Lögberg - 07.12.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.12.1905, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER 1905. ► W*' s VÍKAMYÍ NAN 0 V 1 IVillVl I Lvliiili Skáldsaga eftir ARTHUR W. AIARCHMONT. XXIII. KAPITUU. Endalok svikarans. \ Viðburöina bar svo bráðan aö, hvern af öörnm, Jiesa fáu klukkutima frá þvi kunnugt varð um hvarf Ednu, að eg hafði engan tíma haft til þess að hugsa' mér neina ákveðna aðferð að leita hennar. Marabúk pasja hafði sagt mér nóg til l>ess að sannfæra tnig urh það, að hvað sem henni hafði niætt var á hans vitund, og hugkvæmdist tnér því fyrst að finna hann og reyna að neyða hann til sagna. En á leiðinni til hans komu ýmsar ibrar getgát- ur upp í huga mér sem gerðu mig áhyggjufullan og efablandinn. t>að var í nákvæmu samræmi við það, sem eg visssi um Stefán greifa, að hann væri eitthvað við þetta riðinn meö svikum sínum. Ilann var nægilega ófyrirléytinn til þess að hafa bæði hugsið aðferöina til þess að nema hana á burtu og haft á hendi framkvæmdirnar; hann gat fengið nóga óf.i- irleitna menn sér til hjálpar við hvað sem var, vegua þess hann gat gengið að því vísu, aö við munduni grciöa ríhegt lausnargjald fyrir liana; og þess ko.iar verzlun mundi vera honum að skapi. Hann haföi verið nógu ósvífinn til þess að biðja hennar; og það hafði verið gert að samningi, að hann fengi hana fyrir hjálp hans við samsærið. Vitaskuld hafði Marabúk gert litiö úr slíku loforði og hæðst að því og talað um Stefán eins og hund; en það sannaði ekkert. Hann gat eins fyrir því ætl- að Stcfáni Ednu, eðíi ef hann ekki ætlaði honttm j hana, l>á gat Stefán hafa komist á snoöir um það og með svikum sínum liaft liana á burtu á laun viö Marabúk j>asja. Stefán hafði éinkeftnilegt lag á því að snuöra upp kyndarmál, og hafði hann oft og einatt gert mig íorviða á því, hvað kunnugt honum var um margt, scm lágt átti að fara; og hefði hann komist að l>v5, að Marabúk sæti á svikráðum við sig, þá mundi hon- um hafa verið það hið mesta ynrli, að leika' á hann með því að ræna Ednu. Hugsanir þessar gerðu mig ósegjanlega óróleg- an og jafnframt svo graman, að eg heitstrengdi, aö það skyldi kosta illmenni þessi lífið ef þeir hefðu beitt svikum sinum við Ednu. Eg efaðíst alls ekki um það, að til annars hvors þeirra hlyti eg að snúa ínér til þess aö fá upplýsingar uni hana; en væri Stefán hinn seki, þá þóttist eg viss tun að liann lieföi sig eins langt á burtu og unt væri frá fjandmönnum sínum í höfuðstaðnum. I>antiig mátti við öllu hinn versta búast áöur en eg fyndi liann; en við Marabúk gat eg þó að öllum likíndum tafarlaust átt. Svo niðursokkinn var eg í að velta þessti fyrir mér, að eg gaf því lítinn gaum sem umhverfis mig gerðist; en eftir því tók eg 1k’>, að verið var af kappi að reka fólki«ð af götunuin. Lögregluliðið var á ferðinni að reka f<’>lkið heiin til sín og inn; og á aðal- götumttn voru flokkar hermanna hér og þar á verði. Sýtidi þctta þaö, að vezirinn hafði bmgðið tafarlaust við eftir saintal okkar og reynt styrkleika stjórnar- tnnar með því að láta klefja niðttr uppnámið á göt- ununi. I>egar við náiguöumút lieimili Marabúks pasja, kallaðii eg flokksforingjann til mín og sagði homtm, hvað liann ætti að gera. Hann átti að slá hring um húsið og sjá um að enginn slyppi á burtu þaðan, og sjálíur átti hann að koma inn með mér við tólfta inann. Yrði okkur vcitt nokkur mótspyrna, scm eg reyndar ekki bjóst við, þá átti hann að beita öllu nauðsynlegu valdi. Enginn átti úr húsinti