Lögberg - 19.04.1906, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.04.1906, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 19, APRÍL 1906 Um heitu löndin. Framh. frá 2. bls. —Yfir höfuð að tala finst mér Jiessi hiti, sem vér daglega áttum viö að búa í Rauðahafinu, ind- verska hafinu, á Ceylon og í Singa- pore, vera sérlega notalegur. — Hann var þetta daglega um há- degisbilið milli 3° °& 4° g’r- á. C. ÞaS er þægilegur hiti meðan mað- «r hefir enga líkamlega áreynslu og er búinn eins og vér vorum, í hvít léreftsföt og þar innan undir í þunna ullarskyrtu, en á höfðinu baröastóran, hvítan sólhatt úr korki. En maSur fann óþægindi af hitanum, ef átti að hlaupa upp brekku, eöa beita kröftum sínurn á cinhvern hátt. Það sýnir sig líka, að hvítir menn þola ekki erviði í J>essum hita, enda sjást þeir sjald- an hreyfa hönd við neinu þar eystra. öll vinna er framin þar af hinum innfæddu, sem eru aldir upp við og orðnir vantr við hit- ann. Maður skyldi halda að þeim væri hætt við sólstúngu alveg eins og hvítum mönnum í þessum xnikla hita, en það er sjúkdómur, sem varla eru dæmi til meðal Jteirra, og þó ganga þeir allajafna berhöfðaðir og sumir láta jafnvel raka af sér alt hár og eru ber- sköllóttir. — Hvítir menn lifa eins og kóngar innanum innfædda fólk- ið, og drotna yfir þvi ineð gulli sínu. r— ^ví flestir eru þeir ríkir. Eg átti tal við marga Norður- álfubúa, sem höfðu tekið sér ból- festu á Indlandi, Ceylon og Mal- akkaskaga, og allir luku upp sama munni um það, að gott væri þar að vera og nóg fé þar að græða fyrir framtakssama menn. Að inn- jflutningurinn til þessara landa er ckki miklu meiri en hann er, ligg- ttr sumpart i því, að vegalengdin cr svo mikil en svo máske einkan- lega í því, að menn óttast Joftslagið, því margir þola það ckki, fá ýmsa sjúkdóma og deyja. Mikill hluti þeirra manna, sem þannig týnast og sagt jtola það ekki, fá ýmsa sjúkdóma og deyja. Mikill hluti þeirra manna sem þannig týnast og sagt er að ekki hafi þolað loftslagið hafa mist heilsu sína af óhófi í mat og drykk. — Svo er mál með vexti, að maturinn er mjög ódýr og innlendir menn hafa lært að búa til allskonar krasir, sem kitla svo góm Evrópumanna að flestir eta yfir sig. Til dæmis að taka gat maður á veitingahúsinu í Ceylon, Singapore og í Honkong fengið 20—30 rétti af fyrirtaks mat fyrir cinar tvær krónur — maður gat etið eins mikið og' maður vildi og valið milli allra þessara rétta fyrir J>etta litla verð. Ennfremur fæst vín og öl mjög ódýrt, því engir lollar eru á vörum þar eystra. Hitinn hefir vanalega í för með sér mikinn þorsta, svo að freist- ingin er mikil fyrir þá sem þykir gott í staupinu. En ekkert er ó- hollara í hitanum en áfengið; af jþví stafar mikill hluti þeirrar lifr- ar og magasjúkdóma, sem koma svo mörgum ungum Evrópumönn- um í gröfina, er sagt er uni.að ekki hafi þolað hitann. Auðvitað eru ýmsir sjúkdómar í heitu löndunum .sem ekki verður varist, þó menn gæti hófs í mat og drykk. Pestin, kólera, gula, flekkusótt,blóðkreppu sótt og malaria vofa alt af yfit höfðum manna og eru vondir við- fangsgripir; en