir jafnt tótt afmælisveizlu hans, ef fjögur ár, 1863; fór þá á presta- hann hefði verið hér staddur. skólann og útskrifaðist þaðan sum Því hvað sem einstakir menn arið 1865. Næsta ár fékk hann Um hádegið, hinn 27. Nóvem- ber, vann Hákon konungur eið að stjórnarskrá Norðmanna i Stór- þingssalnum. Konungurinn gekk inn í salinn og leiddi drotninguna sér við vinstri hlið og fylgdu þeim þjón- ar og þjónustumeyjar. Hneigðu konungshjónin sig fyrir Remer forseta og að því búnu settist konungur í hásætið og drotningin á stól við hlið honum. Nú gekk Remer forseti fram fyrir konung og ávarpaði hann með fáeinum orðum. Hann sagði að konungstignin væri fengin hon um í hendur fneð samhljóða at- kvæðagreiðslu Stórþingsins og samkvæmt vilja hinnar norsku þjóðar, e:n áður en hann tæki' við hinni háu tignarstöðu yrði hann, :samkvæmt grundvallarlögum r»k- isins, að vinna eið að stjórnar- skránni. Með hárri og snjallri röddu hafði nú konungur yfir hmn lög- boðna eiðstaf. Að því búnu rnælti hann nokkur orð og lýsti því yfir, að hann hefði valið sér að eink- unnar orðum: „Alt for Norge.“ Á meðal margra fagnaðaróska, sem konungur fékk þenna dag fréttaþráðunum, var einnig skeyti frá Óscar Svíakonungi, og var innihald þess þannig: „Um leið og eg þakka yðar há- tign fyrir hraðskeytið þar sem þér tilkynnið mér að þér hafið tekið við konungdómi í Noregi bið eg yður að vera fullviSsan um að sérhverri tilraun í þá átt að styðja að góðu samkomulagi milli ríkja vorra mun frá minni hálfu verða vel tekið.“ Séra Matth. Jochumsson. Séra Matth. Jochumsson varð sjötugur 11. Nóv. síðastliðinn. Hann er einn af fáttm afbragðs- mönnum þjóðar okkar, og því skylt að þess afmælis sé minst, enda munu fáir menn uppi hjá okk ur nú sem stendur, er þjóðin geti jafn samhuga sent heillaóskir á minningar- og fæðingar-degi. Hann stendur að mestu leyti fyrir kunna að geta að honum fundið fþví að öllum og öllu tná eitthvað finna), þá viðurkenna allir skáldið Kjalarnessprestaklall og fór þá að búa 1 Móum á Kjalarnesi'. Meðan hann var á prestaskólan- og andagiftarmanninn, manninn, um kvæntist hann Elínu Knudsen, sem „hæstum tónunt nær af lands- 'dóttur D. Knudsens timbursmiðs í ins sonum”; því enn slær hann Reykjavík, en misti hana 1868. hörpuna svo, þótt sjötugur sé, að j 1870 kvæntist hann aftur, Ingveldi þetta er engu síður sannmæli um Ólafsdóttur prófasts Johnsens á hann nú, en fyrir 20 árum. í meir en 40 ár hefir harpa hatis Stað, en misti hana næsta ár. Núvemndi konu sinnj, Guðrúnu hljómað hjá þjóð okkar innan um Runólfsdóttur frá Móum á Kjal- arg og ys hversdagslífsins. Húnjarnesi, kvæntist hann 1875. Hafa liefir sungið söng vonarinnar og þau nú verið 30 ár í hjónabandi og Ijóssins, mannástarinnar og trú- eignast 11 börn. innar á sigur hins góða. Hin barn- Vorið 1874 keypti séra Matthías glaða bjartsýni fylgir alt af ómum Þjóðólf, settist þá að í Reykjavík hennar, eins þó hún sé knúin til að og gaf blaðið þar út i 6 ár, til syngja um gröf og dauða. 1880. Þá var honum veittur Oddi Eg tel víst, að flestir eða allir ís-já Rangárvöllum og flutti hann lendingar eigi • ljóðmælum séra þangað vorið eftir. En 1886 var Matthíasar fleiri eða færri ánægju'honum veitt Akureyrar prestakall, stundir að þakka og að almennarjog flutti hann þangað vorið 1887. heillaóskir fylgi honum því inn á Því prestakalli þjónaði hann til áttunda áratuginn. — Um æfiatriði séra Matthíasar ársins 1900, en þá fékk hann latisn frá embætti, og var honittn um leið ætt og uppvaxtarár, vísast til æfi-(ákveðnar 2,000 kr. úr landssjóði í sögu hans, sem nýkomin er út í árslaun; það eru skáldlaun. Nokk- bók, sem um er getið á öðrum stað(tir fjárhagsttmabil ttndanfarin hér í blaðinu. Þó skal getið hér hafði hann haft dálítil skáldlaun úr helztu atriðanna. Hann er fæddur í Skógum við landssjóði. Oft hefir séra Matthías dvalið Þorskafjarðarbotn, inn af Breiða- lengri og skemtnri tíma erlendis. firði, 11. Nóvember 1835. Þar'Arin 1871—72 var hann í Eng- bjuggu foreldrar hans lengi, og landi og í Kaupmannahöfn og þar höfðu áður búið afi hans og ferðaðist þá víða um Danmörku langafi í föðurætt. Móðir hans og Noreg. Veturinn 1873—74 hét Þóra, og var breiðfirzk að ætt, merk kona og gáfuð; hún var al- systir séra Guðmundar Eittarsson- ar, síðast prests að Breiðabólsstað á Skógaströnd. 