Lögberg - 22.02.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.02.1906, Blaðsíða 4
4 LOGBERG fÍMTUDAGINN 22. EBRFÚAR 1906 JJögberg er geflS út hvern flmtudag af The Ixigberg Piintlng & Publishing Co., (löggilt), að Cor. Willlam Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar 42.00 um árið (á lslandt 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Binstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printlng and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.Wllliam Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSOX, Editor. 31. PAULSON, Bus. 3Ianager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar I eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústuðaskifti kaupenda verður að tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústað Jafnframt. Utanáskrlft til afgreiðslust. blaðs- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Wlmiipeg, 31an. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjörans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Wtnnipeg, 3Ian. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ögild nema hann sé skuldlaus þegar hann seglr upp.— Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstölunum álitin sýnlleg sönnun fyrir prettvislegum tilgangi. Illniæli hrundið. Hjá kappgjörnum mönnum cr hin eðlilega afleiðing af þvi að verða undir nær því í hvaða ináli sem er, gremja, og birtist hún oft- ast hjá þorra fólks með þvi að svala sér á sigurvegurunum með ónotum einhverrar tegundar. Eðli slíkra ónota er mjög mismunandi alt eftir því hver andatis einkenni eru rikust hjá hinum sigruðu. Sumir fara hægt og gætilega í sak- irnar og byggja á rökum og sann- leik, aðrir vaða upp með fúkyrð- um og svívirðilegum staðleysis að- dróttunum eins og afturhaldsblað- ið íslenzka af altnennu kosning- unttm í Saskatchewan.þar sem það t. d. segir meðal annars að „elcki sé annað sýnilegt en allir liberalar þar séu ein samanltatigandi benda af svívirðilegustit pólitisku stór- glæpahundum." Ekki er nú nntnnsöfnuðurinn ósmekklegur eða í litlu sain'ræmi við löngu greinina, um „vöndttn orðbragðsins'- sem það flutti hérna í vetur. En á hverju byggir blaðið nú þessa gull-fallegu uppgötvun, sem það hefir gert á Saskatchewan- búum? A því, að það þykist hafa heyrt einhvern ávæning af þvt, að mál hafi verið hafið gegn tveimur eða þremur liberölum kjörstjórum í Prince Albert kjördæminu, út af óreglttlegri kosninga aðferð og að þeir hafi verið sektaðir fyrir það. En þó ekkert glæpsamlegt yrði sannað upp á þá. þykist blaðið víst vera um að þeir séu dómsekir, og ályktar svo af því, að alltr liberal- ar þar séu pólitiskir stórglæpa- hundar. Engum heilvita manni getur dulist á hve mikilli sanngirni og vitsmunum önnur eins staðhæfing og þessi er bygð, að því sleptu, hve falleg hún er og heiðarleg!! Eins og áður er sagt,er ekki svo ^að skilja, setn neinn glæpttr hafi sannast upp á þessa ólánssömu kjörstjóra, sem öllum þessum ó- sköpuni komu á stað. Þeir hafa að eins fengið lítilfjörlega fjár- sekt. Meiri var glæpurinn eklci. Hefði ttm nokkurt glæpsamlegt at- ferli verið að ræða vita allir að smá-vægileg fjársekt getur ekki afplánað það hvorki hér í landi né annars staðar. Ekkert hefir lield- ur fram komið í þessu máli, er bendi til þess að nefndir menn hafi