Lögberg - 19.04.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.04.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1906 GULLEYJAN skáldsoga eftir ROBERT LOUIS STEVENSON. „Eg kom ekki á skipi Flints, Flint er dauSur nú; en eg skal segja þér eins og er, úr því þú hefir spurt mig, á því skipi, sem liggur hér viö eyna, eru margir af hásetum Flints; og sitja þeir um líf okkar hinna. „Þar er þó líklega ekki ein—einfættur maSur?“ stundi hann upp. „Silfri?“ spurSi eg. „Já Silfri hét hann,‘ ‘svaraíi Ben. „Hann er bryti á skipinu og foringi uppreistar- manna.“ Hann hélt enn um hönd mína, og um leiö og eg slepti síöustu orðunum, sneri hann harkalega upp á ulnliöinn á mér. „Sértu í engum samlögum við Langa Jón, þá hefði eg gaman aö vita hvernig stendur á ferðum þín- um, því þó þú álitir mig ekki meö öllum mjalla, sé eg samt aö eitthvað hlýtur að vera bogið við þá sögu“. Eg áleit snjallast að segja honum eins og var og það gerði eg, — fyrst tildrögin til fararinnar, síðan hversu óheppilega hefði tekist til með raðningu há- setanna, og að síöustu skýrði eg honum frá ástandi því, sem við vorum í. Hann hlýddi á mig með miklu athygli, og þegar eg hafði lokið máli mínu, klappaði hann á höfuðið á mér og sagði: „Þú ert afbragðspiltur, Jim, og þið eruð komn- ir í ljótu klípurnar allir félagar. En þér er óhætt að treysta Ben. Gunn—hann er maður til að ráða fram úr þessu. Hvað heldurðu um það, hvort líkindi væru til, að friðdómarinn mundi miklu launa, ef hann fengi góða hjálp, til að losna úr þessum vandræð- um ?“ Eg sagði honum, að friðdómarinn væri mjög ó- sinkur og eftirgefanlegur maður í öllum greinum. „Sjáðu til,“ mælti hann, „eg fer fram á meira en rétt að fá spjarirnar utan á mig. Það sem eg óska eftir að fá, er að minsta kosti þúsund pund sterling ef þið sleppið fyrir mitt tilstilli." „Eg er viss um að friðdómarinn gengur aðþví,“ svaraði eg. Það var ákveðið, að allir hjálparmenn fengju sin skerf hlutfallslega greiddan. „Og eg býst”við að fá ókeypis heimflutning lika,“ bætti hann við, og leit slæglega til mín. „Dettur þér í hug að efast um það?“ svaraði eg. „Friðdómarinn er heiðursmaður og höfðingi í lund, og fer vist ekki að gera þér neina afarkosti; enn frem ur mun okkur vanta menn til að sigla heim skipinu, ef við losnum við uppreistarmennina og vinnum bug á þeim.“ „Gott er að eiga von á því,“ sagði hann glaður í bragði. „Eg skal segja þér nokkuð af högum mínum, þó ýmislegt verði dregið undan i þetta sinn,“ mælti hann enn fremur. „Eg var á skipi Flints þegar hann fól fc sitt; sex menn tók hann með sér til þess verks. Þeir voru nærri hella viku i landi, og við, sem á skip- inu (RostungnumJ vorum, vissum ekkert hvað gerð- ist. Loksins kom Flint, einn á bátnum út að skipinu. Hann var ákaflega fölur og haföi bláa sjómannaklút- inn sinn vafinn um höfuðið. Hann kom einn, segi eg, og mennirnir sex, sem með honum fóru, voru allir dauðir — dauðir og grafnir. Hvernig hann losaði sig við þá, fékk enginn að vita, sem var á skipinu. Blóðugur bardagi hefir það verið, og ekki jafnt á komið — hann einn á móti sex, en vann þó á þeim öllum. Billy Bones var yfirstýrimaður, en Langi Jón tmdirstýrimaður; þeir spurðu hann, hvað hann hefði gert við féð, en hann svaraði: „Þið getið farið í land ef þið viljið, og leitað að því, en skipið dvelur ekki mínútu lengur hér á höfninni.