11 ára gamall fór Matthías úr foreldrahúsum, fyrst til vanda- lausra, en síðan til móðurbróður síns, séra Guðmundar á Breiða- bólsstað. Þar var hann fram yfir fermingu, en fór þá til föður- frænda síns í Flatey, Sigurðar kaupm. Johnsens, tengdasonar Brynjúlfs kaupm. Benediktsens. Brynjúlfur kostaði Matthias stðan til sl:ólanáms. En fyrst átti hann að verða verzlunarmaður og var í Kaupmannahöfn veturinn 1856— 57 til að nema tungumál og verzl- dvaldi hann aftur í Englandi. 1885 var hann í Englandi og Kaup- mannahöfn og 1893 ferðaðist hann um Norður-Ameríku. Þar að auki hefir hann oft brugðið ser styttri tíma til Englands, Noregs og Danmerkur. Síðastliðinn vet- ur dvaldi hann í Kaupmannahöfn. Um skáldskap séra Matthíasar og blaðamensku er ekki rúm til að rita hér, og tná vísa þar til minn ingarritsins, sem áður er nefnt. En þetta eru rit hans hin helstu: „Útilegumennirnir“ eða „Skugga- sveinn. Það er elzta bók hans og 'er skrifuð veturinn 1860—61, ann- an vetur hans t skóla, en kom út j 1864. Þá er þýðingin á „Frið- jþjófs sögu“ Tégners,; hana þýddi hann síðari veturinn sem hann var á prestaskólanum og kom hún út 1866. í Móum þýddi’ hann leik- rit Shakespeares þrjú, sem Bók- mentafélagið hefir gefið út, en hið fjórða í Khöfn veturinn 1871—72. Þar þýddi hann þá einnig „Man- fred” Byrons. I Reykjavík gáfu þeir Steingrímur Thorsteinsson út ljóðasafnið „Svanhvít.“ Þá samdi hanu og smáleikina (/.VesturfE^r-. arnir“ og „Hinn sanni' þjóðvilji“. í Odda þýddi hann „Brand“ Ib- scns. Meðan hann var þar kom út safn af ljóðmælum hans, 1885. Á Akureyri hefir hann kveðið „Grettisljóð", og t samið leikina „Helgi magri’1, „Jón Arason“ og „Aldamót". Tvö ár var hann þar ritstjóri blaðs, sem „Lýður“ hét. Þar hefir hann og þýtt leikinn „Gísli Súrsson, eftir Mr. Bramby, og „Sögur herlæknisins“, eftir Z. Topelius, sem nú eru að konta út á ísafirði. Af ljóðasafni hans er ný- komið IV. bindi, og er þess getið á öðrum stað hér í blaðinu. En yngsta bók hans er skrifuð í Khöfn síðastliðinn vetur, heitir „Frá Danmörku' ‘og á að koma út í haust í Khöfn. ' / /Efiatriði séra Matthíasar, sem getið er um í undanfarandi grein, em nýkomin út í minningarriti, sem Davíð Östlund hefir gefið út t Réykjavík í tilefni af 70 ára af- ntæli skáldsins. Þar eð Lögbergi hefir enn eigi borizt rit þetta til athugunar, er hér látin fylgja stutt lýsing á aðal efni þess eftir Óðni, sem undanfarandi gréin um skáldið, eftir ritstjóra þess blaðs, er og tekin úr. í bók þessari eru fjórar ritgerð- ir mn séra Matthías, fyrst æfisaga hans, eftir ritstjóra Þ. Gíslason; þá „Matthías Jochumsson heima á Akureyri“, lýsing á honum í dag- fari og umgengni, eftir Guðm. lækni Hannesson á Akureyri; þá „Matthías Jocliumsson á skáld- fáknum“, eftir ritstjóra „Óðins“, og loks „Matthías Jochmnsson við Itkaböng“, eftir mag. Guðmund Finnbogason. , Fyrri ritgerðin er um kveðskap séra Matthíasar yfir- leitt, en hin síðari um erfiljóða- kveðskap hans. Framan við bókina er mynd af skáldinu og ritgerð Guðm. Hann- essonar fylgja þrjár myndir, ein af skrifstofu hans á Akureyri og tvær af húsum hans. Bókin er í sama broti og ljóð- mæli séra Matthíasar og útgáfan vönduð. Ófagur eltingaleikur- Tíu voru þeir alls, fjórir kjör- stjórar, og sex undirkjörstjórar, ’liberalar hér í Manitoba-fýlkinu, sem dregnir voru fyrir lög og dóm 3. Nóvember