með framförum fræðanna, einkum tim heilsufræð- innar, hefir tekist að stémma stigu fyrir útbreiðslu og hættusemi allra Þessara sótta. Englendingar hafa gengið vel fram í því, enda hefir það komið vel í ljós, að að hvar sem þeir hafa komið á sínu heil- brigðis fyrirkomulagi í borgum þar eystra, eins og hvervetna í heitu löndunum, þar ber heilsufar langt af þvi, sem er í öðrum stöð- um, sem tilheyra öðrum þjóðupi. Þegar pestin og kóleran geysa í bæjunum þar eystra, sneiða þessir sjúkdómar næstum aigerlega hjá hinum enska hluta bæjarins. Er þetta eingöngu að þakka þrifnaði, góðum vatnsveitum og afrensli. Meira. ------0------- DeyOing aOframkominna sjiíkl- inga og vanskapninga. Sú stefna hefir um undanfarna síðustu áratugi látið á sér bera í ýmsum blöðum i mentaða heimin- um, sérstaklega meðal læknastétt- arinnar, að rétt væri að stytta þeim sjúklingum kvalastundir, er lengi hafa barist við dauðann, með því að gefa þeim svæfandi meðul og slökkva lífið á þann hátt. Ákveðn- ast form hefir stefnan tekið á þing- inu í Iowa nú i siðustu tið, þar sem Dr. Gregory hefir borið upp frum- varp þess efnis/að lögheimila lækn um að svifta þá sjúklinga lífi, sem þjást svo sárlega, að þeim sjá-* ist engin lífsvon, enn fremur, að tortíma nýfæddum börnum, sem vonlaust er um að verði annað en vitfirringar eða vanskapningar. Þetta skyldi þó því að eins leyfi- legt, að þrír læknar að minsta kosti, ásamt hlutaöeigandi líkskoð-' arau væri einugir um framkvæmd- ina og nauðsynina á þessu verki og hluttakendur í henni. Eins og fleiri, sem stefnu þessari eru fylgjandi,- staðhæfir Dr. Gregory, að í raun og sannleika viðgangist það, sem frumvarp hans fer fram á, víða í heiminum, og jafnvel daglega á sjúkrahúsunum í New York, Chi- cago og mörgum fleiri stöðum, bæði í Ameríku og annars Staðar, en að það sé gert án ákveðinnar reglu og lagaheimildar, og hvoru- tveggju vil lhann fá framgengt með frumvarpi sínu. Eigi verður sagt, að mál þetta hafi fengið vænlegar undirtektir. Flest blöð hafa tekið eindregið í strenginn á móti því, og stéttar- bræður Dr. Gregory mótmæla reiðir og gramir staðhæfingum hans um þetta efni, að þvi er snertir sjúkrahúsin, og embættis- starfrækslu þeirra þar, lútandi að nefndum fullyrðingum hans. I ritsjórnargrein í blaðinu „The Standard-Union“ (Brooklyn 13. Marzj segir svo: Dr. Gregory telur tillbgu sína, sem mikilvægt mannúðarmálefni, sem sé tuttugu ár á undan timan- um. Vita má hann, að það eru meir en tuttugu aldir síðan þján- ingalaus deyðing (á gr. evthan- asia) var framkvæmd meðal Spart verja, á þeim sjúklingum og líkt stóð á fyrir, og höfundurin skýrir frá í áminstu frv. sínu, og undrun sætir það, ef þetta hefði í raun réttri verið eins mikið mannúðar- málefni og höfundurinn lætur í ljósi, að það skyldi þá eigi hafa náð almennri viðkenningu og kom- ist undir lagalega heimild allar þær aldir, sem síðan eru liðnar. Þvert á móti ræður sú mannúðar- tilfinning hjá öllum þjóðum hins mentaða heims, að líf og dauði þess manns, er hefir við þjáning- ar að striða, af hvaða tegund sem er, skuli algerlega falin valdi