“ 1 Þetta sagði hann og meira fengu þeir ekki upp úr honum. Nokkrum árum síðar var eg háseti á öðru skipi, og lá leið okkar fram hjá þessari éyju. Eg • sagði skipverjum frá því að Flint hefði grafið fé sitt hér, og skoraði á þá að lenda við eyna og rannsaka hana. Kafteininum gazt illa að því, en hásetarnir vildu fyrir hvern mun gera leit hér, svo við lentum. Tólf daga vorum við að rannsaka evna og leita, og með hverjum deginum, sem leið, fékk cg meira og meira ámæli af hásetunum fyrir frásögnina, og þrettánda daginn fóru þeir um borð. Þegar komið var niður í fjöruna, sögðu þeir við mig: „Hér er byssa og skotfæri handa þér, Benjamin Gunn, öxi og reka. Það er rétt- ast að þú fáir að vera hér eftir, og leit? - fé Flints, þangað til þú finnur það“, og siðan ýttu þeir frá landi og skildu mig einan eitir. í full þrjú ár hefi bafst hér við, Tim. og ckki smakkað mat, sem sið- a 1 þjóð er sai. ;m. t þrjú • h'*fi eg þolað marg- ar raunir; en eg hefi haft nóg fyrir stafni, þvi, máítu trúa, þú getur hugsað að eg hafi ekkert annaö haft að gera en biðja, og hugsa eftir fortölum móður minn- ar, og harma ólán mitt; eg hefi gert það oft, oft, en eg hefi gert fleira, og þú getur sagt friðdómaranum, að Það sé meira en litlir peningar i þeirri vímu. Þú mátt segja honum, að eg hafi verið sjóræningi, en eg sé einráðinn í að verða heiðarlegur maður, komist eg burt úr þessari hræðilegu einveru, og hann skuli ekki sjá eftir því, fáist hann til að flytja mig héðan." „Eg heyri hvað þú segir, en eg skil ekki nema helminginn af því,“ svaraði eg; „þú ert að talá um, að eg flytji þetta mál við friðdómarann, en hvernig á eg að komast um borð? Eins og nú er ástatt, sé eg engin ráð til þess.“ „Það eru töluverðar bægðir á því,“ svaraði hann, „en eg verð að reyna að ráða fram úr þeim. Eg á bát, sem eg hefi búið til, þó af vanefnum væri. Eg geymi hann undir hvíta klettinum þarna. Ef alt um þrýtur, verðum við að nota hann þegar dimt er orð- ið. Þey!“ sagði hann svo, „hvað er þetta?“ Þó að enn væru tvær stundir til sólarlags, en þá fyrst átti merkisskotinu að vera hleypt af úti á skip- ínu—heyrðum við drynjandi fallbyssuskot, sem berg- málaði hátt um alla eyna. „Þeir eru farnir að berjast“, hrópaði eg. „Fylgdu mér eftir.“ Eg hljóp á stað í áttina til Iendingarstaðarins, og gleymdi þá stundina allri hættunni, sem mér var búin þar. Liðbrautinginn fylgdi mér eftir. „Vinstri, vinstri!“ hrópaði hann, „beygðu til vinstri handar, inn á milli trjánna sniðhalt þarna fram undan dckur, þar sem eg drap fyrstu geitina mína. Þeir óttast að andi Ben. Gunns sveimi um hæðirnar, því þar var líklegast að hann hefði skilið við heiminn, horfandi árangurslaust eftir skipi til að bjarga sér. — Þama á litlu hæðinni sem þú sérð til hægri, held eg bænagerðir minar. Þar er auðvitað engin kapelía, en mér fanst það einhver rólegasti staðurinn á eynni; og eg varð að gera mér það að góðu, þó undir beru lofti væri, eg var illa staddur að öllu leyti, og hafði enga bók með mér, og ekkert til að gera neitt með, nema þá þrjá hluti, sem eg hefi áður nefnt.