Lögberg - 25.01.1906, Side 4

Lögberg - 25.01.1906, Side 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1906 pgberg «r gefiS út hvern flmtudag af Tlie Liögberg Prlntlng & Publlshlng Co., (löggllt), aS Cor. William Ave og Nena 8t., Wtnnipeg, Man. — Kostar »2.00 um áriS (á Islandi 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Elnstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publlshing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price »2.00 per year, pay- able in advance. Single copieB 5 cts. S. BJÖRNSSON, Edltor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýslngar I eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tima, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda veröur a8 tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaö Jafnframt. Utanáskrift til afgreiöslust. blaSs- lns er: The LöGBERG PRTG. & PUBL. Co. p. O. Bo.t. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjðrans er: Edltor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á bla8i ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er I skuld vi8 bla8i5. flytur vistferlum án þess a8 tilkynná heimilisskiftin, þá er þa8 fyrir dömstölunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvtslegum tilgangi. Manitoba fylkisþingið Og nokkur atriði úr ræðu Lagimo- diere, þingmannsins fyrir Le Verandrye. Á þinginu liefir fátt gerst sögu- legt enn s>em komið er. Nefndir hafa verið kosnar eins og lög gera ráð fyrir, og þingmenn tekið að starfa í þeim. Helztu frumvörp, sem Hggja fyrir þinginu, eru: frumv. til laga um hækkun skatta á járnbrautar- félögum, frv. t. 1. um málþráða- lagningu, frv. t. 1. um viðauka á vínsölulögunum, þar sem meðal annars að vínsalan sé takmörkuð í Winnipegbæ og eigi að eins að vera leyfð innan fyrstu eldmarka- línunnar. Enn íremur frv. t. 1. um breytingu á kosningalögun- tim,, frv. t. 1. um liækkun launa dómenda o. s. frv., og munum vér síðar skýra frá byr þeim er þau fá á þinginu. Allharðorðir voru sumir liberal þingmennirnir í garð fylkisstjórn- arinnar út af ýmsum miður heppi- legum aðgerðum hennar á fylkis- málum, einkum Wm. Lagimodiere þingmaður frá LaVerandrye. Tók hann til athugunar aðferð Roblin- stjórnarinnar viðvíkjandi flóa- löndum fylkisins. Á liðnum síð- ustu 19 árum kvað hann, á þeim níu árum sem conservatívstjórnin hefði setið að völdurn, hefðu 388,692 ekrur verið yfirfærðar til fylkisins af sambandsstjórninni, en á tíu árum Hberalstjórnarinnar 895,567 ekrur, eða nálega helm- ingi stærra landflæmi, á jafnlöng- um stjórnartíma. Þetta kvað hann meðal annars sýna, á hve veikum rökum árás- irnar á sambandsstjórnina væru og ósanngjarnar, út af því, að hún væri óörlát við fylkið. En það sem mestu skifti, og það sein sér- staklega bæri að taka til athugun- ar, væri stjórn og eftirlit þessa yfirfærða Iands, eftir að það væri lagt til fylkisins, því öllum fylkis- búum hlyti að vera það áhugamál, að fylkinu væri gert sem mest úr eignum þess.. F.n hvað þessi lönd snerti þá væri Iangt frá því, að fylkisstjórnin hefði um það hirt. Hún hefði selt mcgin þess lands gróðabrallsmönnu. sem hefðu látið lönd þau, t þeir keyptu, standa ósnert og nriin, þangað til bændur þeir, sr 1 