for- sjónarinnar, og hæsta skylda lækn- isins sé, að tálma eða draga, enda- lykt mannlífsins eftir því^, sem máttur hans og þekking framftst nær til. Ef maður, sem bæði er læknir og löggjafi lætur í ljósi, að stéttarbræður hans hér í landi fylgi annari meginreg’” í starfi sínu en þeirri, sem vér höfum nefnt hér næst á undan, er það að eins til að kasta skugga á læknisfræðina. Með slíkum áburði er og réttlættur sá ótti, sem svo al- mennur er hjá fátækari hluta þjóð- arinnar hvað meðferð sjúklinga á sjúkrahúsunum snertir, en einmitt fyrir þá fátæku ættu sjúkrahúsin þó aðallega að vera. Yfirboðarar yfir sérhverju sjúkrahúsi í Bandaríkjunum, sem og annarstaðar um heim, munu skjótlega andmæla og hrekja að- dróttun þá, sem Dr. Gregory gerir, þar sem hann telur þjáningarlausa deyðing tíðkaða á aðframkomnum sjúklingum spítalanna, og enginn efi er á því, að sjúkrahús þar sem slíkt kæmi fyrir, án þess þó aö oft bæri til, mundi fordæmt með öllu, og ekki leyfast að halda áfram starfi sínu, ef opinbert yrði. Hvað það snertir að tortíma vansköpuðum ungbörnum, nýfædd um, sannar sagan að þær forn- þjóðir, sem höfðu þá reglu, fóru mjög villa vegar, þó að eins sé litið til þroska mannkynsins — og einskis annars — sérstaklega and- lega þroskans — og hæfilegleik- anna. Það vill sem sé eigi ósjald- an til, að mesta mannvitið og skörpustu gáfurnar taka sér bú- stað í auðvirðilegustu líkams-um- gjörðinni; mjög torráðin gáta hlýt- ur það, að öllum jafnaði, að vera fyrir lækna, að greina andlegu van skapningana úr hópi þeirra hvít- voðunga, sem fæðast með gallaðri líkamsmynd. Hjá fornþjóðum þeim.er fylgdu þeirri reglu, að^granda vansköpuð- um börnum nýfæddum, mundi Byron hafa verið Hflátinn strax eftir fæðinguna, af því hann hafði staurfót og Constable de Bourbon af því að hann var fæddur með mikinn herðakistil. í fullu sam- ræmi við kenningu Dr. Gregory hefði verið aö svifta þá Homer, og Milton lífi, er báðir voru blindii* mestan hluta æfi sinnar. Eigi mundu þeir Cæsar og Napoleon mikli hafa notið langra lífdaga ef stefna þessi hefði þá verið komin í gildi, því báðir voru mjög þjáðir af niðurfallssýki. Að telja upp öll þau , mikil- menni, sem alla æfi hafa þjáðst af einhverjum ólæknandi líkamsmein- semdum eða likamslýti haft, mundi verða alt of langt mál í stuttri blaðagrein, enda öldungis ónauð- synlegt. Frv. Dr. Gregory verður aldrei leitt í lög, og hið eina illa, sem það kemur til leiðar, er að vekja misjafnan grun og ranglát- an á hinni merkustu og allra nauð- synlegustu starfsgrein, sem til er í heiminum, nfl. læknisfræðinni, og glæða óhuga almennings á sjúkra- húsunum, sem þó eru þær stofnan- ir, sem allra sízt er hægt að kom- ast af án. — Lit. Digest. Verndiö börnin. Það er ómögulegt að segja hve nær á meðali getur verið þörf á heimilum þar sem börn eru. Því gerir hver fyrirhyggjusöm móðir sér að reglu að hafa ætíð eina öskju af Baby’s Own Tablets vjð hendina. Þessar tablets lækna fljótt meltingarleysi, magaverk, magasúr og vindþembu, niðurgang og tann- tökukvilla. Þær lækna kvef, barna- veiki varna þær, eyða ormum og veita barninu væran og náttúrlegan svefn. Mæðurnar hafa vitnisburð meðalafræðings stjórnarinnar fyr- ir sér í því að þessar tablets hafi engin svæfandi né eitruð efni inni að halda. Mrs. J. C. Gildart, Prosser Brook, N.B., segir: „Ba- by’s Oivn Tablets verka eins og töframeðal á börnin og eg gei ekki verið án þess að hafa þær á heimil- inu.