“ Hann hélt stöðugt áfram að vella við mig, án þess víst að búast við svari, enda ansaði eg honum ekki. Nokkru eftir að fallbyssuskotið reið af, heyrð- um við fleiri smærri skot. Við héldum áfram í þá átt, sem Ben hafði vísað mér, þangað til eg stanzaði al- veg forviða af að sjá enska flaggið blakta á hárri stöng hér um bil mílufjórðung vegar fram undan okkur. -------0--------- FJÓRDI ÞATTUR. BJÁLKAHÚSIÐ. XVI KAPITULI. Sögunni haldið áfrom af lœkninum: Skipið yhrgefið. Það var hér um bil kl. hálf tvö, að bátarnir frá Hispaniola fóru i land. Kafteinninn, friðdómarinn og eg höfðum farið niður í káetu til að ráðgast um, hvað heppilegast væri að taka til bragðs, í vandræð- um þeim, sem við vorum staddir í. Ef ofurlítill vindblær hefði verið, mundum við hafa ráðist á^hina sex uppreistarmenn, höggvið atkerisfestina og látið i haf. En vindinn vantaði, og til þess að auka áhyggj- ur okkar, og loka öllum sundum fyrir okkur, kom Hunter inn og sagði þau tíðindi, að Jim Havvkins hefði farið i land með óvinunum. Okkur kom aldrei til hugar að tortryggja Jim, en okkur reis hugur við hættunni, sem hann hlaut að hafa stofnað sér í með þessu, og þar sem við vissum glögglega hve æstur flokkurinn var, þegar í land var farið, gerðum við okkur litlar vonir um að sjá hann nokkurn tíma aftur lifandi. Við skunduðum upp á þilfarið tafarlaust. Hitinn var óbærilegur. Stál- bikið í seglsaumunum smitaði út úr hampinum, sterku lyktina af því lagði um alt skipið, og gerði loftið enn þyngra og óheilnæmara. Það leyndi sér ekki, að pest og alls konar óáran grúfði yfir þessum óyndislega hafnarstað. Þeir sex af Silfra mönnum, sem eftir urðu á skipinu, sátu undir framseglinu ygldir á brá og alt annað en árennilegir. Við sáum að bátarnir voru lentir, og sat sinn maðurinn i hvorum þeirra. Bát- arnir voru á floti, og bundnir landfestum skamt frá ármynninu. Við komum okkur saman um, að eg og Hunter færum í land til að vita hvað gerðist. Við stefndum þar til lands, sem næst lá bjálkahúsinu, sem sýnt var á uppdrættinum. Höfðum við þá báta hinna á hægri hönd. Mennirnir, sem sátu í þeim, virtust vera í töluverðum vanda, hvað gera ætti, þegar þeir höfðu komið auga á okkur. Þeir höfðu verið að raula og blístra á mis, en nú þögnuðu þeir alveg, og gat eg séö, að þeir ráðguðust um eitthvað sín á mllli. Hefðu þeir yfirgefið bátana og sagt Silfra til um landför okkar, eru mikil líkindi til að farið hefði öðruvísi en fór; en þeir höfðu vitanlega skipanir um að gæta bát- anna, og létu sér nægja að hlýðnast þeim, því þeir hættu að hvíslast á, sátu grafkyrrir og fóru að blístra aftur. Ströndin skarst í sjó fram á þessu svæði boga- dregin út á við, og stilti eg svo til, þegar eg lenti, að við komumst í hvarf við strandarbugðuna. Eg stökk úr bátnum og í land, og hljóp eins hart og eg gat á- leiðis til bjálkahússins, með tvær dregnar marghleyp- ur í höndunum. Eg hafði varla farið fimtíu faðma, þegar eg kom auga á húsið. Skal eg lýsa því, hversu þar var um- horfs. Upp úr miðjum hól, sem lá fram undan mér, spratt lind, sem rann niður