að ganga, og öllum þeim, sem ifin kynnu ^ð koma, átti eintiig að halda þar inni. Alt átti að gerast mcð hægð, og enginn átti að komast inn á undan okktir til að gera Marabúk aðvart. Alt gekk þetta liðlega og enginn varnaði okkttr inngöngu. llúsið stóð meira að segja opið, og menn okkar undu sér snögglega inn með byssur í höndtun og hótuðu dauðhræddum þjónum að skjóta hvern þann, sem hreyfði sig eða léti til sín heyra. Nokkura nienn lét eg gæta þjónanna, en fjé>ra tók eg með mér upp á loft og lét þá bíða þar sem þeir gætu heyrt til mín ef eg kallaði, og einsamall gek keg inn i prh’at- stofu Marabúks. Eg gat farið býsna-nærri ttm hvernig á stæði fyrír honttm. Að öllum líkindum beið híyin þess að fá fréttir uin það, að búið væri að koma soldáninunt fvrir á óhultum stað ; og með Iam hann hafði manna mest átt þátt i því að sá samsærissæðintt, þá bjóst hann við á hverri stundu að verða kallaður til l>ess að veita uppskerttnni móttöku fýrir sig og vildustu vini sína. I>annig gat eg lesið út úr svip hans eftirvænting- ttna, sein breytist snögglega í reiði þegar hann sá mig vaða óboðinn inn til sín. Harin hrökk ttpp úr stólnum, starði allra snöggvast á ntig og brosti' síðan með hæðniskttlda; og fyrstu orðrn ltans báru þess vott. að enginn hafði átt það á hættu aö segja hon- um, að eg ltefði slopppið. „Þú ert að villast, Mr. Örmesby. Þetta er ekki herbergi1 þitt,“ sagði hann kuldalega. „Þér skjátlast, pasja. Það crtt nú liðnir nokk- urir klukkutímar síöan eg var gestur þinn, og á þeim klukkutímum hefir margt gerst.“ Efasemd, reiði, tortrygni, ótti og hatur kom alt fram i augnaráði hans, en hann stiiti sig aðdáanlega og sló frá sér hendinni brosandi um leið og liann scttist niður aftur við borðið. „Eg er alt of önnum kafinn við þýðingarmikil mál til þess að sitja á tali við jafnvel eins tignati gest og þú ert." „Þú heldur fram sama misskilningnunn. Eg er nú ekki hér i varöhal(li.“ Eg gat ekki stilt mig um að skemta mér með því að erta hann . ,,Á eg að láta vinnumennina sækja þig í annað sinn?“ spurði liann önugur. „Það er betra fvrir þig að heyra fyrst fréttjmar —Þ)ví 1 >að eru einmitt fréttirnar sem þú bíður eftir og átt von á.“ „Hvað áttu viö?“ spurði hann nteö liæðnisglotti. „Fréttir—frá Gullhorni, pasja,“ sagði eg með hægð og gætti' þess nákvæmlega hver áhrif orð mín hefðu. En hann ypti einungis öxlum og setti upp fyrirlitningarsvip. „Þér lætur það vel aö tala á huldu,maöur minn.“ „Viitu gera svo vel að ávarpa mig með tignar- náfni mínu?“ sagði eg. „Tignarnafni'?" sagði hann og rak ripp fyrirlitn- ingarhlátur. „Ilvað cr það, má cg spyrja.''" „Eg er Ormesby i>asja; hans hátign soldáninum hefir þóknast að sæma ntig nafnbót þeirri og upphefð íyrir að hjálpa til aö bjarga hointm út á Gttllhorni i nótt.“ Af öllum msetti' reyttdi hann aö gugna ekki óg halda við hæönisglottiuu á andliti sínu, en honum tókst það ekki. Til sliks hafði hann jafnvel ekki nægan viljakraft. Hann varð niðurlútur, starði niður á skrifborðið sitt og krepti hnefana utan um stól- brúðirnar; smátt og smátt færðist roðinn úr an^liti hans og það varð öskugrátt, og honum varð þungt um andardráttinn. Tvisvar eða þrisvar reyndi hann að renna niðtir munnvatni sínti, en gat þaö ekki, og varir hans urðiK.