grend við þau bjuggu, hefðu með erfiði sínu og bót á eigin hjá liggjandi lönd- um, komið þessum gróðabralls- landskikum í verð, þar eð þau lágu t grend við þeirra lönd, sem vrkt voru og í álit komin. Þetta sýndi meðal annars, hve ant fylkisstjórninni væri um hag bændanna. — Enn fremur kvað hann Roblin-stjómina hafa verið alt of óprútna í sölu meiri hluta þessa lands, og hún hefði ósjaldan ekkert um það hugsað, að fá fult verð fyrir löndin, enda hefSi hún stundum verið bundin þar í báða skó, því að oft hefðu það verið góðkunningjar hennar, sem litið hefðu löndin girndarauga, og hún þá ekki verið að éta sig lengi sund ur og saman um það, en slett í þá bitanum fyrir lítið. Sem dæmi þess nefndi hann 6,700 ekrur af landi, sem fylkis- stjórnin hefði selt einum gæðing sínum fyrir $2.40 ekruna, eða alls fyrir $16,000. Land Þetta Hggur í „township“ 17, „range“ 11. Gæðingurinn mundi hafa lraft all gott upp úr þessum kaupum við stjórnina, því að hann hefði síðan selt landið félagi einu, er ágirntist það, en haldið þó eftir nokkrum hundruðum ekra af bezta hluta þess. — En í boðsriti því á land- inu, setn þingmaðurinn hefði við hendina, og sem beint væri bygt á lýsingum af landinu, fengnum hjá fylkisstjórninni, sem hann kvað og vera mjög nærri sanni, þá væri sá hluti landsins, sem kunninginn seldi„ nú virtur til söluverðs á $200,000. Þó að eigi væri enn kunnugt um upphæðina, sem hann fékk fyrir landið hjá félaginu, þá sæi það hver skynberandi maður, að fylkið hefði þarna verið svift fleiri tugum þús.,sem fylkisstjórn- inni hefði nú dottið í hug að gefa einum kunningjanna.og synd væri það að segja,að hún bæri eigi hag þeirra fyrir brjósti, jafnvel þó hún yrði að gera það á fylkisins kostnað. Annað dæmi tilfærði þingmaður- inn, þar sem fylkisstjórnin hefði selt William Mackenzie 250,000 ekrur á $1.56, en sem eftir allra kunnugra manna máli væru marg- falt meira virði. Yfirleitt kvað hann stjórn ogeft- irlit flóalanda fylkisins svo ábóta- vant, að hann kvaðst álíta það beinlínis ranglátt af sambands- stjórninni, að yfirfæra nokkur fleiri lönd til fylkisstjórnarinnar, nema algerð breyting yrði gerð á stjórn þeirra og eftirliti. Eins og nú væri, þá seldi fylkisstjórnin eftir því meira af þesum löndum í hendur vina sinna og annarra gróðabrallsmanna, sem hún fengi meira af þeim úr að moða, en sú sala leiddi eins og hann hefð áður sýnt ýmist til að skaða bændurna, ef þeir vildu kaupa hjáliggjandi lönd, eða fylkið í heild sinni, þar sem það yrði fyrir hallanum sem af því leiddi að fá eigi fult fyrir eignir sínar, er seldar væru. Aftur á mo 1 f fylkisstjórnin vildi breyta til (>g haga aðallega sölunni þannig, >.6 löndin kæm- ust í hendur nýbyggjara og bænda og haldið væri þannig eitthvað í áttina til þess að greiða fyrir blómgun, byggingu og landnáms- aukningu í fvlkinu, og eigi væru meir en 460 ekrur seldar mest hverjum manni, þá kvaðst hann eigi sjá annað, en verið væri að vinna fylkinu bersýnilegt gagn, og með þeim skilyrðum kvaðst hann vilja gera alt sitt til þess að fylkið fengi svo mikið af, yfir- færðu landi eftirleiðis sem auðiö v*ri. Andstæðingaflokkurinn, með stjórnarformanninn í broddi fylk- ingar, hefir síðan gert