“ Þér getið fengið Baby’s Own Tablets hjá >!lum lyfsölum, ‘ Múrbönd. Viöpr. Þak- spónn. Gluggar, Huröir og all- nr innanhúss efniviöur. Skrautgler í blý- og kop- arrömmum (Lead & Copper Lights). Nú fer húsasmíöi alment aö byrja. Áönr en þér festiö kaup annars staöar ættuö þér aö finna okkur. Vér getum gert yöur á- nægöa bæöi hvaö gæöi og verö snertir. Skrifstofa og vörugeymsla neöst á HENRYAVE., EAST. 'PHONE 2511. The Alex. Black Lumber Co., Ltd. Verzla meö allskonar VIÐARTEGUNDIR: Pine, Furu, ledar, Spruce, Haröviö. Allskonar boröviöur, shiplap, gólfborö, loftborö, klæöning, glugga- og dyraum- búningar og alt sem til húsageröar heyrir. Pantanir afgreiddar fljótt. TeU 596. Higgins*& Gladstone st. Winnipeg. eða sendar með pósti fyrir 25C. öskjuna, ef skrifað er til „The Dr. Williams’ Medicine Co., Brock- ville, Ont.“ Gigtaruerkir lœknaðir. Hin skjóta lækning, sem Cham- berlain’s Pain Balm hefir veitt þúsundum manna, er þjáðst hafa af gigt, hefir gert þetta meðal nafnfrægt. Það veitir bæði hvíld og svefn. Fjöldi manna hefir komist til fullrar heilsu, sem not- að hefir þenna áburð. Til sölu hjá öllum lyfsölum. — ■—o--------- W KENNARA vantar í Swan Creek skólahéraði, Nr. 743, karl- mann eða kvenmann, sem hafi 2. eða 3. class certificate. Kenslan byrjar 1. Júní 1906 og stendur yfir í sex mánuði. Umsækjendur er tiltaki hvaða kaupi er æskt eftir snúi sér til W. H. ECCLES, Sec.-Treas., Cold Springs, Man. The Winnipeg Paint^ Qlasa. Co. Ltd. Góður húsaviður! unninn og óunninn, bæöi í smá og stórkaupum. Veröiö hjá okkur þlýtur aö vekja athygli yöar. | Nauösynin á aö fá bezta efni- viöinn sem bezt undirbúinn er öll- um augljós. Meö ánægju gefum vér yöur kostnaöar-áætlanir. The Winmpeg Paint & Glass Co. Ltd. ’Phones: 2750 og 3282.1 Vörnhús á hornlnn á St h Street og Qertrnd. ve. Fort Ronge, fl. E. BÍRD 570 MAIN ST. Viö höfum nú til sölu mikiö af ágælum skóm, karla, kvenna og barna. Viö getum uppfylt all- ar sanngjarnar kröfur. Komiö og skoöiö karlm. skóna sem viö erum nú aö selja meö sérstöku veröi. Kosta aö eins...............$.............$1,15. A. E. BIRD I Eftirmaöur Adams & Morrison I--------------------------------1 CAN AD A-N ORÐ VESTURL ANDIÐ KEGLUIt VrI» LANDTÖKU. . v, *fctl°num meB Jafnrl tölu, sem tllheyra sambandsstjðrnlnnl. 1 ,oba- Saekatchewan og Alberta, nema 8 og 26, geta fjölskylduhöfu» .