unnið til slíks eða eigi það i væn<l- um. Þar sem hvorki kjörstjórarnir, né hinn annar hluti Saskatchewan- búa, sem blaðið ræðst þannig á, hafa gefið minsta tilefni til þess- ara dónalegu smánaryrða, eru þatt attðsjáanlega ekkert annað en fúl- asti rógur og illkvitni, sem verðttr málgagninu sjálfu alment metið lil vanheiðurs fremur en virðing- ar, því að þó flokksbræðttr jæss kunni að klæja eyrun eftir að heyra klæki borna á bak andstæð- inga sinna, munu flestir þeirra, sem kunna að gera greinarmun á réttu og röngu, velgja við öðrum eins ósóma og því að allir mót- stöðumenn þeirra í heilu fylki séu svívirðilegustu stórglæpamenn, af því blaðið sjálft grunar tvo eða þrjá úr flokknum fyrir að hafa framið lagabrot, og sá grumtr eft- ir þvi sém áður hefir verið gjörð grein fyrir, er nánast afleiðing flokkshaturs fremur en gildra raka. Eftir því sem nær dregur end- anttm á þessari illmælis-grein blaðsins um kosningarnar, finnur það auðsjáanlega, að byggingin, sem það hefir hraunglað upp er býsna veik og getur eigi styttulaus staðið. Grípur það því til þess ráðs, til að draga úr ósómanum, sem borinn hefir verið saklausu fólki á brýn, að blanda Ottawa- stjórninni í málið og segir að skttldin liggi hjá henni, hún á „að skipa liberölunt að fremja glæpi.“ Auðvitað eru þessi heiðarlegu ummæli jafnt úr lausu lofti gripin oe annað sem blaðið hefir um mál þetta sagt, og sjáanlega ekkert annað en undirróður og getsakir, sem grernja og flokksóvild hefir til leiðar komið, og fellur því utn sjálft sig, fyrst og fremst af því, að hér er enginn dómkvæður glæpttr fvrir hendi.eða nein líkindi til að hann standi til,og í öðru lagi af því, að blaðið hefir engar sann- anir fyrir slíkum aðdróttunum gegn stjórninni, aðrar en innblást- ur sinnar eigin óvildar, sem fyrir óhlutdrægum dómara hlýtur að vera býsna létt á metunum og sjaldan hefir þótt málsbót eða rökgildi fyrir neinn málsaöila. Annars er það engin ný bóla, þó afturhaldsflokkurinn, í öngum sínum út af hrakförunum tíðum og tilfinnanlegum, leggi andstæð- inga sína í einelti. Ekki er t. a. m. langt um liðið siðan hin illræmda kjörstjóra ofsókn stóð hér í Mani- toba fylkinu út af síðustu alm. kosningunum, [>egar saklausir menn voru teknir og þraut-dregn- ir fyrir lög og dóm eins og verstu óbótamenn, með ærnum kostnaði bæði fyrir fylkið og þá sjálfa, út af ímynduðum kosningasvikum af lognum óhróðri hinna heiðarlegu andstæðinga þeirra. Og hvað hafðist svo upp úr öllu þessu dá- samlega braski? Ekki neitt. Menn- irnir voru allir fríkendir fyrir lcvið dóminum, en conservatívar fengtt af óvirðing. Annað var það ekki. Eftir öllum líkum að dæma mun þessi saskatchewanska árás af Iik- titn toga sputinin og verður flokknum álíka heiðurvænleg. Mýmörg eru þar að auki dætnin setn heyrst hafa um kosninga ó- knytti conservatíva einmitt vestan úr Saskatchewan á þessum vetri, sérstaklega í Kynbleftdinga bygð- iinum, þar sem dollarinn og whis- ky pelinn höfðu reynst afturlialds- liðinu sérlega tryggir bandamenn að vanda. , Ekki er heldur ósnotur sagan um nafnahvarfið af kjörskránni fyrir kjósendurna við Lac du Bon- net í Springfield kjördæminu við síðustu kosningar hér t Manitoba. Það kvað sent sé eigi alls fyrir löngu Itafa verið eiðfest að á téða kjörskrá hafi vantað hálfa aðra blaðsíðu, er