tilraun- ir, til þess að andmæla ræðu þing- mannsins, en j>ar sem hann hafði órækar skráðar sannanir fyrir máli sínu, strönduðu þar á öll andmæli, svo að framburður hans stendur í öllum aðalatriðum óhaggaður, en alt af þyngist syndabagginn á aumingja fylkis- stjórninni, og ólikt að hún treystist til að sliðrast með hann langa hríð enn þá, með þessu áframhaidi. Kornhlöðurnar í Canada. Það sem mest á ríður fyrir hvert land er það, að liægt sé að sýna með rökum að framleiðsla þess sé mikil, og þvinæst að fyrir- komulagið, hvað það snertir að geta geymt tr>ggilega og flutt á sem ódýrastan hátt a'furðirnar á heimsmarkaðinn, sé í bezta lagi. Hygnir menn, sem haft hafa „afl þeirra hluta er gera skal“ í hendi sinni hafa gert ákaflega mikið í þarfir hveitibændanna í Canada. Hefði alt það verið ó- gert látið stæðu enn í dag víð- áttumikil landflæmi af hinu bezta hveitiræktarlandi sem til er ónot- uð og ósnert. En hér er öðru máli að gegna. Nú streyma bændur hópum saman frá Bandaríkjunum til Canada, og sama er að segja um ýmsa þjóð- flokka frá Norðurálíunni. Að hafa hús yfir og flytja á heimsmarkaðinn hinar mörgu miljónir bushela af hveiti, sem bændur í Canada hafa til sölu nú orðið á ári hverju, er ekkert smáræði. Þar er um þaö að tefla, að koma hveitinu ofan úr sveitum og til sjávar á sem ódýr- astan og hagkvæmastan Iiátt. — Fyrst af öllu lá það fyrir að koma hveitinu að stórvötnunum, og svo að hafa þar hús yfir það, um lengri eða skemmri tíma, þangað til það væri flutt lengra áleiðis. Til þess að byrja með bygði svo Can. Pac. járnbrautarfélagið stóra kornhlöðu nálægt Fort Wjlliam, við Superior vatnið. Síðan eru nú rúmlega tíu ár liðin. Þessi kornhlaða rúmaði eina miljón og tvö hundruð og fimtíu þúsundir bush., en varð brátt ónóg. Járn- brautarfélag þetta hefir síðan bygt fjórar slíkar kornhlöður í Fort William, og getur nú í einu geymt þar undir þaki átta miljónir busli- ela og fimm hundruð þúsund. — Fyrir utan þessar kornhlöður er nú í FortWilliam „Empire“-korn- hlaðan, sem rúmar eina miljón og sjö hundruð þúsund bushela, og Ogilvie kornhlaðan. sem rúmar fimm hundruð þúsund bushel. — Þannig rúma kornhlöðurnar í Fort William að samtöldu tíu miljónir og sjö hundruð þúsundir bushela af hveiti. í Port Arthur, sem er í grend við Fort William, hefir Canadian Northern járnbrautarfélagið látið byggja hina stærstu kornhlöðu, sem enn hefir reist verið, og er sagt að hún rúmi sjö miljónir bushela. King-kornhlaðan í Port Arthur tekur átta hundruð þúsund bushel. Að samtöldu rúma korn- hlöðurnar í báðum borgunum, F’ort William og Port Arthur, átján miljónir og fimm hundruð þúsund bushel af hveiti. Þétt upp að þessum kornlilöð- um er htegt að fleyta skipum, sem rista átján fet. Væru nógu mörg skip fyrir hendi í einu væri hægt að ferma fjögur hundruð þrjátíu og fimm þúsund bushel á hverri kJukkustund roeð þeim áhöldum, sem eru fyrir hendi. Og í koro- hlöðurnar er hægt að affermaeitt hundrað fjörutíu og fimm járn- brautarvagna, eða eitt hundrað fjörutíu og fimm þúsund bushel á sömu tímalengd. Þurfi sérstaklega að keppa við má jafnvel gera enn betur. Fyrst framan af var það erfiö- leikum bundið að hafa til geymslu htis hér í Canada þar sem hægt