þurrar og bláar. Hræðileg ttmskifti á öðrttm eins herra geös síns—umskifti. sem sýtidu, að ltann las dauðadóm sinn út úr orðum ínínum ef þatt reyndust söttn, og verra en dauðadónt: sntáu, fyrirlitning, eyðtleggútg. Þegar hann loks fékk nóg vald yfir sér til að líta upp, þá var andlit hans horað og innfallið eins og hann á þessum fáu augnablikum hefði gengið í gegn unt tíu ára beiskar þjáningar; og þegar hann loks tók til máls, þá var málréimurinn dimmur og rárnttr. „Hvers vegna kemur þú til aö segja ntér þetta ?‘ „Það er í engtt vináttu skyni, eins og þú getur ímyndaö þér; heldur er það vegna þess, að nú ert þ’ú á mínti valdi í staö þess, að eg var áðttr á þíntt valdi. Hús þitt er umkringt af hirðliði hans luátign- ar; þjónar þínir eru ttndir gæzltt likðsins, og hérna frammi í gangintun bíða ntenn, sem, ef eg kalla til þeirra, koma inn hingað og varpa þér í fangelsi, þar sem þú verður látinn bíða hegningar þeirrar, sem við háðir vittint að þú hcfir ttnniö til.“ „Þetta er ekki satt,“ sagði hann og gerði mikla tilraun til að ná sér. , „Reyndu á það. Reyndu að kalla þjóna þína; nei. farðu sjálfur og sjáðtt." Hann fór að ráðttnt ntínum og hringdi borð- klukktmni, og svo biðtim við þess þegjandi, að sjá hver áhrif það hefði. Þegar enginn . gegndi, þá hritigdi hann í annað sinu, Itærra eu áður; og þá ruddust herniennirnir fjórir inn, því þeir héldu, að eg hefði liringt og þyrftí þeirra með. „Vildir þtt finna okktir. eksellensa?“ spttrði einn þeirra mig. „Nei; vcrið þið kvrrir á ykkar stað,“ svaraði eg þeir fóru. „Ef til vill ert þú nú ánægður?" sagöi eg, og var útlit hans mér fullnægjandi svar þótt ltann ekki hefði eifihverju stunið ttpp til samþyktar, sem ómögulcgt var að skilja. Þá varð löng þögn, og sat ltann á meöan hreyf- ingarlaus eins og myndastytta liklega viö að fata yfir allan svikavefinn með sjálfum sér og vita hvort hann hvergi fyndi óslitinn þráð sér til hjálpar. Alt í etnu var eins og honum hefði kotnið ráð i hug, og ltann I leit upp og spuröi: „Hvers vegna býður þú þeini ekk? að takaunig höndunt eins og þú sagðist geta?“ og virtist mér mál- rómur hans bera vott ttm einhverja nýja von. „Eg er hér fremur í mínttnt eigin erindagjörð-' um en sem fulltrúi hans hátignar. Fyrir glæpi þína gegn soldáninum her þér að tnæta frainmi fyrir hon- utn; en frammi fyri tnér fyrir það, sem þú hefir mér rangt gert.“ Hann hlýddi á orð mín meö gaumgæfni eins og hann vonaðist eftir einhverju sem gæti gefið honiun vonarneista. Hann var nti óðunt að hrista af sér á- hrifin af því sem eg sagði honttm fyrst, eða ef til vill hefir hann, eins og atisturlanda forlagatrúarmönnum er tamt, gert sér ástandið að góðtt og huggað sig við það, aö enginn mætti sköpum renna. Hvað sem því hefir valdið, þá fór hann nú að verða rólegur og htigsa málin meö sinni eðlilegtt slægð. Og langt var frá þvi, að eg gæti farið nærri ttm það, hvaö hann ætlaði sér. „Finst þér þú fara sanngjarnlega aö við mig?“ spttrði hann. „Líf þitt var í hendi mér fyrir fáttm klukkutímum síðan; notaði eg mér það?“ „Eg hefi enga hugmynd unt, hvað þú hafðir í hyggjtt að gera.“ „Er það sanngjarnt svar? Eg hefði getað tekið þig af lífi án þess nokkur einasta sál á Tyrklandi hefði nokkurn tíma um það vitaö. Þ vert á móti refs- aði eg þjónum mínum harðlega þegar þeir móðguðtt þig. Það mátti svo heita, að eg léti þig ganga laus- an, vegna þess eg gerði mér von uin, að þtí nmndir taka tignarstöðu þeirrt, setn cg battð þér; og nú ferst þér svona, af þvi eg var meinlaus og góðgjarn ntóf- stöðumaður þinn. Jæja, þú hefir ttnniö, og eg ltefi tapað—gerðtt hvað sent þér sýnist.“ „Meinleysi þitt og góðgirni kom fram í því að reyna að múta tuér til þess að svíkja vin minn, og þegar eg neitaði því boði þínu, þá hneptir þú ntig í fangelsi á rneðan þú varst að koma ráðabruggi þíriu frarn og stela systur þessa vinar míns.