nöfn nefndra kjós- enda átti að innihalda og þannig ltafi hún verið notuð við kosning- tiiia. (jg sem betur fer verður ó- þægilegt fyrir conservatíva að koma þar að frjálslyndis gjörræði liberala, þvt eftir að hið ihalds- sama aftwrhalds „company“ á Kennedy st. hér í bænum hafði lagt að henni líknarlófana, er hún sögð að hafa tekið þessutn dálag- legu stakkaskiftum, sem svifti nefnda kjósendur fylkisins at- kvæðuin sínum — og varðar ekki nema sjö ára betrunarhússvinnu ef ttpp kæmist hver eða hverjir herranna hefðu glæpinn framið. Og svo setur þessi flokkur einn góðan veðurdag upp sunnudags- audlit og hrópar fjöllum Iiærra fullur vandlætingarsemi,þrátt fyr- ir þó hann sjálfur virðist bera kosningarsvika stimpilinn marg- brennimerktan á baki og brjósti, og eigi óefað nýrrar innsiglingar von við næstu kosningar. Þorrablótiö. Að kveldi hins 15. þ. m. rnilli kl. 8 og 9 hófst miðsvetrar sam- kvæmi Vestur íslendinga í Mani- toba- höllinni hér í bænum. Margt var þar um manninn, nokkuð á sjötta hundr. Voru þar aðkomnir Islendingar úr nýlend- um Canada fjær og nær og enn fremur nokkrir sunnan úr ríkj- um. Mátti þar sjá ánægjttlegan fuiid margra gamalla fornvina, heyra fjörugar viðræður, fallegan hljóðfæraslátt og sjá mjúkfættan dans stíginn í hinum rúmgóða sal er til þess var ætlaður. Flestallir voru til boðs komnir kl. tæplega 9 og hófst hátíðin þá með skrúðgöngu og dansi. Dans- salurinn var mikltt stærri og skemtiiegri en áður kvað verið liafa, því í ár var sá salur til þess hafður, er áður var notaður fyrir borðsal, en nú var aftur á móti snætt í nýjum sal á sama lofti, rétt við hliðina á danssalnutn. Yngra fólkið skemti sér við dansinn en hið eldra sat og horfði á og skeggræddi um landsins gagn og nauðsynjar, og heilsaði upp á kunningjana, þangað til kl. hálf- ellefu að gengið var til snæðings. Var maturinn bæði mikill og góður og borðin fagurlega skreytt, og lá skemtiskrá fyrir samsætið hjá hvers manns diski. Eftir að fólk var undir borð sest, bauð forseti klúbbsins, hr. Ólafur S. Thorgeirsson, gestina velkomna. Ræðurnar voru eigi fluttar meðan á borðhaldi stóð eins og áður hefir verið, og er sú til- breytni að voru áliti mjög til bóta, því það mega sannarlega vera nieira en meðalræðttr, sem ekki gera fólkið dauðþreytt að sitja í sömu steilingum undir þeim í þrjár til fjórar klukkustundir, en það var tíminn sem gekk í flutri- ing þeirra nú að meðtöldum kvæð- unum setn sungin voru. Eftir að borð voru brott tekin, byrjuðu ræðurnar. Þeir sem þeim vildu sinna söfnuðust í borð- salinn, en hinir sem meira möttu dansinn sneru sér að honum. Ræðurnar voru fluttar í eftir- farandi röð: Ólafur S. Thorgeirs- son fm>nn* konungs), W.H.Paul- son fminni íslands), Dr. B. J. Brandson JMinni Vestur-íslend- lendinga), Hjörtur Leo (minni Matth. Jochumssonar), Pljálmar E. Bergmann (minni kvennaj. Að enduðum ræðunum las for- seti upp snoturt ávarp til klúbbs- ins frá BárðiSkaftfellingi á Wash- ington-ey. Ræðurnar voru allar dálaglegar og ræðumennirnir vel undir- búnir. I stað forfeðratninnis sem áður hefir verið á skemtiskránni, kom ræða Hjartar Leo fyrir minni séra Matthíasar í tilefni af sjötíu ára afntæli þjóðskáldsins, sem var hátíðlegt haldið heima á Fróni á öndverðum þessutn vetri. Á niilli ræðanna vortt kvæði sungitt: Heimboðskvöð Helga magra eftir St. G. Stephanson, Minni íslands eftir II. S. Blöndal, Vestur-íslendingar eftir Kristinn Stefánsson, Forfcðra minni eftir Sigurð J.Jóhannesson, Minni lcvenna eftir H. S. Blöndal og Þorrablót eftir M. Markússon. Þau eru birt á öðrum stað í blað- inu. Þegar ræðununt var lokið var klukkan liðlega þrjú og fóru þá margir gestanna að bftast til brott- ferðar, en dansfólkið mun margt hafa gist hjá Helga alla nóttina. Því miður getum vér fyrir eigin reynd eigi gert samanburð á sam- sæti þessu og þeim, er áður hafa verið haldin hér í sama skyni und- anfarna síðustu vetur. En að voru áliti var þetta gildi sérlega mynd- arlegt og virtist klúbbstjórnin gera sér alt far utn að láta þessa stund verða gestunum sem ánægju legasta, og á hún hrós skilið fyrir aðgerðir sítiar þar að lútandi. Fóllcið var í þetta sinn að voru á- liti alveg mátulega margt eftir húsrúminu, engin þrengsli áþekt því, sent fólk kvað hafa sér helzt til fttndið í fyrra,þar gat hver ver- ið nú sem helzt vildi,laust við allan klikkuskap og flokkaríg, sem þó viröist vera eitt hið laundrjúgasta átumein íslenzks félagsskapar hér, eigi síöur en heima á íslandi. Vera kann að suntutn hafi þótt meira gert fyrir dansfólkið, en hitt sem ekki gat eða vildi dansa, en aðal skemtanin fyrir síðar- nefnda flokkintt voru ræðurnar, og þær fékk hann að voru áliti vel úti látnar. Eftir því sem oss er frekast ttnt kunnugt, er það flestra manna tnál er þessa samkomu sóttu, að Helga tnagra hafi sjaldan betur tekist að skemta gestum síntim. Forsetaskiftin á Frakklandi. Um helgina sem leið tók nýi forsetinn á Frakklandi við völdun- um. Hann heitir Fallieres og er á aldur við fyrirrennara sinn, Lou- bet forseta, sem nú skilar af sér völdunum. Báðir höfðu þeir ver- ið þingmenn í öldungadeildinni áður en þeir tóku við forsetastörf- um, og að öðru leyti er að mörgu leyti líkt á komið fyrir þeim. Báðir eru þeir eindregnir lýðveld- ismenn, dugnaðar og skynsemdar- menn, þó ekki séu þeir álitnir neitt sérstaklega framúrskarandi stjórn málamenn. Mjög heiðvirðir menn ltafa þeir jafnan verið álitnir í alla staði, viðkunnanlegir í umgengni og lattsir við alla tilgerð og tildur. Forsetaskiftin miinu eklci að neinu leyti hafa sýnilegar venju- breytingar eða neinskonar umbylt- ingar í för með sér. Það helzta, sem máske yrði eftirtektavert væri það, að í framtíðinni yrðu viðhafnarsiðirnir í forsetahöllinni elclci eins stranglega haldnir og að undanförnu. Loubet er meiri heimsmaður en Fallieres, og var fljótur að átta sig á hvað útheimt- ist til þess, að koma frani eins og tízkan heimtar við hin opinberu hátíðahöld og gagnvart tignum gesturn. En unt Fallieres er það alment álitið, að honum ekki ntuni fara slíkt eins vel úr hendi. Tízlc- ttiva metur hann einkis og ver ekki tniklum títna til þess að hugsa um sniðið á fötunum sínum né efnið setn í þeim er. Þetta finna hinar siðfáguðu hærri stéttir á Fraklc- landi honum til foráttu og segja, að hann hafi aldrei sést enn með liatt á höfðinu nteð nýtízkusniði og að hann láti gantlan skraddara í sntáþorpi á Suður-Frakklandi sauma fötin sín. Fært var það nýlega í frásögur i einu dagblað- inu í París að Fallieres hefði sézt á gangi þar á yfirfrakka, sem al- þakinn hefði verið leirslettum og þess getið til, að hann hefði