væri að safna saman hveiti bænd- anna til geymslu. Menn björguð- ust þá við litlar komhlöður og skúrbyggingar meö flötu þaki. En svo för hveitiræktunin og upp skeran vaxandi ár frá ári, og til þess að ráða fram úr því aö koma upp geymsluhúsum yfir hveiti- uppskeruna voru komhlöðu-fé- lögin ýmsu mynduö, sem höfðu mikið fé handa á mtfli. Þessi félög létti nú fara að byggja stór- ar kornhlöður alls staðar þar sem líkindi voru til að markaðsstaðir gætu myndast. Árið 1900 var þegar búiö að byggja fimm hundr. og nítján af þessum rauðmáluðu kornhlöðum hingað og þangað á slettlendinu í Canada. Að saman- lögðu rúmuðu þœr fimtán miljón- ir þrjú hundruð sjötíu og níu þúsundir bushela. Nú eru korn- hlöðurnar tíu hundruð og átján að tölu, rúma fjörutíu og sjö miljónir bushela og kosta ná- lægt fimtíu og fimm miljónum dollara. Með öllum þessum kornhlöðum hefir landstjórnin sérstakt eftir- lit, og í því sem öðru sýnir hún að hún ber hag bændanna í Can- ada fyrir brjósti. Pólitíkin í íslandsblööunnm Maður gripur varla svo upp blað frá íslandi nú í seinni tíð, að meiri hluti alls ritmáls, aö aug- lýsingum og fréttum frádregnum, sé e!<ki nær því tóm pólitík. Hvor flokkurinn um sig neytir allra bragða, heiðarlegra og ó- heiðarlegra, sannra og ósannra, til þess að níöa hinn, sverta og ó- frægja. Örgustu persónulegar skammir í garð ritstjóranna vega þar salt, á móti amiars vegar níði um stjórn þá, er nú situr að völdum, eða þá hins vegar hóflausu hóli og skjalli, sem hún alls eigi á skilið, frekar en alt óorðið, sem á hana er borið. Yér skulum eigi dvljast þess, að vér vorum aldrei þeirri stjórn eða þeini flokki sinnandi, er völdin hefir nú á Fróni, en þrátt fyrir það, sjáum vér ekki hvað upp úr þessum óþrjótandi eltingaleik, og marg útbrotnu róstum,stöðugt um sama atriði, getur hafst. Þó maður heyri nokkrum sinn- um vel sagða sögu, er varla nokk- ur svo einltæfur í hugsun, að hann felli sig alt af við sömu söguna og söniu tegund andlegrar fæðu. Það getur eigi hjá því far- ið að menn trénist upp á því, leið- ist það, og hætti að lesa það með nokkru athygli. Þar er ekkert nýtt nú um langan tíma viðvíkj- andi stjórnarmálunum, og það er nokkuð ólystugt og ógirnilegt til fróðleiks, að vita upp á hár hvað sagt muni verða, jafnvel áður en maður byrjar að lesa. Það munu flestir játa,að heima- blöðin eru orðin alt of einhliða hvað þetta snertir. Vitanlega eru þau af öllum kröftum að berjast fyrir flokksmálum sínum,og beina öllu sínu andans magni að því eina áhugam'áli. En er það rétt? Er þaö rétt, að láta öll önnur á- hugamál þjóðarionar sitja á hak- anum fyrir andstæðum skoðunum í pólitík? Vcr getum alls eigi séð það. Væri eigi ákjósanlegra fyr- ir alþýðuna. að heyra eitthvað á mentamálin og atvinnugreinarn- ar minst og holl ráð og heppileg þar að lútandi gefin, af munni hinna margfróðu ritsnillingia ? Þvi verður auðvitað eigi neit- að, að það er óhjákvæmilegt og nauðsynlegt, og af hverjum sönn- um leiðtoga og flokksmanni heimt- að, að hann haldi uppi heiðri flokks síns og sýni fram á yfir- burði hans gagnvart öðrum flokk- um. Sé það gert réttilega og samvizkusamlega, við öll viðeig- andi tækifæri, þá virðist árangur- inn mundi verða talsvert