* 18 Ara eöa eldrl, teklö sér 160 ekrur fyrlr helmlUsréttarland. þaö er að segja, sé landlö ekkl aöur teklö, eöa sett tll slöu af stjðrnlnnl til vloartekju etSa einhvera annars. INNRITUJí. Menn mega skrlfa slg fyrlr landlnu & þelrrl landskrlfstofu, sem namt Uggur landlnu, sem teklO er. MeÖ leyfl lnnanrlklsraöherrans, eöa lnnflutn- lnga umboðsmannslns I Wlnnlpeg, eöa naesta Domlnlon landsumboösmanns. geta menn geflö ÖÖrum umboö U1 þess aö skrlfa slg fyrlr landL Xnnrltunar- gjaldlö er $10.00. ^—-ác-. _____ HEIMIIJSRÉTTAR-SKYI.DUR. Samkvæmt núglldandl lögum, veröa landnemar aö uppfylla helmlli*. réttar-skyldur slnar A elnhvern af þelm vegum, sem fram eru teknir 1 eft— irfyigjandt töluliöum, nefnilega: —AU búa A landlnu og yrkja þaö aö minsta kosU I sex mlnuðl A hverju Ari I þrjú Ar. *•—Ef faöir (eöa möOIr, ef faölrlnn er íatinn) elnhverrar peraðnu, sem heflr rétt U1 aö skrifa slg fyrir helmllisréttarlandl, býr á bfljörö 1 núgrennl viö landiö, sem þvillk persöna heflr skrifaö sig fyrir sem helmlllsréttar- landi, þa getur persönan fullnægt fyrlrmælum laganna, aö þvl er Aböð & landlnu snertlr Aöur en afsalsbréf er veltt fyrir þvl, A þann hAtt aö hafa helmlH hjá fööur slnum eöa möður. 8'—Kf landneml heflr fengiö afsalsbréf fyrir fyrri helmllisréttar-böjörtJ sinni eöa sklrteinl fyrir aö afsalsbréflö veröi geflö Út, er sé undirritaö f samræml viö fyrirmæli Dominion laganna, og heflr skrifaö sig fyrlr stöarf heimllisréttar-bújörö, þA getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, aö þvf er snertir Abúö A landlnu (slöari heimilisréttar-bújöröinni) AÖur en afsala- bréf sé gefiö öt, A þann hAtt að böa A fyrrl heimilisréttar-Jörðtnnl, ef slöari heimillsréttar-jöröin er 1 nAnd viö fyrri heimlllsréttar-Jöröina. 4.—Ef landnemlnn býr aö staöaldri A bújörö, sem hann heflr keypt, teklö 1 erföir o. s. fry.) I nánd viö helmillsréttarland þaö, er hann heflr skrifaö slg fyrir, þA getur hann fullnægt fyrlrmælum laganna, að þvt ec ábúö A helmllisréttar-jörölnnl snertir, A þann hátt aö búa A téörl eignar- Jörö sinnl (keyptu landi o. s. frv.). .. BEIBNI UM EIGNARBRÆP. ætti aö vera gerö strax eftir að þrjú Arin eru liöln. annaö hvort hJA næsta umboösmannl eöa hjá Insi»ector, sem sendur er U1 þess aö skoöa hvaö 4 landlnu heflr verið unnlö. Sex mánuöum Aöur veröur maöur þö aö hafa kunngert Domlnion lands umboösmanninum 1 Otttawa þaö, aö hann ætll sér aö biöja um eignarréttinn. IíEIDBEININGAR. Nýkomnir innflytjendur fá á innflytjenda-skrifstofunni f Winnipeg, og á öllum Domlnion landskrlfstofum innan Manltoba, Saskatchewan og Alberta, lelöbeinlngar um þaö hvar lönd eru ötekin, og allir, sem A þessum skrif- stofum vinna veita innflytjendum, kostnaðarlaust, leiöbeinlngar og hjálp tU þess aö ná 1 iönd sem þeim eru geöfeld; enn fremur allar upplýsingar viö- vlkjandl timbur, kola og náma lögum. AUar sllkar reglugerölr geta þeir fengið þar geflns; elnnlg geta ir enn fenglö reglugeröina um stjörnarlönd innan JArnbrautarbeltlslns 1 Brltlsh Columbia, meö þvl aö snúa sér bréflega tll ritara innanrlkisdelldarinnar 1 Ottawa, InnflytJenda-umboÖsmannsins I Winnipeg, eöa til einhverra af Ðominion lands umboösmönnunum I Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. Þ W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. L M. CLEMENS byg^gingameistarl. Bakbr Block, 468 Main St. allskonar gerö á Lögbergi, WINNIPEÖ Phone 4887 fljótt> vel og rýmilega. PRENTUN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.