eftir honum. Efst á þessum hól hafði bjálkahúsið verið bygt,og voru upp- tök lindarinnar innan veggja þess, og var þannig séð fyrir að þeir, sem í því dveldu, þyrftu aldrei að kvíða vatnsskorti. Húsið var bygt úr gildum eikarboJum, og var nægilega rúmgott til að veita skýli fjörutíu manns ef að á lá. Skotaugu voru á öllum hliðum þess. Umhverfis húsið var nokkurra faðma breið mön, þar sem skógurinn hafði verið ruddur, og utan við það auða svæði var sjö feta há stauragirðing, all rambyggileg. Engar dyr voru á girðingu þessari, og var að henni hið mesta skjól fyrir þá, sem í bjálka- húsinu væru, ef ófrið bæri að höndum, en lítil hlíf í henni fyrir þá, sem utan við hana voru, því að staur- arnir voru of gisnir til þess að mynda öruggan varn- argarð fyrir þá. Að minsta kosti var auðið fyrir þá, sem væru inn í húsinu að skjóta á óvini utan girðing- arinnar og gera þeim mikinn skaða, án þess að vera í nokkurri hættu staddir sjá.lfir. Alt sem ibúar bjálka- hússins þurftu á að halda i umsáturstíð, var að halda nákvæman vörð og útbúa sig með nægilegar vistir og vopn; því að auðsætt var, að nokkrir menn gátu hæg- lega varið sig þarna inni fyrir heilli herdeild, ef þeir gættu þess, að láta ekki ráða á sig óvara. Eg varð næsta glaður við að sjá lindina, því að þó Hispaniola væri vel útbúin að flestu leyti, og ekki skorti vín, vistir og vopn, þá var vatnið, sem við höfð- um þar, bæði orðið fúlt og lítið. Eg var einmitt að gleðja mig yfir þessu í huga mínum, þegar hátt óp, eins og deyjandi manns, endurhljómaði um alla eyna. Eg hafði séð dauðann í ýmsum ógnarmyndum oft áður—eg hafði verið í herþjónustu og mannskæð- um orustum undir forustu hans hátignar, hertogans af Cumberland, og særðist sjálfur all hættulega, þeg- ar við börðustum við Fontenoy,— en eg gat ekki gert að því, að það kom talsverður taugaóstyrkur á mig og ónota hryllingur fór í gegn um mig við að heyra þetta neyðarvein. Mér datt strax í hug, að það kæmi frá brjósti Jim Hawkins. Eg náði mér samt brátt aftur, því þó að blóðugir ganginn, sem lá til káetunnar. Þar hefir þeim víst ekki litist greitt til að komast í gegn, því Hunter sigt- aði á þá frá káetudyrunum, standandi bak við hálm- dýnuna. Leituðu þeir því aftur til baka út úr gang- inum, en þar var þá fyrir Smollett og friðdómarinn og vörðu þeim útgönguna. „Hver ykkar, sem hreyfir sig héðan hið allra minsta, er dauðans matur,“ hrópaði kafteinninn með drynjandi röddu. Mennirnir voru komnir þama í klípu, króaðir inni í ganginum, þar sem byssukjaftarnir blöstu móti þeim frá báðum endum, og sáu þeir því ekkert ann- að vænna en að leggjast fyrir þar, sem þeir voru nú komnir, og gera sér þessa fangavist að góðu. Til þess að fara fljótt yfir sögu, skal geta þess, að við Joyce höfðum nú hlaöið skipsbátinn svo, sem við þorðunt, og lögðum stðan á stað til lands með farminn í mesta flýti. Þessi síðari ferð okkar, vakti mikla athygli hjá vörðunum í bátunum tveimur, sem áður var minst á. Þeir hættu blístrinu eins og í fyrra skiftið, og áður en við komumst í hvarf við strandbugöuna, var ann- ar þeirra kominn í land og horfinn. Mér lá næst skapi að breyta allri fyrirætlan minni, róa