ákjósan- legri og vænlegri til að efla fylgi, heldur en sí og æ að vera að kald- hamra inn í fólkið, alveg sömu meininguna að eins með breyttri jdirskrift. Slíkt hlýtur að þreyta alla, nema pólitíska sérvitringa, gera menn leiða á málefninu og drepa niður löngun og áhuga al- þýðunnar á þessu uppáhaldsmáli blaðanna, og þá væri til lítils bar- ist. Vér göngum að því vísu, að líkt hefði farið, þó að stjórnin hefði verið valin af hinu liðinu. Sömu hefðu orðið skammirnar, brigslin og málshöllunin á báðar vogir. Mundi eigi heppilegra fyrir þjóðina að fá að melta allan böl- bænaforðann, þó ekki væri nema fáar vikur, í ró og næði? eða gefa henni, þó aldrei væri meira, dálít- ið skikkanlegri skamt af þessum lífsins „Elexir“. Það mun mega segja, að póli- tik sé sameiginlegt flutningsmál flestra blaða heims, en stórblöð annarra landa flytja hana aldrei eingöngu, þó að fréttir og aug- lýsingar séu frádregnar, og eng- um getur þó blandast hugur um það, að fleiri þjóðir þurfa á henni að halda og meira að segja fult eins mikið og íslendingar nú. Blöð stórþjóðanna beita sér sér- staklega í pólitískum málum, þeg- ar þess konar Hggur beint fýrir, svo sem fyrir kosningar og því um Hkt, en halda svo þess utan fram stjórnfræðisstefnu sinni skamma- lítið og tíðast laust við „persónu- legheit." Nú t. d. heima á Fróni liggur ekkert slikt beint fyrir. Ónotin og erjurnar eru mestmegn- is um orðinn hlut, sem eigi verður breytt, með persónulegum erting- um og áreitni. Verður því eigi betur séð, en bæði blöðin og les- endurnir hefðu gott af því að lofa blóðinu að kólna um hríð, en að . málgpgnin flyttu aftur dálítið meira af nytsömum andans fróð- leik, sem nóg er til af, í hinum æruverðu grákollum hinna snotru ritsmiða, í staðinn fyrir þenna eintóma, margþvælda, pólitiska uppétning,sem allir þeir, erblöðin hafa séð á seinni tima, eru orðnir dauðleiðir á, og kunna alveg ut- anbókar fyrir löngu siðan. Aðskilnaöur ríkis og kirkju Frakkland er hið fyrsta land hins ganila kristna heims, sem hefir nú nýlega stigið hið þýðing- armikla frelsis-spor, að dæmi Vesturheimsmanna og dregið kirkjustjómina og kirkjumálin undan úrskurðarvaldi og ráðs- mensku ríkisins. Strax i sumar í J úlímánuði samþykti fulltrúaþing þjóðarinnar frönsku aðskilnaðar- frumvarpið, og í næstliðnum mán- ujöí gaf ríkisráðið samþykki sitt til þess að lögin gengju í gildi. Árið 1789 þá var trúarbragða- frelsið lögtekið á Frakklandi, og var það spor að nokkru leyti í sömu átt stigið. Hii. nýsamþyktu lög um að- skilnað ríkisins og kirkjunnar ná að eins miklu lengra. Þau gera trúarbrögðin að einkamidum landsbúanna. Þegar trúarbragða frdsið var veitt, hætti ríkið að hafa afskifti af því, hvaða á- trúnaði hinir ýmsu trúarbragða- flokkar landsins fylgdu; nú eftir að þesi nýju lög hafa öðlast gildii, hættir það að taka þátt í trúar- bragðamálum j-firleitt og að hlynna að einni trúarbragðastefnu á annarrar kostnað. Eins og gefur að skilja, verður breytingin bæði víðtæk og afleið- ingamikil. Nú hættir stjimfn eða mentamálaráðgjafinn, eins og «ð venja hefir verið, að útnefna bisk- upana, og ríkið hættir að borga andleggrar stéttar mönnum laun úr ríkissjóði, sem árlega hefir í því landi