“ Hann hrökk við þcgar eg sagði þetta og skotraði til mín attgun- um, tindrandi og slægttm eins og í hreysiketti. „Svo þ a ð er ranglæti mitt gagnvárt þér per- sónulega," sagði hann meö hægð . „Það er hennar vcgna, sem þú leitar fyrst á rninn fttnd. l lún er góð- ur kvenkostur—hver helzt sem maðttr hennar verður, verði þar nokkttrn tíma ttm eiginmann að ræða." Eg beit á vörina og dró þungt andann af reiði, og eg ekki betttr séð enhann fagnaöi yfir þvi að hafa sært mig. „Eg kom hingað til þess að fá fréttir af henni," svaraði eg gremjulega. „Eg hefði mátt vita það.“ I fann hallaði sér aft- ttr á bak í stólnum og horfði á mig með gletni og for- vitni og lét hrýrnar síga. „Þegar eg virði þig fvrir mér, eksellensa,“ sagði hann hægt og hæðnislega og tneð fyrirlitningu t rómnum, svipnttm og látbragöi, „og hlýði á orð þín, eksellensa, og tek eftir hæð, dýpt og brejild sálargáfna þinna, eksellensa, þá skammast eg ntín og lítillækkast. Að hugsa sér ann- að eins og það, að eg skttli verða að bera þá beisktt læging að sjá ekki við öðru eins og þér.“ Náttúrlega hló eg að þessu. Mér stóö bókstat’- lega á satna um á'lit hans á mér. „Eg efast ekki ttm, að þú finnir til þ,ess,“ sagðj' eg tneð léttúð. Hlátur minn og léttúð særði hann og greip hanji því aftur til þess, sem hann vissi aö mér kotn verst. „Svo þú elskar þessa Bandaríkjastúlku, og mátt ekléi til þess hugsa, að hún sé í faðmlögum við eih- hvern annatt tnann? En með tímanum getttr svo far- ið, að hún fái ást á honum, því að kvenfólk er kven- fólk, og hann er þö að minsta kosti karhnaður!“ „Svo þú ætlar þá ekkert að segja mér?“ svaraði eg einbeittur. „Þú veizt hvar MNs Grant er niðttr- komin.“ „Eg veit ltvar kona sú er. sem einu sinni var Miss Grant.“ Hann vissi vel hverttig hann átti að særa mig. „Og neitar að segja mér það? Svaraðu mér fljótt því eg get ekki eitt tímanum svona. Og það læt eg þig vita, að þú berð ábirgðina af því að neha ntér.“ „Ilvað getur þú gert mér?“ Og þegar ltann leit til mín, fanst mér aftur augnatillit ltans bera vott uhi einhverja von. „Eg læt umsvifalaust handtaka þig.“ „Og neiti eg ekki?“ „Gefir þú mér upplýsingar, sem verða til þess, að eg finni Miss Grant. og hana hafi enga ógæfu hent, og afhendir þú mér enn framttr Haidéc Patras, þá mátt þú óáreittur fara þína leið mín vegna.“ „Haidée I’atras! Svo þú ert þá ekki jiasja til einskis, eksellcnsa.“ „Þú getur hætt öllu spotti; það er ekki til neins annars en espa mig.“ „Og hvað gerir það mér?“ „Séu konuruar báðar hér, eins og eg held, og þú afhendir mér þær báðar, þá skal eg láta her- mennina yfirgefa hújs þitt og sjá svo um, að þú get- ir flúið.“ Mér sýndist dofna yfir honum við þessi orð mfn. „En séu þær nú ckki hér?“ „Er hvorug þeirra hér?“ Eg gat ekki varist að láta heyra á mæli mínu, hvað órólegur eg var, og hann tók eftir því og dró mig á svarinu. „En séu þær nú ekki hér?“ sagði hann í annað sinn. „Segir þú mér, að þær ekki séu hér, þá læt eg leita þeirra i kvennabúri þinu.“ „Vantrúarhundur! Það leyfir þú þér ekki!“ hrópaði hann bólginn af reiði. „Þú veizt vel, að þ» l>orir ekki að gera slíkt. Þú þekkir lögin, og veizt, að enginn maður, í hvaða stöðu sem hann er, leyfir sér að stíga inn fyrir þröskuldinn á kvennabúri ann- ars manns. Sýndu þíg í því að brjóta. lögin ef þú þorir. og munu þá hermennirnir, sem þú reynir að nota til þess að fótumtroða lög spámannsins, snúaSgt gegn þér.