yfir að bát- unum og eyðileggja þá, en eg óttaðist að Silfri mundi ef til vildi vera slcamt undan með flokk sinn.ogmætti því vel vera, að slíkt tiltæki yrði okkur til tjóns, en einkis hagnaðar, svo eg hætti við það. Við lentum á sama stað og áður, og tókum svo þungar byrðar hver okkar, sem við gátum borið, og fórum með til bjálkahússins, og köstuðum farangrin- um inn fyrir girðinguna. Við skildum Joyce eftir til að gæta þessa, — einn mann auðvitað, en vopnaðann mörgum langdrægum, hlöðnum Vinchesterbyssum. °g Hunter snerum aftur ofan til bátsins, og sótt- um nýjar byrðar. Svona héldum við áfram án þess að hvíla okkur nokkurt augnablik, þangað til öll hleðslan var komin inn fyrir girðinguna við bjálka- húsið. Kom okkur þá saman um að Hunter skyldi verða eftir hjá Joyce að gæta vistanna.en eg reri einn úf í skipið. Að við skyldum þora að eyða tíma í að taka aðra bátshleðslu af vistum, sýndist hættulegra í fljótu bragði en það var í raun og veru. Óvinir okkar voru auðvitað fleiri, en styrkleikur okkar lá í vopnunum, sem við höfðum. Enginn af þeim félögum Silfra, sem fóru í land, hafði haft byssu með sér, og áður en Þeir gætu komist í færi við okkur ti.l að nota skamm- byssur sínar, gátum við verið búnir að strádrepa J)á með Vinchesterbyssunum okkar, sem við höfðum að minsta kosti hálfa tylft af hver. Friðdómarinn beið nú á efra þilfarinu. Föli ljt- urinn var horfinn af andliti hans. Eg kastaði til hans fangalínunni en hann festi hana. Að því búnu tók- uro við að áferma bátinn, með nokkru af matvælum, og hröðuðum okkur eftir því sem við gátum. Brauð og kjöt var aðal þungavaran, sem við tókum í þetU sinn. Af vopnum’tókum við nú að eins eina byssu hver og nokkra rýtinga; því sem, eftir var af vopnum á skipinu vörpuðum við fyrir borð, en þar var að eins fve§fgja faðma dýpi, og gátum við á eftir glögglega séð glampa á hin björtu stálvopn í rennsléttum sand- botninum. Flóðtíminn fór í hönd, og skipið var þegar farið að vindast til af aðfallsstraumnum. Við gátum heyrt all hávær köll berast út til skipsins úr þeirri átt, sem bátar óvina okkar lágu í,og þó að slíkt bæri þess vott, að eigi hefði verið ráðist á þá Joyce og Hunter, gerði bardagar herði mann, gerir læknisskyldan og löng f13® aftur á móti efasamt að eigi yrði séð til ferða ol •> • 1 A M /T M in 1 _ . 1 v _ r • 1 ræksla þeirrar starfgreinar það þó engu síður. Sneri eg því strax við ofan í fjöruna og upp í bátinn. Hunt- er var ágætis ræðari, og við féllumst fast á árar, og vorum á svipstuadu komnir út á skipið. Eg fann fé- laga mína þar, o^ voru þeir mjög órólegir, eins og ekki var mót von. Friðdómarinn sat þar, þungt hugs- andi, og náfölur í andliti. áfelti sjálfan sig harðlega í huganum, yfir því, að hafa leitt okkur í þessi vandræði, af auðtrú sinni og óaðgæzlu. Óttasvipur skein og ljóslega úr ásýnd eins hinna sex háseta,, er sátu undir framseglinu. Þarna er einn, sem ekki er fulltrvgður and- stæðingur gegn okkur,“ sagði Smollett, og benti með höfðinu í áttina þangað, sem föli maðurinn sat. „Hann ér óvanur slíkum atburðum, sem hér standa til, og þegar er farið að bóla á. Það lá við að liði yfir hann þegar neyðarópið heyrðist frá eynni.