í fyrra. Til eins þeirra náðist þó ei strax, en hann var tekinn seinna. Var þeim gefið það að sök, að hafa ólöglega numið brott nöfn kjósenda af kjörsk'rám við síðustu kosningar. Þeir voru hneptir í fangelsi, en síðan þó látnir lausir gegn veði, en bá byrjuðu réttarhöldin bæði rækileg og mörg, þvt að alt af þurfti það opinbera að fá frest á frest ofan til frekari athugunar máilanna. Þrátt fyrir alLa þessa vafninga og aragrúa réttarhalda, voru þó sakargiftir, þessara ein- eltu kjöflstjóra allar niður skornar og vísað frá dómi. En þá hafði eltingaleikurinn staðið yfir meiri hluta vetrarins, því að í Marz- mánuði í vor komu sakir þessar fyrir dóm. En ekki var alt þar með búið. Strax eftir frávísan málanna á því dómþingi, voru nýjar saka- málsrannsóknir hafnar gegn gegn kjörstjórunum fjórum, sama efnis og hinar fyrri. Hafa þær staðið yfir til haustnótta, og nú hefir einn kjörstjóranna, Lawrence Duggan, kjörstjóri' fyrir Selkirk, loksins verið sýknaður, af dóm- þinginu í haust, í næstl. viku, af öllum sakar ákærunum, sem fram hafa komið gegn honum, en þá var líka hætt við að halda lengra út í málareksturinn gegn hinum þremur, þar eð eigi hafðist meira upp úr Duggans málinu en þetta. Enda virðist saksókn þessi fremur hafa verið gerð af vilja en mætti, og eigi ólíklegt, að ósig- urinn við síðustu kosningar, hafi vakið þessa miður prúðmannlegu og að því er séð verður, öldungis ástæðulausu va ti dlæ t i nga rse níý yfirvaldanna í rannsóknar áleitn- inni gegn þessum pólitísku and- stæðingum sínum. Engin átylla hefir sem sé komið fram í allri þessari löngu mála- reksturskeðju, er sýni, að sakar- giftirnar hafi haft við nokkur rök að styðjast eða sannleik, heldur einmitt það gagnstæða. Það sem sannast liefir er sakleysi sakborn- ings, og fram farið frávísan ann- arra sakargifta sem ólögmætra. Þegar valdinu er beitt eins og hér hefir átt sér stað, sýnilegast til að svala sér á mótstöðumönn- um sinum, dettur manni gjarnast í h.ug, að komið sé út fyrir skíð- garð mentaðra og siðaðra þjóða, þar sem hnefarétturinn ræður lögum og lofum. UppSangur Japana. Svo litur út, sem Japanar muni eigi ætla að sleppa tökum þjeim, er þeir hafa náð á Kóreu; og þar sem Rússland er eigi lengur ljón á vegi þerrra, né stórveldin , munu láta málið til sín taka, eru þeir að heita má sjálfráðir sintia ferða í þessu máli. Enda er Kórea nú orðin innlimuð í hið japanska keisara- dæmi, eftir að hinn ráðasnauði keisari þar neyddist til að skrifa undir samninginn, sem að nafninu til gefur honum yfirráðaumboð, en sviftir hann þó öllu valdi i raun og veru. Japanskir tilsjónarmenn hafa eftitlit með öllum helztu em- bættum í landinu, her þeirra er viö hendina ef til nokkurs mótþróa kemur, og enn fremur hafa kaup- manna og iðnaðarfélög Japana tekið að sér að efla vöxt og við- gang afurða og framfærsluhags landsins. íbúarnir á Kóreuskaga eru dáðlítil og atorkulaus þjóð, sem óhæf er til að færa sér í nyt hinar miklu uppsprettur auðlegðar og landkosta, sem landitiu hefir verið miðlað svo ríkulega af nátt- úrunnar hendi. — Framgangur Japana í Manchúríu hefir verið næsta svipaðttr og skifti þeirra við Kóreubúa. Hafa þeir að mestu ]eyti.> náð tökum á landinu alt frá Kirin og suður til Port Arthur. Eftirlit með öllurn járnbrautar- arlínum, er um það svæði liggja, er í þeirra höndum, og sömuleiðis tilsjón með vöniútflutningi og verzlunarviðskiftum öllum. Eftir því sem fregnað er af samningum þeim, sem stjómmálamenn Japana og Kínastjórn hafa með höndum í Pekin, er útlit á, að Kínastjórn veiti Japan löglegt tilkall til Liao Tung-skagans og eignarrétt á járnbrautunum í Suður-Manchúr- íu, upp í herkostnaðarlaunin, Þem stjómin mundi neyðast til að borga, ef hún neitaði þessum kröf- um Japana. Em Japanar nú í óða önn að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.