“ „Svo þær eru þá þar inni eins og eg bjóst við?“* „Þú lýgur, vantrúarhundurinn þinn,“ hrópaði liann með óstjórnlegum reiðiofsa og glápti á mig eins og vitstola maður. Það stökk út í mig blóöið af 'smánaryrðum lians, °g eS mátti a mér sitja að enda ekki samtalið og láta hermennina taka hann. ,,\ ið skulujn sja ti1.“ svaraði eg stillilega. „Eg sagðist ekki ætla mér að litilsvirða lög þau, sem mér eru kunn, en eg sagðist láta leila i k.vennabúrinu ef á þyrfti að halda. Eg ætla mér að vita vissu míýia.“ Hann var fljótur að átta sig á því, að hann hafði verið of bráður á sér. „Eg hljóp á mig, eksellensa, cg tek aftur þaö sem eg sagöi.“ Eg gaf oröum hans engan gaum, heldur opnaði stofuna og bauð ei'npm hermanninum að kalla flokks- foringjann. „Þú iðrast þess ef þú lætur þá taka niig,“ sagði Marabúk í flýti og áhyggjufullur. „Eg er ekki búin við þig enn þá,“ svaraðí eg; og þegar Ilassin Bey kom inn sagði eg hontim, að eg héldi, að þær, Edtia og Haidée, væru geymdar í kvetinabúrinu og, að ,cg yrði að vita með vissu hvort svo væri eða ekki. Hann benti inér á, að enginn ntað- ur mætti ganga i»in þangað, svo eg las honum um- boðsbréf soldánsins, sem hafði sérlega mikil áhrif á hann, og bauð honum að ná æðsta geldingnum eða einhverjum öðrtini og gæzlumanni kvennabúrsfns og íá á þann hátt sannleikann að heyra—með pynding- uin ef til þyrfti að taka, en sannleikann livað sem það kostaði. Af ásettu ráði lét eg Marabúk heyra skipun mína og þegar flokksforútginn var aö ganga fram úr stof- unni til að framkvæma hana, þá tók Marabúk í strenginn eins og eg bjóst við og vonaði. „Eg þoli ekki slíka sv'tvirðing,“ sagði ltann. „Gríska konan er í kvennabúrlnu en Bandaríkja- stúlkan ekki.“ „Sendti eftir henni,“ sagði eg kuldalega og battð foringjanum að bíða eftir skilaboðum til þjóns eins, sem Marabúk neftuli. Mér þótti vænt ttni að hafa þó unnið einhvern bug á lionunt, og beið þess með óþreyju að Haidée kærni, því eg óttaðist, að hann hefði ekki Sagt mér allan sannleikann. „Væri Bandaríkjastúlkan hér þá mttndi eg af- henda þér hana,“ sagði hann. „En hún er hér ekki, æg sver það við legstaði feðra mfnna.“ Eg svaraði engu; en undir eíns og inn var kom- ið með Haidée—veiklulega, föla og ósegjanlega sorg- bitna — þá tók eg hana afsíðis og spurði’ hana á enskti, livort hún ekkert vissi um Ednu. „Eg veit ekkert um hana, Mr. Orntesby, annað en það, að hún er hér ekki. Um það er eg fullviss. Ertu kominn eftiv ntér? I gttðs bænum taktu mig á burt héðan. Strið þetta er að gera út af við mig.“ „Já, þú getur farið héðan með mér;“ og svo lét eg Hassim Bey fylgja henni út í vagninn, en sjálfur vék eg mér að Marabúk á ný. „Neitar þú enn þá að segja mér neitt? Eg ætla mér ekki að spyrja þig oftar," sagði cg ógnandi. „Segi eg þér alt, sem eg veit?" „Þá skalt þú verða látinn laus undir eins og Miss Grant er komin í hendur okkar heil á hófi.“ „Og þangað til?“ „Verður þú hér, og vörður um húsið.“ „Að hverjtt leyti er það betra en að láta hand- taka sig?“ „Það kemur ntér ekki við.“ Allra snöggvast sat hann hugsandi, og svo leit út fvrir aö liann liefði komist að ákveðinni niðurstöðu. „Eg skal þá segja þér það,“ sagðf hann og horfði i augtt ntér, og dauðlegt hatur brann úr augum hans. „Hún er kona, eða hjákona hundspottsins hans Stef- áns spæjara. Hann ltefir flúið með liana til fjalla og nú er hann vafalaust búinn að —“ , „Þagnaðu,“ hrópaði eg. _ ... . „

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.