“ Eg skýrði kafteininum frá bjálkahúsinu, og hversu mér litist ráðlegast að fara að, og ræddum við um það ítarlega og fastgerðum með okkur, hvernig öllu skyldi haga. Við skipuðum Redruth að verja ganginn milli káetunnar og fremri hluta þilfarsins, og fengum hon- um fjórar hlaðnar byssur, og þvkka og stóra hálm- dýnu úr einu rúminu, til að skýla sér bak við. Hunt- er dró bátinn í hlé afturstafns skipsins.og Joyce fór á okkar í land og tálmanir lagðar fyrir hana. Redruth kom nú til okkar af verði sínum t gang- inum við káetudyrnar, og stökk niður í bátinn, og drógum við okkur því næst fram að stiganum mið- skipa, til að gera Smollett kafteini sem hægast fyrir að komast niður til okkar . Hann vissi hvaö okkur leið, og hvarf nú frá þeim Duldist mér ekki,°að ha°nn j endagangsins, sem sneri að fremra þilfarinu.og hann hatði að þessu varið oaldarseggjunum, sem þar voru inni kreptir, gekk hratt aftur að stiganum, sem við lágum við á bátnum, stanzaði þar og kallaði til mann- anna sex, sem enn voru undir þiljunum, og mælti t háum róm: „Heyrið þið mál mitt, hásetar?“ Enginn anzaði. „Eg beini orðum mínum aðallega til þín, Abra- i ham Grey,“ mælti hann enn fremur, „heyrirðu til tnín ?“ Ekkert svar. „Grey!“ kallaði Smollett nokkuð hærra en áður, I »>eg er að yfirgefa skip þetta, og sem kafteinn þcss skipa eg þér að fylgja mér. Eg veit, að þú ert ekk- ert varmenni að eðlisfari, og eg veit að fleiri af ykkyr eru minni illmenni en þið hafið gefið í skyn, með því að láta leiða ykkur út í uppreist gegn yfirboðurum ykkar, og samsæri til opinberra óhæfuverka. Eg held á úrinu mínu, eg skal gefa þér þrjátíu sekúnda frest til að ákveða þig.“ Enn var þögn. „Komdu, kunningi, láttu þér ekki lengi liggja samt mér að bera niður í hann vistir, púður, byssur f*era sem þig langar til og þú vilt með og önnur áhöld, að ógleymdri gömlu meðala og * sjá|furn þér, mælti kafteinninn. „Eg hætti verkfæraskrínunni minni. Á meðan við vorum að þessu verki fengust frið- dómarinn og kafteinninn við hina sex gæzlumenn Silfra. Fyrir þeim var Hands stýrismaðurinn. Friðdómarinn gekk til þeirra, þar áem þeir sátu sömu skorðum og áður undir framseglinu, og sagði: ,Mr.Hands,kafteinninn.og eg erum hér komnir vopn- aðir mörgum skammbyssum. Gefi nokkur ykkar hið minsta aðvörunarteikn félögum ykkar, sem fóru í land, skal sá hinn sami skotinn á augabragði.' Við komum þorpurunum alveg á óvart, og þeim varð mjög hverft við í fyrstu, en eftir að heir höfðu ráðgast hvíslandi sín á milli, þutu þeir allir inu inn . minu eigin lífi þín vegna, með hverri sekúndu, sem líður.“ Því næst heyrðust högg og ryskingar, og á næsta andartaki kom Abraham þjótandi upp á þilfarið, og úr hægri augabrúninni á honum lagaði blóðið eftir síðustu viðskiftin niðri í skipinu. Hann flaug meir | en gekk til kafteinsins og sagði: „Eg fylgi þér, herra minn.“ Kafteinninn dvaldi nú ekki lengur en stökk nið- ur í bátinn til okkar ásamt Grey, og við ýttum frá skipinu og lögðum á stað í land. Við vorum nú lausir við skipið, en ekki búnir að ná lendingu og þvi síður komnir i bjálkahúsið okkar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.