gert það til þess að tninna borgarbúa á, að fyrir viku síðan hefði verið leysing og hláka í París. En ummæli í þessa átt og annað því um líkt ntiðar eimnitt til þess að auka hylli forsetans hjá borg- aralýðnum og öllutn almenningi. Og þó svo kttnni máske að fara,að í byrjuninni verði honum að ein- hverjtt leyti áfátt í þvt að uppfylla kröfur tizkunnar, þá mun hin vin- gjarnlega og hispurslausa fram- lcoma hans , sem honum er svo eiginleg og lundlagin, glaðlyndi ltans og ekki hvað sízt sú lyndis- einkunn, að vilja jafnan vera fyrst ur til að rétta hjálpandi hönd þar sem hjálpar er þörf, ávinna honutn hylli alls meiri hluta þjóðarinnar áður en langt líðttr. Það er alkunnugt unt Fallieres, að hann er gjafmildur maður og má eiga það víst að sá eiginleg- leiki hans verður orsök i því að höggva stórt skarð í forsetalaun- in. Fé það sem forsetinn á Frakklandi hefir til ttmráða í eigin þarfir er allmikil upphæð. Föstu lattnin eru sex hundruð þúsundir franka og önnur sex hundruð þfts- ttnd eru honum ætluð t borðfé ár- lega. Auk þess hefir hann frían bústað í Elysé-höllinni og suniar- ltöll að auki til afnota fyrir sig einan. Þó allmikill kostnaður sé þvi samfara að sitja í æðsta tign- arsæti Frakklands, þykir enginn efi á því, að jafn yfirlætislaus mað- ur og Fallieres er, muni hafa tölu- vert afgangs af tekjum sínum er ltann muni verja til þess að við- halda því orði setn af honutn hef- ir farið fyrir öriyndi og hjálpsemi við meðbræður sína. ..Hva&Iþýöa kosningarnar á Englandi." Hr. P. M. Clemens hefir svarað því í síðasta blaði Lögbergs á þá leið,og þýðing þeirra sé lögfesting „einskattsins“ þar í landi. En þó að hann færi sönnur á, að skattur þessi ntuni eiga vinsældttm að fagna allvíða á Engl, virðist hann ekki færa fram traustar sannanir fyrir því, að einskatturinn hafi haft nokkra þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Alt um það kunna kosningarnar að hafa haft þýð- irgu fyrir einskattinn. Hitt er efamál, hvort þessi einskattur sé svo þýðingarmikill í sjálfu sér, að orð sé gerandi á honum um frarti önnur mál, sem vitanlega vortt höfð að herópi, og hljómuðu í hvers manns munni unt etidilangt landið í þessum kosningum. Mér vitanlega hefir hins umtal- aða skatts ekki verið minst af for- kólfunum í þessari kosningahríð, nema af forsætisráðherranum Campbell-Bannerman í AlbertHall þar sem hann lýsti stefnu ráða- neytis síns o,g hleypti af fyrsta skotinu í orustunni, eins og Eng- lendingar segja. Ummæli hans ertt á þessa leið: We can streng- tlien the hand of nuinicipalities by reforming the land system and the rating system, in which I in- clude the rate on ground values“. (Vér getum hlaupið undir bagga með sveita- og bæjastjórnum, með því að endurbæta ábúðarlögin og skattalöggjöfina, jarðeigna- og lóðaskattur eftir dýrleika þar með talimi). Þetta er alt og suntt, sent eg veit til að talað hafi verið um skattinn eina í hinum ný-af- stöðnu kosningum; þetta er alt og suint, sem Campbell-Bannerman talaði ttm ltann,og má kallast held- ttr lítið ef ttm brennandi spursmál væri að ræða. Eg hefi séð ágrip af nokkruin ræðtitn höfðingjanna í hinu liðinu, Balfours og Cham- berlains, en hvergi orðið var viö, að þeir hafi minst á einskattinn. Þeir geta vel hafa talað um liann fyrir því, en ef skattamálið hefði