numið hér úm bil fjöru- tiu milj. franka. Ríkið gerir söfnuðunum svo létt sem auðið verður með að mæta launagreiðslu andlegra em- bættismanna. Launagreiðslunni verður því eigi varpað á herðar safnaðanna alt í einu.heldur smátt og smátÉ, eftir því sem efni og á- stæður leyfa, og hins vegar ætlar stjómin að greiða fyrir frísöfnuð- unum með hagvænlegum kjörum á ýmsan veg. Þó að lögin ákveöi að guðsþjónustuhúsin séu eign þjóðfélagsins í heild sinni, þá á- kveða þau og, frísöfnuöunum til hagræðis, að þeir skuli hafa þau til afnota fyrir sama sem enga árs- leigufi frnka fyrir hverja kirkju) um marga áratugi. F.ftir því sem á lögunum verð- ur séð, þá eru þau bæði frjálsleg og nærgætin sérlega í flestum greinum. Þegar munka og nunnuregl- urnar voru leystar upp.þegar skól- um var lokað, og við kváðu kvein og kvartanir bændanna í Bretagne út af ósannsýni þeirra laga.er slíkt heimiluðu, þá virtist ineð réttu, að mðningsmenn (radicalistsj á Frakklandi færu nokkuð ómjúk- um höndum um trúarbragðafrels- ismálin. Þessi lög, sem frá sama flokkn- um eru runnin, þau eru aftur á móti réttlátleg gegn þeim sem ut- an kirkjunnar standa, án þess að þröngva kosti þeirra, sem til- heyra henni. Lög þessi liafa myndast og gengið í gegn án þess að koma af stað hinum tíðu erjum og illind- um, sem mörg önnur miður nauð- synleg lagaákvæði hafa vakið. Fyrir nokkrum árum síðan leit svo út, sem lög þessu lík ættu býsna langt í land, og hugmynd manna þá, var alment sú, að þau mundu óframkvæmanleg nema með hörðum bardaga og miklum orðasennum. En það hefir nú reynst öðru nær. Alt hef- ir gengið af með mesta friði og spekt; fullvissan á nauðsynlegum framgangi málsins í hugskotum framsóknarmanna þjóðarinnar i heild sinni, hefir gefið því betri byr en nokkur tungumjúkur þing- maður hefði getað gert. Jafnvel hinir æstustu.meðal kaþólskra þar í landi eru farnir að sætta sig við nýja fyrirkomulagið. Það er eitt mannsnafn, sem ó- sjálfrátt hlýtur að renna manni í hug þegar litið er til þessarar nýju breytingar, sem gerð hefir verið í Frakklandi hér að lútandi, og það er nafnið Dreyfus. Bar- áttan fyrir lausn hans kom af stað nýrri byltingarvakning í Frakk- landi. Frelsishugmyndirnar frá 1789, sem sýndust vera að missa litblæ og almenn áhrif. eftir því meir, sem forgengismiinnum þeirra varð sigurinn vísari. fengu eins og nýja hvatning þegar Drey- fusarmálið stóð yfir. Óafvitandi vakti Dreyfus ruðningssinna upp af dvalanum og blés þeim nýjum framkvæmdum í brjóst. og ein af aðgerðum þeirra nú, eru þessi ný- tilorðnu lög. HVERNIG LIST YÐUR i M’.TTA! Vér bjéðum f 100 í hrert »kifti fiem Catarrh l»ko ast ekki meft Hall’s Catarrh Cure. F, J. Cheney & Co, Toledo, O. Vér u ndirskrifaftir höfum þekt r. J. Cheney f síðastl. 15 ár oif álítnm hann mjög árei&ani. mann i ölhim vtaskiftum, og sefinlega faeran um að efaa föll þau loforð er jélaa haus gerir. West ae Truax. Wholesale Drnggist. Toledo, O. Walding, KÍnnon A Marvin, Wholesale Druggists Tolodo, O. Halt’s CatarrhCnre er tekið inn og verkar bein- línie á bkSðið og slfmhimnurnar.Sek f öUum béfttua á 7jc, flaskan. Vottorð send frftt. listt’t tmmiij his ere þ»r Walv.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.