verið áhugamál, þá hefði maður þó átt að sjá þess einhvers staðar getið. Eg kann lítið að segja af skatt- iiiutn eina, og þvi minna af spá- manni hans, Henry George, sem miður fer. Þó kannast eg við hug- myndina og veit, að henni hefir ekki verið tekið feginsamlega af hinum lærðtt hagfræðingum í sunt- um göntlu löndunum. Af Iýsingu hr. Clemens þykir rnér líklegt, að bæjarstjórnir séu fúsari að taka Itana upp heldur en lóðareigendur, því að einskatts-aðferðin er hæg- ari og umsvifaminni fyrir þœr, en sú aðferð,sent nú tíðkast; og sömu leiðis virðist hún miklu fýsilegri fynr etgendur húsa og lóða, lteldur en þá sent hvorugt eiga. Þo kann eg ekki þar um að þræta. Eit til tnarks um, að þessi álögu- máti er þektur á fslandi, má geta þess, að eg ætla að lektor Þórhall- ur Bjarnarson hafi borið hann upp í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir skömmu, og kann vel að vera að hann sé kominn á í þeirri borg, þ® aö eg hafi ekki séð þess getið. Þó að hin nýja stjórn á Eng- landi hafi tjáð sig hlynta einskatt- inurn, þá virðist það ekki hafa afl- aö henni hins mikla meiri hluta, sem hún fékk. Og ef satt skal segja, þá mun altnenningur stðttr l,afa snúist til fylgis við hina nýju stjórn af áhuga fyrir frantkvætnd- uní hennar, heldur en óhug á hinni göntlu stjórn.' Campbell-Banner- man hafði ekkert í sinni stefnu- skrá, sem altnenningur sótti eftir nteð eintt samþykki. Honte rule eða heimastjórn írlands á fáa á- hugantikla fylgismenn meðal kjós- enda á Englandi, en ntarga mót- stöðumenn. „Autonomy" eða heimastjórn Suður-Afríku sömu- leiðis. Hann kunni lítil eða engin ráð að gefa gegn atvinnuleysinu, heldttr ekki í skattalöggjöf eða framförunt innanlands, nema*hina almennu yfirlýsingu, sem fyr er á vilcið, og þau altnennu orðatiltæki, sem hr. Clemens færir til. í ut- anríkismálum lézt hann mundu feta í fótspor hinnar fyrri stjórn- ar. Prógratn—ræða hans er fitn- lega samansett, eins og kunnugt er, en yfirlýsingu um pósitiva lög- gjöí inniheldur hún ekki; allra síst löggjöf, sem allur almenning- ur gæti fylkt sér um með áhuga og eittu samþykki. Þar er aðal áherzlan lögð á umbætur á eða mótstöðu gegn þremur atriðum, sem umfram alt annað höfðu vald- ið óvinsældum hinnar fráfarandi stjó^nar. Eitt þeirra, Education Bill, eöa þvingunarlög Balfours svo kölluð, er mæltu svo fyrir,að kreddur rík- iskirkjunnar skyldtt kendar í ríkis- ins skólum, eða skólum kostnðum af almannafé, var búið að grafa utn sig í nokkttr ár; gremjan út af þeitn var almenn, og mótþróinn gegn þeim sumsstaðar svo frelutr, að nálega varðaði við lög. Það atriði svifti conservatíva flokkinn atkvæðum allra þeirra kjósenda, setn statida fyrir utan ríkiskirkj- una. og þeir em margir. Þvi var ekki rnjög á loft haldið í kosning- unutn ; þess þurfti ekki; þessir kjósendttr voru vísir og þurftu ekki eggjunar við. Hin tvö at- riðin vortt tollastefna Chamber- lains og Kínverjahald í Suður- Afríku. Af þessutn tveimur mál- um var hið fyrra afar-þýðingar- mikið fyrir England,«lt hið brezka ríki og jafnvel allan heiminn; líið síðarnefnda er lítils virði á móts við hitt, en þó reyndist það hin skæðasta kosningabeita. Það parliament, sem hélt Bal- four svo lengi við völdin, var stundum, af mótstöðumönnum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.